Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Umbúðaframleiðsla Reykjalundur-plastiðnaður ehf. óskar að ráða fólk til vélgæslustarfa við umbúðaframleiðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Upplýsingar gef- ur Úlfar Herbertsson eða Gunnar Þórðarson. Reykjalundur-plastiðnaður ehf., 270 Reykjalundi, Mosfellsbæ, sími 530 1700. Reykjalundur-plastiðnaður ehf. er öflugt íslenskt iðnfyrirtæki sem rekur verksmiðjur á sviði umbúða og röraframleiðslu, auk innflutn- ings á fylgihlutum til pípulagna og innflutnings, dreifingar og markaðssetningar á Lego-leikföngum. Hjá fyrirtækinu starfa 34 starfs- menn.Steypustöðin ehf. er framsækið þjónustu- og framleiðslufyrirtæki, sem skapar, ásamt viðskiptavinum sínum, verðmætar gæðalausnir. Starf rafvirkja Okkur hjá Steypustöðinni vantar rafvirkja til starfa. Starfið felst í öllu því sem viðkemur rafmagnsmálum fyrirtækisins, bæði viðhaldi og framkvæmdum, og fellur undir deildar- stjóra verkstæðis. Umsækjandi þarf að hafa menntun sem rafvirki og reynslu af þjónustu við iðnstýringar, við- gerðum framleiðslutækja og bílarafmagni. Umsóknir, ásamt ferillýsingu og upplýsingum um reynslu sendist aðeins í tölvupósti á net- fangið: arni@steypustodin.isfyrir föstudaginn 3. desember nk. Sjómenn Okkur vantar háseta á togbát, sem gerður er út frá Vestfjörðum. Upplýsingar í símum 895 7441 og 456 7440. Laust starf Húsbóndi/húsfreyja á nýjum nemendagörðum FSu Fjölbrautaskóli Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf húsbónda/húsfreyju á nýjum nemendagörðum FSu, sem teknir verða í notk- un í byrjun janúar 2005. Um er að ræða fullt starf í fimm mánuði (1. janúar til 31. maí) með möguleika á fram- lengingu næsta haust. Skólinn leggur viðkomandi til eina af íbúðum nemendagarðanna, enda er lögð áhersla á að húsbóndinn/húsfreyjan búi í byggingunni. Starfið gerir kröfu til reglusemi, en auk þess reynir einkum á hæfni til samskipta við ungt fólk og að fylgjast með að farið sé eftir þeim reglum sem gilda um búsetu á nemendagörð- unum. Kvöld- og helgarvinna er umtalsverður hluti vikulegs vinnutíma. Allar nánari upplýsingar, svo sem um laun og vinnufyrirkomulag, veitir Örlygur Karlsson, aðstoðarskólameistari, sími 480 8100, netfang orlygur@fsu.is . Skriflegar umsóknir um starfið skulu berast skólameistara eigi síðar en miðvikudaginn 15. desember 2004. Ekki er nauðsynlegt að sækja um á sérstökum eyðublöðum, en í umsókn skulu koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf og, eftir atvikum, meðmæli. Skólameistari. Flísalagnir Flotmúr ehf. óskar eftir múrurum og aðstoðar- mönnum við að flísaleggja gólf. Unnið er á vöktum fram að jólum. Góð laun og fæði á staðnum. Verkefni: Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Upplýsingar í síma 824 0824, Hermann.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  Blaðber vantar í Árbæ Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar í síma 569 1376 R A Ð A U G L Ý S I N G A R Félagsstarf Aðalfundur Vestur- og miðbær Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 8. desember og hefst hann kl. 20.00. Stjórnin. Aðalfundur í Austurbæ - Norðurmýri Aðalfundur Félag sjálfstæðismanna í Aust- urbæ - Norðurmýri heldur aðal- fund í Valhöll miðvikudaginn 8. desember, kl. 18.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Kjart- an Magnússon, borgarfulltrúi. Fundir/Mannfagnaður Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Aðalfundur verður haldinn í dag, miðviku- daginn 1. des., kl. 18.00 á Kringlukránni í hliðarsal. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Fundarstjóri: Guðmundur Jónsson Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og borgarfulltrúi. Verum virk í starfi og hvetjum alla sjálfstæðismenn í hverfinu til þess að mæta á þennan fund. Styrkir Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á vorönn 2005 er til 15. febrúar nk. Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á:  Dvalarstyrk (verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).  Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá lög- heimili og fjölskyldu fjarri skóla). Upplýsingar og skráning umsókna vegna vor- annar/sumarannar 2005 er á www.lin.is. Þeir, sem hafa þegar sótt um fyrir allt skólaárið 2004-2005, þurfa ekki að endurnýja umsókn sína vegna nk. vorannar/sumarannar. Lánasjóður íslenskra námsmanna. Námsstyrkjanefnd. Tilkynningar Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 1993-2013 Hverahvammur Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 1993-2013. Breytingartillagan tekur til reits sem heitir Hverahvammur og liggur að Varmá, milli Hverhamars og Álfa- hvamms. Breytingin felur í sér að landnotkun reitsins verður skilgreind sem verslun og þjón- usta í stað íbúðarsvæðis. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Sunnumörk 2 frá og með fimmtudeginum 9. desember 2004 til fimmtudagsins 6. janúar 2005. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtu- daginn 20. janúar 2005. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofur Hveragerð- isbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við breyt- ingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar. Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunnamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfar- andi deiliskipulagstillögu: 1. Laugarvatn í Laugardal, Bláskóga- byggð. Tillaga að deiliskipulagi grunnskólalóðar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit í kringum núverandi grunnskólabyggingu og tengist hún fyrirhugaðri leikskólabyggingu sem verður samtengd grunnskólanum. Tillaga að aðal- skipulagsbreytingu á umræddum reit hefur verið samþykkt í sveitarstjórn. Skipulagstillagan liggur frammi á skrif- stofu Bláskógarbyggðar í Reykholti og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 1. til 29. desember 2004. Athugasemdir við skipulagstillög- una skulu berast til skipulagsfulltrúa upp- sveita Árnessýslu í síðasta lagi 12. janúar 2005 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Laugarvatni, 24. nóvember 2004. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu. Uppboð Uppboð Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 8. desember 2004 kl. 15.00: KO-034 KS-505 KX-132 LX-807 MF-239 RG-345 SI-257 TL-716 Einnig verða á sama stað boðnir upp eftirtaldir munir: Agrip 250 tætari, Kverneland plógur og Laser 300D sláttuvél. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 29. nóvember 2004.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.