Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 7
FRÉTTIR
FYRSTA mótorhjólið sem fengið var til Íslands fyr-
ir 100 árum er komið til landsins á ný en það var á
safni í Danmörku. Eigandi þess var Þorkell Cle-
menz sem var einnig þekktur sem fyrsti bílstjóri Ís-
lendinga. Hjólið er af gerðinni ELG og er fjallað
um það í bókinni Þá riðu hetjur um héruð, 100 ára
saga mótorhjólsins á Íslandi. Njáll Gunnlaugsson,
sem skrifað hefur um árabil um bíla og mótorhjól í
dagblöð og tímarit, skrifaði bókina og í tengslum
við það grófst hann fyrir um afdrif þessa fyrsta
hjóls. Fannst það á safni í Danmörku og segir Njáll
hjólið hafa fengist hingað til lands fyrir tilstilli
Tækniminjasafns Danmerkur, Fraktlausna og
bókaútgáfunnar Pjaxa. Hjólið verður til sýnis í
verslun Pennans við Hallarmúla í Reykjavík fram
að jólum.
Fyrsta mótorhjól
Íslendinga komið
aftur til landsins
Morgunblaðið/Golli
OPNAÐ var fyrir umferð um
nýjan veg og brú yfir Kolgrafa-
fjörð á Snæfellsnesi um miðjan
dag í gær. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra fór fyrir sex-
tíu bíla lest sem ók yfir fjörðinn
eftir nýja veginum.
Með þessari framkvæmd er
því takmarki náð að þéttbýlis-
kjarnarnir á norðanverðu Snæ-
fellsnesi eru nú í fyrsta sinn
tengdir saman með vegi með
varanlegu slitlagi. Leiðin milli
Stykkishólms og Grundarfjarð-
ar styttist við þetta um 7 kíló-
metra.
Þar sem enn er eftir ýmis frá-
gangur við veginn er formlegri
vígsluhátíð slegið á frest til
vors.
Nýr vegur og brú yfir Kolgrafafjörð
styttir leiðina um sjö kílómetra
Sextíu bíla lest
fór yfir fjörðinn
Grundarfirði. Morgunblaðið.
UM 240 einstaklingar bíða nú hjá
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
eftir heyrnartæki en vorið 2003
voru um 1.100 manns á biðlista
eftir tækjum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Guðrúnu Gísladóttur,
framkvæmdastjóra stöðvarinnar,
er biðtíminn nú tveir til fjórir
mánuðir.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
rúnar biðu um 700 manns eftir
heyrnartæki í byrjun ársins og
gátu þá vænst þess að þurfa að
bíða í sjö til átta mánuði. Í frétt
frá Heyrnar- og talmeinastöðinni
segir að forgangshópar, t.d. börn
og þeir sem eru mjög heyrn-
arskertir, þurfi ekki að bíða svo
lengi og sé leitast við að afgreiða
þá eins fljótt og unnt er, oft á
nokkrum dögum.
Þá kemur fram að um 2% Ís-
lendinga noti heyrnartæki og sé
tekið mið af erlendum rann-
sóknum megi gera ráð fyrir að um
15% þjóðarinnar sé heyrn-
arskertur. Hlutfall Íslendinga sem
nota heyrnartæki er svipað og hjá
Svíum og Norðmönnum en aðeins
1% Finna notar heyrnartæki en
um 3,4% Dana. Hröð þróun er
sögð hafa átt sér stað í heyrn-
artækjum undanfarin ár og séu
þau nánast öll stafræn og mörg
með ýmsum forritum sem geri
notendum kleift að stilla þau eftir
aðstæðum sínum hverju sinni.
Bið eftir heyrnar-
tækjum hefur
styst verulega
FYRSTU tilboðin í byggingarrétt
á Norðurbakka í Hafnarfirði voru
opnuð í gær, og buðu alls 20
byggingarfyrirtæki í bygging-
arréttinn. Hæsta tilboðið barst
frá Byggingarfélaginu Ingvari og
Kristjáni ehf. sem bauð 132 millj-
ónir króna í Norðurbakka 5, 39
íbúðir, eða 3,4 milljónir á íbúð.
Eykt hf. var með hæstu tölu í
Norðurbakka 79, alls 79 íbúðir,
261 milljón króna, sem eru um
3,3 milljónir á íbúð. Tilboð í síð-
ustu fjórar lóðirnar á Norð-
urbakkanum verða opnuð á
næstu dögum.
Tilboð í Norður-
bakka opnuð
ALÞINGI hefur samþykkt um-
sóknir frá 17 einstaklingum um ís-
lenskan ríkisborgararétt. Meðal
þeirra sem fengið hafa ríkisborg-
ararétt eru Jesse Lewis Byock
fornleifafræðingur frá Bandaríkj-
unum, en hann hefur rannsakað
fornminjar á Íslandi í mörg ár og
meðal annars grafið í rústum á
Mosfelli.
Allsherjarnefnd Alþingis bárust
26 umsóknir um ríkisborgararétt.
Nefndin lagði til að 17 ein-
staklingum yrði veittur íslenskur
ríkisborgararéttur.
17 fá ríkis-
borgararétt