Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 46

Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * ** * * *Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8 og 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári l j l í ill ... i i i l i * *** * * * * * * * * * * *** * ** * * * * Kr. 500 www.borgarbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. Kvikmyndir.com  PoppTíví  Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Billy Bob Thorton Bernie Mac Lauren Graham Billy Bob Thorton Bernie Mac Lauren Graham Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. * * K vikm yn dir.com    PoppTíví  Mbl  Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. VINCE VAUGHN  Ó.Ö.H. DV BEN STILLER DodgeBall  S.V. Mbl. Kapteinn skögultönntei s lt Ó m ar í Q u ar as h i / D V     Ó m ar í Q u ar as h i / D V     Mbl  Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 Jólaklúður KranksJólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar EINN ástsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar fyrr og síðar, Hermann Gunnarsson eða Hemmi Gunn, snýr aftur á æði kunnuglegar slóðir er hann sest á ný í sæti skemmtiþátta- stjórnandans sunnudaginn 12. des- ember og stýrir jólaskemmtiþætti á Stöð 2. Þátturinn heitir Jólaboð Hemma Gunn en þar mun Hemmi taka á móti nokkrum af vinsælustu lista- mönnum og skemmtikröftum lands- ins um þessar mundir, sem allir eiga það sameiginlegt að gefa út plötur fyrir jólin. Meðal gesta í Jólaboði Hemma Gunn verða Ragnheiður Gröndal, Ellen Kristjánsdóttir, Páll Rósinkranz, Þórunn og Ingibjörg Lárusdætur, Birgitta Haukdal, Ragnar Bjarnason og Í svörtum föt- um. Hermann hefur stýrt vinsælum útvarpsþætti á Bylgjunni í vetur, auk þess sem hann hefur verið reglulegur viðmælandi í íþróttaþátt- um á Sýn og í morgunþætti Stöðvar 2, Ísland í bítið. Þessi skemmtiþátt- ur á Stöð 2 vekur hins vegar spurn- ingar um hvort hann sé vísir að ein- hverju meira, hvort Hermann sé að undirbúa endurkomu sem sjón- varpsstjarna, en hann stýrði um ára- Vonandi get ég svo klesst ein- hverjum niður í sófa og rætt við þá á notalegum nótum.“ Þá útilokar Her- mann ekki að gamlir kunningjar komi við í heimsókn: „Maður losnar ekki svo glatt við þá. Þeir fylgja mér eins og gamlir draugar.“ Hermann segist ekki hafa hug- mynd um hvað gerist næst hjá hon- um, en viðurkennir að það sé vissu- lega farið að kitla mjög að gera eitthvað meira í sjónvarpi, þar hafi honum alltaf liðið mjög vel. „En núna er ég á fullu í útvarpinu og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast þar. Um síðustu helgi stóð ég t.d. fyrir sögulegum viðburði þegar ég leiddi saman Hljóma og Kristján Jóhannsson sem sungu með mér og djömmuðu. Kristján söng t.d. bak- raddir með mér í „Fallerí, fallera“. Eftir það get ég sest í helgan stein. “ bil Á tali hjá Hemma Gunn, vinsæl- asta íslenska sjónvarpsþætti fyrr og síðar: „Ég hef verið viðloðandi á Bylgj- unni, Sýn og Stöð 2 í einhvern tíma og gert hitt og þetta sem ég hef ver- ið beðin um þar.“ Hermann neitar því ekki að hann sé enn með sjónvarpsbakteríuna. „Það eru bakteríur sem maður fær á unga aldri, og maður losnar ekki svo auðveldlega við þær. Það gladdi því mitt litla hjarta að þeir skyldu biðja mig um að stjórna þess- um skemmtiþætti, þessu jólaboði.“ Hann segist nú þegar vera kom- inn í gamla gírinn og hafa orðið var við afar jákvæða strauma. Allir vilji t.d. vera með í þættinum. „Strax og þetta fór að spyrjast út þá varð ég var við að allir vildu vera með. Vand- inn er að þurfa að velja úr þessu úr- valsliði listamanna sem við eigum.“ Aðeins er um þennan eina þátt að ræða og segir Hermann að hann verði með „Jólahemmasniði“. „Jólatónlistin verður allsráðandi. Sjónvarp | Hemmi Gunn í jólaskapi Býður til jólaboðs á Stöð 2 Ljósmynd/Rafn Hafnfjörð Það er nóg að gerast hjá Hemma Gunn og hann undirbýr nú sinn fyrsta skemmtiþátt í sjónvarpi síð- an hann var Á tali í Sjónvarpinu. Jólaboð Hemma Gunn verður á Stöð 2 12. desember kl. 20.10. Margir fremstu tónlistar-menn og hjómsveitirlandsins koma fram áplötunni Frjálsri Palest- ínu en tónleikar í tilefni útgáfunnar verða haldnir í kvöld. Allir sem koma fram gefa vinnu sína en allur ágóði rennur til styrktar æskulýðs- starfi í Balata-flóttamannabúðunum, þeim fjölmennustu á Vesturbakka hertekinnar Palestínu. Eva Einarsdóttir stendur fyrir út- gáfunni en hún starfaði sem sjálf- boðaliði í Palestínu um mánaðar- skeið í janúar og febrúar í fyrra. Hún hefur lengi verið félagi í Ís- landi-Palestínu og fór út í tengslum við nám í samfélags- og tóm- stundafræði, sem hún stundaði í Gautaborg. „Við áttum að fara í starfsnám að vinna með ungu fólki. Ég ákvað að nota þann tíma sem ég hafði frí til að komast í burtu. Ég hafði mikið unnið með ungu fólki og vildi fá að vinna með ungu fólki þarna,“ segir Eva. „Í fyrsta lagi veit maður ekkert hverju maður á von á. Það er óraun- verulegt að koma þarna og sjá það sem maður er búinn að sjá í sjón- varpinu,“ segir hún um dvölina. „Það var strax tekið vel á móti mér og ég vissi að ég væri í góðum höndum. Ég var að vinna fyrir UPMRC, læknasamtök, sem reka félagsmiðstöð í Ramallah á Vest- urbakkanum. Þar starfaði ég við að kenna palestínskum sjálfboðaliðum ensku til að þeir geti átt betri sam- skipti við erlenda sjálfboðaliða,“ seg- ir Eva, sem fékk að búa hjá einu ungmennanna. „Í félagsmiðstöðinni voru líka ungir krakkar að læra skyndihjálp. Þetta var ungt fólk nið- ur í fimmtán til sextán ára. Þarna var líka tölvuaðstaða og ég hjálpaði einnig til við hana.“ Fjarlæg til augnanna „Ég fór að ferðast með þeim út um allan Vesturbakkann. Út frá því fór ég og gisti í Balata-flótta- mannabúðum,“ segir hún. „Ég fann sérstaklega á þessum stað að mér fannst börnin rosalega fjarlæg til augnanna og illa farin. Ég hef unnið mikið með börnum og þetta sló mig. Þau voru hrædd við mann og héldu að maður væri að fara að gera þeim eitthvað illt,“ segir Eva um ástæður þess að ágóði plötunnar rennur þangað umfram aðra staði. „Í það heila eru börnin í Palestínu rosalega glöð og ánægð að hitta út- lendinga sem þau vita að ætla að hjálpa til. Það þarf lítið til að gleðja þau,“ segir hún. Hún segir að út- göngubann sé sumstaðar meira og minna í gildi þannig að börnin séu mikið heima. „Svo fara þau í skólann inn á milli jafnvel þó útgöngubann gildi og skriðdrekar séu á götunum,“ segir Eva og bætir við að menntun hafi mikið gildi fyrir Palestínumenn. „Útlendingarnir vinna mikið í því að ganga með börnunum í skólann. Það unga fólk, sem ég hitti og var mest að vinna með mér, var allt í háskóla eða með gráður. Gildi menntunar mikið „Menntun er í hávegum höfð og þau voru mjög upplýst miðað við hvað fólk gæti haldið. Ímyndin er að fólk þarna sé einhverjir villimenn, með æsing úti á götum en það er alls ekki þannig.“ Vel gekk að fá tónlistarfólkið til að leggja málefninu lið og ætla nokkrir af listamönnunum að stíga á svið á Gauki á Stöng í kvöld klukkan 21. KK, Mugison, Bob Justman, Lára & Delphi, Touch og Ensími koma fram og er aðgangseyrir 500 krónur og rennur allur ágóði líkt og með plöt- una til styrktar æskulýðsstarfi í Balata. Platan fæst í 12 Tónum, sem eru dreifingaraðilar, í Skífunni og öllum helstu sölustöðum tónlistar. Fast verð plötunnar er 2.000 krónur og verður hún einnig til sölu á tónleik- unum í kvöld. „Ég vonast til að geta farið út næsta vor og fylgt þessu eftir, sýnt fólkinu heima á Íslandi sem kom að plötunni og fólkinu sem vonandi kaupir plötuna að það hafi verið gert eitthvað gott fyrir aurana.“ Lagalisti Frjálsrar Palestínu 1. KK – Englar himins grétu í dag 2. Vinyl – Lost in my mind 3. Tenderfoot – Waterfall 4. Ske – On the way we lose it some how 5. Lára og Delphi – Why* 6. Quarashi – Payback 7. Ensimi – Fairground* 8. Ghostigital – Bump* 9. Santiago – Road lines 10. Touch – Justify* 11. múm – Once a shiny morning puddle 12. XXX Rottweiler ásamt KJ – Pen- ingar* 13. Leaves – Favour 14. 200.000 naglbítar – Hjartagull 15. Worm is green – Push play* 16. Bob Justman – Christmas day* 17. Gus Gus – Ubeat* 18. Mugison, Ragnar og Rúna Gúanó Stelpan mín* *Aðeins fáanleg á safndisknum. Tónlist | Tónleikar og plata til styrktar ungmennum í Palestínu Vildi vinna með ungu fólki í Palestínu Platan Frjáls Palestína er komin út og kostar 2.000 kr. Útgáfu- tónleikar á Gauknum í kvöld kl. 21 og er aðgangseyrir 500 kr. www.palestina.is/frjalspalestina www.palhope.net ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Eva Einarsdóttir stendur fyrir útgáfu á plötunni Frjálsri Palestínu en út- gáfunni verður fagnað með tónleikum í kvöld. „Í það heila eru börnin í Palestínu rosalega glöð og ánægð að hitta út- lendinga sem þau vita að ætla að hjálpa til. Það þarf lítið til að gleðja þau,“ segir Eva m.a. í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.