Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 25

Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 25 DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans. Spurning: Fyrir nokkru heyrði ég að lyfið glúkósamín, sem selt er hér undir heitinu Liðamín eða Liðaktín, hefði verið tekið úr sölu í Danmörku vegna gruns um óæskileg- ar aukaverkanir. Hvað er vitað um þetta? Svar: Glúkósamín er efni sem finnst í lík- amanum og er til staðar í flest- um vefjum, m.a. liðum. Þetta efni hefur náð miklum vinsæld- um á undanförnum árum við óþægindum sem fylgja slitgigt. Til marks um vinsældirnar hér á landi má nefna að margir tugir framleiðenda eru með vörur sem innihalda glúkósamín á markaði en ekki er vitað hve margir nota efnið að staðaldri. Slitgigt er algengur sjúkdómur og því má telja líklegt að mjög stór hópur fólks noti þetta efni. Í mörgum tilfellum er glúkósamín unnið úr skeldýraskel, einkum rækjuskel, og hingað til hefur það verið talið tiltölulega meinlaust. Glúkósamín breytist í líkamanum í efni sem taka þátt í myndun brjósks og talið er að það geti stuðlað að brjóskmyndun í liðum þar sem slitgigt hefur valdið brjósk- eyðingu. Allmargar rannsóknir á sjúklingum með slitgigt hafa sýnt árangur af meðferð með glúkósamíni og nú er nokkuð almennt viðurkennt að efnið geri gagn, a.m.k. hjá sumum slitgigtarsjúklingum. Ekki er vitað hvort glúkósamín hefur áhrif á gang sjúk- dómsins eða hvort það dregur einungis úr óþægindum og verkjum sem fylgja slitgigt. Það hefur verið vitað lengi að efnið getur haft aukaverkanir í för með sér og nokkuð algengt er að fólk fái t.d. magaverki, harðlífi eða niðurgang, ógleði, höfuðverk, þreytu, kláða og útbrot. Nýlega sendi danska lyfjastofnunin út að- vörun vegna tilkynninga um hugsanlegan þátt glúkósamíns í hækkun blóðfitu (kólest- eróls), kransæðastíflu og lungnablóðreki (efnið var þó ekki tekið af markaði). Hér er um alvarlega hluti að ræða og full ástæða til að fylgjast vel með framvindu þessa máls. Í nokkrum tilvikum var um að ræða talsvert mikla og vel staðfesta hækkun á kólesteróli í blóði hjá sjúklingum sem höfðu tekið glúkósamín daglega í 6–12 mánuði. Glúkósamín var lengst af á markaði sem fæðubótarefni og þannig er því enn háttað hér á landi. Á und- anförnum árum hafa stöðugt fleiri lönd verið að flokka glúkósamín sem lyf og nú er svo komið að efnið er flokkað og markaðssett sem lyf í a.m.k. 17 löndum af þeim 27 sem mynda Evrópska efnahagssvæðið. Staðan er þannig núna að sterkar vísbendingar eru um að glúkósamín geti hækkað kólesteról í blóði en það er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Verið er að kanna málið nán- ar í Evrópu og ekki er hægt að fullyrða neitt fyrr en þeirri rannsókn lýkur. Einnig er verið að endurmeta hlutfall ábata og áhættu við að taka glúkosamín og þeir sem nota efnið daglega ættu að fylgjast með þeirri umfjöllun sem örugglega verður í fjöl- miðlum um þetta mál.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Sterkar vísbend- ingar eru um að glúkosamín geti hækkað kólest- eról í blóði.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða sím- bréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanssonar: elmag- @hotmail.com. Er glúkósamín hættulegt? Sigríður Gunnarsdóttir: „Allar fjölskylduhefðir.“ HVAÐ ER ÓMISSANDI Á JÓLUM? Morgunblaðið/Árni Sæberg Hefðirnar Það er yfirleitt jóla-legt um að litast íhúsakynnum Hand-verks og hönnunar á þessum tíma árs. Enda stendur þá yfir árleg jóla- sýning verkefnsins sem skip- að hefur sér fastan sess í jólaundirbúningi margra, jafnt lista- og handverks- fólks sem og þorra alls al- mennings sem nýtur þess að skoða það fjölbreytta úrval handgerðra jólamuna sem þar er hægt að finna. Páll Garðarsson er einn þeirra rúmlega þrjátíu aðila sem verk eiga á sýningunni, sem er sú sjötta í röðinni og nefnist að venju „Allir fá þá eitthvað fallegt...“. Munir Páls hafa vakið umtalsverða athygli sýningargesta sem keppst hafa við að leggja inn pantanir fyrir glettilegum hreindýrum og líflegum englum sem virðast engu minna önnum kafnir í jóla- stússinu á skýjabreiðunum en við á jörðu niðri. Það var líka hjálpsemi englanna og sú verndarhendi sem margir vilja meina að þeir haldi yfir okkur sem varð kveikjan að englum Páls. „Margir hafa þá hug- mynd að englar verndi okk- ur og þeir sem praktískari eru segja þá gjarnan líka hjálpa okkur í dagsins önn, til dæmis á aðventunni þegar allir eru á þönum. Og út frá þessu kviknaði hugmyndin,“ segir Páll. Englarnir eiga sér um átta ára sögu og tengjast vinnu sem Páll var þá í. „Þeir urðu eiginlega til fyrir tilviljun. Ekkert framhald varð hins vegar á því verk- efni á þeim tíma, en ég hélt áfram að prufa mig áfram og velti fyrir mér hvort ekki mætti nota þessar fígúrur eitthvað.“ Páll er ekki lærður tré- smiður en hefur setið eitt tálgunarnámskeið og má því segja að þetta handverk sé honum í blóð borið. Hann er enda ekki hræddur við að nýta sér mismunandi efnivið, því að þó að tré og pappír leiki áberandi hlutverk í hönnun Páls þá á hann einn- ig til að nota pallíettur og fjaðraskraut svo dæmi séu tekin. Verurnar eru líka all- ar sérstakar og því liggur töluverð vinna að baki hverri og einni. „Ég er frekar lengi með hvern engil. Þetta verður einhvern veginn frekar sein- leg vinna þó maður ætli sér að vera fljótur. Það tekur líka sinn tíma að gera þá þannig að hver fái sinn ein- staklingssvip og það er nokkuð sem fólk tekur eftir. Því þó þeir séu margir, talar fólk um að hver sé með sínu svipmóti og svo virðist sem margir spái ekki minna í það en þau ólíku hlutverk sem þeir gegna.“  HÖNNUN Himneskir her- skarar á jörðu niðri Á fullri ferð: Englarnir sem geta líka notið sín vel sem glugga- skraut eru á engu minni þönum en við í jólaundirbúningnum. annaei@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Litlir einstaklingar: Hver og ein af verum Páls hefur sinn sérstaka svip. HJÁ rannsókna- og þróunar- deild Siemens í Þýskalandi er nú í þróun búnaður í far- síma sem gerir hann að n.k. fartölvu. Með einum hnappi verður hægt að búa til leysi- geislalyklaborð við farsím- ann. Frá þessu var greint í vísinda- og tækniþættinum Schrödingers Katt í norska ríkissjónvarpinu nýlega. Inn- rauðir geislar nema hreyf- ingar fingranna, að sögn Sø- rens Haubolds, verkfræðings hjá Siemens. Næsta skref er að búa til skjá með sama hætti. Að mati Siemens- manna verður farsíminn eitt aðaltækið um ókomna fram- tíð. Þar verður hægt að horfa á kvikmyndir og jafn- vel verður síminn hluti af klæðnaði okkar og þráðlaus hátalari í eyranu.  TÆKNI Farsími eða fartölva?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.