Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 18
Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Fundur eða veisla framundan? útbúum girnilega brauðbakka fyrir stórar veislur sem smáar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Höfuðborgin | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fyrsta eintakið í áhaldahús | Gísli Hjartarson rithöfundur afhenti fyrsta ein- tak nýútkominnar bókar sinnar „101 ný vestfirsk þjóðsaga“ í gærmorgun. Afhenti hann Flosa Jónssyni, starfsmanni Áhaldahúss Ísafjarðarbæjar, eintak- ið og las síðan úr bók- inni. Þetta er sjöunda bók- in sem Gísli gefur út með þessu nafni og ávallt hefur verið haldið upp á útkomuna í kaffistofu Áhaldahússins. Gísli segir í samtali við vef Bæjarins besta að starfsmenn bæjarins hafi ávallt verið honum mikilvæg uppspretta góðra sagna í bækurnar. „Þetta eru allt menn með næmt og gott skopskyn og fara auk þess mjög víða og heyra margt. Þeir hafa sem betur fer ekki legið á þeim sögum sem þeir heyra og það er fyrst og fremst fyrir áhuga slíkra manna sem tekist hefur að gefa þessar sí- vinsælu bækur út,“ segir Gísli við bb.is.    Gísli Hjartarson Bæjarpósturinn hættir | Útgáfu Bæj- arpóstsins á Dalvík verður hætt um næstu áramót, en hann hefur með einhverjum hléum komið út frá árinu 1985. Guðmundur Ingi Jón- atansson hefur gefið blaðið út allan þann tíma. Blaðið hefur komið út vikulega og fjallað um héraðsfréttir og verið vett- vangur umræðna í Dalvíkurbyggð. „Út- gáfa héraðsfréttablaða er erfið glíma og ríður enginn feitum hesti frá slíkum rekstri,“ segir frétt í Norðurslóð. Einnig er þess getið að Bæjarpósturinn hafi skip- að afgerandi sess í bæjarmálaumræðunni í byggðarlaginu undanfarin ár „og verður sjónarsviptir að honum þegar hann hættir að koma út“.    Tveir sparkvellirverða vígðir form-lega á Snæfells- nesi í dag. Vellirnir eru í Grundarfirði og Ólafsvík. Sparkvöllurinn í Grundarfirði verður vígð- ur kl. 11 í dag af Eyjólfi Sverrissyni. Boltar sem Knattspyrnusamband Evrópu gefur verða af- hentir Grunnskóla Grundarfjarðar auk þess sem sambandið færir Ungmennafélagi Grund- arfjarðar gjafabréf. Opnunarhátíð nýja sparkvallarins við Grunn- skólann í Ólafsvík verður síðan haldin klukkan 13 í dag. Á dagskrá eru meðal annars leikir yngri flokka og boltagjöf Knatt- spyrnusambands Evrópu verður afhent. Sparkvellir Samtökin Lifandi landbúnaður kynnti möguleikaheimaframleiðslu á Uppskeruhátíð Félags ferða-þjónustubænda sem nýlega var haldin. Var það gert með því að bjóða upp á heimalagaðar sultur, kæf- ur, rúllupylsur, flatkökur, hafrakex, orkuskonsur, osta og smákökur auk þess sem kynnt var lífræn jógúrt frá Hálsi í Kjós. Á myndinni sjást forystukonur samtak- anna kynna framleiðsluna á hlaðborði, f.v. Arnheiður Hjörleifsdóttir Bjarteyjarsandi, Ólöf Þ. Halldórsdóttir Vogafjósi og Sigrún Bjarnadóttir Fossnesi. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Kynna heimaframleiðslu Davíð Hjálmar Har-aldsson fylgdistmeð umræðum á þingi, þegar Davíð Odds- son kom fram með nýyrði um Samfylkinguna. Hann setti ræðuna í samhengi við atburði á undanliðnu ári og orti: Bráðlyndur birtist hann okkur, bati kom síðan allnokkur þótt ennþá til reiði hann egni sá leiði afturhaldskommatittsflokkur. Þó að Rúnar Kristjáns- son búi á Skagaströnd fór stórbruninn í Reykjavík á dögunum ekki framhjá honum. Ef til vill hefur reykjarstrókurinn sést frá Skagaströnd. Hann yrkir: Þó að aukið eftirlit alltaf heimti gjöldin, stunda einkum stólaslit strembin yfirvöldin. Eldvarnar um opnar dyr öryggi þau fórna. Hættublindir hagsmunir hringrásinni stjórna! Bruni pebl@mbl.is Grindavík | Víða er unnið af fullum krafti í bygg- ingavinnu þótt komið sé fram á harða vetur. Ekki er víst að einn einasti dagur falli úr, miðað við reynsluna frá síðustu vetrum. Smiðirnir hjá Kefla- víkurverktökum vinna við óvenjulegar aðstæður í Illahrauni við byggingu húðlækningastöðvar Bláa lónsins. Lögð er áhersla á að húsið falli vel að um- hverfinu og það raskist sem minnst við fram- kvæmdina. Þeir vinna að þessu verkefni í allan vetur enda á að opna stöðina í apríl. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Unnið úti í allan vetur Framkvæmd LÍKUR eru á að hámarkshraði yrði lækk- aður víða á tveggja akreina þjóðvegum hér á landi, úr 90 kílómetrum á klukkustund í 80 km, ef beitt yrði aðferð þeirri sem Norð- menn nota við að ákvarða frávik frá al- mennum leyfilegum hámarkshraða. Sums staðar yrði umferðarhraðinn jafnvel tak- markaður enn frekar. Vegagerðin fékk Línuhönnun til að gera athugun á norsku aðferðinni og eru nið- urstöðurnar birtar á vef Vegagerðarinnar. Þrír íslenskri vegkaflar voru skoðaðir í þessu samhengi, einn var á Vesturlands- vegi upp í Borgarfjörð, annar á Norður- landsvegi norðan við Blönduós og sá þriðji á Vestfjarðavegi um Bröttubrekku. Niður- staðan var að hámarkshraði á þessum veg- um yrði lækkaður í 80 km og til greina kæmi að lækka leyfilegan hámarkshraða á Bröttubrekku niður í 70 km. Fram kemur að það er einkum lega dreifbýlisþjóðvega sem myndi orsaka þessa takmörkum á hraða auk ónógrar slitlagsbreiddar. Hámarks- hraði myndi víða lækka Borgarnes | Þórarinn Eldjárn rithöfundur mun í dag afhenda Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar vinnuskjöl sín frá gagnaöfl- un og ritun bókarinnar Baróninn sem byggð er á ævi franska barónsins Gauldréc de Boilleu sem bjó á Hvítárvöllum í Borg- arfirði um aldamótin 1900. Í Byggðasafni Borgarfjarðar eru varð- veittir nokkrir munir barónsins á Hvítár- völlum, meðal annars flygill hans og veiði- byssa. Ása Harðardóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, segir að mikill fengur sé í því að fá vinnuskjölin hjá Þór- arni enda hafi hann farið víða um heim til að afla gagna vegna ritunar sögunnar. Safnahúsið hyggst nýta þann áhuga sem nú er á sögu barónsins vegna útkomu bók- arinnar og heimildamyndar sem unnið er að til að halda sýningu á munum hans. Er hún fyrirhuguð í vor. Auk muna safnsins verður óskað eftir því að fá að láni muni sem vitað er að til eru í héraðinu og víðar. Í dag, klukkan 17, verður Kaffistofan í Safnahúsinu í Borgarnesi opnuð með upp- lestri Þórarins og afhendingu skjalanna auk þess sem Finnur Torfi Hjörleifsson les eigin ljóð. Þá flytur Snjólaug Guðmunds- dóttir vefnaðarkennari á Brúarlandi vinnu- stofu sína og gallerí í Kaffistofuna en hún er listamaður desembermánaðar. Að- ventudagskráin í Kaffistofunni heldur síð- an áfram til jóla. Færir safninu vinnuskjöl um baróninn ♦♦♦ Verkstæði hættir | Vélaverkstæði Dal- víkur hætti starfsemi um síðastliðin mán- aðamót. Húseignin var í eigu Kaldbaks, en Framtak í Hafnarfirði átti vélar og tæki. „Framtaksmenn hafa nú sótt tæki sín og tól og flutt á bíl suður yfir heiðar,“ segir í frétt í Norðurslóð. Í blaðinu greinir einnig frá því að Gúmmívinnslan á Akureyri hafi keypt Bílaþjónustu Dalvíkur af Gesti Ár- skóg og hyggjast nýir eigendur reka verk- stæðið áfram með svipuðu sniði og verið hefur. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.