Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 35

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 35
Laus við krankleik og kvöl en svo köld og föl þú sefur nú róleg í rúminu hvíta. Engin æðaslög tíð, engin andvarpan stríð þig ónáða lengur né svefninum slíta. (Hannes Hafstein.) Guð blessi þig og veiti Ara og drengjunum styrk í sínum mikla missi. Ólafía Ingvarsdóttir. „Hafðu engar áhyggjur af mér.“ Þannig hljómaði síðasta setningin sem Marella sagði við mig, þá orð- in helsjúk og lögst sína hinstu legu, og má segja að þessi setning sé lýsandi fyrir það æðruleysi sem Marella hafði yfir að ráða. Fyrir fimm árum greindist Marella með meinsemd, krabbamein í eggja- stokkum, sem nú hefur lagt hana að velli fyrir aldur fram. Kynni mín og Marellu hófust upp úr 1990, eftir að ég og mín fjölskylda fluttumst í nágrenni við hana, Ara manninn hennar og syn- ina þrjá, Sverri, Steinar og Unnar, á Sjávargötu í Bessastaðahreppi. Upphaflega kynntumst við hvor annarri í kvenfélaginu, en hún var gjaldkeri félagsins um það leyti sem ég gekk í það. Ég tók strax eftir þessari hávöxnu, grönnu konu og laðaðist að henni og fljót- lega vorum við orðnar góðar vin- konur. Maðurinn hennar, hann Ari, varð einnig góður vinur okk- ar hjónanna strax frá upphafi og saman höfum við átt margar ánægjustundir. Hjálpsemi Ara í okkar garð hefur ítrekað komið fram, ekki hvað síst þegar mað- urinn minn, allsendis óvanur smíði, hófst handa við að smíða sólpall. Þá mætti Ari með sitt góða verksvit, vinnusemi og ljúf- mennsku og lagði ómælt lið þar til pallurinn var tilbúinn. Starf Ara sem stýrimaður á kaupskipa- flotanum gerði að verkum að Marella axlaði ein daglegan rekstur heimilisins og uppeldi strákanna meðan á siglingum hans stóð og fannst mér aðdáun- arvert hve vel þeim báðum gekk að venjast breyttum aðstæðum þegar Ari hóf störf í landi. Marella var sjúkraliði að mennt og starfaði í mörg ár á Landakoti en eftir að ég kynntist henni starfaði hún á deild A-7 á Borgarspítalanum og á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún naut vinsælda og virðingar hvar sem hún var, enda var hún fagmann- eskja fram í fingurgóma. Hún var fróðleiksfús og var sífellt að auka við þekkingu sína með því að sækja námskeið um ólíka hluti s.s. að læra táknmál fyrir heyrnar- lausa, efla nuddkunnáttu sína og læra spænsku svo eitthvað sé nefnt. Marella var tíguleg kona, bæði til líkama og sálar. Í útliti var hún há og grönn, bein í baki og hafði fallegan limaburð og göngulag. Framkoma hennar var róleg og yf- irveguð en jafnframt glaðleg og hvetjandi og speglaði vel hennar einstöku persónu. Það var sama hvernig stóð á hjá henni, hún tók ævinlega á móti öllum með fölskvalausum áhuga á því sem hver og einn hafði að segja og lagði gott til málanna. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Fyrir hönd fjölskyldu minnar bið ég þess að góður Guð vaki yfir Ara, Sverri, Steinari og Unnari og hjálpi þeim, og öðrum ástvinum Marellu, að læra að feta veginn án hennar. Um leið þakka ég minni góðu vinkonu allt það sem hún var mér og bið Guð að blessa minn- ingu hennar um alla framtíð. Ása St. Atladóttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 35 MINNINGAR ✝ Gunnar Guð-mundsson fædd- ist á Sandhólaferju í Rangárvallasýslu 1. janúar 1927. Hann lést í Landspítalan- um við Hringbraut í Reykjavík 4. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Hall- dórsson bóndi á Sandhólaferju, f. 11. september 1876, d. 2. mars 1946, og kona hans Anna Sumar- liðadóttir, f. 16. sept- ember 1900, d. 5. júlí 1997. Systk- ini Gunnars eru Þorgeir, f. 1924, d. 1976, Margrét , f. 1925, Leifur, f. 1928, Guðrún, f. 1929, Sigurður Grétar, f. 1934, og Ólafur, f. 1941. Gunnar kvæntist 1. janúar 1952 Bryndísi Stefánsdóttur, f. 9. maí 1930. Foreldrar Bryndísar voru Stefán Stefánsson trésmiður í Hafnarfirði, f. 1902, d. 1999, og kona hans Þórunn Ívarsdóttir, f. 1904, d. 1967, búsett í Hafnarfirði. Börn Gunnars og Bryndísar eru: 1) Guðmundur, f. 1951, kvæntur Guðrúnu Jónasdóttur, f. 1952, börn þeirra eru Þóra, Gunnar og Brynja. 2) Þórunn, f. 1953, gift Kristni Ágústssyni, f. 1951, börn þeirra eru Viðar, Dagný og Snæ- dís. 3) Daníel, f. 1956, ókvæntur og barnlaus. Barnabarnabörn Gunnars eru fimm talsins. Gunnar ólst upp á Sandhólaferju, og átti heima þar til ársins 1947 er hann hóf nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni og lauk því námi árið 1951. Að námi loknu starfaði hann um nokkurra ára skeið í Héðni en síðar í Vél- smiðjunni Kletti í Hafnarfirði. Árið 1972 aflaði Gunnar sér mennt- unar í uppeldis- og kennslufræðum í Lundi í Svíþjóð og að því námi loknu kenndi hann við málmiðna- deild Iðnskólans í Hafnarfirði allt til starfsloka. Gunnar var búsett- ur í Hafnarfirði frá árinu 1951. Gunnar starfaði talsvert að fé- lagsmálum iðngreinar sinnar á yngri árum, stundaði kórsöng með Karlakórnum Þröstum og var formaður Eldri-Þrasta í sex ár. Hann vígðist í Oddfellowregl- una árið 1969 og tók alla tíð síðan virkan þátt í starfi hennar, gegndi þar mörgum embættum og vildi veg hennar sem mestan. Gunnar hafði yndi af tónlist og var ágætlega liðtækur á orgel og harmoniku. Gunnar verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar við minnumst föður okkar við fráfall hans nú í byrjun aðventu stendur hæst í minningunni rólyndi hans og hve hægt og hljóðlega hann gekk í gegnum þetta líf. Það væri ekki í hans anda að láta mæra sig á neinn hátt og hann var ekki maður margra orða. En verkin hans tala sínu máli, það vita þeir sem hafa notið krafta hans í gegnum árin. Vand- virkni hans var einstök hvort sem viðfangsefnið var stórt eða smátt. Hann var búinn miklu jafnaðargeði og sýndi mikið æðruleysi í stuttu veikindastríði sínu. Hann var mildur faðir og eftir standa hlýjar minningar sem við systkinin munum eiga um ókomin ár. Þakkir eru færðar starfsfólki 11G á Landspítala við Hringbraut sem ann- aðist föður okkar af alúð, nærgætni og virðingu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Guðmundur, Þórunn og Daníel. Kveðjustund afa míns kom fyrr en ég bjóst við, þrátt fyrir veikindi hans. Á svona stundu er erfitt að vera bú- settur erlendis og geta ekki verið hjá sínum nánustu. Elsku afi, eftir að þú veiktist svona alvarlega var ég í stöðugu símasam- bandi við foreldra mína til að fá frétt- ir af líðan þinni, með hverju símtalinu gerði ég mér meira og meira grein fyrir því að ég ætti líklega ekki eftir að hitta þig aftur og það var sárt og eitthvað svo fjarlægt. Margar minn- ingar koma upp í hugann á svona stundu og efst í huga mér er heim- sókn ykkar ömmu ásamt fleirum úr fjölskyldunni á nýja heimilið mitt í Noregi. Mér þótti það ómetanlegt að fá ykkur öll í einu í heimsókn. Afi var hógvær og traustur maður með nota- lega nærveru, og það virtist fátt raska ró hans. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum og var vinnusamur og vandvirkur. Við kveðjum afa Gunnar með söknuði en minningin um góðan mann mun ætíð lifa í huga okkar og hjarta. Ari, Helena, Agnes og Sif þakka samveruna sem þau hafa átt með þér, afi minn. Kveðja, Þóra. Þegar Gunnar bróðir er kvaddur hinstu kveðju taka bernskuminning- ar að birtast hver af annarri eins og myndir á tjaldi. Það var góður grunn- ur fyrir lífið að alast upp í stórum og glaðværum systkinahópi við gott at- læti foreldra á hinu forna höfuðbóli, Sandhólaferju á austurbakka Þjórs- ár, þar sem áður var þjóðbraut um Suðurland. Í minningunni eru sumrin eitt samfellt sólskin með ilm af töðu, veturnir með stillur, frost, tunglsljós og stjörnuskin, allar keldur ísi lagðar svo hægt var að renna sér á skautum um mýrarfláka og vötn, vorin með sauðburði, selveiði og hækkandi sól og ekki síst haustin með sláturtíð og gnægð nýmetis. Stórfljótið rann með túni, stundum lítillátt og lygnt, en stundum sem rammefldur jötunn að brjóta af sér klakaböndin svo jörð titraði, svo komu fardagaflóðin. Ég minnist áhyggjulausra bernskudaga, en lífið var orðið meiri alvara fyrir mín eldri systkini. Ég minnist þess hve einörð þau gengu til verka strax á unglingsaldri, hvort sem það var við heyskap, smölun og rúningu, eða hvað það var sem gera þurfti á stóru heimili þar sem efnin voru ekki mikil. Gunnar lét ekki sitt eftir liggja þegar taka þurfti til hendi við bú- verkin. En á þessari stundu minnist ég hans sérstaklega þegar ég, rúm- lega búinn að fylla fyrsta áratuginn, gerði mér fyrst grein fyrir að lífið væri ekki leikur einn og ýmislegt gæti gerst sem ruggaði því áhyggju- lausa fleyi sem ég hélt að tilveran væri. Það var þegar faðir okkar veiktist, var lagður inn á spítala í Reykjavík og andaðist þar að áliðnum vetri. Þá var Gunnar höfuð fjölskyldunnar ekki orðinn tvítugur og sá um fóðrun alls búpenings og önnur búverk, sú ábyrgð hvíldi á honum í tvo vetur þar sem elstu systkinin voru við nám á Laugarvatni. Þrátt fyrir alla þá natni sem Gunn- ar sýndi við bústörfin og áhuga hans á hestamennsku, held ég að hugur hans hafi ekki staðið til þess að verða bóndi. Hann fékk í vöggugjöf margar góðar gáfur, einkanlega úr föðurætt- inni. Þar má nefna hans einstöku smíðagáfu, það má segja að allt hafi leikið honum í höndum, í sveitinni var það kallað að vera laghentur. Eftir að fjölskyldan brá búi og flutti í Kópa- vog hóf hann nám í vélvirkjun og lauk sveinsprófi í þeirri iðn. Af hverju hann valdi málminn veit ég ekki gjörla, hann hefði ekki síður verið hagur á tré, á því er enginn vafi. Á æskuheimilinu okkar var tónlist í hávegum höfð, þar var orgel og gnægð nótnabóka. Það var elsti bróð- ir okkar Þorgeir, sem lést af slysför- um fyrir hartnær þrjátíu árum, sem tileiknaði sér orgelið, lærði nokkuð til tónlistar og að lesa nótur. Einn góðan veðurdag komu forráðamenn Ung- mennafélags Ásahrepps að Sand- hólaferju með gamla hnappaharmón- iku, afhentu hana Þorgeiri bróður okkar með þeim fyrirmælum að héð- an í frá ætti hann að spila á þessa harmóniku fyrir dansi í samkomu- húsinu í Ási. Þorgeir var seinþreyttur til vandræða og sagði já og amen við bón gestanna og hóf þegar að æfa sig á hljóðfærið og gerðist síðan fastur harmónikuleikari á dansleikjum sveitarinnar. En fáir vissu, eða tóku eftir, að Gunnar veitti þessu nýja hljóðfæri mikla athygli. Áður en nokkur vissi af var hann orðinn jafnoki bróður síns og spiluðu þeir síðan báðir fyrir dansi eftir þörfum. Með þessu var teningunum kastað. Tónlistin var gáfa sem Gunnar fékk í vöggugjöf og fylgdi honum æ síðan og ekki hefur það spillt að geta látið tónana líða um loftið með syni og son- arsyni, sem báðir hafa fengið tónlist- ina í arf. En ungur að árum eignaðist Gunn- ar þá ágætu konu, Bryndísi Stefáns- dóttur úr Hafnarfirði, sem átti eftir að verða hans förunautur í gegnum lífið. Leiðir þeirra lágu saman austur í Holtum þar sem Bryndís vann við heyskap nokkur sumur. Þau settu saman bú í Hafnarfirði og bjuggu þar ætíð síðan, eignuðust börn, tengda- börn og barnabörn. Gunnar vann við sína iðn í smiðjum í Hafnarfirði, en um miðjan aldur tekur hann viða- mikla ákvörðun. Hann fer til Lundar í Svíþjóð, sest á skólabekk og aflar sér kennslurétt- inda í iðn sinni. Þetta þætti ekki til- tökumál í dag en fyrir þessum ára- tugum var það mikið átak. Aldrei hef ég efast um að þó Gunnar væri fylginn sér, hefði hann tæplega ráðist í þessa utanför ef Bryndís hefði ekki staðið þétt að baki honum í þessu sem öðru. Heim kominn gerðist Gunnar málmiðnaðarkennari við Iðnskólann í Hafnarfirði og kenndi þar ætíð síðan, eða þar til misvitur lög dæmdu hann til að hætta við mjög þekkt aldurs- mark. Við vorum sjö systkinin frá Sand- hólaferju, nú erum við fimm eftir. Harmónikuleikararnir Þorgeir og Gunnar eru farnir yfir móðuna miklu. Oftlega var það rætt, þá við systkinin hittumst á síðari árum með okkar skylduliði, að hittast oftar og jafnvel efna til ættarmóts. Lítið hefur orðið úr þeim ætlunum. Það er eins og ætíð sé hugsað sem svo að tíminn sé næg- ur. En tíminn rennur hratt og tekur með sér einn og einn á vegferð sinni, það er leiðin okkar allra. Við systkini Gunnars sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til þín Bryndís, og til barna ykkar Gunnars, tengdabarna og barnabarna. Sigurður Grétar Guðmundsson. Í dag kveðjum við Gunnar Guð- mundsson, vélvirkjameistara og fyrr- verandi kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði. Kynni okkar Gunnars eru orðin löng eða frá árinu 1959 er ég hóf nám í vélvirkjun í Vélsmiðj- unni Kletti í Hafnarfirði. Þá strax kynntist ég af eigin raun hinum miklu hæfileikum Gunnars til að miðla ungu fólki af þekkingu sinni og af- burða fagmennsku. Leiðir okkar Gunnars lágu síðan aftur saman í Iðnskólanum í Hafn- arfirði, en þá hafði Gunnar farið í framhaldsnám til Svíþjóðar og aflað sér kennsluréttinda sem verknáms- kennari iðnnáms og var hann einn af fyrstu Íslendingunum sem það gerðu. Gunnar var ráðinn kennari að Iðnskólanum í Hafnarfirði við stofn- un verknámsdeildar árið 1974, en ég hóf föst störf við skólann ári síðar. Gunnar var einstaklega vel látinn af nemendum og samkennurum sínum enda mikið prúðmenni og samvisku- samur við öll sín störf. Aðal kennslu- greinar Gunnars voru allar gerðir málmsuðu og eru þeir ófáir sem eiga Gunnari að þakka færni sína í þess- um greinum. Gunnar starfaði sam- fellt við skólann í rúm 23 ár og lét ekki endanlega af störfum fyrr en í upphafi ársins 1998, þá 71 árs að aldri, og hafði þá sett eftirmann sinn inn í starfið. Margs skemmtilegs er að minnast frá samverustundum hvort sem var í leik eða starfi, má þar nefna þegar Gunnar settist við píanó- ið þar sem kennarar hittust til að gera sér glaðan dag, eða á vikulegum fundum okkar fyrstu ár verkdeild- anna þar sem skipulag og fram- kvæmd kennslunnar var mótað og rætt. Ég vil að leiðarlokum þakka Gunn- ari fyrir hlýju, vináttu og aðstoð þau mörgu ár sem við áttum samleið bæði í Vélsmiðjunni Kletti og í Iðnskólan- um í Hafnarfirði um leið og ég færi þér, Bryndís, og börnum ykkar inni- legar samúðarkveðjur starfsmanna Iðnskólans í Hafnarfirði. Þau spor sem Gunnar skilur eftir sig varðandi menntun iðnaðarmanna í Hafnarfirði verða lengi í minnum höfð. Jóhannes Einarsson skólameistari. Elsku afi. Það er ekki auðvelt að sætta sig við að þú sért búinn að kveðja þessa jarðvist, en eftir sitja minningar um góðan afa, traustan og áreiðanlegan. Við leituðum oft til þín þegar okkur vantaði hjálp við að inn- rétta íbúð okkar. Þú hafðir svo gam- an af því. Allt var svo vel gert og vandað sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Þú varst alltaf mættur kl. 9.30, á slaginu, á hverjum morgni og tilbú- inn í slaginn. Þú varst okkur ómet- anleg hjálp. Alltaf var gaman að koma í heim- sókn til ykkar ömmu á Álfaskeiðið. Þegar maður opnaði dyrnar komu fallegir tónar harmonikunnar svíf- andi á móti manni, og amma sat og hlustaði á þig. Þá sagði amma alltaf: „Já, já, hann afi er að æfa sig.“ Hún hafði svo gaman af að hlusta á þig spila eins og við öll, og ég skal lofa því að spila fyrir hana ömmu af og til á harmonikuna. Tónlistin var stór þáttur í þínu lífi, og finnst mér við hafa átt þar sameig- inlegt áhugamál. Við hlustuðum oft saman á harmonikutónlist. Sérstak- lega fannst mér gaman hvað þér fannst skemmtileg tónlistin sem ég kom með úr sveitinni, þ.e. Hallgeirs- ey. Elsku afi, við hefðum viljað eyða meiri tíma með þér á síðustu mán- uðum, en það var ekki hægt þar sem við búum nú í öðrum landshluta. Tinna talar oft um þig og finnst þetta eiginlega hálfskrítið allt saman. Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku afi, og þakka fyrir þann skemmtilega tíma sem við átt- um með þér. Gunnar, Harpa Lind og Tinna Lind. GUNNAR GUÐMUNDSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, KRISTÍNAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Hokinsdal í Arnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Vífilsstöðum. Marý Anna H. Hjaltadóttir, Össur Torfason, Gylfi Þór Magnússon, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Anna Sigurlaug Magnúsdóttir, Frímann Ingi Helgason, Jensína U. Kristjánsdóttir, Guðlaug Hrönn Kristjánsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.