Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 42

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert opinn fyrir alls kyns hughrifum, hrútur, leyfðu hugsunum þínum að reika. Það er nægur tími til þess að vinna úr síðar. Skrifaðu niður góðar hugmyndir, þú ert dálítið viðutan núna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ertu í stuði til þess að hlusta? Von- andi. Einhver sem þú þekkir þarf á þér að halda núna. Fyrstu viðbrögð þín eru að gefa mikið af ráðum, haltu aftur af þér, nema eftir þeim sé leitað. Leggðu eyrun við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú sérð heiminn í einstaklega bjart- sýnu ljósi um þessar mundir og finnur fyrir vellíðan. Vertu samt með báða fætur á jörðinni og ekki missa þig út í einhverja óskhyggju. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú býst við miklu af einhverju eða ein- hverjum í dag og ert þess fullviss að allt verði í lagi. Ef jákvætt viðhorf leiðir til jákvæðrar útkomu hefur þú ekkert að óttast. En kannski er bjart- sýni þín of mikil. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú leggur þig fram við að hjálpa ein- hverjum nákomnum, kannski með til- finningalegum stuðningi eða bara því að hlusta. Þú tekur málstað viðkom- andi, þótt þú þekkir ekki alla mála- vöxtu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert viðkvæmnin uppmáluð í dag og þér mjög meðvitandi um það sem aðrir ganga í gegnum. Þú vilt hjálpa en verður kannski að játa þig sigraða, meyja. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er tími góðvildar, er það ekki ann- ars? Þú færð tækifæri til þess að sýna það í dag með því að sýna þeim sem verða á vegi þínum skilning, samúð og þolinmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert manneskja sátta og samúðar í dag og ert til í að grafa stríðsöxina, hafir þú átt í deilum nýverið. Þú þarft kannski að taka fyrsta skrefið, en telur það ekki eftir þér í friðarviðleitni þinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Til allrar hamingju fer allt vel, þér til óblandinnar gleði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ímyndunarafl þitt er upp á sitt besta í dag og þú skemmtir þér konunglega við að láta hugann reika. Reyndu að leyfa þér það, ýmsar frábærar hug- myndir gætu ratað til þín. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert til í að láta gamminn geisa í dag og sleppa fram af þér beislinu í dag- draumunum. Þannig verða frábærar hugmyndir til, sem og í samtölum við aðra á sömu bylgjulengd og þú. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til þess að átta sig á því sem fram fer undir yfirborð- inu. Þú verður þess áskynja sem fólk lætur yfirleitt ósagt. Það segir eitt og meinar annað og þú áttar þig á því núna. Stjörnuspá Frances Drake Bogamaður Afmælisbarn dagsins: Þú nýtur þess að velta vöngum yfir heim- spekilegum málefnum og smíða kenn- ingar um abstrakt fyrirbæri. Vítt sjónar- horn og almenn sannindi vekja áhuga þinn. Þú vilt horfa á heildarmyndina. Fróðleiksfýsn og virðing fyrir menntun er meðal einkenna þinn, þú ert hinn eini sanni eilífðarstúdent. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kringumstæður, 4 gagnlegs, 7 kona, 8 kyrrðar, 9 illdeila, 11 bók- ar, 13 vaxa, 14 hefur í hyggju, 15 lemur, 17 áfjáð, 20 tíndi, 22 svæfill, 23 kap- ítuli, 24 verða súr, 25 heimilis. Lóðrétt | 1 karldýr, 2 steinn, 3 tala, 4 erfið, 5 skjögrar, 6 púði, 10 svera, 12 haf, 13 illgjörn, 15 poka, 16 gubbaðir, 18 áleggið, 19 ærslahlátur, 20 kvista, 21 bjartur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hjónaband, 8 sýpur, 9 leyna, 10 ull, 11 afann, 13 asann, 15 borðs, 18 ógæfa, 21 kák, 22 lasna, 23 áttin, 24 miðaftann. Lóðrétt | 2 japla, 3 nýrun, 4 bulla, 5 neyða, 6 assa, 7 bann, 12 níð, 14 sæg, 15 boli, 16 rusli, 17 skata, 18 ókátt, 19 æst- an, 20 asni.  Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson sýnir „Arkitektúr“. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn“. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal sýn ir sex ný olíumálverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði í austursal, Salóme eftir Richard Strauss í vestursal og verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Listasafn Rvk., Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmund- ar Sveinssonar. Listasafn Rvk., Hafnarhús | Grafísk hönn- un á Íslandi. Stendur til áramóta. Erró – Víðáttur. Stendur til 27. feb. nk. Listasafn Rvk., Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – alþjóðleg textílsýning. Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs Péturssonar í Listmunahúsinu, Síðumúla 34. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð- ur og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. SÍM-salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk á Skólavörðustíg 20. Ath. einungis opið fram að jólum. Suzuki-bílar | Björn E. Westergren sýnir myndir málaðar í akrýl og raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir sýnir –sKæti–. Stendur til 17. desember. Tjarnarsalur Ráðhúss Rvk. | Ketill Larsen – Sólstafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ Sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk og listiðnað. Kvikmyndir Bæjarbíó | Jólamynd Kvikmyndasafnsins í ár er danska verðlaunamyndin Babettes gæstebud eða Gestaboð Babette eftir danska leikstjórann Gabriel Axel en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Karen Blixen. Babette vinnur í happdrætti og efnir til veislu. Veislugestir eru tólf og hún sjálf sú þrettánda. Hún eldar af snilld og snýst í kringum gesti sína. Í sýningaskrá skrifar séra Gunnar Kristjánsson: „Í kvikmyndinni vaknar eitt sterkasta tákn í kristnum trú- ararfi til lífsins með ógleymanlegum hætti: Hér er ekki aðeins veisla heldur heilög kvöldmáltíð sem minnir á aðra kvöldmáltíð fyrir óralöngu í Jerúsalem.“ Myndin verður sýnd í Bæjarbíói þriðjudag- inn 14.des. kl. 20 og laugardaginn 18. des. kl. 16. Myndin er með íslenskum texta. Bækur Snorrastofa | Rithöfundar lesa upp úr ný- útkomnum verkum kl. 20.30. Umræður verða að loknum upplestri og kór Reyk- holtskirkju og Hvanneyrar flytur nokkur lög. Kaffiveitingar – 500 kr. Sjá dagskrá: www.snorrastofa.is. Þjóðarbókhlaðan | Starfsmannafélag Þjóðarbókhlöðu býður til bókmennta- stundar í fyrirlestrarsalnum kl. 12. Lesarar: Bragi Ólafsson, Hallgerður Gísladóttir, Kristín Steinsdóttir, Óskar Guðmundsson, Ögmundur Helgason og Örn Hrafnkelsson. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein- ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Stúfur kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasvein- arnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum er einnig í dagatalinu. Veitinga- stofa safnsins býður fjölþjóðlegar jóla- kræsingar. Einnig eru kynntir japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Mannfagnaður Reykjavíkurdeild SÍBS | Reykjavíkurdeild SÍBS verður með sína árlegu aðventuhátíð fimmtudaginn 16. desember kl. 17 í SÍBS- húsinu í Síðumúla 6. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer þriðjudagsins 14. desember er 63731 Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Opið alla þriðjudaga kl. 16–18. Fatamóttaka og út- hlutun á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jólaút- hlutun verður dagana 14., 15., 16., 20. og 21. des. kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Svarað er í síma 551-4349 sömu daga kl. 11–16 og tek- ið á móti varningi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi.is. Málstofur Kennaraháskóli Íslands | Opin málstofa í KHÍ miðvikud. 15. des. kl. 16.15. Umfjöllun um áhugaverðar bækur sem koma út fyrir þessi jól ásamt kynningu á vefjunum Bóka- ormar (bokaormar.khi.is) og BarnUng (barnung.khi.is) sem Kennaraháskóli Ís- lands heldur úti til þjónustu við kennara. Fundir Sunnusalur Hótels Sögu | Jólafundur Sinawik í Reykjavík er í kvöld og hefst með borðhaldi kl. 20. Útivist Ferðafélagið Útivist | Áramótaferðin í Bása er 30. des. Fararstjórar Bergþóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 d5 5. O-O O-O 6. c4 dxc4 7. Rc3 Rfd7 8. Be3 Rb6 9. a4 a5 10. Dc1 Rc6 11. Hd1 Bg4 12. Rb5 Rb4 13. h3 Bxf3 14. Bxf3 c6 15. Rc3 Dc8 16. Bg2 Hd8 17. Re4 R4d5 18. Bh6 Rf6 19. Bxg7 Kxg7 20. Rxf6 exf6 21. e3 Dc7 22. Dc2 De7 23. Bf1 Db4 24. Hdc1 c5 25. dxc5 Dxc5 26. b3 Hac8 27. bxc4 Rd7 28. Hab1 b6 29. Hb5 Dc7 30. Db2 Hb8 31. Hb1 He8 32. h4 h5 33. Dd4 Rc5 34. Dd1 Hed8 35. Dc2 Hd6 36. Bg2 Rd7 37. Bd5 Re5 38. De4 He8 39. f4 Dd7 40. fxe5 Hxe5 41. Df3 De7 42. H1b3 f5 43. Kf2 Df6 44. Df4 Kh7 45. Dg5 Dg7 46. Hxb6 Hxb6 47. Hxb6 f4 48. Df6 fxg3+ 49. Kxg3 Hxe3+ 50. Kf2 Hh3 51. Dxg7+ Kxg7 52. Hb7 Hxh4 53. Hxf7+ Kh6 54. Ha7 Hh2+ 55. Kg3 Hc2 56. Hxa5 Hc3+ 57. Kf4 h4 58. Ha8 Kg7 59. a5 h3 60. He8 Ha3 61. He3 g5+ 62. Ke4 h2 63. He1 Hxa5 64. Hh1 Ha2 65. Kf5 Kh6 66. Kg4 Kg6 67. Kg3 Kf5 68. Hxh2 Ha3+ 69. Kg2 Kf4 70. Hh8 Ha2+ 71. Kf1 g4 72. Hf8+ Kg3 73. Hg8 Hc2 74. Ke1 Kf4 75. Kd1 Hh2 76. c5 Hh5 77. Hd8 g3 78. c6 Staðan kom upp í Íslandsmótinu í netskák sem lauk fyrir skömmu á skákþjóninum ICC. Íslandsmeistarinn, Stefán Kristjánsson (2822 ICC stig), hafði átt í vök að verjast gegn Davíð Kjartanssyni (2645 ICC stig) alla skák- ina og verið biskupi undir í 40 leiki þeg- ar hann bjargaði sér á ótrúlegan máta. 78... Hxd5+! 79. Hxd5 g2 staðan er nú bara jafntefli þar eð hvítur getur ekki varnað því að svartur komi g-peði sínu upp í borð og verður því að þráskáka. 80. Hd4+ Kf5 81. Hd5+ Kf4 82. Hd4+ Kf5 83. Hd5+ Kf4 og jafntefli samið. Stefán kallar sig á ICC Champbuster og hefur komst mest í 3245 ICC stig sem er með því hæsta sem Íslendingur hefur náð. Davíð teflir einnig mikið á ICC og kallar sig BoYzOne en hann hefur fengið hæst 2911 ICC stig. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20:30. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir; Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Wilma Young á fiðlu. Á dagskránni eru jólalög, íslensk og erlend, gömul og ný, hátíðleg og fjörug. Miðasala er hjá Léttsveitarkonum, sími 897-1885, og kostar miðinn kr. 1.200. Kórinn á 10 ára afmæli á þessu ári. Í tilefni af því er verið að gera heimildamynd í fullri lengd um kórinn og verður hún sýnd undir vorið. Fyrir utan tónleikahald tvisvar til þrisvar á ári treður kórinn upp á alls konar skemmt- unum, svona eftir pöntun. Einnig er fastur liður í starfi hans að syngja á Þorláksmessu við útimessu í Austurstræti sem miðborgarprestur, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sér um. Léttsveit Reykjavíkur í Bústaðakirkju Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Trompíferðin. Norður ♠1072 ♥ÁKD83 S/Allir ♦D5 ♣965 Suður ♠ÁKG863 ♥52 ♦Á87 ♣D7 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Suður spilar fjóra spaða eftir sagn- irnar að ofan. Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK laufi og spilar svo gos- anum, sem suður trompar. Austur fylgir tvisvar lit í laufinu, en hendir tígli í það þriðja. Hvernig er best að spila? Staðan er ekki slæm, en þó er sú hætta fyrir hendi að gefa slag á tromp og annan á tígul. Suður leggur niður trompás og báðir fylgja. Þá er best að spila hjarta á blindan og trompi á gos- ann. Ef svíningin misheppnast, verður spaðatían innkoma í blindan til að nýta hjartalitinn ef hann brotnar 4-2. Norður ♠1072 ♥ÁKD83 ♦D5 ♣965 Vestur Austur ♠5 ♠D94 ♥74 ♥G1096 ♦KG42 ♦10963 ♣ÁKG832 ♣104 Suður ♠ÁKG863 ♥52 ♦Á87 ♣D7 En í þessu tilfelli heppnast svíningin og þá er í lagi að gefa slag á tígul. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.