Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 24
Í tilefni tíu ára afmælis Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns kemur út Galdrakver, ljósprent af handriti frá 17. öld auk stafréttrar útgáfu, texta á nútíma- stafsetningu og þýðinga á ensku, dönsku og þýsku. Landsbókasafn Íslands – Há-skólabókasafn fagnar ára-tugar starfsafmæli í dag, en liðin eru tíu ár frá því að söfnin tvö voru sameinuð í eitt. Þá var Þjóð- arbókhlaðan, þar sem safnið hefur aðsetur, einnig tekin í notkun þann 1. desember 1994. Í tilefni þessara tímamóta verður efnt til marg- víslegra atburða á næstu dögum sem tengjast starfsemi safnsins.    Í tilefni af afmæli safnsins kemurút bókin Galdrakver – ráð til varnar gegn illum öflum þessa og annars heims. Hún hefur að geyma ljósprent af einu yngsta skinn- handriti sem varðveist hefur, galdrakveri frá því á 17. öld. Um leið er handritið eitt mjög fárra hér- lendra galdrahandrita sem varð- veist hafa frá þessari öld, sjálfri galdraöldinni. „Handritið er frá því um 1670 og skinnöld lauk að mestu hundrað árum áður,“ segir út- gáfustjóri bók- arinnar, Ög- mundur Helgason. „En af einhverjum ástæð- um hefur mönnum þótt vert að setja svona galdraráð á skinn – kannski hefur það þótt árangursríkara.“ Hann segir það raunar algengt að slík viðfangsefni hafi ratað á skinn nokkru eftir að notkun þess var að mestu hætt og pappír tekinn við, en af því sem varðveist hefur eru ein- ungis til lítil brot úr bókum. Þessi bók er hins vegar nokkurn veginn í heilu lagi, alls 27 síður, þó að nokk- ur blöð hafi verið skorin úr henni. Ljósprentinu af skinnhandritinu fylgir bók sem inniheldur stafrétta útgáfu þess og texta á nútímastaf- setningu. Lesendum ætti því að vera auðvelt að afla sér þess fróðleiks sem handritið hefur að geyma, og ekki síður þeim sem mæla á erlenda tungu en íslenska, því textinn er ennfremur þýddur á dönsku, ensku og þýsku í bókinni.    Að sögn Ögmundar, sem ritaðhefur inngang þar sem efni bókarinnar er skýrt, hefur hún ein- ungis að geyma hvítagaldur, en galdri var að jafnaði skipt í tvennt – hvítagaldur var kölluð sú iðja sem menn stunduðu til lækninga og varnar ásóknum ýmissa afla, þessa heims og annars, en svartigaldur það sem menn ástunduðu öðrum til ills, bæði mönnum og skepnum. „Kannski er það þess vegna sem hún hefur geymst fram á okkar dag,“ segir hann, en flest handrit sem innihéldu galdramál voru eyðilögð - sum brennd - á sínum tíma. Í bókinni er meðal annars að finna himnabréf, bréf sem talin voru hafa fallið frá Guði eða Jesú af himnum ofan og geta varnað mönnum frá ýmsu illu, þar á meðal bjargað kon- um í barnsnauð; blóðstemmur auk annarra lesninga, kvæði sem fara átti með til varnar blóðmissi og voru mikið notuð fyrr á öldum; og galdra- stafi, sem teikna átti upp með sér- stökum aðferðum til að verjast ýms- um öflum. Að sögn Ögmundar er frægasti galdrastafurinn án efa æg- ishjálmurinn, sem Björk Guðmunds- dóttir hefur sem kunnugt er notað sem fyrirmynd að húðflúri á hand- leggnum á sér, og Strandasýsla hef- ur gert að opinberu merki sínu. „Í handritinu er sennilega að finna elstu mynd sem til er af þessum galdrastaf,“ segir Ögmundur. „Og hann þarf að útfæra eftir flóknum reglum svo hann virki. Það þýðir því lítið að húðflúra hann á sig, þannig séð! En honum á maður að geta beitt gegn óvinum sínum, sé hann rétt borinn á.“ Í ritinu er þó ekki að finna neinar galdrarúnir, og telur Ögmundur lík- legt að það sé í samræmi við þá stað- reynd að bókin innihaldi eingöngu hvítagaldur, en rúnir voru löngum taldar koma frá djöflinum og tengj- ast þar með svartagaldri.    Kver þetta mun eflaust vekja for-vitni margra, þar sem galdra- iðkun Íslendinga fyrr á öldum hefur vakið forvitni landans í auknum mæli að undanförnu. Spurning er hvort vissir hlutar af því nýtist ein- hverjum Íslendingum sem á þá trúa, til dæmis galdrastafir sem ætlað er að verja skepnur, varna fólki gegn myrkfælni og jafnvel þunglyndi. Afmæli fagnað með galdrakveri ’Kver þetta mun eflaust vekja forvitni margra, þar sem galdra- iðkun Íslendinga fyrr á öldum hefur vakið forvitni landans í auknum mæli.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Ægishjálmurinn er þekktastur íslenskra galdrastafa. 24 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 87% landsmanna segjast treysta fréttaflutningi Morgunblaðsins❉ ❉ Mjög og frekar sammála Gallup mars 2004 „Ég treysti Morgunblaðinu“ Sjónvarpið 92% Morgunblaðið 87% mbl.is 79% Rás 1 85% Rás 2 84% Stöð 2 78% ruv.is 68% Fréttablaðið 68% Í ANDDYRI Iðnó stendur nú yfir myndlistarsýning Ilmar Maríu Stef- ánsdóttur, „Playtime“ (Leiktími). Tvinnar listakonan saman ljósmynd- ir, skúlptúra og myndband með áherslu á það sem hún hefur kallað „disfunctionalisma“. Málið snýst um að taka hversdagslega hluti og breyta virkni þeirra og búa þannig til skúlptúr. Ekki ósvipað og dada-lista- menn gerðu á sínum tíma, nema hlutir Ilmar snúast um tilgang eða virkni. Ilmur sýndi svona verk fyrst á Íslandi í Gallerí Sævars Karls árið 2000 og sló sú sýning í gegn. Var til- nefnd til Menningarverðlauna DV og náði strax inn hjá menningarvitum sem/og almenningi, en það er sjald- séð afrek. Áður hafði listakonan unn- ið fagurfræðilegri verk með ljósleið- urum og á sýningunni í Sævari Karli mátti greina viss umskipti þar sem óræð fagurfræðin og broslegar hug- myndir náðu vel saman. Listakonan hefur síðan haldið sig mikið til við „disfunctional“-virkni hluta og fannst mér það ganga prýðilega hjá henni um skeið. Ágæt sýning í Gall- eríi Hlemmi og gjörningur hennar í tónlistarmyndbandi hljómsveitar- innar Ske er á meðal hennar bestu verka. En endurtekningin er nú far- in að segja til sín s.s. í póstkortum fyrir sparnaðarátak Hafnafjarðar- bæjar og hjá Haraldi hálfruglaða í Stundinni okkar, og verkin þar af leiðandi að þynnast út. Ég verð þó að játa að með því að segja slíkt skapast mótsögn, því það er vissulega áhuga- vert hve Ilmi Maríu gengur greið- lega að finna list sinni farveg utan hins hefðbundna listrýmis, s.s. í sjón- varpi, auglýsingum og leikhúsi. Flestir skúlptúrarnir í Iðnó voru notaðir í leiksýningunni „Common Nonsense“ sem var sýnd í Borgar- leikhúsinu og víðar. Þar spunnu nokkrir leikarar sýningu í kringum skúlptúra eftir Ilmi og fóru heldur misjafnlega með hlutina. Það er mik- ill munur á gjörningum leikara og myndlistarmanna. Aðallega er það rýmiskenndin sem myndlistarmenn og leikarar virðast skynja á gerólík- an hátt. Þ.e. að myndlistarmaður vinnur með rými á milli áhorfanda og hlutar en leikari á milli áhorfanda og sín sjálfs. Af þeim sökum féllu leik- ararnir oft í þá gildru að leika fyrir hlutina og útskýra þá með ýktu lát- bragði og útilokuðu þar með alla möguleika fyrir áhorfandann að eiga skapandi samband við skúlptúrana. Mega skúlptúrar Ilmar Maríu alls ekki við slíkri meðferð því þeir út- skýra sig algerlega sjálfir. Og ef eitt- hvað er þá er það frekar hætta að þeir útskýri sig of ítarlega og skilji ekkert eftir sig þegar manni er virknin ljós. Er það einmitt vanda- málið sem mér sýnist listakonan nú standa frammi fyrir í listsköpun sinni og á sýningunni í Iðnó. Þar tek- ur hún fyrir heimilistæki og hljóð- færi. Breytir strauborði í selló, hakkavél í spiladós, hrærivél í trommu, saumavél í sílafón o.s.fv. Myndbandið, sem er unnið í sam- vinnu Ilmar og Davíðs Þórs Jónsson- ar, gefur svo sýningargestum rétta tóninn. Þetta er „tónlistarmynd- band“ þar sem listakonan leikur á hljóðfærin á meðan hún sinnir hús- verkunum, gerir þau að skemmtileg- um leiktíma. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem vilja „fatta“ listaverk og ættu skúlptúrar Ilmar Maríu að gleðja þá mjög. En ég sakna hins vegar ein- hverrar óræðu eða annars konar nálgunar við „disfunctionalismann“. Húmorinn er orðinn útjaskaður eftir mikla endurtekningu og hugmyndin hreinlega of einföld til að bera uppi sýninguna. MYNDLIST Iðnó Opið á auglýstum tímum veitingahúss- ins. Sýningarlok óákveðin. Skúlptúr/myndband – Ilmur María Stef- ánsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Húsverkin verða að tónverki á sýn- ingu Ilmar Maríu Stefánsdóttur. Jón B.K. Ransu FJÓRÐU ljóðabók Ásdísar Óla- dóttur, Einn en ekki tveir, er skipt í fjóra hluta. Í fyrsta hluta, Nótt eina eru stök ljóð, en hinir þrír, Gönguferð, Einn en ekki tveir, og Dag einn eru nokkurra blaðsíðna söguljóð hver. Yfir bókinni svífur andi nýrómantíkur níunda áratug- arins, stuttar ljóðlínur, fá orð og ofurrómantískt dreymandi mynd- mál. „Dulbúið stræti/ pískraði hljótt.“ „Frostklædd spor/ hulin myrkri.“ „[F]jólubláir túlipanar/ sem glampa í dögginni.“ Annar hlutinn, Gönguferð, minn- ir verulega á veggspjöld sem voru vinsæl fyrir tæplega 20 árum, myndum af fallegu fólki að leiðast í flæðarmálinu undir blárri og rauðri birtu. „Morgungeislar/ streyma þennan dag/ gegnum ský- in/ eins og sending/ frá himni/ til jarðar.“ Íslensk strönd fær erlendan blæ veggspjaldanna þegar „í stað skelja/ sjást á þessum stað rósir.“ Í þriðja hluta, Einn en ekki tveir, sitja tvær vinkonur saman „tilbúnar að dæma eða segja satt.“ Þær kvarta sjaldan og fólk held- ur þær alsælar, en „þegar regndrop- arnir/ runnu eftir glerinu/ glitruðu tár/ á vanga okkar.“ Þegar önnur þeirra lítur út um gluggann er allt venjulegt, nema í stað tveggja katta sem sáust út um gluggann áður, er nú „einn köttur/ en ekki tveir.“ Konurnar fara svo út að leita að „karlkonu/ í stað kattar.“ Myndmálið er allt heldur óljóst, og þó það sé nokkur sjarmi við það, þá náði það ekki að snerta mig að neinu marki. Fjórði hluti bók- arinnar heldur svo áfram með þetta þema hversdagsleikans, ekk- ert gerist, „meira að segja strætó/ kom á réttum tíma.“ Það er ekki fyrr en „Raddir guðdómsins“ streyma um hlustir ljóðmæl- anda að lífið öðlast gildi. En það endist ekki nema í fáeinar ljóðlínur, því brátt gleymist Guð „og lífið fékk/ sinn gamla svip.“ Ásdís hefur aug- ljóslega lagt nokkra vinnu í þessi skrif, ljóðin eru vönduð og fáguð. En þar er líka stærsti vandi bókarinnar. Hún er eiginlega of pródúseruð, það skortir í hana eitthvað hversdagslegt kæruleysi, afslöppun og tilgerðarleysi, eitt- hvað kjöt, til að hún geti náð fylli- lega taki á manni. BÆKUR Ljóð Ásdís Óladóttir, 2004 Einn en ekki tveir Nýrómantísk fágun Eiríkur Örn Norðdahl Ásdís Óladóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.