Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 27 skyldur grafnar saman. Á Skriðuklaustri sjáum við skýra kyn- og aldursskiptingu innan garðsins. Konurnar eru allar saman á einum stað og börn á öðrum, sem sýnir enn frekar að þetta er ekki fjöl- skyldutengt heldur þeir sem kannski voru sjúk- ingar í klaustrinu og ekki jarðaðir með sínum fjöl- skyldum. Það er hugsanlega skýringin á því að þarna finnast tvær inúítakonur, sem jafnvel komu gegnum verslunarstaðinn í Gautavík í Berufirði, frá Grænlandi. Við sjáum einnig greinilega á öðr- um gögnum, s.s. leirkerabrotum og öðrum versl- unarvarningi, að tengslin voru mikil við Gautavík, enda var hún helsti verslunarstaður Austfirðinga á miðöldum. Grafið var í Gautavík fyrir um 20 ár- um. Einkennin sem ég sá á beinagrindum inúíta- kvennanna gefa vísbendingar um að þær hafi ekki hafst við á Íslandi. Konurnar voru innan við tví- tugt þegar þær dóu og það sem tengir þær við Grænland er að báðar eru þær með uppeyddar framtennur, en aðrar tennur heilar. Þetta er þekkt einkenni á Grænlandi, vegna þess að ungar konur unnu við að elta leðurólar með framtönnunum. Þetta er menningarbundið einkenni, sem þýðir að þær hafa líklega unnið við þetta í sínu heimalandi. Því held ég að giska megi á að þær hafi komið í gegnum Gautavík, e.t.v. með Þjóðverjum sem gjarnan fluttu með sér þræla, þær hafi veikst og farið á sjúkrastofnunina á Skriðuklaustri og dáið þar. Svo er líka mögulegt að þær hafi verið fengn- ar í Skriðuklaustur til að vinna þessa leðurvinnu á staðnum. Nú verður gerð ísótópagreining sem getur hjálpað til við að skilja hvar þær ólust upp. Það er hægt að sjá á hvaða mataræði þær lifðu og stór munur er á því á hverju fólk lifði á Grænlandi og hér á Íslandi. Athyglisvert er að önnur grænlenska konan var örðuð undir innganginum inn í kirkjugarðinn. Á þessum tíma var lögð áhersla á að fólk væri grafið næst sem heilögum stað en lítið lagt upp úr graf- arumbúnaði. Það er eins og hún hafi ekki verið kristin og því verið jörðuð við innganginn.“ Íslensku klaustrin hluti af alþjóðlegum stofnunum Nú er búið að grafa upp þriðjung af klaustrinu. Steinunn segir að nú líði að því að fáist heilleg mynd af rústunum, en opna þurfi fleiri grafir og komast yfir stærri flöt á klausturbyggingunum- Unnið hefur verið að fornleifauppgreftrinum í þrjú ár og heildarkostnaður við rannsóknir orðinn rétt rúmlega 20 milljónir króna. Tæplega tuttugu manns unnu að jafnaði við uppgröftinn í fyrrasum- ar. Steinunn segir fjárskort hamla rannsóknum verulega, þrátt fyrir að fjárveitingar milli ára hafi hækkað nokkuð. „Það er svo mikið að koma í ljós þarna og þessar síðustu uppgötvanir marka þátta- skil, þar sem alltaf hefur verið litið á íslensk klaustur sem miðstöðvar mennta og menningar og að munkar hafi setið þar við skriftir. Jafnframt hefur verið talið að klaustur hér á landi hafi haft séríslenskt útlit. Klaustur, bæði hér á landi og er- endis, voru hins vegar alþjóðlegar stofnanir sem þjónuðu ákveðnu hlutverki, sem var fyrst og fremst að sinna fátækrahjálp og sjúkum.“ Ljósmynd/ Steinunn Kristjánsdóttir myndinni má sjá menjar kapellu. hlut- slandi F orsvarsmenn samn- inganefndanna í kjaradeilu leikskóla- kennara og sveitarfé- laganna gera sér enn einhverjar vonir um að fundin verði lausn á ágreiningsefnum undir stjórn sáttasemjara og sam- komulag náist án átaka, þó að deil- unni hafi verið vísað til sáttameð- ferðar. Fari hins vegar allt á versta veg má búast við að leikskólakennarar hefji eftir áramót undirbúning að atkvæðagreiðslu um verkfallsboð- un. Skelli á verkfall í leikskólum snemma á næsta ári næði það til rúmlega 1.500 leikskólakennara og um 17 þúsund barna sem eru í leikskólum landsins. Áhrifin af lokun leikskólanna vegna mögu- legs verkfalls yrðu víðtæk og al- varleg. Reynt til þrautar næstu daga Félag leikskólakennara ákvað eftir árangurslausan fund samn- inganefndanna sl. föstudag að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ás- mundur Stefánsson ríkissátta- semjari átti svo fundi í gærmorg- un með forsvarsmönnum samninganefndanna, fyrst hverj- um í sínu lagi til að fara yfir stöðu mála og síðan funduðu forystu- menn samninganefndanna sameig- inlega með sáttasemjara til að ákveða næstu skref. Fyrstu form- legu sáttafundirnir verða haldnir á morgun og á föstudaginn. Reyna á til þrautar hvort grundvöllur er til samkomulags þá daga sem eru til stefnu fram að áramótum. Forsvarsmenn deilenda vilja ekki tjá sig efnislega um á hverju strandar í viðræðunum en að sögn Bjargar Bjarnadóttur, for- manns FL, snýst ágreiningurinn um launalið samninga. Leikskóla- kennarar bera laun sín saman við aðra háskólamenntaða hópa, m.a. grunnskólakennara, sem eru með sambærilega menntun að baki, þ.e. þriggja ára háskólanám. ,,Það vantar töluvert upp á í þeim sam- anburði,“ segir hún. Nám leikskólakennara var flutt á háskólastig árið 1996. Að sögn Bjargar er ótvírætt að leikskóla- kennarar verma botnsætið þegar laun þeirra eru borin saman við laun annarra háskólamenntaðra hópa með sambærilega menntun. „Og svo yrði áfram ef við hefðum gengið að tilboði launanefndarinn- ar, þó munurinn hefði minnkað,“ segir hún. Björg segir að það örli á ákveðnum skilningi viðsemjend- anna við samningaborðið á þess- ari stöðu leikskólakennara. „Í síð- ustu kjarasamningum sem gerðir voru 2001, var stigið töluvert skref og gefin fyrirheit um að þetta yrði jafnað núna, en það gengur ekki alveg eftir,“ segir Björg. Vilja finna lausn án átaka „Við höfum verið í mjög gagn- legum viðræðum svo vikum skipt- ir og aðilar hafa verið að nálgast hvor annan. Auðvitað eru ákveðin mál óleyst og verkefnið er að reyna að finna lausn á þeim. Nú verður það undir verkstjórn sáttasemjara,“ segir Karl Björns- son, sem er í forsvari fyrir launa- nefnd sveitarfélaga. „Ég vil ekki lýsa yfir svartsýni, heldur lít ég á þetta sem við- fangsefni sem báðir aðilar hafa hag af að leysa sem fyrst. Við vilj- um finna lausn á þessu án átaka,“ segir Karl ennfremur. Hann segir ríkissáttasemjara nú taka við verkstjórninni og hann muni stýra viðræðunum. „Hann er góður verkstjóri og það er mjög góður kostur að vinna með sáttasemjara sem kann vel til verka,“ segir Karl. Spurður hvort launanefndin sé ósammála samanburði leikskóla- kennara við aðra háskólamennt- aða hópa, segir Karl: „Við höfum reynt að skilgreina ákveðna sam- anburðarhópa og komið með hug- myndir sem við teljum að ættu að ná því markmiði. Í því sambandi skiptir máli um hvaða stöður um er að ræða. Það á ekki eingöngu við um menntunina heldur líka ábyrgð í starfi samanborið við önnur störf sem sinnt er af fólki með sambærilega menntun,“ seg- ir hann. „Það er ekki hægt á einfaldan hátt að taka út eitt starf og bera það saman við annað starf, þó að um sömu menntun sé að ræða,“ segir Karl ennfremur. Hann segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda að til verkfalls geti komið í leikskólunum á næsta ári. „Ég lít svo á að fólk eigi ekki að eyða púðrinu í að velta sér upp úr því sem gæti gerst, heldur frekar að einbeita sér að því að reyna að leysa þau viðfangsefni sem eru fyrir hendi,“ segir Karl. Samningar leikskólakennara runnu út í lok ágúst sl. Skv. end- urskoðaðri viðræðuáætlun sem gerð var í lok nóvember var gert ráð fyrir að samningafundir yrðu haldnir ört frá og með 6. desem- ber og að gerð nýs kjarasamnings yrði lokið 16. desember. Nú er orðið ljóst að það gengur ekki eft- ir og enn er langt í land. Verkfallskúltúr opinberra fagfélaga hér einsdæmi Spurður um möguleg áhrif þess fyrir atvinnulífið ef starfsemi leik- skólanna lamast vegna verkfalla segir Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, að afleiðingarnar gætu orðið alvar- legar líkt og í sjö vikna verkfalli grunnskólakennara sem hafði truflandi áhrif í atvinnulífinu og mikil áhrif á börnin sjálf og heim- ilin í landinu. „Hann er skelfilegur þessi verkfallskúltúr hjá opinberu fé- lögunum. Mér skilst að þessi löngu verkföll opinberra fagfélaga sé hvergi að finna í öðrum OECD-löndum,“ segir Ari. Erfið staða í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaga Verkfall næði til um sautján þúsund barna Þrátt fyrir dökkt útlit og svartsýni í kjara- deilu leikskólakennara og sveitarfélaga og að mikið beri í milli um launakröfur er þó ekki öll nótt úti að mati viðsemjenda. Komi til verkfalls næði það til 1.500 leikskólakenn- ara og 17 þúsund leikskólabarna. Morgunblaðið/Þorkell Forystumenn Félags leikskólakennara og viðsemjendur þeirra áttu fund með Ásmundi Stefánssyni ríkis- sáttasemjara í gærmorgun. F.v. Karl Björnsson, fulltrúi Launanefndar sveitarfélaga, Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, Björg Bjarnadóttir, formaður FL, og Þröstur Brynjarsson, varaformaður FL. omfr@mbl.is M eð tilkomu fram- kvæmda Bechtel og Alcoa á Austur- landi hafa menn leitt hugann æ meir að öryggis- og umgengnis- þáttum sökum þess hve málum þykir vel háttað hjá fyrrnefndum fyrirtækjum. „Að mínu mati eru þetta þættir sem maður hefur ekki þekkt hjá verktökum hérlendis, en raunar tel ég að það væri ekki vanþörf á að íslensk fyrirtæki og verktakar tækju öryggis- og umgengnisvið- mið fyrirtækisins til athugunar og eftirbreytni,“ segir Jón Ingi Kristjánsson, formaður AFL – Starfsgreinafélags Austurlands. Hann bendir á að þannig fari enginn inn á framkvæmdasvæði Bechtels til starfa nema að und- angengnu tveggja daga námskeiði um öryggismál og almenna umgengni, hvort heldur er við um- hverfið, vélar, tæki eða náungann. Varðandi síð- astnefnda þáttinn þá byggist hann á hugsjón- inni um að koma í veg fyrir einelti í hvaða formi sem er. „Mér skilst, samkvæmt upplýsingum trúnaðarmanns fyr- irtækisins, að á námskeiðinu sé sérstaklega tekið fram að öryggi sé númer eitt og tvö hjá fyrirtæk- inu og aðbúnaður og vinna sé í þriðja sæti. Ef einhver verður uppvís að kæruleysi í vinnubrögð- um eða óviðunandi umgengni fær viðkomandi við fyrsta brot við- vörun, við annað brot alvarlega viðvörun og við þriðja brott er viðkomandi rek- inn, enda búinn að sýna að hann sé ekki hæfur til að vera á svæðinu.“ Jón Ingi segir strangar kröfur gerðar um örygg- isbúnað. „Þannig er þess krafist að allir starfs- menn sem vinna á svæð- inu séu með hjálm, ör- yggisgleraugu, klæðist vinnuskóm með stáltá og beri sérstök áberandi vesti. Sam- kvæmt mínum heimildum telst það brottrekstrarsök sé þessum kröfum ekki fylgt,“ segir Jón Ingi og bendir á að starfsmönnum sé óheimilt að vera með farsíma inni á vinnusvæðinu og sé það einnig gert í öryggisskyni, þar sem mik- ilvægt sé að athygli þeirra sé óskipt á vinnutækjum og -um- hverfi. Hvað umgengni við um- hverfið varðar nefnir Jón Ingi að í öllum stórum tækjum og bílum séu töskur sem í er að finna sér- stakt efni til varnar ef t.d. vök- vaslanga færi í sundur eða ef olía læki niður. Einnig má nefna að breiddir eru út dúkar undir stór vinnutæki og trukka sem bila, á meðan verið er að vinna í þeim, til að koma í veg fyrir mengun á svæðinu, sem sé sannarlega til eftirbreytni. En öryggiskröfurnar ná einnig til utanaðkomandi aðila sem þurfa að fara inn á svæðið. Þannig er vel fylgst með því hverjir fara um svæðið, en enginn kemst inn á það nema með leyfi og vitund framkvæmdaaðila, því sækja þarf um formlegt leyfi hjá skrifstofu Bechtel. Öryggis- og umgengnishættir Alcoa og Bechtel vekja athygli á Austurlandi Er til eftirbreytni fyrir íslensk verktakafyrirtæki Jón Ingi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.