Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 31
UMRÆÐAN
Strandgata 32 • S. 555 2615
opið Laugardag 10 - 16 &
Sunnudag 13 - 17
JÓLATILBOÐ
Tilboð 1: kr. 20.000,-
Göngu-, tölvu-, sjónvarps-
eða lesgleraugu.
Fjölskipt gleraugu, þ.e.
fjær- + lesgleraugu.
Tilboð 2: kr. 40.000,-
púlsmælar í alla hreyfingu!
Úrsmíðaverkst. Halldórs Ólafssonar Glerártorgi Akureyri
Guðmundur V. Hannah Keflavík • Útilíf • Markið • Hreysti
hlaup.is • Guðmundur B.Hannah Akranes • Töff
Sími: 565 1533 • www.polafsson.is
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FRÉTTIRNAR frá Írak verða
skelfilegri með hverjum deginum.
Þar er verið að fremja stríðsglæpi
og ráðamenn okkar hafa gert okkur
samseka um þá. Í okkar nafni hefur
ástandið í landinu og líðan óbreyttra
borgara orðið verri en nokkru sinni
fyrr þrátt fyrir ógnarstjórn Sadd-
ams Hussein, stríð, loftárásir og 12
ára viðskiptabann. Þegar ég var þar
sumarið 2003 ríkti lögleysa í landinu
og margir voru uggandi um hag íbú-
anna en helmingur þeirra er undir
16 ára aldri. Meðal þeirra var Marg-
aret Hassan sem nú hefur líklega
verið líflátin af íslömskum hryðju-
verkahópi. Ég heyrði bæði hana og
fleiri konur lýsa þeirri framtíðarsýn
sem þær sáu fyrir sér ef Bandaríkja-
menn og Bretar létu ekki af hernám-
inu og þær lýsingar eru því miður
samhljóma ástandinu sem þarna rík-
ir í dag. Þær höfðu áhyggjur af stöðu
kvenna í Írak og vaxandi hryðju-
verkum gegn þeim af hendi ísl-
amskra öfgahópa, m.a. hópi sem
kallar sig Mujahideen Shura og hef-
ur lýst því yfir að þeir muni drepa
hverja þá konu sem ekki gengur
með blæju (hijab). Þessi hryðjuverk
hafa fréttastofur hérlendis þó ekki
talað mikið um.
Í norðurhluta Írak í borginni Mos-
ul eru kristnar konur fórnarlömb
mannrána, morða og nauðgana.
Sums staðar hafa karlar nauðgað
ungum stúlkum „til að verða á undan
Bandaríkjamönnum“. Fjöldamargar
konur í háskólum hafa verið beittar
ofbeldi fyrir það eitt að ganga í
gallabuxum eða vera ekki með
blæju. Konur sem heimsækja hár-
greiðslustofur verða fyrir árásum og
eru klipptar opinberlega þeim til
minnkunnar. Þúsundum bréfa hefur
verið dreift þar sem konur eru var-
aðar við óíslömsku hátterni, svo sem
að ganga berhöfðaðar, mála sig,
heilsa karlmönnum með handabandi
eða umgangast þá. Meira en 1.000
konur hafa hætt háskólanámi til að
sleppa undan þessum ofsóknum. Í
nafni andspyrnu ræna þeir útlend-
um konum, jafnvel konum eins og
Margaretu Hassan sem vann öt-
ullega að mannúðarstörfum í þágu
íraskra borgara og var talsmaður
þess að Bush og Blair dragi sig út úr
landinu með sitt hersetulið.
Það sem innrás og herseta hefur
fært írösku þjóðinni er einna helst
lögleysan og uppgangur fasískra ísl-
amskra hryðjuverkahópa sem með
hræðslu og hryllingi vilja koma á
miðaldalögum sem bitna verst á
konum og börnum.
Samtök kvenfrelsis í Írak (Org-
anization of Women’s Freedom in
Iraq) hafa sent ákall til kvenna hvar
sem er í heiminum að sameinast
þeim til að verjast þessum hryðju-
verkum og berjast gegn íslömskum
öfgahópum (sjá vefsíðuna
www.equalityiniraq.com). Viðhorf
þeirra gegn hersetunni endurspegl-
ast í ákallinu og þær segja: „Meðan
hersetan varir munu íslömsk hryðju-
verk vaxa og dafna.“
Örlög Margaretar Hassan réðust
af afvegaleiddri pólitískri stefnu
karla sem í krafti stríðstóla og vegna
menningarlegs ólæsis hafa varðað
leiðina fyrir ofbeldi og stjórnleysi.
Ekki í mínu nafni!
GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Trönuhjalla 13, 200 Kópavogur.
Ákall frá konum í Írak
Frá Guðbjörgu Sveinsdóttur,
geðhjúkrunarfræðingi:
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Guðrún Lilja Hólmfríðardótt-
ir: „Ég vil hér með votta okkur
mína dýpstu samúð vegna
þeirrar stöðu sem komin er upp
í íslensku þjóðfélagi með skipan
Jóns Steinars Gunnlaugssonar
í stöðu hæstaréttardómara. Ég
segi okkur af því að ég er þol-
andinn í „Prófessorsmálinu“.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa, er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl-
an í Reyðarfirði og línulagnir
þar á milli flokkist undir að
verða „sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimild-
ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland
Biskupstungna- og Svínavatns-
hreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nem-
endur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Blómavasar • Karöflur • Gjafir