Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes © DARGAUD Bubbi og Billi ÉG VERÐ AÐ FINNA AÐRA LEIÐ TIL ÞESS AÐ KÆLA MIG ERU ÞETTA FROSNIR KJÚKLINGAVÆNGIR? JÁ! ÞÚ FÆRÐ ENGAN MAT Í KVÖLD ÉG VARA AÐ SEGJA HONUM GÓÐAN KATTA- BRANDARA EF TALAN 1 ER STAKI Í MENGINU A EN EKKI STAK Í HLUTMENGI B.... HOBBES, HVAÐ ER STAK TEGUND AF SNAKKI ÞÚ VEIST AÐ TÍGRISDÝR KUNNA EKKI STÆRÐFRÆÐI AAHH, HVAÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ KOMA HEIM VAKNAÐU BUBBI. VIÐ ERUM KOMIN HEIM AAAHHHH HVAR ERBILLI? HANN ER YFIRLEITT FYRSTUR ÚT ÚR BÍLNUM HANN ER EKKI UNDIR SÆTINU VIÐ HLJÓTUM AÐ HAFA GLEYMT HONUM! ! HANN FÓR ÖRUGGLEGA ÚT ÚR BÍLNUM ÞEGAR VIÐ STOPPUÐUM TIL ÞESS AÐ TAKA BENSÍN AUMINGJA BILLI, ALEINN OG YFIRGEFINN Í EINHVERRI BORG Í 500 km FJARLÆGÐ BILLI!! JÁ... VIÐ HÖFUM MIKLAR ÁHYGGJUR AF HONUM NEI... HANN ER HÉRNA! BILLI!! ÓTRÚLEGT! HANN HEFUR FUNDIÐ HÚSIÐ MEÐ EÐLÍSÁVÍSUN SINNI ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ. VIÐ ERUM BARA BÚIN AÐ VERA HÉR Í KLUKKUTÍMA ALVEG RÉTT... HVERNIG... ER EINHVER HEIMA? ÞETTA ER GÁFAÐUR HUNDUR SEM ÞIÐ EIGIÐ. HANN KOM BEINT TIL MÍN OG SÝNDI MÉR ÓLINA SÍNA MEÐ HEIMILISFANGINU YKKAR. ÉG LAGÐI STRAX AF STAÐ. ÉG TÓK MÉR 500 km RÚNT... Dagbók Í dag er miðvikudagur 1. desember, 336. dagur ársins 2004 Undanfarið hefurVíkverji nýtt sér sjálfsafgreiðslu þvotta- stöðvarinnar Löðurs til að skola af skítugum bílnum. Hann hafði svo sem rekist á sjálfs- afgreiðslustöðvar áður en hélt að þetta væri meira maus en það reyndist að munda mismunandi kústa og dælur og hann hélt líka að þjónustan væri miklu dýrari en hún er. Eftir að Víkverji komst upp á lagið þá er ekki aftur snúið. Það kostar Víkverja fjögur hundruð krónur að ná bílnum skínandi hreinum og það er bæði snyrtilegt og auðvelt að skola af bílnum og tekur enga stund. x x x Það er kominn 1. desember og Vík-verji er sannarlega á jákvæðu nótunum núna. Honum finnst alveg frábært að sjá glugga og garða upp- lýsta með skærum jólaljósum nú í mesta skammdeginu. Víkverji getur ekki verið sammála þeim sem finnst alltof fljótt að setja upp ljósin í des- ember og hann á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á þeim sem setja út alls kyns glingur og glys til að ganga í augun á smáfólkinu og gleðja gesti og gang- andi á þessum árstíma. Víkverji á litla dóttur sem finnst hún vera í ævintýralandi þegar hún gengur um hverfið sitt og mænir á upp- lýsta jólasveina og snjókarla við húsin sem annars væru bara hluti af dimmunni sem um- lykur allt þegar um fimmleytið. x x x Og þar sem Víkverjier búinn að ofgera lesendum með já- kvæðni þá má hann til með að kvarta aðeins yfir verðlagi. Hann keypti nefnilega svokallaða Bratz-dúkku handa lítilli heimasætu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári á um þúsund krónur sem væri enn lægra verð nú miðað við gengi dollarans. Víkverji rakst síðan í Kringlunni á nákvæmlega sömu tegund af dúkku með alveg eins fylgihlutum en verðið var ekki sambærilegt. Dúkkan sem kostaði þúsund krónur í Bandaríkj- unum var á tæplega fjögur þúsund krónur hér heima í Kringlunni. Og nú spyr Víkverji í sínum eðlislæga nöld- urtóni: Hver er eiginlega skýringin á verðmuninum? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is               Café Rósenberg | Kanadíska söngvaskáldið og Vestur-Íslendingurinn Bill Bourne, sem er einn af afkomendum Stephans G. Stephanssonar skálds, mun leika tónlist sína á Café Rósenberg, kl. 22 í kvöld og annað kvöld. Tónlist Bourne þykir afar sérstök og ómþýð. Hann hefur m.a. leikið með KK og Ei- vöru Pálsdóttur undanfarið og er nú að kynna nýja plötu sína Voodoo King. Morgunblaðið/Kristinn Þjóðlegt rokk á Rósenberg MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1. Pét. 3, 13.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.