Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SÓLIN lét á sér kræla í höfuðborg- inni í gær. Þótt það sé notalegt að njóta sólskinsins í skammdeginu getur það orðið býsna varasamt í umferðinni þegar sól er lágt á lofti. Ekki bætti úr skák að aðstæður hafa verið með versta móti en fljúg- andi hálka hefur verið á höfuðborg- arsvæðinu síðustu daga. Morgunblaðið/RAX Varasöm sól í skammdeginu HAFNARSTJÓRARNIR á Eski- firði og í Vestmannaeyjum telja það afturför að Eimskip hættir strandsiglingum. Mánafoss fór frá Eskifirði í gær samkvæmt áætlun, verður í Vestmannaeyjum í dag og kemur til Reykjavíkur á morgun. Þar með lýkur nærri 90 ára sögu strandsiglinga Eimskips. Hafnirnar tvær hafa verið mik- ilvægar umskipunarhafnir fyrir ferskan fisk og hefur hann farið frá Eskifirði til meginlandshafna en frá Vestmannaeyjum til Eng- lands. Skip sem landað hafa reglu- lega ferskum fiski á Eskifirði munu hætta því. Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að vissu- lega muni Vestmannaeyingar finna fyrir því að Eimskip hætti strand- flutningum með vikulegri viðkomu í Vestmannaeyjum. Hann telur þó að lok strandsiglinga geti reynst afdrifaríkari fyrir ýmsar aðrar hafnir en Vestmannaeyjahöfn. „Þetta er ekki jafn stór hluti flutn- inga hjá okkur og víða annars stað- ar á ströndinni, en það munar um það,“ sagði Ólafur. Munar mest um umskipunina Mánafoss hefur m.a. tekið freð- fisk á Ameríkumarkað í Vest- mannaeyjum sem síðan hefur verið umskipað í Reykjavík. Þá kom Mánafoss með ferskan fisk af ströndinni, alla leið frá Vestfjörð- um, sem var umskipað í Vest- mannaeyjum til flutnings á Eng- land. Einnig kom skipið með kísilgúr og steinull, sem fara átti til Englands, og var einnig um- skipað í Eyjum. Tvö skip, annað frá Eimskip og hitt frá Samskipum, hafa viðkomu í Vestmannaeyjum í viku hverri á leið til Englands. Ólafur segir að Vestmannaeyjahöfn muni mest um að missa af umskipun farms að vestan, norðan og austan til út- landa. Hann giskar á að umskip- unin hafi numið um 20 þúsund tonnum á ári. „Þetta er mikil tekjuskerðing og hleypur á milljónum,“ sagði Sig- urþór Hreggviðsson, hafnarstjóri á yrði, og svo hafi verið um fleiri, en nú sé það orðið staðreynd. Sigurþór sagði að Mánafoss hefði komið með farm alla leið vestan frá Patreksfirði og austur um sem síðan hefði verið umskipað á Eskifirði. Þaðan er siglt vikulega til Færeyja, meginlandshafna og Norðurlanda. Mest hafi ferskum fiski verið umskipað en um fimmt- ungurinn var kísilgúr. Sigurþór segir að nú sé ætlunin að flytja út- flutningsvörur með bílum, allt frá Eyjafjarðarsvæðinu og austur úr til Eskifjarðar. Fiskiskip hafa gjarnan landað ferskum fiski á Eskifirði sem síðan hefur verið fluttur með Mánafossi til Vestmannaeyja til vinnslu eða umskipunar á England. Sigurþór segir að nú sé tekið fyrir það. Hann segir að þetta þýði talsvert tekjutap fyrir Eskifjörð. Fiskiskip- in hafi greitt aflagjöld og hafn- argjöld, auk þess að taka þar olíu, kost og fleira. Eskifirði, um áhrif þess á Eski- fjarðarhöfn að Eimskip hætti strandsiglingum með viðkomu þar. Hann sagðist hafa átt bágt með að trúa því að af þessum áformum Hætta að landa ferskfiski til flutnings Morgunblaðið/Helgi Garðars Steinar Magnússon, skipstjóri á Mánafossi, og Sigurþór Hreggviðsson, hafnarstjóri á Eskifirði, við Mánafoss sem kom til Eskifjarðar í gær. UPPLÝSINGAR um rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja virðast ekki benda til stærðarhagkvæmni í sjávarútvegi að því leyti að arðsemi stórra fyrir- tækja er ekki endilega meiri en arðsemi smærri fyr- irtækja. Miklu meira máli virðist skipta að fyrir- tækið sé af réttri stærð miðað við veiðiheimildir sínar og stilli sig inn á þær bæði hvað veiði og vinnslu varðar heldur en að það stækki mjög mikið, að því er fram kom í erindi Yngva Arnar Krist- inssonar, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, á ráðstefnu Kauphallarinnar um sjávarútveg í gær. Yngvi Örn sagði enn fremur að skipulag íslensks sjávarútvegs hefði verið svolítið sérstakt. Við hefð- um verið með dreifð útgerðar- og vinnslufyrirtæki sem hefðu verið í samstarfi í sölu og framleiðslu er- lendis, en erlendis sæjum við gjarnan lóðrétta sam- þættingu allt frá veiðum til sölu í verslanir. Á und- anförnum árum hefðu eignatengslin milli sjávarútvegs- og sölufyrirtækjanna verið rofin. Það stefndi í að 2–4 sjávarútvegsfyrirtæki yrðu nálægt kvótaþakinu. Til lengri tíma litið yrði vaxandi spurn eftir sjávarfangi og lykilatriði fyrir sölu og fram- leiðslu erlendis væri að tryggja aðgang að hráefni. Það væri því alveg hugsanlegt að mestur styrkur fengist með samruna stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjanna og sölufyrirtækjanna. Æskilegt að hækka kvótaþakið Á ráðstefnunni kynnti Friðrik Már Baldvinsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, skýrslu um sjávarútvegsfyrirtæki í Kauphöllinni, en þeim hefur fækkað þar mikið síðustu árin. Benti hann á að til þess að styrkja stöðu þeirra á hluta- bréfamarkaði væri nauðsynlegt að þau tækju skýra stefnu varðandi hærri arðgreiðslur. Þá væri nauð- synlegt að draga úr óvissu sem ríkti um stjórn fisk- veiða þar sem fjárfestar skynjuðu hana sem áhættu. Núverandi kvótaþak takmarkaði stærð fyr- irtækjanna og æskilegt að það yrði hækkað eða því aflétt og eins banni við beinum fjárfestingum er- lendra aðila í sjávarútvegi. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði í ávarpi sínu að hann væri ósammála niðurstöðu skýrslunnar varðandi það að viðvarandi óvissa væri um stjórnkerfi fiskveiða sem hefði áhrif á fjárfesta. Framkvæmdastjóri hjá LÍ á ráðstefnu Kauphallarinnar um sjávarútveg Arðsemi stórra fyrirtækja ekki meiri en hinna smærri  Afnám/26 ÍSLENSKAN á góða möguleika í tungutækni. Þetta kom fram á ráð- stefnu í gær um verkefni á þessu sviði sem menntamálaráðuneytið hratt af stað 1998. Markmið verk- efnisins var að koma fótum undir tungutækni hér á landi, en tungu- tækni snýr m.a. að notkun tungu- málsins í nýrri tölvu- og fjar- skiptatækni. Á ráðstefnunni var kynnt verk- efni sem unnið var fyrir Vegagerð- ina og felst í tölvuupplýsingakerfi sem þekkir t.d. nöfn á fjallvegum og sendir upplýsingar um færð í síma þess sem hringdi./11 Íslenskan á góða möguleika ALLIR þeir sem einhvern tíma hafa greitt í lífeyrissjóðinn Fram- sýn eiga rétt á láni úr sjóðnum, en útlánareglum sjóðsins var nýlega breytt hvað þetta snertir. Alls eru það um 140 þúsund manns sem ein- hvern tíma hafa greitt til sjóðsins, en ófaglærðir á höfuðborgarsvæð- inu greiða til hans iðgjöld. Ekkert hámark er á lánum frá Framsýn önnur en að þau mega ekki fara yfir 65% af markaðsvirði eignar. Ekki er gerð krafa um fyrsta veðrétt. Vextirnir eru nú 4,3%, fastir eða breytilegir eftir at- vikum, og er ekki ólíklegt að tekin verði ákvörðun um lækkun þeirra á næsta stjórnarfundi í sjóðnum í ljósi þróunarinnar á þessu sviði að undanförnu, að sögn Arnar Arn- þórssonar, skrifstofustjóra Fram- sýnar. Framsýn er þriðji stærsti lífeyr- issjóður landsins og var hann sam- einaður úr sex lífeyrissjóðum ófag- lærðs starfsfólks á höfuðborgar- svæðinu fyrir nokkrum árum. Að undanförnu hafa staðið yfir samein- ingarviðræður milli Lífeyrissjóðs sjómanna og Framsýnar. 140 þúsund eiga rétt á láni hjá Framsýn ♦♦♦ NOKKRIR jarðskjálftar komu fram á mælum Veðurstofunnar skammt frá Grímsey á ellefta tímanum í gær- kvöld. Undir miðnætti mældist skjálfti á 3,6 stig á Richter norður af eynni, samkvæmt sjálfvirkri mæl- ingu jarðeðlissviðs Veðurstofunnar. Skjálftahrina við Grímsey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.