Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 34
Álftanesi síðan 1984.
Marella og Ari eiga
þrjá fóstursyni;
Sverri Örn Ólafsson,
f. 27. desember 1979,
Steinar Arason
Ólafsson, f. 4. sept-
ember 1984, og Unn-
ar Geirdal Valsson, f.
21. september 1988.
Marella lauk gagn-
fræðaprófi frá versl-
unardeild Hagaskóla
1963. Hún er nudd-
og snyrtifræðingur
frá Danmörku 1966
og lauk sjúkraliða-
prófi frá Sjúkraliðaskóla Íslands
1978. Marella vann fyrst við verzl-
unarstörf, nudd og snyrtingu en
frá 1978 sem sjúkraliði auk þess að
sjá um heimili og ala fóstursynina
upp.
Útför Marellu verður gerð frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
✝ Marella GeirdalSverrisdóttir
fæddist í Reykjavík
21. júní 1946. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans 4. desember
síðastliðinn. Foreldar
hennar voru Sverrir
Elíasson fulltrúi í
Landsbanka Íslands,
f. í Reykjavík 14. sept-
ember 1923, d. 31.
janúar 1971, og Iðunn
Steinólfsdóttir Geir-
dal, f. í Grímsey 18.
desember 1916, d. 22.
marz 1999. Alsystir
Marellu er Margrét Geirdal, f. 30.
júlí 1959. Hálfbræður sammæðra
eru Steinar Geirdal, f. 4. janúar
1938, og Elvar Geirdal, f. 25. des-
ember 1939, d. 5. júlí 2000.
Marella giftist 29. desember
1975 Ara E. Jónssyni, stýrimanni,
f. 18. október 1946. Bjuggu þau
fyrst í Kópavogi, en hafa búið á
Þú varst mágkona mín, vinkona
og systir, þú varst þrem árum
yngri en ég, en alltaf fannst mér
þú miklu yngri, í klæðnaði og
hugsun án fordóma til nokkurs
máls. Við lærðum saman snyrti-
fræði í Köben en þar bjuggum við
báðar um skeið og varð sú borg
þér afar hugleikin.
Þegar þú varst komin með vá-
gestinn í kroppinn þinn vildir þú
að við færum þangað, sem við og
gerðum og skemmtum okkur vel,
takk fyrir það. Okkur auðnaðist
svo að fara aftur núna í október
sl., ég hafði auðvitað áhyggjur af
heilsu þinni en ekki þú, þú varst
með alla pappíra á hreinu, ef eitt-
hvað kæmi nú fyrir, en hvað átti
að koma fyrir? Þú varst nú ekkert
á förum frá okkur og talaðir um að
við færum aftur næsta sumar og
þá kæmi Lára með. Við nutum
þessarar ferðar fram í fingurgóma
með Snorra, Dagnýju og Steinari
bróður þínum, þú kvartaðir ekki
og gekkst um og skoðaðir gamlar
slóðir, söfn og búðir. Takk fyrir
það.
Þú fékkst alveg sérstakan sess í
hjörtum bræðrabarna þinna, Mar-
ella var frænkan sem þeim þótti
svo undurvænt um.
Nú ertu farin á aðrar og okkur
ókunnar slóðir, alltof fljótt, en ég
er ekki í vafa um að þar líður þér
vel, stendur í eldhúsinu og tekur á
móti okkur eftir því sem við kíkj-
um inn.
Takk fyrir allt, elsku Marella
mín, og megi góður Guð gefa Ara
og strákunum þínum styrk,
Vigdís.
Ég man er þú komst. Ég man er
þú brostir. Ég man að þú varst þú
og gerðir það vel. Ég man hvernig
gleðin var frá hjarta þínu. Ég man
eftir tilhlökkuninni þegar þú varst
að koma heim til mín.
Ég veit að þú ert lent á heima-
velli himins og líður vel.
Laugardaginn 4. des. hvarf hún
Marella á vit nýrra ævintýra okk-
ur eftirlifandi til mikils söknuðar.
Með augnaráðinu einu saman gat
hún sagt manni svo mikið. Hún
var töfrakona á svo margan hátt
og leyndardómsfull með eindæm-
um. Betri frænku getur enginn
óskað sér. Núna er það okkar að
glíma við ný verkefni eins og að
venjast fráveru hennar í fjöl-
skylduboðunum, ekki að fá sms
eða tölvupóst frá henni, það er
sárt.
Köben var henni kær og því
kíkti hún nokkrum sinnum þangað.
Fyrstu árin til Snorra og fjöl-
skyldu og núna síðast í hýbýli okk-
ar systkinanna. Tími okkar í Kö-
ben núna í október var
ómetanlegur. Hvað hún gat rifið
sig upp og gengið um alla borg
eins og fílhraust kona og setið með
okkur á kaffihúsum langt fram á
nótt. Það sem toppaði ferðina var
samt myndatakan af henni og
„Nikolaj“ úr þáttunum, fyrir fram-
an íslenska pulsuvagninn á Strik-
inu. Þá mynd munum við ætíð
varðveita og muna gleðina og
styrkinn sem ávallt streymdi frá
henni.
Hver getur siglt, þó að blási ei byr,
bát sínum róið án ára?
Hver getur kvatt sinn kærasta vin,
kvatt hann án sárustu tára?
Ég get siglt, þó að blási ei byr,
bát mínum róið án ára.
En ekki kvatt minn kærasta vin,
kvatt hann án sárustu tára.
(Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.)
Með kærri þökk í hjarta segjum
við systkinin takk fyrir okkur og
sendum styrk til Ara og strák-
anna.
Snorri og Dagný,
Kaupmannahöfn.
Þegar einn úr fjölskyldunni fell-
ur frá brotnar tíminn. Tíminn sem
við treystum á að líði áfram í sam-
fellu og án áfalla. Við brotið stönd-
um við nú og reynum af veikum
mætti að brúa bilið yfir í næstu
samfellu tímans. Við brúargerðina
notum við minningarbrot úr lífs-
hlaupi þess gengna, úr lífshlaupi
Marellu. Marella var systir Pabba
og í raun eina fjölskyldan þeim
megin, allavega í seinni tíð. Mar-
ella var hispurslaus og laus við alla
tilgerð í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur, hvort sem það var að taka
að sér, og ala önn fyrir þremur
strákum. Sem hlýtur að hafa reynt
á þolrifin á stundum. Eða taka að
sér umönnum aldraðrar móður
sinnar undir það síðasta. Marella
stóð keik í stafni síns skips og
stjórnaði því til hafnar í gegnum
boðaföll lífsins. Stýrimaðurinn
hennar rétti henni ómetanlega
hjálparhönd þegar á þurfti að
halda og rétti kúrsinn af, nú eða
klappaði á bak og hvíslaði hug-
hreystandi orðum í eyra.
Nú tekur stýrimaðurinn við
skipinu og fær það hlutverk, og
ábyrgð að koma öllum í næstu
höfn.
Við í áhöfninni munum mæta á
vaktina og hlaupa í þau störf sem
skapast og þarf að vinna.
Það eiga margir um sárt að
binda við fráfall Marellu og
kannski fleiri en virðist við fyrstu
sýn. Marella hafði meiri áhrif á þá
sem í kringum hana voru heldur
en nokkurn tíma var komið í orð.
Hún hafði þann hæfileika að taka
fólki eins og það var og vera ekk-
ert að velta sér upp úr smáat-
riðum. Hún var einstaklega traust
og æðrulaus. Þegar henni var
sýndur skilningur og hlýja þá kom
það margfalt til baka aftur. Hún
hafði þessa þægilegu nálægð sem
lætur manni líða vel í návistinni, í
heimsókninni. Hvort sem það var
við tímamót eða við pakkaútburð á
aðfangadag. Hún gaf svo mikið án
þess að vita það, og þegar litið er
til baka þá eru það bestu gjafirnar.
Takk fyrir okkur, elsku besta
frænka
Sverrir Geirdal og fjölskylda.
Nú, er hátíð ljóss og friðar nálg-
ast, ber skugga á tilveru okkar.
Dauft er yfir jólaljósunum þessi
jól, er við kveðjum elskulega vin-
konu okkar til margra áratuga í
dag.
Á kveðjustund koma upp í hug-
ann ótal minningar. Ég sé okkur
vinkonurnar saman, ungar á eyj-
unni Jersey. Við, vorum nokkrar
íslenskar stelpur að vinna á hóteli,
vorum fengnar til að syngja fyrir
gestina á íslensku einu sinni í viku,
enginn skildi orð af því sem við
sungum, en við nutum mikilla vin-
sælda meðal gestanna. Mikið höf-
um við hlegið að þessu, „Jersey
klíkan“ eins og við köllum okkar,
núna allar löngu orðnar ráðsettar
konur.
Þegar við fluttum úr Reykjavík
og byggðum á Álftanesi var Mar-
ella daglegur gestur hjá okkur, Ari
var þá á sjónum og hún að vinna á
Landakoti, fannst henni þetta nú
frekar úti í sveit og skildi ekkert í
vinkonu sinni að nenna að eiga
heima þarna, taldi þó ekkert eftir
sér að koma við á leiðinni heim þó
svo hún byggi í Kópavogi. Fljót-
lega skipti hún um skoðun og
nokkrum árum seinna byggðu hún
og Ari sér hús í svo til næstu götu,
okkur til mikillar ánægju. Fjöl-
skyldan stækkaði, þau tóku að sér
þrjá fóstursyni, sem voru auga-
steinar Marellu alla tíð.
Samgangur fjölskyldnanna varð
þá enn nánari. Ég sé okkur saman
með allan krakkaskarann á Laug-
arvatni, sem var fastur liður í
mörg ár, þaðan eigum við, og ekki
síst börnin okkar, dýrmætar minn-
ingar. Fjölskyldurnar að baka
laufabrauð fyrir jólin, áramótin
okkar, og hinar ýmsu uppákomur í
fjölskyldum okkar. Það verður
tómlegt án Marellu og ekkert
verður eins, en ljós hennar lýsir
áfram í huga okkar og mun hjálpa
okkur í gegnum sorgina, og að
horfa fram á veginn.
Æðruleysi og baráttuþrek vin-
konu minnar í veikindum sínum
var ótrúlegt, hún var staðráðin í
því að gefast ekki upp, og með
bjartsýnina að leiðarljósi hélt hún
ótrauð áfram. Hún hélt sínu striki,
lét ekki veikindin aftra sér og not-
aði öll tækifæri til að njóta lífsins,
uppgjöf var eitthvað sem hún
þekkti ekki.
Marella var einstakleg vel gerð,
hún var heiðarleg og réttsýn og
talaði aldrei illa um nokkurn
mann. Hún var trúuð og efaðist
ekki um að eitthvað gott tæki við
eftir þetta líf. Ari hefur staðið við
hlið Marellu sinnar í gegnum veik-
indi hennar og verið hennar stoð
og stytta.
Elsku Ari, Sverrir, Steinar og
Unnar, missir ykkar er mikill en
minningin um elskulega eiginkonu
og móður hjálpar ykkur að horfa
fram á veginn.
Elsku vinkona, þakka þér vin-
áttu og tryggðina í gegnum tíðina,
ég á eftir að sakna þín svo mikið,
en allar þær minningar sem ég á
mun ég ylja mér við. Þær tekur
enginn frá mér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín vinkona,
Heiða og fjölskylda.
Mín kæra æskuvinkona Marella
hefur kvatt þetta líf eftir langa og
erfiða baráttu. Baráttu þar sem
hún ætlaði ekki að gefast upp.
Marella, þessi tignarlega kona,
glaðvær, heiðarleg, dugleg og
hreinskilin. Af hverju hún, þegar
svo mikið var eftir að gera? Marg-
ar góðar minningar streyma fram
og ylja mér um hjartarætur er við
vorum litlar telpur á Melhaganum,
síðan er unglingsárin taka við, að
lokum fullorðinsárin. Fallega
æskuheimilið hennar Marellu –
með þessum marglita flotta vegg í
stofunni. Afmælin, leikirnir,
saumaklúbburinn, bíósýningar í
þvottahúsinu þar sem seldur var
aðgangur og popp. Saltgeymslan,
þar sem hoppað var úr mikilli hæð
ofan í saltbingina. Svæðið í kring-
um „kóka kóla“, felustaðirnir þar,
verðirnir höfðu ekki við að reka
okkur krakkana í burtu. Á kvöldin
safnast saman undir ljósastaur til
að segja draugasögur. Þetta var
einstaklega samheldinn hópur
krakka á Melhaganum. Unglings-
árin taka við og margt er brallað,
svindlað sér inn í Glaumbæ og
Lídó, Marella þó með meiri
áhyggjur en við sem yngri vorum,
hvort við kæmumst inn. Síðan
höldum við út í hinn stóra heim í
sitthvora áttina, bréfaskriftir, síð-
an tíminn í Kaupmannahöfn. Nýir
vinir bætast í hópinn. Fullorðins-
árin taka við, ástin ber að dyrum.
Fjölskyldur stofnaðar, sumarbú-
staðaferð, ferðalag til Júgóslavíu,
„Grease“ námskeiðið okkar Mar-
ellu, auðvitað þurftum við að sýna
öðrum hvað við værum flottir
dansarar. Vinskapur okkar. Sú
hlýja og umhyggjusemi sem þú
gafst öllum, þá sérstaklega þeim
þremur drengjum sem þið Ari tók-
uð að ykkur. Eftir sitjum við hljóð
og söknuðurinn er mikill. Elsku
Ari, Sverrir, Steinar og Unnar,
missir ykkar er mikill. Við Rúnar
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að varðveita ykkur og styrkja.
Þín vinkona
Þuríður Dan Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við elskulegu vin-
konu okkar, Marellu sem er sú
þriðja úr saumaklúbbnum sem
fellur frá langt um aldur fram.
Eftir sitjum við vinkonurnar sorg-
mæddar yfir því stóra skarði sem
komið er í okkar vinahóp, og sökn-
um hennar sárt.
Jákvæðni og bjartsýni Marellu
kom henni í gengum erfiðar að-
gerðir og meðferðir. Aldrei gaf
hún upp vonina, heldur hélt hún
fast í sérhvern vonarneista allt til
hinstu stundar. Margt skemmti-
legt höfum við gert saman gegnum
tíðina og margar minningar koma
upp í hugann á stundu sem þess-
ari. Frá þeim tíma er hún veiktist
höfum við í saumaklúbbnum farið í
nokkrar utanlandsferðir, m.a. til
Prag og Spánar. Ferðin síðastliðið
vor er okkur mjög minnistæð og
kær en þá áttum við yndislega
viku saman við Gardavatn. Þar
fórum við meðal annars í skoð-
unarferðir, siglingar, kíktum í búð-
ir, sleiktum sólina og margt fleira
skemmilegt, og mikið var hlegið.
Þó Marella væri orðin mjög veik,
var hún ákveðin í að njóta vik-
unnar og var þetta henni mjög
dýrmætur tími sem og okkur.
Glaðværð, ósérhlífni, dugnaður og
æðruleysi einkenndi Marellu alla
tíð og þá sérstaklega hin síðustu
ár er hún barðist við hinn illvíga
sjúkdóm. Hún var trúuð kona og
efaðist ekki um að eitthvað gott
tæki við eftir þetta líf.
Ari reyndist Marellu frábærlega
vel í gegnum öll hennar veikindi,
svo og strákarnir hennar þrír. Þeir
eiga nú um sárt að binda að horfa
á eftir elskulegri eiginkonu og frá-
bærri mömmu.
Elsku Ari, Sverrir, Steinar og
Unnar, megi góður Guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum, og
hjálpa okkur öllum að sætta okkur
við hið óumflýjanlega.
Við kveðjum þig með tregans þunga tár,
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Blessuð sé minning elsku Mar-
ellu.
Saumaklúbburinn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Það er svo sárt að nú sé kallið
komið og leiðir skilji að sinni. Ég
kveð elsku mágkonu mína og vin-
konu með tárum sorgar og gleði í
senn, sorgar að hafa hana ekki
lengur hjá mér en gleði yfir að nú
líður henni vel í Guðs faðmi.
Elsku hetjan mín! Margan
storminn fékkst þú í fangið síðast-
liðin ár en alltaf stóðstu hann af
þér hvað eftir annað. Þú stóðst á
meðan stætt var og nýttir þann
tíma vel. Við áttum margar gleði-
stundir saman í yfir tuttugu ár
sem gleður mitt hjarta í dag og ég
er þakklát fyrir.
Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að,
og árin, sem þú varst hjá okkur, verða
að minningu. Þú hefur gengið um meðal
okkar, og skuggi anda þíns hefur verið
ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér.
En ást okkar var hljóð og dulin mörgum
blæjum. En nú hrópar hún á þig og býst
til að standa nakin fyrir augliti þínu.
Og þannig hefur það alltaf verið, að
ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á
skilnaðarstundinni.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Marella mín, ég bið góðan
Guð að vernda þig og hinn líknandi
engil að bera þig að landi þar sem
birtan skín og ástvinir sem á und-
an eru gengnir taka á móti þér
eins og þú varst viss um að myndi
verða.
Ástvinir eftir standa
en eiga nú dýran sjóð
í minning sem mildar vanda
og muna hvað hún var góð.
Far í friði og Guðs blessun fylgi
þér. Minning þín er ljós í lífi okk-
ar.
Jóhanna Jónsdóttir (Nanna).
Ég kveð þig kæra skólasystir og
minnist þín sem hetju. Þó líkaminn
væri veikur var andi þinn og vilji
sterkur. Ég mun minnast þín
geislandi af gleði þegar við hitt-
umst á hverju ári á útskriftardag-
inn okkar úr Sjúkraliðaskóla Ís-
lands.
MARELLA GEIRDAL
SVERRISDÓTTIR
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýju vegna andláts okkar elskulega
sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
MATTHÍASAR BJARNASONAR,
Ehnen, Lúxemborg,
áður til heimilis
í Búlandi 29, Reykjavík.
Marianne Wolf,
Jenný Matthíasdóttir, Ásgeir Torfason,
Bjarni Matthíasson,
Erna Matthíasdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson,
Jónas Matthíasson, Inge Elisabeth Nielsen Matthíasson,
barnabörn og barnabarnabarn.