Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 19
Óvissa er óþægileg og það er slæmt að
búa við óvissu. Engum hefur dulist óvissan
sem ríkt hefur um herstöðina á Keflavík-
urflugvelli og ekki alls fyrir löngu bárust
okkur enn á ný óvissufréttir, nú varðandi
stálpípuverksmiðju í Helguvík. Á und-
anförnum tveimur árum hefur hátt í 200
starfsmönnum verið sagt upp í herstöðinni
og búa margir þeirra í Reykjanesbæ.
Nokkuð ljóst þykir að um enn frekari sam-
drátt verði að ræða og á endanum muni
jafnvel aðeins flugdeildin verða eftir. Nokk-
urrar gremju gætir vegna þeirra stað-
reyndar að ákvarðanirnar virðast að mestu
hafa verið einhliða frá Bandaríkjamönnum.
Þegar samdráttur herstöðvarinnar hefur
borið á góma hafa menn oft og tíðum flagg-
að fyrirhugaðri stálpípuverksmiðju í
Helguvík, enda ljóst að nokkur hundruð
störf muni skapast þar. Fyrir nokkru varð
hins vegar ljóst að enn yrðu tafir.
Það var ekki hugmyndin að vera með
neikvæðni og leiðindi, enda engin ástæða til
þess þó óvissa ríki á einhverjum víg-
stöðvum, aðrar hafa styrkst. Fyrir
skemmstu var árlegt Bókakonfekt í
Reykjanesbæ, þar sem höfundar og tónlist-
arfólk kemur saman, les og flytur tónlist
gestum til yndis og ánægju. Gestur á Bóka-
konfekti hefur fjölgað jafnt og þétt og í ár
voru þeir um 160. Engin furða að Þráinn
Bertelsson skyldi hafa orð á því að jóla-
stressið næði greinilega ekki til íbúa í
Reykjanesbæ. Hann sagði jafnframt að
þetta hlyti að vera aðsóknarmet miðað við
höfðatölu. Þá fékk ég þær fréttir á konfekt-
inu að 13 manns höfðu hlýtt á lestur úr bók-
um á Seltjarnarnesi kvöldið áður. Einkar
ánægjulegt hvað menningarlífið hefur farið
uppávið í Reykjanesbæ og ég hef fulla trú á
því að svo verði áfram.
Þá er ekki langt síðan kynntar voru stór-
ar hugmyndir í ferðamálum á Reykjanesi,
Blái demanturinn, Blue Viking, Big Blue,
Blue Energy og Blue Lagoon. Bláa lónið
kannast flestir við og Blue Energy er hug-
mynd varðandi nýtt orkuver Hitaveitu Suð-
urnesja. Blue Viking og Big Blue eru hins
vegar óður til framtíðar, víkingaheimar á
Fitjum og sjávarsetur við Hafnir. Enn er
ónefnd íþróttaakademía í Reykjanesbæ
sem áætlað er að verði tekin í notkun á
næsta ári. Það er því ljóst að brett hefur
verið upp á ermarnar í Reykjanesbæ og í
ljósi mikillar framkvæmdagleði í bænum er
ekki að furða þó meiri slagsíða hafi komið á
bæjarsjóð en áætlanir voru uppi um.
EFTIR SVANHILDI EIRÍKSDÓTTUR
BLAÐAMANN
REYKJANESBÆR
Úr
bæjarlífinu
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Bókakynning verðurá BæjarbókasafniÖlfuss í Þorláks-
höfn nk. fimmtudag kl. 20.
Þá les Þráinn Bertelsson
upp úr bók sinni Dauðans
óvissi tími, Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir les upp úr
þýðingu sinni á bókinni
Munkurinn sem seldi
sportbílinn sinn, eftir Rob-
in S. Sharma, Sigmundur
Ernir Rúnarsson les upp
úr Barn að eilífu, Ragna
Erlendsdóttir og Halla
Kjartansdóttir lesa upp úr
bókinni Vængjatök, hug-
verk sunnlenskra kvenna,
og Jónas Ingimundarson
les upp úr ævisögu sinni,
Á vængjum söngsins, sem
skráð er af Gylfa Gröndal.
Inn á milli mun Hlín
Pétursdóttir syngja ýmis
lög.
Bókakynning
Jólaþorpið við Hafn-arborg í Hafn-arfirði er vinsæll
viðkomustaður á aðvent-
unni, og um helgina leit
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, í heim-
sókn til að skoða hvað
væri á boðstólum. Þorpið
er gert að þýskri fyr-
irmynd, þar eru um 20
söluhús þar sem boðið er
upp á ýmsar vörur sem
tilheyra jólunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti Íslands
heimsótti jólaþorpið
Dagný Jónsdóttir,þingmaðurFramsóknar, sat
hjá þegar frumvarp um
hækkun innritunargjalda
við HÍ var samþykkt á
Alþingi, en hafði áður
barist gegn slíkri hækk-
un sem framkvæmda-
stjóri Stúdentaráðs. Hall-
mundur Kristinsson
yrkir:
Afstöðu sína illa skildi.
Eitt hún sagði en meint́ekki.
Það sem stelpan styðja vildi
studdi hún bara hreint ekki.
Hjálmar Freysteinsson
bætir við:
Sumir þannig sannfæringu sína tjá
þeir segja nei og síðan já
og sitja loks hjá.
Davíð Hjálmar Haralds-
son yrkir:
Glepur prjálið þá á þingi,
þar er stiginn hrunadans.
Skólagjöld í skrautbúningi
skáka fötum keisarans.
Innritunargjöld
pebl@mbl.is
Mývatnssveit | Á nokkrum
heimilum í Mývatnssveit hafa
menn það fyrir sið að sækja
sér stóra birkihríslu út í
hraun og hafa fyrir jólatré.
Þvílík jólatré eru ekki síðri í
stofu heldur en barrviðir. Aðr-
ir taka smærri greinar og láta
í vatn þannig að þær laufgist
um jólin. Hér er Guðrún Þór-
arinsdóttir í Helluhrauni,
Reykjahlíð, að sækja sér
birkigreinar í Hlíðarkamb.
Hún ætlar að setja þær í vatn
fram til jóla.
Birkitrén eru fínustu jólatré
Skraut
Skagafjörður | Byggðaráð Sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar telur eðlilegt að
verða við óskum Vegagerðarinnar um að
Þverárfjallsveg-
ur tengist Sauð-
árkróki með brú
á ósa Göngu-
skarðaár. Sú
leið er talin 40
milljónum kr.
ódýrari en efri
leiðin sem ligg-
ur á svipuðum
stað og núver-
andi vegur yfir
Gönguskarðaá.
Fyrri sveitar-
stjórn Skagafjarðar valdi neðri leiðina
sem liggur norður úr bænum og á brú yf-
ir ósa Gönguskarðaár og þaðan í boga
upp Gönguskörð. Eftir að fyrirtæki á
þessu svæði, sem flest eru tengd Kaup-
félagi Skagfirðinga, óskuðu eftir því að
gamla leiðin yrði frekar valin var það
samþykkt í sveitarstjórn. Gísli Gunnars-
son, forseti sveitarstjórnar, segir að at-
huganir hafi síðan leitt það í ljós að efri
neðri leiðin væri betri til framkvæmda og
ódýrari. Tillaga samgöngunefndar bæj-
arins um að aftur yrði snúið til neðri leið-
ar var felld í sveitarstjórn fyrr á þessu
ári. Tillaga byggðaráðs sama efnis fer í
dag fyrir sveitarstjórn og Gísli kvaðst
ekki geta sagt til um niðurstöðu málsins.
Í rökstuðningi byggðaráðs fyrir neðri
leiðinni kemur fram að sú leið myndi
flýta fyrir gerð Þverárfjallsvegar til
hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitar-
félaginu. Eftir er að lagfæra veginn frá
vegamótum Skagavegar og niður á Sauð-
árkrók. Vegagerðin hefur uppi áform um
að ráðast í tenginguna við Sauðárkrók og
fyrstu kílómetrana þeim megin og hefur
liðlega 100 milljóna króna fjárveitingu til
þess.
Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá
við afgreiðslu málsins í byggðaráði.
Tillaga um
nýja tengingu
Þverár-
fjallsvegar
Útsvar hækkar í Hveragerði | Gert er
ráð fyrir að hækkað álagningarhlutfall út-
svars skili bæjarsjóði Hveragerðis 1,5
milljónum kr. á næsta ári, samkvæmt fjár-
hagsáætlun bæjarins sem lögð hefur verið
fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Út-
svarið verður 13,03% og álagningarheim-
ildir því að fullu nýttar. Jafnframt verður
álagningarhlutfall fasteignagjalda til fyr-
irtækja hækkað úr 1,41 í 1,6%. Þrátt fyrir
hækkun tekna er útlit fyrir halla á rekstri
bæjarsjóðs.
♦♦♦
Sandgerði | Fimmtán til sextán
bátar voru bundnir við flotbryggjur
sem slitnuðu frá landi og ráku út á
höfnina í gærmorgun. Hafnarstarfs-
mönnum og sjómönnum tókst að
losa bátana frá og festa bryggjurnar
til bráðabirgða. Í gær var unnið við
að koma bryggjunum á sinn stað.
Í gærmorgun fór það saman að
hvöss suðvestanátt stóð inn í smá-
bátahöfnina og stórstreymi. Skapaði
það mikið öldurót í höfninni. Svo-
kölluð Brúsabryggja slitnaði frá
landi og rak aðeins út á höfnina með
bátum á. Þá losnaði fremsti hluti
steinsteyptrar flotbryggju frá og fór
sömu leið. Á myndinni sést Brúsa-
bryggjan en framhluti steinbryggj-
unnar er yfirgefinn úti á höfninni.
Innri hluti steinsteyptu flotbryggj-
unnar sleit af sér festingar og lagð-
ist upp að grjótgarðinum. Við hana
voru margir bátar. Fljótlega var
hægt að komast út í báta og draga
bryggjuna frá grjótinu. Sveinn Ein-
arsson hafnarvörður sagði að 15 til
20 manns hefðu verið við björg-
unarstörf.
Flotbryggjur rak með
báta út á höfnina
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson