Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 21
Fuglar óhultir | Fuglum stafar
hvorki hætta af virkjunarfram-
kvæmdum við Kárahnjúka né Norð-
lingaöldu. Þetta er niðurstaða fasta-
nefndar Bernarsamningsins um
vernd villtra dýra, plantna og vist-
gerða í Evrópu. Nefndin hélt árleg-
an fund sinn í Strasbourg um mán-
aðamótin nóvember-desember.
Fulltrúar Íslands á fundinum voru
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar Íslands, og
Kristinn Haukur Skarphéðinsson
fuglafræðingur.
Á vefsvæði umhverfisráðuneyt-
isins kemur fram að á fundinum hafi
fastanefndin m.a. afgreitt kæru
nokkurra innlendra og erlendra
fuglaverndarfélaga á hendur ís-
lenska ríkinu sem lögð var fram og
rædd á fundi nefndarinnar fyrir ári
síðan.
Í kærunni var sett fram ásökun
um að Ísland væri að brjóta nokkur
ákvæði Bernarsamningsins með því
að heimila virkjanaframkvæmdir við
Kárahnjúka og Norðlingaöldu, sem
stofnuðu fuglategundum í hættu
sem eru verndaðar af samningnum.
Á fundinum var lögð fram skýrsla
frá óháðum sérfræðingi á vegum
skrifstofu samningsins um Kára-
hnjúkavirkjun og Norðlingaöldu-
veitu og líkleg áhrif virkjananna á
lífríki á áhrifasvæði þeirra, einkum á
fugla.
Töluverð umræða varð um málið,
en að henni lokinni ályktaði fund-
urinn að engin fuglategund vernduð
af samningnum myndi verða fyrir al-
varlegum áhrifum frá virkj-
unarframkvæmdum við Kárahnjúka
eða Norðlingaöldu. Fastanefndin
taldi ekki ástæðu til frekari aðgerða
og lokaði málinu.
Jón Gunnar Ottósson, fulltrúi Ís-
lands í fastanefndinni, var á fund-
inum kosinn varaformaður Bern-
arsamningsins og tekur með því sæti
í 3 manna stjórn hans.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 21
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Fáskrúðsfjörður | Austfirðingar
eru manna duglegastir við að
skreyta utan og innan dyra fyrir
jólin.
Hugmyndir að skreytingum ná
nýjum hæðum á hverju ári og láta
Fáskrúðsfirðingar ekki sitt eftir
liggja í uppátækjunum hvað þetta
varðar. Fréttaritari Morgunblaðs-
ins á staðnum rakst á þennan
himnastiga í bænum, en af honum
virðast jólasveinkar og snjókarlar
komast í efstu fjallsbrúnir, gott ef
ekki til himna.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Himnastigar
Neskaupstaður | Kaupmaðurinn á
horninu, Ásvaldur Sigurðsson, sem til
margra ára hefur rekið mat-
vöruverslunina Nesbakka í Neskaup-
stað, gefur stórkaupmönnum sem nú
herja á Austurland langt nef. Hann
hefur nú fyrir jólavertíðina stækkað
verslun sína um helming. Þar fæst nú
allt milli himins og jarðar, allt frá
mjólkurpottum í ísskápinn til hæg-
indastóla í stofuna. Ásvaldur segir
þessa stækkun einfaldlega vera hluta
af því breytta verslunarumhverfi sem
nú þekkist. „Að sjálfsögðu er litli
dvergurinn hræddur við stóra risann.
En með þessari stækkun vildi ég
renna fleiri stoðum undir verslunina,“
segir Ásvaldur um það hvort hann sé
ekki smeykur við samkeppnina frá
stóru verslununum á svæðinu.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Rennir stoðum undir reksturinn Ásvaldur Sigurðsson kaupmaður hefur
stækkað verslun sína, Nesbakka í Neskaupstað, um helming.
Gefur stórkaup-
mönnum langt nef
Sjóvá með lægsta tilboð | Í vik-
unni voru opnuð tilboð í tryggingar
Fjarðabyggðar. Þrjú tryggingar-
félög buðu í tryggingarnar en um er
að ræða tryggingar sveitarfélagsins
alls og fyrirtækja til næstu fjögurra
ára frá 1. janúar nk. að telja. Sjóvá-
Almennar áttu lægsta tilboðið, tæp-
ar 6,7 milljónir króna, en tilboð VÍS
og Tryggingamiðstöðvarinnar voru
um einni milljón króna hærri. Til-
boðin verða yfirfarin á næstu dögum
og lögð fyrir bæjarráð næsta mánu-
dag til afgreiðslu.
Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd
Gómsætar kynningar
alla daga
fram að jólum í Mjódd • S: 557 9060
Jólavörurnar komnar
Frábærir Ítalskir
götuskór með
dempun í hæl
fyrir dömur og
herra
Ekta leður
Skóbúðin Mjódd
sími 557-1291
Mikið úrval af úrum
frá FOSSIL
verð frá 6.900.-
í Mjódd
S: 567 3550