Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 11

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR ÚTSALA ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: 40—70% MEIRI VERÐLÆKKUN Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Mohairpeysa 6.000 2.900 Riffluð peysa 6.500 2.900 Rennd peysa 5.900 2.900 Vafin peysa 4.800 1.900 Satíntoppur 5.300 1.900 Bolur m/perlum 6.600 1.900 Bolur m/áprentun 3.700 1.400 Skyrta 4.000 1.900 Hettupeysa 4.900 1.900 Satínkjóll 7.900 3.200 Sítt pils 6.300 1.900 Flauelsjakki 6.400 2.900 Renndur jakki 7.800 3.900 Íþróttagalli 8.900 3.600 Leðurbuxur 11.200 4.900 Dömubuxur 5.800 1.900 Opið frá kl. 10.00-18.00 Og margt margt fleira fy r ir h e im il ið Nauðsynlegt t .d. á aðventukransinn. Haltu örugg ker tajól. Tveir fal legir ker taslökkvarar Verð kr. 995.- Kringlunni - Faxafeni einstakt fyrir heimilið gyl l t i r & s i l f raði r w w w . t k . i s SVEITARFÉLAGIÐ Ölfus hefur samþykkt deiliskipulag vegna Heilsuþorpsins Ölfuss á rúmlega átta hektara spildu undir suð- urhlíðum Reykjafjalls. Knútur Bruun, lögfræðingur og forsvars- maður heilsuþorpsins, kynnti verk- efnið á opnum kynningarfundi á Hótel Örk í gær. „Nú eru liðin sex ár og 66 dagar frá því hugmyndinni um heilsuþorpið Ölfus var hleypt af stokkunum,“ útskýrði hann m.a. á fundinum. Með samþykkt deiliskipulagsins væri ákveðnum undirbúningskafla verkefnisins lokið en áður hafa ver- ið gerðir samningar við ríkið um af- not af landinu og rétt til að bora eftir heitu og köldu vatni. Næstu skref felist í að finna fjármagn og í framhaldinu að hefjast handa við uppbyggingu heilsuþorpsins. Áætl- aður stofnkostnaður verkefnisins er 5,5 milljarðar. Markhópurinn erlendir ferðamenn Samkvæmt hugmyndinni er gert ráð fyrir því að heilsuþorpið sam- anstandi af hverfi orlofsíbúða, heilsuhóteli, fyrsta flokks hóteli, veitinga- og ráðstefnurýmum, auk fullkominnar aðstöðu fyrir heilsu- bótarrými. Ááætlað er að rekstr- araðilar og starfsfólk heilsuþorps- ins búi utan þorpsins. Helgi Hjálmarsson arkitekt hefur unnið að því að skipuleggja svæðið, en Aðalheiður Kristjánsdóttir arkitekt kom einnig að því verki á síðari stigum. Knútur sagði á fundinum í gær að ekki væri hægt að finna betri stað undir starfsemina en undir suðurhlíðum Reykjafjalls, með Garðyrkjuskólann og Ölfusborgir sem góða nágranna og Hveragerði handan Varmár. „Friðsæld og nátt- úruumhverfi þessa svæðis er ein- stakt, nánd við höfuðborgarsvæðið og greið umferð í allar áttir er lyk- ilatriði, og svo verður lagning Suð- urstrandarvegar og bein tenging við alþjóðaflugvöll í náinni framtíð mikill bónus fyrir rekstur heilsu- þorpsins. Það bætir einnig mjög heilsuímynd svæðisins að bæjaryf- irvöld í Hveragerði hafa með full- komnum hætti gengið frá fráveitu- málum sveitarfélagsins.“ Knútur sagði að markhópur heilsuþorpsins væri fyrst og fremst erlendir ferðamenn; ekki síst ungt athafnafólk, sem legði höfuðáherslu á heilsu sína og vellíðan. Með bygg- ingu þorpsins væri verið að reisa sjálfstæða, öfluga og nýja ferða- þjónustu. Markmiðið væri að selja íslenskan veruleika, íslenska menn- ingu og hvers konar heilbrigði. Vistvæn stóriðja Knútur lagði einnig áherslu á að heilsuþorpið gæti, þegar það yrði að veruleika, skapað um eitt hundr- að til tvö hundruð ný störf. Þá yrðu fjölmörg ný störf til á fram- kvæmdatímanum fyrir verktaka og ýmsa byggingaraðila. „Og ekki má gleyma afleiddum störfum við alls konar viðskipti og þjónustu við sjálft heilsuþorpið,“ sagði hann. „Þegar þessar hugmyndir verða að veruleika verður mikil atvinnu- uppbygging fyrir allt svæðið.“ Knútur sagði að hugmyndin um heilsuþorpið væri langt frá því að vera óraunhæf. „Nú er að baki langt og strangt hugsjónastarf. Framundan er veruleikinn; samn- ingar við fjárfesta, byggingaraðila og síðast en ekki síst traustan rekstraraðila. Og eitt er víst: þegar tekist hefur að ljúka þessum áform- um rís upp vistvæn stóriðja á Suð- urlandi.“ Áætlaður stofnkostnaður 5,5 milljarðar króna Deiliskipulag vegna heilsu- þorps í Ölfusi samþykkt DANSPARIÐ Karen Björk Björg- vinsdóttir og Adam Reeve unnu til tvennra gullverðlauna í flokki at- vinnumanna á opna ástralska meistaramótinu í samkvæmisdöns- um sem fram fór í Melbourne 11. desember sl. Þetta er í fjórða skipt- ið sem þau vinna til gullverðlauna á þessu móti en Karen og Adam eru handhafar bæði heims- og Evrópu- meistaratitla í 10 dönsum og hafa keppt fyrir Íslands hönd. Hátt í sex þúsund áhorfendur fylgdust með keppninni og var gull- verðlaunahöfunum Karen og Adam ákaft fagnað að keppni lokinni. Samhliða opna ástralska meistara- mótinu var haldin heimsmeistara- keppni áhugamanna í 10 dönsum, sl. sunnudag og opnuðu Karen og Adam keppnina með sýningarat- riði. Ástralir héldu sérstaka heiður- sathöfn 10. desember sl. fyrir dans- pör sem unnið hafa heimsmeistara- titla í dansi og voru Karen og Adam þar á meðal. Ástralska sjónvarpið tók hana upp og mun sýna frá henni, ásamt keppninni sjálfri, á jóladag og verður því sjónvarpað um alla Ástralíu og víða í Asíu. Árið hefur verið mjög annasamt hjá dansparinu en þau hafa ferðast til margra landa til að keppa, kenna og sýna dans. Hafa þau haldið fjöl- margar sýningar í Japan, það sem af er árinu. Þau fara til Japans 15. desember, þar sem þau verða með nokkrar sýningar um jólahátíðina, segir í fréttatilkynningu. Unnu til tvennra gull- verðlauna í Ástralíu Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.