Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEFÐI VÍÐTÆK ÁHRIF Reynt verður til þrautar á næstu dögum að ná samningum í deilu leik- skólakennara og sveitarfélaganna. Ef samningar nást ekki má reikna með að leikskólakennarar undirbúi verkfall snemma á næsta ári, sem myndi ná til 17 þúsund leikskóla- barna og 1.500 leikskólakennara. Tannlausum fækkar hratt Um tvö þúsund Íslendingar á aldrinum 45–54 ára gætu verið tann- lausir, og eru það 6% einstaklinga á þessum aldri. Árið 1995 voru 14% Ís- lendinga tannlausir í báðum gómun, og rúm 26% árið 1990. Aldurstengd réttindi Stefnt er að því að taka upp ald- urstengda réttindaávinnslu í lífeyr- issjóðum á samningasviði Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Flestir sjóðirnir munu þurfa að gera breytingar á réttindum sjóðsfélaga þrátt fyrir mjög góða ávöxtun á þessu ári og auknar greiðslur sem samið hefur verið um til þeirra á næsta ári. Vilja til Evrópu Meira en þriðjungur Tyrkja vill flytjast til Evrópu í atvinnuleit verði samið við þá um aðild að Evrópu- sambandinu. Kemur það fram í nýrri skoðanakönnun en Tyrkir eru 71 milljón talsins. Búist er við, að á leiðtogafundi ESB-ríkjanna á fimmtudag og föstudag verði ákveð- ið að hefja við þá formlegar við- ræður þrátt fyrir mikla andstöðu við það í mörgum ESB-ríkjum. Frakkar ætla að krefjast þess í hugsanlegum viðræðum, að Tyrkir játi á sig þjóð- armorð á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 13/16 Skák 36 Erlent 17/18 Minningar 32/35 Höfuðborgin 20 Bréf 31 Akureyri 20 Dagbók 40/42 Suðurnes 21 Kvikmyndir 44 Landið 21 Fólk 46/49 Daglegt líf 25 Bíó 46/49 Listir 24 Ljósvakar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #           $         %&' ( )***                       ÞRIGGJA ára drengur hlaut þungt höfuðhögg þegar hann datt í hálku í Grundarfirði síðdegis í gær. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var kölluð út um klukkan 16.30 og fór hún til móts við sjúkra- bifreið sem ekið hafði af stað með barnið. Þyrlan lenti á Kaldármelum og tók þar við drengnum. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálftíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild spítalans leiddu rann- sóknir í ljós að hann var ekki mikið slasaður og var búist við að hann yrði útskrifaður í gærkvöldi. Þyrla sótti þriggja ára dreng Reynt að upp- lýsa aðdraganda árásar LÖGREGLAN í Reykjavík vinnur að því að upplýsa aðdraganda þess að Ragnar Björnsson, 55 ára, var sleginn á veitingastað í Mos- fellsbæ aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hann lést á gjörgæsludeild á sunnudag. Verið er að ræða við vitni og sjónarvotta sem voru á vettvangi. Þá er beðið niðurstöðu krufn- ingar á hinum látna. Karlmaður á þrítugsaldri, Loftur Jens Magn- ússon, situr í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar, grunaður um stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars heitins. Hefur hinn grunaði játað að hafa lent í átökum við hinn látna umrædda nótt. BETUR fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í Kebab-húsinu í Lækjar- götu 2 í gærkvöldi. Elsti hluti hússins, sem er byggt úr timbri, er yfir 150 ára gamall og var mikil hætta talin á að eldurinn breiddist út. Tilkynnt var um eldinn til Neyð- arlínunnar klukkan 20.28 og um fimm mínútum síðar var slökkvilið komið á staðinn. Allt tiltækt slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var sent á staðinn og bakvakt kölluð út. Þá lokaði lögreglan í nærliggjandi götum. Magnús Jón Kristófersson, stöðvarstjóri slökkvi- liðsins, stjórnaði aðgerðum á vett- vangi og sagði hann að það hefði að- eins mátt muna nokkrum mínútum að eldurinn næði sér verulega á strik. Þá hefði verið stórhætta á ferðum enda um gamalt timburhús að ræða og mörg önnur slík hús í nágrenninu. Það hefði ráðið úrslitum hversu slökkvilið var snöggt á staðinn. „Þetta er gamalt þurrt timbur, einangrað með hinu og þessu. Ég get fullyrt að þetta var bara mínútuspursmál.“ Eldurinn kom upp í steikingarpotti í eldhúsi Kebab-hússins og breiddist þaðan út um loftræstikerfi. Þegar slökkvilið kom á staðinn stóðu eld- tungur upp úr loftræstistokk og hafði eldurinn læst sig í þakskeggið á Café Óperu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. „Þetta er kraftaverk“ „Maður brosir nánast hringinn. Þetta er eitt kraftaverk og ekkert annað,“ sagði Márus Jóhannsson, eig- andi Café Óperu, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Honum finnst slökkvi- lið hafa staðið sig afskaplega vel við að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út. Slökkvilið bjargaði 150 ára gömlu húsi Morgunblaðið/Júlíus Eldtungurnar teygðu sig upp með húsveggnum og læstu sig í þakskeggið. FARÞEGAÞOTA Iclandair dæld- aðist þegar landgöngubrú skall á henni í gærmorgun. Vélin var dregin inn í viðgerðarskýli og kemst væntanlega ekki í notkun aftur fyrr en síðdegis í dag. Vegna óhappsins og slæms veðurs á Keflavíkurflugvelli urðu tafir á áætlunarflugi. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi fé- lagsins, sagði að ekki væri búist við töfum í dag. Vélin var að koma að inngangi við nýjan hluta flugstöðvarinnar þegar eitthvað í landgöngubrúnni gaf sig þannig að hún skall með talsverðu afli bakborðsmegin á flugvélina. Í gær var ekki ljóst hvort bilun varð í brúnni eða hvort vindhviða hefði feykt henni til með þessum afleiðingum. Landgöngubrú skall á farþegaþotu TVEIR ungir karlmenn, bílstjóri og farþegi í fólksbíl, voru fluttir meðvitundarlitlir á slysadeild eftir árekstur við strætisvagn á mótum Miklubrautar og Grensásvegar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Strætisvagninn ók af vettvangi og var sá þáttur málsins m.a. rann- sakaður sérstaklega í gærkvöldi. Að sögn læknis á slysadeild eru mennirnir ekki taldir mjög alvar- lega slasaðir en voru meðvitund- arlitlir við komuna á sjúkrahúsið. Þeir gengust undir rannsóknir í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík var fólksbílnum ekið vestur Miklubraut og er talið að hann hafi farið yfir á rauðu ljósi á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þar ók hann í veg fyrir strætisvagn sem ók norður Grensásveg. Við áreksturinn sner- ist fólksbíllinn á veginum og kast- aðist á ljósastaur. Lögreglan ræddi í gær við bíl- stjóra strætisvagnsins og fulltrúa frá Strætó bs. vegna málsins. Fólksbíllinn er ónýtur. Morgunblaðið/Sverrir Slösuðust í árekstri við strætisvagn ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé nánast tímaspursmál hvenær erlent félag verður skráð í Kauphöll Ís- lands. Kauphöllin hefur fengið, að sögn Þórðar, fyrirspurnir og hefur átt viðræður við ónefnd erlend hlutafélög um skráningu þeirra í Kauphöllina. Þar er ekki um að ræða færeysk hlutafélög, en þegar hefur verið tilkynnt um komu að minnsta kosti tveggja færeyskra fé- laga í Kauphöllina strax á næsta ári. „Við höfum fengið fyrirspurnir um það og það er nokkur áhugi á því og menn hafa litið til þess að skoða þann möguleika. Það er nánast tímaspursmál hvenær það gerist,“ segir Þórður. Ef af yrði segir Þórður aðspurður að um væri að ræða fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að það kæmist í Úrvalsvísitöluna. „Á okkar mælikvarða er það ágætt fyrirtæki, fyrirtæki sem kemst í Úrvalsvísitöluna, sem hugs- anlega gæti komið til álita í þeim efnum. En það er ekki tímabært að segja mikið til um það fyrr en það gerist.“/16 Erlent félag væntan- legt í Kauphöllina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.