Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 24

Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.boksala.is Stúdentaheimilinu v/Hringbraut – s: 5 700 777 Tilbo›sver› á jólabókunum fiú fær› allar jólabækurnar hjá okkur. Fram til jóla bjó›um vi› n‡jar íslenskar bækur á sérstöku tilbo›sver›i. Líttu vi› á heimasí›u okkar e›a í versluninni og kynntu flér hi› margróma›a Bóksöluver› sem oftar en ekki er hagstæ›asta bókaver›i› í bo›i. JÓHANN Hjálmarsson er ekki bara mikilvirkt skáld á íslensku. Hann er einnig afkastamikill ljóða- þýðandi. Orðræða um skuggann er sjötta þýðingasafn hans og ljóðin eru eftir 41 höfund víða að úr heiminum. Flest eru ljóðin eftir samtímaskáld sem skrifuðu á 20. öld en einnig má finna í bókinni þýðingar á ljóðum norsku 19. aldar skáldanna Vinje og Obstfelder. Sá síðarnefndi reyndar eitt þeirra skálda sem gerðu tilraunir er vís- uðu fram til módernismans en hann lést aldamótaárið 1900. Þá þýðir Jóhann einnig tvö ljóð eftir sænska skáldrisann August Strindberg og koma þau á óvart vegna skemmti- legs myndmáls og óvæntra teng- inga. Ljóðið Hjartað er ort í París og er hefðbundið að formi en myndmálið frumlegt og djarft. Síð- ara ljóðið Sólarlag við hafið er frjálst í forminu og þar birtist lífs- nautnahyggja og „sjálfska“ lista- mannsins sem lofsyngur absint og gleymskuna. Skemmtileg ádeila kemur þar fram á föðurlandið í lokaerindinu þar sem kemur fram að rauðir brotsjóar gnæfi „eins og flugeldar/og skína á vesaldóminn“. Það er fengur að þessum ljóðum Strindbergs og þau koma lesand- anum á óvart. Jóhann þýðir einnig eftir þekkt- ari norræn skáld á borð við hinn sænska Tranströmer sem á fjögur ljóð í bókinni. Eftirminnileg eru ljóðin Íslenskur vetur og Landslag með sólum, bæði bera skáldinu og þýðandanum fagurt vitni. Samlandi hans, skáldkonan Katarina Frost- enson, á þarna tvö prósaljóð sem eru áleitinn og sterkur skáld- skapur. Fulltrúar Dana eru heldur ekki af lakari endanum. Mjög fal- leg eru ljóð Henriks Nordbrandts og hefur Jóhanni tekist vel upp við val og þýðingar á ljóðum þessa meistara sem hefur dvalið lang- dvölum í löndum við Miðjarð- arhafið, einkum Grikklandi og Tyrklandi, en nú á Spáni. Hin þekkta Pia Tafdrup og módernist- inn og bókmenntafræðingurinn Torkild Björnvig eiga líka ljóð í bókinni. Sá síðarnefndi hleður miklu lofi á Ísland í ljóði sem ort er í tilefni af forsetaheimsókn Vig- dísar Finnbogadóttur. En Jóhann þýðir einnig ljóð frá öðrum heimsálfum. Skemmtilegar eru þýðingar hans á ljóðum snill- ingsins Jorge Luis Borges sem var handgenginn norrænum fornbók- menntum og kom hingað til lands. Mjög athyglisverð eru ljóðin Lof- ræða um skuggann, Til gamals skálds og Harmljóð. Nafn bók- arinnar sækir Jóhann til fyrst- nefnda ljóðsins með smábreyt- ingu þó. Það svíf- ur einhver trega- blandin örlagahyggja yfir ljóðum Borgesar og líklega er það einmitt það sem hefur heillað hann við norræn- ar hetjubók- menntir. Mjög tilkomumikil eru sömuleiðis ljóð Octavio Paz, mikil mælska einkennir myndmálið í ljóðinu Lofsöngur meðal rústa. Það ljóð þýddi Jóhann ásamt Ara Jós- efssyni svo sú þýðing er komin til ára sinna, Ari lést árið 1961. Eðlilegt er að Jóhann gefi spænskumælandi skáldum verð- ugan gaum en það tungumál hefur hann vel á valdi sínu. Mjög gaman er að þýðingum hans á ljóðum Lorca, þessa stórkostlega skálds sem féll fyrir kúlum falangista í spænsku borgarastyrjöldinni. Lorca á tvær ljóðperlur í bókinni, Jafnvægi og Gasela um flóttann. Hið fyrra knappt, klassískt og tært (í anda Stefáns Harðar), hið síðara óræðara, fjarstæðukenndara, mælskara, súrrealískara (í anda Jó- hanns sjálfs). Antonio Machado á þrjú ljóð í safninu. Eitt þeirra er ógleymanlegt en það er ljóðið sem hann orti er honum bárust frétt- irnar um að Lorca hefði verið skot- inn til bana. Spánverjar halda mik- ið upp á Machado og það sem undirritaður hefur lesið af ljóðum hans ber öll merki stórskáldsins, nákvæmar myndir, skáldlegt tungutak, mælska og andagift. Upphaf ljóðsins Sólsetur er til- þrifamikið: Nakin er jörðin og sálin ýlfrar við bleikan sjónhring eins og soltin úlfynja. Hvers leitar þú í sólsetrinu skáld? Það er ánægjulegt að fá svona vandað og fjölbreytt þýðingasafn í hendur. Mörg skáld þarfnast kynn- ingar og ljóðlistina þarf að þýða á önnur tungumál og auðga þannig og styðja þá ljóðagerð sem iðkuð er heimafyrir. Mörg skáld sem eiga aðeins eitt ljóð í bók Jóhanns vekja forvitni og þyrfti að þýða meira eft- ir þau svo fyllri mynd fengist af ljóðagerð þeirra. Ljóðin eru góður skáldskapur á íslensku en sam- anburður við frumtexta er nauð- synlegur til að kveða upp dóm um þýðingarnar í heild. Þess er enginn kostur í stuttum ritdómi og þyrfti meiri málakunnáttu til en undirrit- aður ræður yfir. Það sem stendur upp úr að lestri loknum er að hér er á ferðinni áhugaverð bók sem víkkar sjóndeildarhring lesandans og færir honum lykil að sumu því besta sem ort hefur verið á ýmsar erlendar tungur. Hvers leita skáldin? BÆKUR Ljóðaþýðingar Jóhann Hjálmarsson þýddi. 80 bls. JPV útgáfa. Reykjavík 2004. Orðræða um skuggann Jóhann Hjálmarsson Guðbjörn Sigurmundsson MYRKIR músíkdagar, tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands, verður haldin í Reykjavík dagana 30. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Að venju er tónlist eftir íslensk tónskáld frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar á dagskrá hátíðarinnar, í flutningi nokkurra helstu tónlistarmanna og -hópa þjóðarinnar. Að sögn Kjartans Ólafssonar, for- manns Tónskáldafélags Íslands, ein- kennir fjölbreytni í verkefnavali há- tíðina í ár. „Við höfum þarna meðal annars verk eftir tónskáld sem eru að stíga sín fyrstu skref á tón- smíðabrautinni, og verk eftir nokkur af okkar elstu tónskáldum, þar á meðal Jórunni Viðar og Jón Þór- arinsson. Síðan eru tónverkin sjálf auðvitað fjölbreytt, bæði hefð- bundnar tónsmíðar, raftónlist, verk sem byggjast á spuna og fleira,“ segir hann. Sýnishorn af íslenskri tónlist Kjartan segir enga ákveðna stefnu vera viðhafða í vali á verkum á hátíð- inni, markmiðið sé einfaldlega að sýna – láta heyrast – það sem er að gerast og hefur verið að gerast í ís- lenskum tónsmíðum. „Það er kannski dálítið sérstakt miðað við það sem gerist, til dæmis á tónlistarhátíðum erlendis þar sem misgóðar fag- urfræðilegar viðmiðanir móta dag- skrána. Við höfum meiri áhuga á að fá það fram sem er að gerast í tónlist- inni í dag, í stað þess að draga í dilka og merkja sem vonda tónlist og góða tónlist. Ég held að það sé löngu úrelt sjónarmið.“ Frumflutt verða fjölmörg verk á hátíðinni, eða um þriðjungur af þeim sem flutt verða. „Það er talsverð aukning frá því í fyrra. Því má líka þakka stofnun sjóðsins góða, Musica nova, sem er mikið sótt í. Hans er notið víða í tónlistarlífinu og þar á meðal á Myrkum músíkdögum,“ seg- ir Kjartan. Erlendir gestir á málþingi Von er á nokkrum erlendum gest- um á hátíðina, þar á meðal forstöðu- manni tónskáldamiðstöðvar Got- lands, formanni sænska tónskáldafélagsins, aðalritara Nomus og ritstjóra tónlistartímaritsins Nordic Sound. Kjartan segir áhuga erlendis á íslenskri tónlist fara stöðugt vax- andi. Munu nokkrir erlendu gestanna taka þátt í mál- þingi sem efnt verður til í Nor- ræna húsinu í tengslum við hátíðina laugardaginn 5. febrúar. „Þetta er til- raun hjá okkur til að reyna að sjá nú- tímann frá utanaðkomandi sjón- arhorni, segir Kjartan. „Verkefnaval á tónlistarhátíðum erlendis á það til að vera dálítið einlitt og ýmis fag- urfræðileg sjónarmið viðhöfð. Það vill verða til ákveðin miðstýringarárátta í listgeirum, og við teljum að það sé mikilvægt að reyna að festa hendur á því hver stefnan er og hvaðan hún kemur, ekki síst í því markaðs- og auglýsingaumhverfi sem við búum við.“ Fjárskortur vandamál Hátíðin hefur farið vaxandi ár frá ári að undanförnu, bæði að umfangi og í aðsókn, og segist Kjartan eiga von á góðri hátíð í ár miðað við þá dagskrá sem liggur fyrir. Hann segir Tónskáldafélagið hafa þurft að hafna þó nokkrum tilboðum um tónleika, einfaldlega vegna fjárskorts. Vali dagskrárliða á hátíðinni er háttað bæði með því að tónlistarfólk býður sig fram til tónleikahalds og með því að Tónskáldafélagið eigi frumkvæðið. „Við höfum ekki getað tekið allt inn á hátíðina sem við vildum, því okkar fjárhagsrammi er það naumt skorinn. Við erum ekki opinber stofnun sem nýtur fastra greiðslna,“ segir Kjart- an. „Við þurfum að afla okkar fjár sjálf og sjá um framkvæmd þessarar hátíðar, þó við höfum notið stuðnings opinberra aðila. En þrátt fyrir vax- andi umfang hátíðarinnar og áhuga fyrir henni bæði hérlendis og erlend- is, hefur framlagið ekki aukist að sama skapi og ekki verið í samræmi við almenna launaþróun eða annað. Það er stór spurning hjá okkur með hvaða hætti á að reka íslenska tón- listarhátíð fyrir samtímatónlist, því hún er einn helsti vettvangurinn fyrir nýsköpun á þessu sviði. Þetta þarf að draga inn í umræðuna og skoða með hvaða hætti eigi að reka tónlistarhá- tíðir á Íslandi sem byggja á nýsköpun og innlendri tónlistarmenningu, eins og Myrkir músíkdagar og fleiri.“ Morgunblaðið/Þorkell Kammersveit Reykjavíkur hóf tónlistarhátíðina Myrka músíkdaga á síð- asta ári á afmælistónleikum þar sem Paul Zukovsky stjórnaði flutningi. Tónlist | Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar í vetur Tónlistin eins og hún er Kjartan Ólafsson LEIKHÓPURINN Á senunni sýnir barnasýninguna Æv- intýrið um Augastein í Lundúnum fyrir jólin. Leikið er í Drill Hall-leikhúsinu dagana 20.–23. desember. Á ensku heitir verkið Greela and the 13 Yule Lads. Íslensk útgáfa verksins hefur verið sýnd í desember í Tjarnarbíói. Nú eru aðeins tvær sýningar eftir, sunnudagana 19. og 26. desem- ber kl. 14.00. Ævintýrið um Augastein er eftir Felix Bergsson og var frumsýnt í Lundúnum 2002. Verkið byggist á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir til- viljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina. Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsi- spennandi flétta. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð? Barnabókin kom út á vegum Máls og menningar í fyrra. Það er Felix Bergsson sem leikur öll hlutverkin í Æv- intýrinu um Augastein, Helga Arnalds gerði brúður og leikmynd og Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson stjórnaði tón- listinni. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Augasteinn til Lundúna Felix Bergsson fer með öll hlutverkin í Augasteini. TENGLAR ................................................................................... www.senan.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.