Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 4

Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAGNÚS Eggerts- son, fyrrverandi yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 9. desember sl. Magnús var 97 ára gamall, fæddur 8. mars 1907 í Hjörsey á Mýr- um. Foreldrar hans voru Magnús Eggert Magnússon bóndi og Guðríður Guðmunds- dóttir. Magnús lauk námi í Lögregluskólanum í Reykjavík árið 1930 og hóf sama ár störf hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann varð varðstjóri 1930, rann- sóknarlögregluþjónn 1941, aðalvarð- stjóri 1963, aðstoðaryf- irlögregluþjónn 1969 og var loks skipaður yf- irlögregluþjónn 1971. Hann lét af störfum ár- ið 1977 eftir 47 ára starf hjá embættinu. Magnús gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Lög- reglufélags Reykjavík- ur og sat um árabil í stjórn BSRB. Hann var gerður heiðursfélagi í LR og hlaut gullmerki Landssambands lög- reglumanna númer 1 árið 1996. Kona hans var Guðrún Lýðsdóttir, fædd 13. febrúar 1904, dáin 11. maí 1973. Þau eignuðust eina dóttur, Elinborgu. Andlát MAGNÚS EGGERTSSON helgina, og eitthvað hefur verið talað um að menn velji dýrari gjaf- ir í ár en oft áður,“ segir Emil. Aukning í dýrari hlutum „Maður heyrir að fólk fari til út- landa til að versla, það hefur verið í fréttum að fólk fari til Bandaríkj- anna vegna lágs gengis á doll- aranum, en það hefur greinilega ekki haft meiri áhrif en þetta,“ segir Emil. Hann segir að salan hafi farið að aukast á svipuðum tíma í ár og síðustu ár, enda fari það oft eftir því hvenær nýtt kortatímabil byrjar í desember hvenær fjör færist í verslunina. JÓLAVERSLUNIN fer vel í gang í ár, og áætla Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) að veltan hjá verslunum það sem af er jóla- vertíðinni sé að meðaltali um 10– 15% meiri en á sama tíma í fyrra, og virðast kaupmenn flestir ánægðir með söluna. „Þetta hækkar töluvert mikið og ef maður horfir á tölurnar frá því í fyrra sést að þetta hækkar ár frá ári,“ segir Emil B. Karlsson hjá SVÞ. Veltan hjá verslunum eftir jólatörnina í fyrra hafði aukist um að meðaltali 15% frá fyrra ári, og því veruleg aukning á sölu síðustu ár. „Menn eru mjög ánægðir eftir Hann segir skiptingu á milli versl- ana og verslunarmiðstöðva virðast vera svipaða og í fyrra. „Þetta er ágæt aukning frá síð- asta ári,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þetta byrjar fyrr og virðist fara betur af stað almennt, þetta er svona jafnt og þétt. Það er mikil aukning í dýrari hlutum, raftækj- um, húsgögnum og þessum stærri hlutum sem við erum að selja þannig að það er eins og fólk hafi meiri peninga milli handana.“ Halldór Benediktsson, versl- unarstjóri í BT Skeifunni, segir verslunina fara mjög vel í gang, og vera 10–15% meiri en á sama tíma í fyrra, en ómögulegt sé að segja til um hvort það muni haldast fram að jólum. Hann segir gjaf- irnar sem fólk kaupir ekki vera áberandi dýrari en í fyrra, en oft séu dýrari gjafirnar keyptar undir það síðasta. „Jólaverslunin fer bara fínt í gang,“ segir Ægir Örn Sím- onarson, verslunarstjóri í Byggt og búið í Kringlunni. „Ég held að þetta sé nokkurn veginn á sama róli og í fyrra, það er reyndar erf- itt að bera það nákvæmlega saman því vikudagar og annað er ekki eins, en þetta er ekki síðra en í fyrra, mikið selt og mikið gaman.“ Verri sala á leikföngum „Þetta gengur ágætlega, en sal- an er minni en í fyrra. Mér finnst þetta líka byrja miklu seinna,“ segir Sigurður Þorbergsson, versl- unarstjóri í Dótabúðinni í Smára- lind og Kringlunni. Hann áætlar að salan í ár sé um 12% minni en á sama tíma í fyrra og segir það eiga við bæði í Smáralind og Kringlunni. Hann segir skýr- inguna í verri sölu á leikföngum hugsanlega þá að fólk kaupi leik- föngin erlendis eða í gegnum Net- ið, auk þess sem verslanir eins og Bónus, Europris, BYKO og fleiri séu farnar að selja meira af leik- föngum. Verslunin í Skarthúsinu á Laugavegi fer vel í gang, og er í það minnsta ekki verri en í fyrra, segir Eygló Dóra Garðarsdóttir verslunarstjóri. Hún segir veðrið alltaf hafa einhver áhrif á verslun við Laugarveginn, en veðrið und- anfarið hafi verið í lagi, eða í það minnsta ekki sett strik í reikning- inn. Morgunblaðið/Jim Smart Jólaverslunin fer víðast hvar vel af stað og má áætla að hún sé ívið betri en á sama tíma í fyrra. Opið verður til klukkan 22 í verslunum öll kvöld til jóla. Jólasalan í verslunum fer almennt vel í gang að mati starfsfólks verslana Salan í ár 10–15% meiri en í fyrra ELDAVÉLIN er algengasta orsök rafmagnsbruna á heim- ilum. Árið 2002 voru skráðir 100 rafmagnsbrunar hjá Lög- gildingarstofu, en áætlað er að það séu tæp 11% allra raf- magnsbruna á landinu. Eldavél er það rafmagnstæki sem oft- ast kemur við sögu, eða í 25% tilvika og á heimilum eru 38% rafmagnsbruna vegna þeirra. Allir rafmagnsbrunar í eldavél- um urðu vegna rangrar notk- unar. Síðastliðnar vikur og mánuði hafa orðið að minnsta kosti fjórir brunar af völdum eldavéla. „Brunar út frá eldavélum eru alltaf vegna mannlegra mis- taka,“ segir Jóhann Ólafsson hjá Löggildingarstofu. Hann segir eldavélarnar að því leyti frábrugðnar sjónvarpstækjum, en brunar vegna þeirra eru iðu- lega vegna tæknilegra orsaka. „Oftast gleymir fólk að slökkva á eldavélinni eða gleymir potti eða pönnu á hellu,“ segir Jóhann um tilefni eldavélabruna. Þá nefnir hann einnig að börn geti stundum kveikt á eldavélum. Fólk sé vel á verði Jóhann segir að nú fari í hönd sá tími sem mest er staðið við eldavélarnar og því nauð- synlegt að brýna fyrir fólki að vera vel á verði. Hann bendir á að brunar út frá eldavél geti verið mjög alvarlegir og þó að pottur nái aðeins að standa á heitri hellu í skamman tíma getur sót og reykur af hans völdum valdið gífurlegu tjóni. Hægt er að kaupa eldavéla- vörn, sem nota má á hvaða eldavél sem er. Frekari upplýsingar um raf- magnsbruna má finna á heima- síðunni www.ls.is. Eldavélar orsök flestra rafmagns- bruna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.