Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 17
ERLENT
JOSE Luis Rodriguez Zapatero, for-
sætisráðherra Spánar, sakaði í gær
Jose Maria Aznar, forvera sinn í emb-
ættinu, og stjórn hans um að hafa
blekkt almenning þegar hún lýsti því
yfir að basknesku aðskilnaðarsam-
tökin ETA hefðu staðið fyrir hryðju-
verkunum í Madríd 11. mars þegar
191 lét lífið. Þá gagnrýndi hann
stjórnina fyrir að hafa hreinsað öll
gögn út af tölvum áður en hún fór frá,
m.a. gögn um hryðjuverkin.
„Á skrifstofum forsætisráðuneytis-
ins höfðum við ekki eitt einasta skjal
eða upplýsingar af neinu tagi í tölvum
því ríkisstjórnin sem við tókum við af
hafði þurrkað allt út,“ sagði Zapatero
þegar hann bar vitni í gær fyrir þing-
nefnd sem rannsakar hryðjuverkin.
„Það þýðir að við höfum engar upp-
lýsingar frá stjórninni um atburðina,
fundi stjórnarinnar eða ákvarðanir
sem teknar voru frá 11. mars til 14.
mars,“ en þá sigraði Sósíalistaflokk-
urinn, undir forystu Zapateros,
hægriflokk Aznars í þingkosningum.
Strax eftir hryðjuverkin sagði
stjórn Aznars að ETA-samtökin
hefðu staðið fyrir árásunum en ekki
íslamskir hryðjuverkamenn eins og
síðar kom í ljós að var raunin. Telja
margir að þetta hafi orðið stjórn Azn-
ars að falli.
„Þetta var allt saman blekking,“
sagði Zapatero.
Zapatero sakar
stjórn Aznars
um blekkingar
Reuters
Jose Luis Rodriguez Zapatero, for-
sætisráðherra Spánar, svarar
spurningum þingnefndar í Madríd.
Madríd. AFP.
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, vígir í dag hæstu brú heims,
331 metra hátt mannvirki sem gnæf-
ir yfir Tarnárdal í sunnanverðu
landinu. Brúin var lögð yfir dalinn
til að binda enda á umferðaröng-
þveiti sem myndast í grennd við bæ-
inn Millau á sumrin þegar ferða-
langar streyma frá París til strandar
Miðjarðarhafsins og Spánar.
Brúin er úr stáli og steinsteypu og
kostaði 390 milljónir evra, eða rúma
32 milljarða króna. Franska bygg-
ingarfyrirtækið Eiffage fjármagn-
aði og smíðaði brúna og hefur fengið
leyfi til að standa straum af kostn-
aðinum með brúartolli í allt að 75 ár.
Þykir mannvirkið sérlega glæsi-
legt og tengja saman verkfræði og
fagurfræði. „Brúin verðskuldar svo
sannarlega hugtakið listaverk,“
sagði Jean Pierre Martin, yfirmaður
Eiffage á staðnum.
Um 60.000 manns hafa greitt fyrir
skoðunarferð um brúna og hundruð
þúsunda hafa virt mannvirkið fyrir
sér úr fjarlægð.
!
!
"# $ % #&
"#$
%&' $
''()
*##
( ) *++ (
' & ',)&,
)-. /+
, ' & $$
) +012&')3 , ).
+
+! ,--
.$%
-456
46
7
4(
7!-6668
./00/12
"
„Verðskuld-
ar hugtakið
listaverk“
Millau. AFP.VÍKTOR Janúkovítsj, for-
sætisráðherra Úkraínu og
frambjóðandi núverandi vald-
hafa í forsetakosningunum síð-
ar í mánuðinum, kvaðst í gær
saklaus af því að hafa látið eitra
fyrir helsta andstæðing sinn,
Víktor Jústsjenko.
Janúkovítsj lét þessi orð falla
eftir að Jústsjenko hafði ítrek-
að fyrri fullyrðingar þess efnis
að stjórnvöld í Úkraínu hefðu
reynt að ráða honum bana með
eitri. Læknar sem rannsakað
hafa Jústsjeno fullyrða að eitr-
að hafi verið fyrir hann með
díoxíni. Sjálfur segir Jústsj-
enko að „stjórnin“ hafi byrlað
honum eitur.
Janúkovítsj sagði að hann
hefði á engan veg getað vitað
um þetta meinta samsæri.
Hann væri forsætisráðherra og
hefði ekki eftirlit með þeim sér-
eða öryggissveitum sem gætu
hafa skipulagt tilræðið við
keppinaut hans.
Janúkovítsj
segist
saklaus
Kíev. AFP.
GHAZI al-Yawar, forseti bráða-
birgðastjórnarinnar í Írak, sagði í
gær að Bandaríkjamönnum hefðu
orðið á mistök þegar herafli landsins
og helstu ráðuneyti voru leyst upp í
kjölfar þess að Saddam Hússein var
steypt af stóli.
„Það voru mikil mistök að leysa
upp ráðuneyti landvarna og innanrík-
ismála á þeim tíma,“ sagði forsetinn í
viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC.
Sagði hann að kanna hefði mátt feril
starfsfólks og halda þeim hluta þess
sem ekki hefði gerst sekur um glæpa-
verk í stað þess að leysa þessar stofn-
anir upp og dæma þá sem þar unnu til
atvinnuleysis. Með því móti hefði ver-
ið unnt að koma í veg fyrir margvís-
legan vanda.
Paul Bremer, sem var borgaraleg-
ur yfirmaður hernámsliðsins eftir að
Saddam hafði verið steypt af stóli,
leysti herafla landsins upp 23. maí
2003. Yawar forseti segir að þessi
ákvörðun hafi reynst fallin til að fjölga
ofbeldisverkum og grafa undan lög-
um og reglu í landinu. Kvaðst Yawar
hvetja til þess að þeir yfirmenn hers
og lögreglu sem hefðu hreinan skjöld
og ekki hefðu gerst sekir um óhæfu-
verk í valdatíð Saddams fengju aftur
störf sín. Írökum væri öldungis nauð-
synlegt að ráða yfir liðsafla sem væri
eingöngu skipaður heimamönnum.
Annars mætti ólíklegt teljast að staða
öryggismála batnaði í landinu. Kvaðst
forsetinn hafa komið þessum sjónar-
miðum sínum á framfæri við ráða-
menn í Bandaríkjunum í liðinni viku.
Hinn nýi herafli Íraka sem settur
var á stofn í ágúst í fyrra hefur orðið
fyrir þungum árásum af hálfu skæru-
liða og hið sama er að segja um lög-
reglusveitir þær sem einnig hefur
verið komið á fót. Hundruð manna
hafa týnt lífi í árásum skæruliða sem
beinst hafa gegn sveitum þessum sem
einungis fá þrifist með mikilli aðstoð
bandaríska hernámsliðsins í landinu.
„Mikil mistök að leysa
her Saddams upp“
Lundúnum. AFP.
ÞRETTÁN manns lágu í valnum í
Bagdad í gær eftir sprengjutilræði
sem hreyfing jórdanska hryðju-
verkamannsins Abus Musabs al-
Zarqawis lýsti á hendur sér.
Bandaríkjaher hóf loftárásir að
nýju á borgina Fallujah, eftir að sjö
bandarískir hermenn féllu í átökum
í Anbar-héraði, þótt herinn hefði
áður lýst því yfir að hann hefði
sigrað uppreisnarmenn í borginni.
Sprengjutilræðið í Bagdad og
átökin í Anbar-héraði, sem Fallujah
tilheyrir, eru til marks um erfið-
leika bandarísku hersveitanna í
Írak nú þegar ár er liðið frá því að
Saddam Hussein var tekinn til
fanga. Yfirmenn hersins viður-
kenna að þeir hafi vanmetið styrk
uppreisnarmannanna í Írak og að
nýju írösku öryggissveitirnar séu
ekki enn tilbúnar að tryggja frið í
landinu.
Óþekktur tilræðismaður í Bagd-
ad sprengdi bíl hlaðinn sprengiefni
í loft upp nálægt eftirlitsstöð við
Græna svæðið svokallaða, en þar
eru byggingar írösku bráðabirgða-
stjórnarinnar og sendiráð Banda-
ríkjanna. Læknar sögðu að þrettán
manns hefðu beðið bana og að
minnsta kosti fimmtán særst.
Þrettán falla í
tilræði í Bagdad
Bagdad. AP, AFP.
um komin í jólaskap...
...og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur.
Verið velkomin í jólastemninguna.
Dagatalið 2005 er komið!