Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 40

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes VEISTU HVAÐ ÞENNAN DAG VANTAR? GOTT SPARK! KLÍP! EITT KLÍP SEGIR MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ ÉG ÆTLA ALDREI AÐ TAKA LÁN... ÉG ÆTLA AÐ VERA EINN AF ÞEIM SEM VERÐUR RÍKUR Á EINNI NÓTTU... ÉG VIL FÁ LÍFIÐ AFHENT Á SILFURFATI GANGI ÞÉR VEL! ÞÚ HLÝTUR AÐ SJÁ AÐ ÉG Á ÞAÐ SKILIÐ!! Risaeðlugrín © DARGAUD Dagbók Í dag er þriðjudagur 14. desember, 349. dagur ársins 2004 Víkverji hefur ekkimikla unun af því að aka í Reykjavík. Honum þykir það stressandi og leiðin- legt og gengur frekar það sem þarf að fara ef mögulegt er. Vík- verja finnst allt of mikið gert úr einka- bílnum í borginni. Hann heimsótti í sum- ar borgina Lund í Sví- þjóð, þar sem bílum er beinlínis gert erfitt fyrir að fara um mið- bæinn og bílaumferð er beint frá honum. Hjólum og gangandi vegfarendum er fagnað og er taktur borgarinnar í samræmi við það, í senn lifandi, fjör- ugur og afslappaður. Kunningi Víkverja er lögreglu- maður og hefur lent í ýmsum áhuga- verðum aðstæðum í starfi sínu. Hann deildi nokkrum reynslusögum með Víkverja í barnaafmæli á dög- unum. Þar á meðal sagði hann frá því að ökumenn sem stöðvaðir væru fyrir að aka of hratt eða yfir á rauðu ljósi brygðust oft ókvæða við og yrðu bandbrjálaðir yfir því að lögreglan skyldi skipta sér af aksturslagi þeirra. „Ykkur væri nær að einbeita ykkur að dópsölum og handrukk- urum!“ hvæsa þeir að kunningjanum. Vík- verji spurði þá kunn- ingjann hvort hand- rukkarar og dópsalar væru ábyrgir fyrir því að 26 mannslíf glatast á ári og tugir, ef ekki hundruð manna, í við- bót örkumlast, lamast og missa mátt og starfsorku. „Nei,“ svaraði kunninginn. Þeir eru nú aðeins færri sem slasast og deyja á þeim slóðum. Bílar eru hættuleg verkfæri og fleiri deyja og örkumlast í bílslysum á ári hverju heldur en í öllum ofbeldis- glæpum landsins samanlagt. Svo má auðvitað benda á það að dópsalar og handrukkarar eru sjaldnast inni á gatnakerfinu nær einvörðungu. Víkverji er viss um að virkar myndavélar á hverjum einustu stóru gatnamótum og hraðakstursmynda- vélar dreifðar um bæinn myndu vera ein arðbærasta fjárfesting sem ríkið gæti lagst í. A.m.k. myndi hún skila meiru en þessir blessuðu hundrað millljarðar sem streyma nú út úr landinu til erlendra verktaka á Kárahnjúkasvæðinu. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Loftkastalinn | Það var farið hljóðlega af stað og svo æstust væntanlega leik- ar þegar hinn eini sanni KK og íslenska reggísveitin Hjálmar hófu æfingar í gær fyrir tónleika sem þeir munu halda saman í Loftkastalanum næsta fimmtudag. KK þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Hjálmar eru ung og efni- leg sveit sem hlotið hefur einróma lof fyrir fyrstu plötu sína Hljóðlega af stað, en hún er einmitt tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Á tónleikunum munu KK og Hjálmar syngja og leika saman og verður afar fróðlegt að heyra hver útkoman verður, hvernig röddin hans KK hljómar við reggíundirleikinn og hvernig Hjálmum ferst blúsinn úr hendi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Sverrir Hljóðlega af stað beina leið MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En séuð þér án aga, sem allir hafa fyrir orðið, þá eruð þér þrælbornir og ekki synir. (Hebr. 12, 8.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.