Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI LANDSBANKI Íslands hélt sl. sunnudag Friðriksmót í skák, í sam- vinnu við Skáksamband Íslands. Mót- ið var haldið til heiðurs fyrsta stór- meistara Íslendinga, Friðriki Ólafs- syni, í tilefni af sjötugsafmæli hans, í lok næsta mánaðar. Það er vel við hæfi að halda skákmót Friðriki til heiðurs, því að hann lék aðalhlutverk- ið í glæsilegri uppbyggingu skákar- innar á Íslandi á síðari hluta síðustu aldar. Framganga Friðriks á alþjóð- legum skákmótum kom Íslandi á hið alþjóðlega landakort skákarinnar og flestir landsmenn biðu spenntir við útvarpstækin, þegar von var á frétt- um af mótum Friðriks. Svo mikill var áhuginn, að sýningarstjóri í kvik- myndahúsi úti á landsbyggðinni á að hafa stöðvað sýningu kvikmyndar í miðju kafi, kallað út í salinn „Friðrik vann“ og sett syningarvélarnar í gang aftur! Það voru fáir íslenskir afreks- menn, ef nokkur, sem þjóðin fylgdist eins vel með á þeim árum og Friðrik. Friðriksmótið var teflt í aðalbanka Landsbankans, við Austurstræti í Reykjavík, og var það tvíþætt. Um morguninn var haldið mót fyrir bestu og efnilegustu unglinga landsins. Dagur Arngrímsson öðlaðist þátt- tökurétt í stórmeistaramótinu með sigri á því. Í öðru sæti varð Guðmund- ur Kjartansson, Björn Ívar Karlsson í því þriðja, 4–5 Hjörvar Steinn Grét- arsson og Atli Freyr Kristjánsson. Árni Emilsson, útibússtjóri í Landsbankanum, setti aðalmótið með stuttri ræðu og kynnti að því loknu sönghópinn, Norðurljósin, sem flutti nokkur jólalög. Að því búnu fór Ólaf- ur Ásgrímsson skákstjóri yfir reglur mótsins og forseti Skáksambands Ís- lands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sagði nokkur orð og lék síðan fyrsta leikinn á mótinu, í skák Friðriks Ólafssonar og Lenku Ptacnikovu. Í aðalflokki Friðriksmótsins tefldu 14 skákmeistarar, flestir af sterkustu skákmönnum landsins, þ.á m. 8 stór- meistarar, Margeir Pétursson og Guðmundur Sigurjónsson tefldu ekki, að þessu sinni. Tefldar voru hraðskákir á gamla mátann, hvor keppandi hafði 5 mínútur til að ljúka skákinni, en enginn uppbótartími var fyrir hvern leik eins og oftast er í dag. Það var þess vegna mikill atgangur og á ýmsu gekk, enda skipti hraðinn ekki minna máli en staðan á borðinu. Framkvæmd Landsbankans á mótinu og aðstaðan í bankanum var til fyrirmyndar og til að gera fjöl- mörgum áhorfendum auðveldara með að fylgjast með skákunum voru 4 skákir í hverri umferð sýndar á stóru tjaldi. Svo skemmtilega tókst til, að fulltrúar eldri og yngri kynslóðar ís- lenskra skákmeistara deildu efsta sætinu á mótinu, eftir harða baráttu, hlutu 9½ vinning hvor í 13 skákum. Stigahæsti skákmeistari Íslendinga, Jóhann Hjartarson stórmeistari hafði sigurinn á stigum. Jóhann tefldi vel, að vanda, og virðist lítil æfing á síð- ustu árum ekki há honum að ráði. Jafn Jóhanni að vinningum varð Stef- án Kristjánsson, alþjóðlegur meist- ari. Stefán sannaði enn einu sinni styrk sinn í hraðskák, en muna má stórglæsilega frammistöðu hans í hraðskákkeppni ofurmótsins, Reykjavík Rapid, á síðasta vetri. Stefán tefldi mjög vel á Friðriks- mótinu og leiddi það allan tímann, hafði um tíma 1½ vinnings forskot á Jóhann. Stórmeistarinn náði honum þó í síðustu umferð og tók fyrsta sæt- ið á stigum, því að hann vann Stefán í innbyrðis viðureign þeirra. Jafnir í þriðja og fjórða sæti, með 8½ vinning hvor, voru einnig fulltrúar eldri og yngri skákmanna landsins, en að þessu sinni hafði sá yngri betur á stigum. Jón Viktor Gunnarsson, al- þjóðlegur meistari, varð þriðji, en hinn gamalreyndi stórmeistari, Þröstur Þórhallsson, varð fjórði. Fimmti varð Hannes Hlífar Stef- ánsson, stórmeistari, með átta vinn- inga. Heiðursþátttakandi mótsins, Frið- rik Ólafsson, átti erfitt uppdráttar framan af, klukkan var honum erfið. Friðrik er ekki eins fljótur og á yngri árum, þegar hann var í hópi albestu hraðskákmanna í heimi. Hann sýndi þó oft gamla takta, t.d. í skemmtilegri skák við Hannes Hlífar. Dagur Arn- grímsson, unglingameistari mótsins, stóð sig frábærlega vel, hlaut 5 vinn- inga. Lenka Ptacnikova, eini kvenna- stórmeistari Íslendinga, byrjaði mót- ið glæsilega, vann Friðrik í fyrstu umferð og Jón Viktor í þeirri næstu, en síðan seig á ógæfuhliðina hjá henni. Um önnur úrslit vísast til mót- stöflu. Mótið fór vel fram, undir styrkri stjórn alþjóðlegu skákdómaranna, Ólafs Ásgrímssonar og Ríkharður Sveinssonar. Við verðlaunaafhendinguna færði Friðrik Ólafsson, fyrir hönd Lands- bankans, Lenku Ptacnikovu sérstök hvatningarverðlaun til dáða í tafl- mennsku fyrir Íslands hönd. Muna má, að frammistaða Lenku í frum- raun hennar í landsliði Íslands, var einkar glæsileg. Hún varð í 11. sæti á fyrsta borði af 87 af bestu skákkonum heims á Ólympíuskákmóti í október sl. Að lokinni þessari glæsilegu skák- veislu bauð bankinn til veglegrar móttöku í bankanum fyrir skákmeist- arana og velunnara skáklistarinnar. Eftirfarandi staða kom upp í skák Helga Ólafssonar og Þrastar Þór- hallssonar. Þröstur á peði minna og leggur lymskulega gildru fyrir Helga, með síðasta leik sínum, 34. – e5! 35.Dxf7? – Helga yfirsést næsti leikur Þrast- ar. Eftir 35.Df5+ Kg8 36.Rd6 Df8 37.Re4 g6 38.Dxh3 Rxf3 39.Kxf3 Dxa3 40.Rd2 Dd6 41.Ke2 hefði hann átt vinningsstöðu. 35...Dxf3+!! 36.Dxf3 Rxf3 37.Kxf3 – Hvítur á líka tapað tafl, eftir 37.Kf2 Rd4 38.Rd6 ( 38.Rxd4? exd4 39.a4 h2 40.Kg2 d3 41.c5 d2 42.cxb6 d1D) 38...Rxb3 39.Rf7 Kg6 40.Rxe5+ Kf5, því að hvíti kóngurinn er bundinn við að hafa auga með svarta frípeðinu á h3, t.d. 41.Rd7 (41.Rf3 g5 42.Rh2 Rd2) 41.-- Rd2 42.Rxb6 Kg4 43.Rd5 Re4+ 44.Kg1 Kxg3 45.Re3 h2+ 46.Kh1 Rf2+ mát. 37...e4+! 38.Kxe4 – Engu betra er 38.Kf2 e3+! 39.Kf3 h2 40.Kg2 e2 41.Kxh2 e1D o.s.frv. 38...h2 39.Kd5 h1D+ og svartur vann. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Arnar Gunnarsson Hollensk vörn 1.d4 f5 2.Rf3 Rf6 3.g3 e6 4.Bg2 d5 5.0–0 Bd6 6.c4 c6 7.b3 De7 8.Bb2 0–0 9.Rbd2 Bd7 10.Re5 Be8 11.Dc2 Rbd7 12.Rdf3 Bh5 13.Rd3 Hac8 14.Rfe5 Rg4 15.Rf4 – Þekkt er að leika 15.e3 g5 16.Hae1 Rgf6 17.c5 Bc7 18.b4 o.s.frv. 15...Bf7 16.Rxg4 Bxf4?! Líklega er betra að leika 16...fxg4, t.d. 17.Rd3 Bg6 18.Dd2 Be4 19.Bxe4 dxe4 20.Re5 Rxe5 21.dxe5 Bc5 22.Bd4 Hcd8 23.Bxc5 Dxc5 24.Dg5, með jöfnu tafli. 17.Re5 Bxe5 18.dxe5 f4?! Þetta er hugmynd Arnars með 16. leiknum. Hann nær að skipta á slæm- um biskupi á þennan hátt, en hvítur miðborðspeðin verða hættuleg. Til greina kom að leika 18...Bg6 þótt hvítur hafi þægilegt tafl, eftir 19.Dd2 o.s.frv. 19.gxf4 Bg6 20.Dd2 Dh4 21.e3 Hf5 22.f3 Hh5 23.h3 Bf5 24.Df2! Bxh3 25.Dxh4 Hxh4 26.cxd5 exd5 27.Bxh3 Hxh3 28.Kg2 Hh5 Svartur á við ýmis vandamál að glíma, hrókurinn hans á h-línunni er utangátta og hvítu peðin á miðborð- inu eru hættuleg. 29.e4! – 29...dxe4? Besta vörn svarts virðist vera 29...Rc5 30.Kg3 Rd3 31.Bd4 c5 32.Had1 Rb4 33.a3 Ra6 34.Hc1 og svartur á erfitt um vik. 30.fxe4 g6 31.b4 Rb6 32.Hac1 Kf7 33.Kg3 Ke7 34.Hh1 Hxh1 35.Hxh1 h5 36.f5 Rc4 Það er ekki auðvelt að finna besta leikinn í slíkri stöðu í miklu tíma- hraki. Svartur hefði getað veitt meira viðnám með 36...Hg8 37.Kf3 gxf5 38.Hxh5 fxe4+ 39.Kxe4 Rd5 40.Hh7+ Ke6 41.a3 Hg2 42.Hh6+ Ke7 43.Bc1 He2+ 44.Kd4 Hg2 45.Hh7+ Ke6 46.Hxb7 Hg4+ 47.Kd3 Kxe5, þótt hann sé engan veginn sloppinn úr vandræðunum í því til- viki. 37.Bd4 b6 38.Kf4 – 38...Hg8 39.Hg1 h4 40.Bf2 h3 41.Bh4+ Ke8 42.e6 Rb2 43.f6 g5+ 44.Bxg5 Rd3+ 45.Kf5 Hxg5+ 46.Hxg5 og svartur gafst upp. Jóhann og Stefán urðu efstir á Friðriksmótinu SKÁK Friðriksmót Landsbanka Íslands, 12. desember 2004 Bragi Kristjánsson Valtýr Guðmundsson trésmíðameistari í Stykkishólmi varð 90 ára 12. október sl. Mér bæði ljúft og skylt að minnast afa míns á svo merkum tímamótum. Valtýr er fæddur í Gröf í Laxárdal í Dalasýslu. Hann er næstelstur sex systkina. Faðir hans var Guðmundur Egg- ertsson söðlasmiður, einnig fæddur í Gröf, og móðir Sigríður Guð- mundsdóttir, fædd í Fremri-Gufudal. Þau héldu bú á Níp á Skarðsströnd. Val- týr er sín fyrstu æviár í foreldrahús- um en er ungur sendur í Rauðbarða- holt í Dalasýslu. Valtýr kvæntist Ingunni Sveins- dóttur frá Sveinsstöðum fyrir rúm- lega 64 árum. Þau eiga 53 afkomend- ur. Gífurlegar samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað á Íslandi á æviskeiði Valtýs. Fyrstu æviár hans er landið t.d. enn undir Dana- konungi, konur eru að fá kosninga- rétt, bæir víðast enn án rafmagns og algert áfengisbann var í gildi. Valtýr ólst að hluta til upp í torfbæ þar sem helsta skemmtun fólks var að sitja í baðstofunni á kvöldin, segja sögur og fara með rímur. Á uppvaxtarárum Valtýs gekk fólk á milli bæja eða not- aðist við hesta en fyrstu bílarnir sjást ekki í sveitinni fyrr en hann er um tvítugt. VALTÝR GUÐMUNDSSON Valtýr og Ingunn fluttu til Reykjavíkur 1941, bjuggu þar og í Kópavogi til 1950. Hann sótti Iðnskólann í Reykjavík og vann allt- af með skólanum. Ing- unn sá af myndarskap um heimilið og börnin. Sem dæmi um seiglu Valtýs má nefna að í nokkur misseri hjólaði hann til vinnu úr Kópa- vogi til Vesturbæjar Reykjavíkur og sótti svo Iðnskólann á kvöld- in. Með sömu eljusemi tókst Valtý að ljúka sveinsprófi og meistaraprófi í trésmíðum 1943. Hann var við byggingastörf á árun- um 1935 til 1967, byggingameistari fjölmargra bygginga víða um land – fimmtán í Stykkishólmi, fimmtán í Reykjavík og tuttugu og fimm í sveit- um landsins. Árið 1967 varð Valtýr verkstjóri Stykkishólmshrepps. Sjö árum síðar tekur hann til starfa hjá Trésmiðju Stykkishólms þar sem hann er til 1984, er hann lætur af störfum. Eftir starfslok hafði hann ávallt eitthvað fyrir stafni meðan hann hafði skúr, verkfæri og vélar á Austurgötunni. Ingunn og Valtýr hafa búið undanfar- in áratug í góðu yfirlæti á Dvalar- heimili aldraðra í Stykkishólmi. Val- týr er nokkuð heilsutæpur en vel sæll af verkum, vinum og vandamönnum. Björgvin Þorsteinsson. Fjölmenni í opnu húsi hjá BSÍ Miðvikudaginn 8. desember var fjölmenni á Opnu húsi hjá BSÍ. Þar mættu útskrifaðir nýliðar frá bridsskóla Guðmundar Páls Arn- arssonar, yngri spilarar og aðrir nýliðar bridsíþróttarinnar. Sigur- vegarar urðu Jón Jóhannsson og Sturlaugur Eyjólfsson. Forseti BSÍ, Kristján B. Snorra- son, lýsti yfir mikilli ánægju með mjög góða þátttöku og sagði að það sýndi svo ekki sé um villst að mikil gróska er í bridsíþróttinni og væntir hann mikils af spilurum kvöldsins í framtíðinni. Lokastaðan: Jón Jóhannsson-Sturlaugur Eyjólfsson 91 Anna G. Nielsen-Guðbjörg E. Baldursd. 33 Ómar Freyr Ómarss.-Auður Ágústdóttir 31 Ingibjörg Þórðardóttir-Björn Árnason 31 Matthías Björnsson-Sigurgeir Orri 31 Góð þátttaka var í opnu húsi hjá Bridssambandinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 10. desember var spilað á 8 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Friðrik Hermanns - Bjarnar Ingimars. 207 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 186 Hera Guðjónsd. - Ólafur Gíslason 184 A/V Jón Ól Bjarnas. - Ásmundur Þórarinss. 193 Jón Gunnarsson - Sigurður Jóhannss. 181 Sigurður Hallgrímss - Sófus Berthelsen 176 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði,Glæsibæ, mánud. 6.12. 2004.Spilað var á 10 borðum. Árang- ur N - S Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 259 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 239 Halldór Kristinsson - Elín Jónsdóttir 235 Árangur A - V Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 299 Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefss. 230 Kári Sigurjónsson - Eysteinn Einarsson 229 Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtud. 9.12. 2004. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N - S Sæmundur Björnsson Oliver Kristófss. 270 Hilmar Valdimarss. Magnús Jósefsson 247 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 241 Árangur A - V Ragnar Björnsson - Magnús Oddsson 258 Einar Einarsson - Bjarni Þórarinsson 242 Elín Jónsdóttir - Soffía Theodórsd. 240 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Keppni hófst í Jólaeinmenningn- um fimmtudaginn 9. desember sl. Til leiks mættu 24 spilarar, sem er all- góð þátttaka. Spilaður er barómeter- einmenningur, með 2 spilum á milli manna. Staða efstu spilara þegar mótið er hálfnað er: Gísli Þórarinsson +28 Þröstur Árnason +24 Gunnar Þórðarson +17 Grímur Magnússon +15 Guðjón Einarsson +12 Gunnar Björn Helgason +10 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ fel/selfoss. Mótinu lýkur 16. desember nk. og ser spilað að venju í Tryggvaskála, og hefst spilamennska kl. 19.30. Næsta mót hjá félaginu er aðal- sveitakeppnin en hún hefst fimmtu- daginn 13. janúar. Stjórn mun að venju raða pörum niður í sveitir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.