Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 12

Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU Ævintýri í Costa Rica á morgun TÖLVUNARFRÆÐINGUR sem hefur unnið hjá greiðslukortafyrir tæki telur að með tiltölulega lítilli fyr- irhöfn mætti draga verulega úr hættu á því að fólk ánetj- ist spilakössum með því að kortavæða þá og setja þak á þær fjárhæðir sem hægt er að eyða í kassana í einu. Að mati tölvunarfræðingsins sem kýs nafnleynd mætti breyta kössunum þannig að þeir tækju einungis kredit- eða debetkort og þannig væri vel mögulegt að fylgjast með notkuninni og fyrirbyggja misnotkun. Hann bendir á að þegar hafi korta fyrirtæki möguleika á að takmarka notkun korta háð sölustöðum, t.d. séu há- marksúttektir bundnar við hvern dag í hraðbönkum. Þá bendir hann á þær sérstöku ráðstafanir sem kortafyr- irtækin gerðu á sínum tíma til að fyrirbyggja miklar út- tektir á nektardansstöðum. Segir hann að ekki ætti að vera neitt tæknilegt vandamál fyrir kortafyrirtækin að takmarka krotanotkun fyrir hvern dag eða mánuð í spila- kössum. „Þetta kallar hins vegar á meiri breytingu á spilaköss- unum þar sem það þarf að skipta út einingunni sem tekur við peningunum eða seðlunum og setja í staðinn kortales- ara,“ segir hann. Einfalt að tengjast kortafyrirtækjunum „Netsambandið er þegar til staðar að minnsta kosti í Gullnámunni þannig að það ætti að vera einfalt að tengj- ast kortafyrirtækjum til að sækja heimildir. Hugsanlega mætti leysa þetta í spilakössunum á einfaldari hátt með því að nota sérstaka spilapeninga sem væru seldir með posum sem væru einungis notaðir fyrir slíkar greiðslur. Þá þyrfti einungis að stilla seðlalesarana til að taka þessa spilapeninga eingöngu,“ segir hann. „Ef það er á annað borð vilji til að stemma stigu við spilafíkn þá held ég að það sé athug- unarinnar virði að skoða þetta. Kortavæðinga spilakass- anna gerir spilafíklinum erfiðara fyrir að fela vandamálið en mikilvægara er að hún gæti leitt til þess að færri nýir einstaklingar ánetjist fíkninni. Mér myndi þykja með ólíkindum ef Rauði kross Íslands varpaði þessum hug- myndum frá sér, nema e.t.v. á tæknilegum forsendum. Rauði krossinn heldur því fram að uppistaðan í innkom- unni af kössunum sé frá fólki sem spilar sér til ánægju og hefur stjórn á sér. Rauði krossinn veit það raunar ekki með vissu hverjir það eru sem spila. Þó spilafíklar geti tapað peningum sínum með ýmsum öðrum hætti í öðrum peningaspilum hafa spilakassar reynst afkastameiri en aðrar aðferðir í því að ná peningum af spilafíklum. Það hefur verið sagt að forritin séu hönnuð í samráði við sálfræðinga sem þekkja veikleika fíklana og vita hvað virkar best til að byggja upp og viðhalda spennunni sem þeir sækjast eftir. Hefðbundin happdrætti gera það alls ekki í sama mæli.“ Kortavæðing spilakassanna gæti slegið á spilafíkn Morgunblaðið/Kristinn VÉLBÁTURINN Kristinn Friðrik SI 5 frá Siglufirði hefur stundað dragnótaveiðar fyrir Norðurlandi í haust og að sögn Ólafs Gunn- arssonar skipstjóra var veiðin ágæt framan af. Verulega dró svo úr veið- inni eftir fyrstu stóru brælu hausts- ins en báturinn landaði á Húsavík fyrir skömmu 7–8 tonnum eftir að hafa verið að veiðum í Öxarfirði í þrjá daga. Uppistaðan í afla Kristins Friðriks í haust hefur verið ýsa og eins hefur koli verið áberandi. Hef- ur aflinn verið sendur ferskur á er- lenda markaði og gott verð fengist fyrir hann að sögn Ólafs. Það er útgerðarfyrirtækið Skip- eyri ehf. sem gerir Kristin Friðrik út en hann hét áður Siggi Bjarna GK 5. Báturinn, sem er 102 brúttó- rúmlestir að stærð, var smíðaður ár- ið 1960 í Noregi, hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson II og var gerður út frá Grindavík. Uppistaða aflans í haust ýsa og koli Morgunblaðið/Hafþór Fiskveiðar Sigurgeir Hrólfur Jóns- son, stýrimaður á Kristni Friðrik SI 5, við löndun á Húsavík nýlega. ekki lengi á miðunum en það var ekki annað að sjá en að þarna væri tals- vert af loðnu. Þetta er fínasta loðna, um 57 stykki í kílói og frystingin gengur vel.“ Alls eru fryst um 100 tonn af loðnu á sólarhring um borð í Hugin VE og er nú verið að frysta fyrir Rúss- landsmarkað. Átti Ómar von á að af- urðunum yrði landað á fimmtudag, um 500 tonnum af frosinni loðnu en um 100 tonn fari til bræðslu. Gengur erfiðlega að mæla Upphafskvóti í loðnu á fiskveiði- árinu er 235 þúsund tonn og er þegar búið að veiða um 39 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum af vef Fiskistofu, sem veiddust aðallega í lok síðasta sumars og framan af hausti. Ekki náðist að mæla loðnu- stofninn í loðnurannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar sem LOÐNA veiddist djúpt norðvestur af landinu um helgina en enn sem komið er stunda ekki mörg skip veið- arnar. Ekki hefur tekist að mæla stærð loðnustofnsins og því hefur Hafrannsóknastofnunin ekki gert tillögu um endanlegan loðnukvóta fiskveiðiársins. Tvö loðnuskip hafa stundað veið- arnar að undanförnu, Huginn VE og Guðmundur Ólafur ÓF, og lágu bæði skipin í vari í Ísafjarðardjúpi í gær. Skipverjar sátu þó síður en svo auð- um höndum því í báðum skipum er verið að frysta loðnu. Ómar Steins- son, stýrimaður á Hugin VE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veiðarnar hefðu gengið vel og það hefði verið fljótlegt að veiða nægi- lega mikið fyrir frystinguna. „Við fengum tvö 300 tonna tog en það nægir okkur til að fylla skipið af frosinni loðnu. Við vorum þannig farinn var í nóvember og er fyrir- hugað að fara í annan leiðangur strax eftir áramót. Ef tekst að mæla loðnustofninn þá, gerir stofnunin til- lögu endanlegan loðnukvóta. Mikil óvissa var um stærð loðnu- stofnsins undir lok síðasta árs, enda mistókust þá einnig mælingar. Sömu sögu var að segja um aðra mælingu í upphafi janúar og var ákveðið að stöðva veiðar þar til meira fyndist af loðnu. Um miðjan janúar hófst skipulögð vöktun á líklegustu veiði- svæðum í samvinnu við útgerðir og fannst þá stór loðnuganga út af Mel- rakkasléttu. Var þá veiðibanninu af- létt. Þriðji loðnurannsóknaleiðang- leiddi svo í ljós mikið af loðnu djúpt út af Austfjörðum. Var í kjölfarið gerð tillaga um 875 þúsund tonna heildaraflamark á vertíðinni og varð afli íslenskra skipa á síðustu vetr- arvertíð alls 479 tonn. Gekk vel að veiða loðnuna LÍKT og fram kom í blaðinu um helgina hefur lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme, framleið- andi Vioxx, ákveðið að endurgreiða innkallað lyfið að fullu, en það var tekið af markaði í október síðast- liðnum. Spurður hvort þeir sem notað hafa lyfið fái einnig endurgreitt fyrir lyf sem þeir hafa þegar tekið inn segir Pétur Magnússon, mark- aðs- og sölustjóri Merck Sharp & Dohme á Íslandi, svo ekki vera. „Enda væri það óframkvæman- legt. Þó að prófanir á lyfinu hafi leitt í ljós að langvarandi notkun þess geti hugsanlega aukið hlut- fallslega hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum virkaði lyfið eins og skyldi hvað liðagigtina varðar. Öll ný lyf sem koma á markað í dag fara í gegnum rannsóknir og leyf- isveitingar, þannig að lyf eru ekki samþykkt af lyfjayfirvöldum nema þau hafi verulegt gagn fyrir sjúk- linginn og það átti við um þetta lyf.“ Aðspurður segir Pétur notendur lyfsins geta skilað jafnt ónotuðum birgðum, sem og pakkningum sem búið sé að taka af, í það apótek sem afhenti lyfið og fengið endur- greiddan kostnað sinn. Að sögn Péturs verður tekið við lyfinu fram að jólum, enda sé þá gert ráð fyrir því að loka uppgjörinu. Óframkvæmanlegt er að endurgreiða tekin lyf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.