Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT .. Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Mesta úrval landsins af veiðivörum Ron Thompson kastveiðisett Ron Thompson grafit kaststöng og Okuma Aliax hjól með 8 legum og aukaspólu. Aðeins kr. 12.500 Creek Company Belly Boat Hvergi betra verð á belgbátum. Sundfit og loftdæla fylgir. Aðeins kr. 15.900 Faulk´s flautur Mikið úrval af flautum fyrir anda- og gæsaveiði. Frábært verð. Aðeins kr. 2.480 Prologic skotveiðivöðlur 4,5 mm neoprenvöðlur fyrir skotveiðimanninn. MAX4 camomynstur. Aðeins kr. 12.500 Sjóveiðisett Sjóveiðistöng, hjól og lína á frábæru verði. Aðeins kr. 10.900 Scierra fluguveiðisett 3ja hluta stöng, diskabremsuhjól, upp- sett flotlína og kastkennsla á DVD. Aðeins kr. 19.900 Allen byssutöskur Frábært úrval af byssutöskum frá Allen, Norinco, Mad Dog o.fl. Aðeins frá kr. 3.995 Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Ron Thompson nestistaska Nestistöskur í úti- leguna, fellihýsið eða veiðitúrinn. Aðeins kr. 4.995 ProLogic jakki Vatnsheldur Max4 jakki með útöndun. Fleece windstop jakki fylgir. Aðeins kr. 21.900 MAHMUD Abbas, formaður Frels- issamtaka Palestínu (PLO), virtist í gær eiga sigur vísan í forsetakosn- ingum Palestínumanna sem fram fara í byrjun janúar. Helsti keppi- nautur Abbas dró sig í hlé um liðna helgi en manndráp og ofbeldisverk í gær vörpuðu skugga á þá gleði sem ríkti í röðum stuðningsmanna næsta forseta Palestínu. Marwan Barghuti, einn helsti leið- togi uppreisnar Palestínumanna, inti- fada, skýrði frá því seint á sunnudag að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum 9. næsta mán- aðar. Áður hafði Barghuti boðað framboð en hann situr í fangelsi í Ísr- ael og mun gera það á meðan hann lifir þar eð hann hefur hlotið fimm lífstíðardóma fyrir að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkum palestínskra vígamanna. Mjög hafði verið þrýst á Barghuti um að draga framboð sitt til baka og fóru þar fremstir leiðtogar Fatah-hreyfingarinnar. Barghuti nýtur vinsælda á meðal alþýðu manna en leiðtogar Fatah höfðu valið Abbas sem fulltrúa sinn. Hótuðu þeir að reka Barghuti úr samtökunum drægi hann ekki framboð sitt baka. Almennt var litið svo á að Barg- huti, sem er 45 ára gamall, væri eini maðurinn sem keppt gæti við Abbas um forsetaembættið. Skoðanakann- anir höfuð gefið til kynna að fylgi þeirra á meðal kjósenda væri svipað. Hinn síðarnefndi þykir því eiga sigur vísan í forsetakosningunum sem fram fara 9. næsta mánaðar. Hann er ekki sagður njóta mikilar alþýðuhylli en er virtur á erlendum vettvangi sökum andstöðu sinnar við að Palest- ínumenn beiti vopnum í frelsisbar- áttu þjóðarinnar. Barghuti hefur á hinn bóginn verið einn helsti hug- myndafræðingur hinnar vopnuðu andstöðu við yfirráð Ísraela. Fögnuður í herbúðum Abbas Kosningastjóri Abbas fagnaði ákvörðun Barghuti í gær. „Við fögn- um ábyrgri afstöðu bróður okkar, Marwans,“ sagði Tayeb Abdelrahim. „Við teljum ákvörðun hans rétta og að hún sé til marks um að honum sé umhugað um einingu Palest- ínumanna og nauðsyn þess að fylgt verði pólitískum forskriftum hins ei- lífa leiðtoga okkar, Yassers Arafats,“ bætti hann við. Í yfirlýsingu Barghut- is á sunnudagskvöld var lof borið á Mahmud Abbas og sagt að hann verðskuldaði forsetaembættið. Fréttaskýrendur í Palestínu sögðu í gær að ítrekuð sinnaskipti Barghuti hefðu skaðað trúverðugleika hans. Hann lýsti fyrst yfir því að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forseta- kosningunum. Skömmu áður en frestur til að tilkynna um þátttöku rann út 1. þessa mánaðar skýrði hann frá því að hann hefði skipt um skoðun og hefði afráðið að vera í framboði. Þá ákvörðun dró hann síðan til baka á sunnudag líkt og áður sagði. „Margir tóku að efast um dómgreind hans er hann skipti sífellt um skoðun,“ sagði fréttaskýrandinn Hani al-Masri. „Þetta var ekki rétti tíminn fyir Marwan. Nú er tímabært að binda enda á uppreisnina og það er útilokað að sjálf táknmynd uppreisnarinnar geti tekið völdin,“ bætti hann við. Fyrirsjáanlegur sigur Abbas í kosningunum hefur orðið til þess að glæða nokkuð friðarvonir í Mið- Austurlöndum. Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að hann sé reiðubúinn til að eiga samstarf við stjórn Palest- ínumanna þegar að því kemur að framkvæma áætlun hans um einhliða brottflutning ísraelskra landtöku- manna frá Gaza-svæðinu. Segja sér- fróðir að Sharon vilji með þessu móti treysta Abbas í sessi. Þessi tilslökun forsætisráðherrans virtist í gær að engu orðin eftir árás palsestínskra vígamanna á varðstöð Ísraelshers. Fimm hermenn voru felldir í árásinni. Ísraelskir embætt- ismenn lögðu á það áherslu í gær að ekki kæmi til greina að eiga samstarf við heimastjórn Palestínumanna tæk- ist leiðtogum hennar ekki að hefta starfsemi vígahópa. „Skilyrði fyrir því að einhverjum árangri verði náð er að hryðjuverkum linni,“ sagði Zeev Boim, aðstoðarvarnarmálaráðherra Ísraels. Ariel Sharon lýsti yfir því að heimastjórn Palestínumanna hefði ekki gert nóg til að hefta umsvif víga- hópa. Vöktu þessi orð forsætisráð- herrans athygli því hann hefur fram til þessa leitast við að gagnrýna ekki Mahmud Abbas. Árásin á herstöðina er hin mann- skæðasta sem palestínskir vígamenn hafa staðið fyrir frá því að Arafat gekk á fund feðra sinna. Abbas á sigurinn vísan Ramallah. AFP. Fréttaskýring | Marwan Barghuti hef- ur dregið framboð sitt til baka og þykir því ljóst að Mahmud Abbas fari með sigur af hólmi í forsetakosn- ingum Palestínu- manna í janúar. Reuters Palestínumenn bera lík Ihsans Shawahne, leiðtoga hernaðararms Hamas á Vesturbakkanum. Hann féll í bardaga við hersveit Ísraela í Nablus í gær. Daginn áður féllu fimm ísraelskir hermenn í árás Palestínumanna á varðstöð. TRAIAN Basescu, borgarstjóri Búk- arest og fulltrúi stjórnarandstöðunn- ar, sigraði í forsetakosningunum í Rúmeníu um helgina. Samkvæmt endanlegum úrslitum sem birt voru í gær fékk Basescu 51,23% atkvæðanna en keppinautur hans, Adrain Nastase forsætisráð- herra, 48,77%. „Nú er efst á forgangslista mínum að mynda stjórn svo fljótt sem verða má, stjórn sem fær er um að ljúka við- ræðum um aðild Rúmeníu að Evrópu- sambandinu,“ sagði Basescu á fundi með blaðamönnum. Almennt er við því búist að Rúmenía bætist í hóp að- ildarríkjanna 25 árið 2007. Í máli Basescu kom fram að Nas- tase og Ilon Iliescu, fráfarandi forseti, hefðu óskað honum til hamingju með sigurinn. Hermt var að ósigurinn hefði komið Nastase mjög á óvart. Hann fór með sigur af hólmi í fyrri umferð kosninganna 28. fyrra mán- aðar. Basescu er 53 ára gamall. Hann þykir búa yfir persónutöfrum og er sagður eiga auðvelt með að ná til al- þýðu manna. Hann er leiðtogi Rétt- lætis- og sannleiksbandalagsins. Í kosningabaráttunni lagði hann einna mesta áherslu á nauðsyn þess að bundinn yrði endi á þá miklu spillingu sem fylgt hefði ríkisstjórn Nastase. Kominn væri tími til að Rúmenar los- uðu sig við spillta ráðamenn. Basescu hefur iðulega verið vænd- ur um lýðskrum en hann þykir oft djarfur í yfirlýsingum sínum og skjót- ur til svara sem ef til vill hefðu þarfn- ast meiri íhugunar. Athygli vakti þeg- ar hann lýsti yfir því að hann væri hlynntur því að samkynhneigðum yrði leyft að ganga í hjónaband. Kirkjunnar menn kunnu lítt að meta þá yfirlýsingu og komu þeirri afstöðu sinni til skila. Nýi forsetinn er fyrrum kafteinn í flota Rúmeníu. Lagði hann áherslu á að hann hefði sem slíkur jafnan þurft að taka erfiðar ákvarðanir oft í kapp- hlaupi við tímann og hefði hann jafn- an verið tilbúinn til að taka afleiðing- um gjörða sinna. Í valdatíð kommúnista tilheyrði Basescu flokki þeirra en afskipti af stjórnmálum hóf hann eftir að ein- ræðisherranum illræmda, Nicolae Ceausescu, var steypt af stóli um jólin 1989. Hann var um skeið samgöngu- ráðherra Rúmeníu en hefur verið borgarstjóri Búkraest frá árinu 2000. Forseti Rúmeníu er valdalítill en hefur þó mikil pólitísk áhrif þar eð hann velur forsætisráðherra landsins. Ljóst þykir að ærið verkefni bíði nýrra valdhafa í Rúmeníu. Gera þarf margvíslegar breytingar m.a. á stjórnkerfinu til að búa landið undir ESB-aðild og þá telja margir spill- inguna slíka í landinu að algjör bylt- ing þurfi að verða á þeim vettvangi landsmálanna áður en Rúmenar geta gengið til samstarfs við aðrar þjóðir Evrópu. Þá ríkir pattstaða á þingi. Í kosn- ingum sem fram fóru fyrir hálfum mánuði fékk Sósíaldemókrataflokkur Nastase forsætisráðherra 189 menn kjörna en bandalag Basescus 161. Á þingi Rúmeníu sitja 469 fulltrúar. Kemur það nú í hlut Basescu að til- nefna nýjan forsætisráðherra. Rúmenskir hægrimenn sigruðu Búkarest. AFP. AP Traian Basescu, borgarstjóri Búk- arest, fagnar sigri í forsetakosning- unum í Rúmeníu á fundi í Búkarest.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.