Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Við eru UMSVIF í flugi hjá dótturfélögum Flugleiða hafa verið umtalsvert meiri á þessu ári en í fyrra. Farþegar í áætlunarflugi Icelandair eru tæp- lega 18% fleiri á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Farþegum Flugfélags Íslands hefur fjölgað um 14,5%. Þá hafa Flugleið- ir-Frakt flutt nærri 27% fleiri tonn á fyrstu tíu mánuðum þessa árs í sam- anburði við síðasta ár og fartímar leiguflugfélagsins Loftleiða-Ice- landic hafa aukist um liðlega 70% milli ára. Frá þessu er greint í til- kynningu frá Flugleiðum. Farþegar Icelandair 1.170 þúsund Farþegum í áætlanaflugi Ice- landair fjölgaði um 15,1% í október, voru rúm 110 þúsund í október í ár en 96 þúsund í október í fyrra. Frá áramótum eru farþegar Icelandair tæplega 1.170 þúsund, eða 17,9% fleiri en á fyrstu tíu mánuðum síð- asta árs. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 10,5% í október og hefur fjölgað um 14,5% á fyrstu tíu mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Flugleiðir-Frakt fluttu 12,7% fleiri tonn í október í ár en í október 2003 og hafa flutt 26,9% fleiri tonn á fyrstu tíu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Í október voru fartímar, þ.e. sá tími sem flugvél er í notkun, frá því hún fer frá brottfararhliði og þar til hún stöðvar aftur við brottfararhlið, hjá Loftleiðum-Icelandic 12,4% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Á fyrstu tíu mánuðum ársins eru far- tímar hjá Loftleiðum-Icelandic 70,3% fleiri en í fyrra. Flugleiðir í úrvalsvísitöluna Flugleiðir er annað tveggja nýrra félaga í úrvalsvísitölu Kauphallar Ís- lands, samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni. Hitt nýja félagið er Kögun. Koma félögin inn í úrvals- vísitöluna í stað HB Granda og Op- inna Kerfa Group. Bréf Opinna Kerfa eru í yfirtökuferli og því ekki gjaldgeng í vísitöluna.  + , -(   ../&01      + ,    %1203%      !+    %1455   " #$!    + - -   &3.0 "               Mikil aukning í flugi hjá dóttur- félögum Flugleiða MIKILL áhugi var fyrir Kauphöll Íslands og sjö íslenskum úrvalsvísi- tölufyrirtækjum á sérstakri kynn- ingu í Kauphöllinni í London í gær, en til kynningarinnar var boðið nokkrum af stærstu fagfjárfestunum í fjármálahverfi Lundúna. „Þetta gekk mjög vel og það var töluvert mikil og góð þátttaka og mikill áhugi á þessu hér í London. Til dæmis voru fréttastofurnar BBC, CNBC, Fin- ancial Times og Guardian á staðn- um,“ segir Þórður Friðjónsson for- stjóri Kauphallar Íslands en kynningin var gerð í samstarfi við Kauphöllina í London. Þórður segir að vel hafi verið tekið á móti Íslendingunum, og meðal ann- ars var Þórði falið að opna bresku kauphöllina í gærmorgun. „Það er ákveðið kúlulistaverk, sem mér var falið að ræsa, sem markar opnun hvers viðskiptadags,“ segir Þórður, en Kauphöllin í London er rafræn eins og flestallar kauphallir heimsins í dag, þar á meðal Kauphöll Íslands. Bakkavör hætti við Fulltrúar sjö íslenskra úrvalsvísi- tölufyrirtækja voru í Kauphöllinni í London í gær til að kynna sín fyr- irtæki, en þau voru; KB banki, Ís- landsbanki, Landsbanki, Burðarás, Actavis, Marel og Flugleiðir. Bakka- vör átti upphaflega að vera með en dró sig út úr kynningunni þar sem félagið á nú í yfirtökuviðræðum við matvælafyrirtækið Geest. Þórður segir að markmið kynning- arinnar hafi fyrst og fremst verið að vekja áhuga fjárfesta á íslensku fé- lögunum. „Ég er vongóður um að þeir beini sjónum sínum í auknum mæli til Íslands í framhaldinu. Við viljum gjarnan að þetta sé ekki bara á annan veginn, þ.e. að Íslending- ar séu að fjárfesta í London heldur að Bretar fjár- festi á Íslandi á móti. Að íslensku innrásinni í Bret- land verði svarað með gagnárás, sem við myndum taka fagnandi, segir Þórður. Aðspurður segir Þórður að það sé greinilegt að áhugi Breta á íslensku athafnalífi hafi stóraukist á 2–3 ár- um. „Það kannast allir orðið við þessi stóru íslensku fyrirtækja. Þetta hef- ur allt breyst hér okkur í hag.“ Þórður segir að breskir fjárfestar hafi ekki mikið haft sig í frammi hingað til á íslenskum hlutabréfa- markaði. „Það mætti vera meira um það að erlendir fjárfestingarsjóðir fjárfestu í íslenskum fyrirtækjum. Við höfum náð gríðarlegum árangri hvað varðar sölu á íslenskum skulda- bréfum og næsta skref er að kynna og örva sölu á hlutabréfunum.“ Þórður segir ástæðu lítils áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum hluta- bréfum hingað til vera þá að mark- aðurinn hafi verið mjög lítill, en hann hafi hinsvegar stækkað mikið á örfá- um árum. „Það tekur tíma að vekja áhuga útlendinga á honum.“ Spurður hvort um frekari kynn- ingar af þessum toga verði að ræða á erlendri grundu segir Þórður að kynningin núna hafi verið ákveðin tilraunastarfsemi og engar ákvarð- anir hafi verið teknar um frekari kynningar. „Við metum í kjölfar þessa fundar, sem og með hliðsjón af áhuga íslenskra fyrirtækja, hvenær og hvort við gerum eitthvað svipað og sambærilegt aftur.“ Þórður segir að það hafi verið mat allra sem að kynningunni stóðu að hún hafi verið vel heppnuð og starfs- menn Kauphallarinnar í London hafi látið vel af kynningunni og talið hana gagnlega og fyrirtækjunum til fram- dráttar. Erlend félög á Íslandi? Eins og kunnugt er undirbýr Actavis nú skráningu í Kauphöllinni í London. Þórður segir aðspurður að fleiri íslensk fyrirtæki gætu í fram- tíðinni átt eftir að skrá sig á þann markað. „Það kann líka að koma til þess að erlend fyrirtæki skrái sig í Kauphöll Íslands. Við höfum fengið fyrirspurnir um það og það er nokk- ur áhugi á því og menn hafa litið til þess að skoða þann möguleika. Það er nánast tímaspursmál hvenær það gerist,“ segir Þórður, og bætir því við að þar eigi hann ekki við færeysk félög, en þegar hefur verið tilkynnt um komu að minnsta kosti tveggja færeyskra hlutafélaga inn á íslensk- an markað strax á næsta ári. Ef af komu erlends félags verður á næstu misserum segir Þórður að- spurður að um væri að ræða fyrir- tæki af þeirri stærðargráðu að það kæmist í Úrvalsvísitöluna. „Á okkar mælikvarða er það ágætt fyrirtæki, fyrirtæki sem kemst í Úr- valsvísitöluna, sem hugsanlega gæti komið til álita í þeim efnum. En það er ekki tímabært að segja mikið til um það fyrr en það gerist.“ Mikill áhugi í London á íslenskum fyrirtækjum Þórður Friðjónsson ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● TALIÐ er að Baugur muni gera eig- endum hlutafjár í Big Food Group nýtt yfirtökutilboð í þessari viku. Þetta kom fram á vefsíðu Financial Times í gær. Samkvæmt fréttinni má vænta þess að tilboðið verði gert opinbert í síðasta lagi á föstudag. Líklegt er að tilboðið verði 95 pens á hvern hlut en stjórn BFG hefur mælt með þess hátt- ar tilboði við eigendur félagsins. Kaupverðið yrði þá 326 milljónir punda sem samsvarar ríflega 39 millj- örðum króna. Þetta kaupverð er mun lægra en þau 110 pens sem Baugur bauð í september síðastliðnum. Baugur gerir líklega opinbert tilboð í þessari viku               '( ( )* !+   ! 412 7"5 !2K" 7"5 !"-"D /@D")" 4" ! 7"    0 6! 0 8 0    E" E 1" / ) ;) @"5 ;5 " .*"@ ."" /@D")0 A" , % *- /"-"    / ) -" 5-@ 0"@9-" !%-"0 "-"+ L9"*" &"-0"" 6K) 8'@9-" (M*"@ . / . D"N ) .-"   .K -K- *"-"+* ) "+)))-K- B K- L"9-" "=.0") . %   /(0( 4"0 /  H+@@"-" 8 '    " BD"+)))N )    .'- 2-2"-          =  = =  = =   = = = = = = = = = =  !"+) "D +"" 2-2"- = = =  = = =  = = = = = =  = = = = = = = = = = = = = O  P O  P O  P = O = P O = P O  P O  P O = P O  P O  P = O = P O  P O  P = O  P = = = = O = P = = O  P = = = = = = = = = = =  "2-5 )  0- '  ) 65 .                =    =  =  = =  = =  =    = = = = = = =           =   =      =               =  =        = B-5 ' Q% " 4  R 4*)"  /@K  2-5     =  = = = =  = =  =   = = = = = = = 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.