Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Íbúð á Akureyri eða nágr. óskast Þýsk hjón óska eftir að kaupa íbúð, u.þ.b. 55 fm, á Akureyri eða nágrenni. Hafið samband með símbréfi eða síma +39 212 10 14 1, helst á þýsku. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Þjónustusamningur | IMG á Ak- ureyri og SÍMEY, Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar, hafa gert með sér þjónustusamning þess efnis að tilgreindir starfsmenn IMG, Eva Hrund Einarsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir, taki að sér að þjónusta viðskiptavini SÍMEY í Markviss verkefnum. Markviss hugmynda- fræðin er þjónusta sem SÍMEY hef- ur boðið upp á um nokkurt skeið. Markviss er heiti á aðferð sem snýr að ráðgjöf, handleiðslu og greiningu m.a. í fræðslu- og starfsþróunarmálum fyrirtækja og stofnana. Rúmlega 20 fyrirtæki hafa nýtt sér þessa þjónustu ráðgjafa á vegum SÍMEY. Skákmót | Stefán Bergsson og Sigurður Eiríksson urðu efstir og jafnir með 7 vinninga af 9 mögu- legum á 10 mínútna móti Skák- félags Akureyrar en Stefán varð hærri á stigum. Í þriðja sæti varð Unnar Þór Bachmann með 6,5 vinninga og í fjórða sæti varð Ey- mundur Eymundsson með 5 vinn- inga. Upplestur | Halldór Guðmunds- son og Njörður P. Njarðvík lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Amts- bókasafninu á fimmtudag, 16. des- ember, kl. 17.15. Halldór Laxness: ævisaga eftir Halldór Guðmundsson hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Bók Njarðar P. Njarðvík, Eftirmál, hefur einnig fengið mjög góða dóma en þar seg- ir frá langri baráttu sonar hans við fíknina. Dalvík | Það var mikið um að vera í Ittoqqortoormiit, nyrsta þorpinu á Austur-Grænlandi á dögunum. Þar var verið að kveikja á jólatré bæj- arins, sem Dalvík, vinabær þess á Ís- landi, sendi þeim. Kór þorpsins söng og jólasveinn var að sjálfsögðu líka viðstaddur. Með trénu fylgdu jóla- gjafir frá ýmsum félagasamtökum og einstaklingum á Íslandi til allra barna í þorpinu á aldrinum 0-13 ára. Starfsstúlkur Ferðaskrifstof- unnar Nonna pökkuðu gjöfunum inn og merktu, en það var einmitt að frumkvæði ferðaskrifstofunnar að gjafirnar og jólatréð voru send til Grænlands. Jólapokar bárust einnig frá súkkulaðiverksmiðjunni Lindu. Flugfélag Íslands og Air Alpha sáu um að koma öllu á leiðarenda að kostnaðarlausu auk þess sem Flug- félagið gaf öllum börnunum húfur og sælgæti. Allt fór þetta hið besta fram og vakti ánægju hjá öllum íbú- um þorpsins. Starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Nonna þakkar öllum, sem að þessu stóðu með því og gerðu þetta mögu- legt og vill jafnframt koma á fram- færi innilegum þökkum og jóla- kveðjum frá íbúum Ittoqqortoormiit. Fengu gjafir Grænlensku börnunum afhentar gjafirnar frá Íslandi. Jólastemmning á Grænlandi FLJÓTLEGA eftir áramótin hyggst krulludeild Skautafélags Akureyrar standa fyrir fyrirtækja- og hópakeppni í krullu – eða curl- ing eins og íþróttin heitir á ensku. Ætlunin er að gefa nýju fólki tæki- færi til að kynnast íþróttinni og reyna sig í skemmtilegri keppni. Engin takmörk eru á því hve mörg lið hver vinnustaður, félag eða hópur getur sent. Þátttaka er ekki takmörkuð við vinnustaðalið, held- ur geta til dæmis vinahópar, saumaklúbbar eða annars konar hópar tekið sig saman og sent lið til keppninnar. Keppt er í fjögurra manna liðum sem geta verið blönduð konum og körlum eða þá skipuð körlum eða konum eingöngu ef því er að skipta. Endanleg ákvörðun um tíma- setningu og fyrirkomulag mótsins hefur ekki verið tekin en slíkt fer væntanlega nokkuð eftir þátttöku. Nú í desember gefst kjörið tækifæri til æfinga þar sem ekkert mót stendur nú yfir og því auðvelt að komast á svellið í æfingatímum krulludeildar. Næstu vikurnar verður tekið sérstaklega vel á móti nýju fólki, þar sem sýndar verða réttu að- ferðirnar og fólki leiðbeint og hjálpað eins og kostur er. Byrj- endur þurfa ekki að eiga neinn sérstakan útbúnað annan en hent- ugan fatnað og nokkuð stama skó. Best er að vera í hlýjum fatnaði og teygjanlegum, til dæmis flíspeysu og íþróttabuxum en mismunandi er hvað hentar hverjum og einum. Annar nauðsynlegur búnaður er til í Skautahöllinni, segir í fréttatil- kynningu krulludeildar. Fyrirtækja- og hópakeppni í krullu flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Á ÞESSUM degi fyrir sjötíu árum komu nokkrir ágætir menn saman til fundar í Reykjavík í þeim til- gangi að stofna golfklúbb. Hann hlaut nafnið Golfklúbbur Íslands, enda fyrsti og þá eini golfklúbbur landsins, en síðar var nafninu breytt í Golfklúbbur Reykjavíkur þegar fleiri klúbbar urðu til. Aðdragandann að stofnun klúbbsins má raunar rekja til Kaupmannahafnar þar sem nokkr- ir Íslendingar, er voru við nám og störf, kynntust golfíþróttinni. Þar voru í fararbroddi menn eins og Sveinn Björnsson, síðar forseti Ís- lands, Gunnlaugur Einarsson, læknir og formaður klúbbsins fyrstu árin, og Valtýr Albertsson læknir. Sumarið 1935 var síðan fyrsta golfmótið haldið í Laugardalnum og þótti það stórviðburður í borg- arlífinu. Fullvíst má telja að marg- ir hafa haldið að þarna væri um að ræða eitthvert stundargaman hjá heldra fólki borgarinnar sem fljótt félli í gleymsku. Reyndin varð hins vegar allt önnur. Að sögn Gests Jónssonar, for- manns Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), eru nú um 2.200 félagsmenn í GR og komast færri að en vilja, því um 600 manns eru á biðlista eftir því að komast inn í klúbbinn. „Við höfum engin svör getað veitt þessu fólki um það hvenær það komist inn m.a. vegna þess að við höfum ekki fengið svör við því hvenær við fáum að stækka golf- völlinn á Korpúlfsstöðum í 27 hol- ur. Nú tökum við umsækjendur inn í klúbbinn af biðskránni sem svarar til fjölda þeirra sem hætta í klúbbnum. Það eru hins vegar ekki mjög margir sem hætta á hverju ári því þeir sem það gera vita að erfitt kann að verða fyrir þá að komast inn að nýju.“ Gestur segist þó bjartsýnn á að stutt sé í að ákvörðun verði tekin hjá borgaryfirvöldum um að stækka Korpúlfsstaðavöllinn. „Sjálfum finnst mér meira aðkall- andi að byggja upp aðstöðu í borg- inni fyrir þá sem vilja stunda íþróttir en að byggja upp aðstöðu fyrir áhorfendur, þótt það kunni líka að vera mikilvægt.“ Spurður hvernig útskýra megi vinsældir golfsins segir Gestur það liggja í eðli íþróttarinnar. „Golfið uppfyllir í raun flestar þær kröfur sem fólk gerir til heilbrigðrar tóm- stundaiðkunar þar sem þessu fylgir útivist, mikill og góður fé- lagsskapur, mikil hreyfing en sá sem spilar golfhring gengur u.þ.b. 10 km í hvert skipti sem hann spil- ar 18 holna hring.“ Aðspurður segir Gestur golfið höfða til allra aldurshópa. „Á und- anförnum árum hefur golfið breyst úr því að vera íþrótt fullorðinna karlmanna yfir í það að vera ein- hver vinsælasta fjölskylduíþrótt sem til er. Þannig er rúmlega fjórðungur félagsmanna í GR kon- ur og fer það hlutfall vaxandi. Á umliðnum árum höfum við einnig gert sérstakar ráðstafanir til að tryggja að börn geti stundað golfið þó að þau lendi því miður inni á biðlistanum núna vegna þess að við getum ekki tekið við fleiri fé- lagsmönnum eins og stendur. En við þjónum mörg hundruð krökk- um í okkar starfsemi þó að þeir séu ekki allir félagsmenn,“ segir Gestur og vísar þar m.a. til rekst- urs golfskóla GR þar sem boðið er upp á námskeið fyrir börn og ung- linga. 2,8 milljónir bolta hafa verið slegnir í Básum Í tilefni afmælisárs Golfkúbbs Reykjavíkur var nýtt æfingasvæði, Básar í Grafarholtinu, tekið í notk- un fyrr í sumar. „Það má segja að við höfum tekið forskot á afmælið og haldið upp á það 19. júní sl. með vígslu Bása og sérstöku af- mælisgolfmóti, enda ekki hlaupið að því að halda upp á afmæli golf- klúbbs í svartasta skammdeginu í miðjum desember.“ Aðspurður segir Gestur for- svarsmenn GR hafa átt von á mik- illi notkun Bása. „En sú notkun sem orðið hefur í reynd er langt umfram það sem nokkur maður þorði að vona. Opið hefur verið í Básum alla daga síðan þeir voru opnaðir 19. júní sl., sama hvernig viðrað hefur, og nú þegar er búið að slá 2,8 milljónir bolta í Básum.“ Aðspurður segir Gestur rúmlega sjötíu manns geta slegið í Básum á góðviðrisdegi að sumri, en á vet- urna er efstu hæðinni af þremur lokað, þannig að milli 40 og 50 manns komast að í einu á þessum árstíma. En til þess að fólk geti stundað golfið yfir veturinn er bæði flóðlýsing á svæðinu og hita- lampar sem hlýja kylfingum í frostinu. Gestur segir aðstöðuna í Básum lengja æfingatíma kylfinga til muna, enda geti þeir nú æft við góðar aðstæður allt árið. „Við trú- um því að það muni bæði veita mönnum ánægju og ekki síst gera menn að betri kylfingum,“ segir Gestur Jónsson að lokum. Sjötíu ár í dag frá stofnun Golfklúbbs Reykjavíkur Færri komast að en vilja Sveinn Snorrason þakkar golfinu góða heilsu, en hann hefur spilað golf í rúmlega hálfa öld. Morgunblaðið/Jim Smart Stöðugt vinsælla „Golfið uppfyllir í raun flestar þær kröfur sem fólk gerir til heilbrigðrar tómstundaiðkunar þar sem þessu fylgir útivist, mikill og góður félagsskapur auk mikillar hreyfingar,“ segir Gestur Jónsson. Markús Sveinn Markússon hefur nýtt sér Bása mest allra kylfinga frá því aðstaðan var opnuð í sumar. „ÞAÐ hefði nú þótt mikill lúxus að hafa svona góða aðstöðu þegar ég var að byrja í golfinu fyrir rúmum fimmtíu árum,“ sagði Sveinn Snorrason þegar blaðamaður kom við í Básum síðdegis í gær. Sveinn, sem er fyrrverandi stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og fyrrverandi forseti Golfsambands Íslands (GSÍ), hóf að spila golf árið 1952 og þakkar golfinu góða heilsu og hraustleika sinn. „Enda er ég sannfærður um að ég væri löngu dauður ef ég hefði ekki spilað golf öll þessi ár,“ segir Sveinn kíminn. Spurður hvað það sé helst við sportið sem heillar segir Sveinn það vera samspilið af útiveru, fé- lagsskap og hreyfingu. Hann segir geysilega mikla breytingu með til- komu Básanna þar sem nú geti hann æft allan veturinn. „Ég reyni að fara út á völl á hverjum degi og leika heilan hring, en þegar veður er vont er gott að geta komið hing- að og leikið í skjólinu.“ Samkvæmt skrám Bása um mæt- ingu kylfinga er Markús Sveinn Markússon sá kylfingur sem mest hefur nýtt sér æfingaaðstöðuna í Básum síðan hún var opnuð. Hann segir mjög mikinn mun á að slá úti við eins og í Básum eða inni eins og á Korpúlfsstöðum. „Hér er fyr- irmyndaraðstaða, gott skjól og flóð- lýsing á kvöldin, sem gerir það að verkum að maður sér boltann jafn- vel betur í þeirri lýsingu en í venju- legri dagsbirtu.“ Aðspurður segir Markús sig verulega farið að þyrsta í að spila á velli, enda búinn að æfa sig afar vel síðustu mánuði. Væri löngu dauður án golfsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.