Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 45
MENNING
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur
fasteignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Jónas Valtýsson
sölumaður
Börkur Hrafnsson
lögmaður og
löggiltur
fasteignasali
HÁTÚN 6A
SÍMI
5 12 12 12
FAX
5 12 12 13
Netfang:
foss@foss.is
FASTEIGNASALA
Foss fasteignasala, Hátúni 6a sími 512 12 12, Fax 512 12 13, Netfang foss@foss.is
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á
SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR
ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ
SÖLUMENN
OKKAR Í SÍMA 512 1212
HLÍÐAR - GLÆSILEG
VÖNDUÐ OG VEL SKIPULÖGÐ 129 fm 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi í
Hlíðunum. Hol, sérsmíðaður fallegur skápur. Stofa og borðstofa samliggjandi. Dökkt fallegt
parket á gólfi. Stórir gluggar sem gefa mikla birtu. Útgengt á svalir frá stofu, mjög gott útsýni.
Vönduð sérhönnuð innrétting í eldhúsi með vönduðum eldunartækjum. Baðherbergi glæsilegt.
Tvö stór svefnherbergi, hjónaherbergi, með fataherbergi. Tvær stórar geymslur eru í kjallara,
báðar með aðgengi að snyrtingu, upplagt í útleigu. Hjóla- og vagnageymsla, sameiginlegt
þvottahús og þurrkherbergi. Sameign er snyrtileg. Verð 19,5 milljónir
LÁLAND - FOSSVOGUR
FOSS FASTEIGNASALA KYNNIR EINBÝLISHÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ Í FOSSVOGI. 143,3 fm
einbýlishús á einni hæð og 35,6 fm bílskúr ásamt stórri lóð. Húsið samanstendur af 3 svefn-
herbergjum, 2 stofum, sjónvarpsholi, eldhúsi, búri, þvottahúsi og 2 baðherbergjum. Gengið úr
svefnherbergi í upphitaðan glerskála. Góður bílskúr ásamt geymslu innaf bílskúrnum. Stór
og gróinn garður. GÓÐ EIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ. Verð 37 milljónir.
SVEIGHÚS - GRAFARVOGUR
UM ER AÐ RÆÐA EINBÝLISHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM ALLS 223,7 FM. ÞAR AF ER TVÖFAL-
DUR BÍLSKÚR 40 FM. EINNIG ER CA 60 FM ÓSKRÁÐ RÝMI Í KJALLARA SEM EKKI ER INNÍ FM
FJÖLDA. Fjögur svefnherbergi og tvær stofur. Rúmgóðar svalir útfrá borðstofu. Flísar og
parket á gólfum. Fallegar innréttingar. Eitt rúmgott baðherbergi, flísalagt hólf í gólf og gest-
asnyrting á 1. hæð. Verð 38 milljónir.
AUSTURSTRÖND - SELTJARNARNES
FOSS FASTEIGNASALA KYNNIR 67,4 FM, 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á ANNARI HÆÐ ÁSAMT
STÆÐI Í BÍLSKÝLI Í GÓÐU LYFTUHÚSI Á SELTJARNARNESI. Hol, flísar á gólfi, skápur. Það-
an er gengið inní alrými/hol, parket á gólfi. Opið eldhús, ágætt pláss fyrir eldhúsborð, eldri
viðarinnrétting flísar á milli innréttinga, parket á gólfi. Svefnherbergi er rúmgott, góðir skáp-
ar. Baðherbergi, flísalagt hólf í gólf, baðkar með sturtuaðstöðu. Mjög stórar svalir í kringum
íbúðina. Sameiginlegt þvottahús á hæðinni. Geymsla í kjallara. Stæði í bílskýli. Verð 12,9
milljónir.
NESVEGUR - 3JA HERBERGJA
GLÆSILEG 3JA HERBERGJA 73,7 FM ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉRGARÐI í NÝLEGU HÚSI
BYGGT 1995 Á GÓÐUM STAÐ Í VESTURBÆNUM. Hol, innaf því er sérgeymsla. Úr holi er
síðan beint gengið í alrými sem saman stendur af borðstofu og stofu, parket á gólfum. Opið
eldhús með fallegri viðarinnréttingu, rúmgott. Úr stofu er gengið útá glæsilega viðarverönd
til suðurs. Tvö björt og rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni.Alllar innréttingar eru úr kirsu-
berjarvið. Glæsilegt baðherbergi með fallegum flísum á gólfi, baðkar með sturtuklefa, tengi
fyrir þvottavél og þurrkara, FRÁBÆR EIGN Á VINSÆLUM STAÐ. VERÐ 14,9 MILLJÓNIR.
SKIPASUND - GLÆSILEG 3JA HERB.
MJÖG GÓÐ 3JA HERBERGJA 75,7 FM MEÐ MIKILLI LOFTHÆÐ (ÞAR AF 4,1 FM GEYMSLA)
ÍBÚÐ Í FALLEGU HÚSI Á FRÁBÆRUM STAÐ Í SKIPASUNDI Í REYKJAVÍK. Komið er inní for-
stofu/hol, bjart og rúmgott. Listar og rósettur í lofti. Innaf forstofu er gengið inní aðrar vistar-
verur í íbúðinni. Bjartar og samliggjandi skiptanlegar stofur, möguleiki á að breyta borðstofu
í svefnherbergi. Einkar fallegur og stór gluggi í annarri stofunni sem setur mikinn svip á íbúð-
ina. Rósettur eru í lofti í báðum stofum. Eldhús er rúmgott, gott pláss fyrir eldhúsborð. Svefn-
herbergi, er rúmgott og bjart, rósettur og listar í lofti, stórir og góðir skápar. Vel skipulagt
baðherbergið er með mósaíkflísum. Sameign er snyrtileg. Þvottahús í sameigninni, geymsla
í kjallara. FALLEG ÍBÚÐ Á RÓLEGUM STAÐ MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK. LOFTHÆÐ Í ÍBÚÐ ER
3,15 M SEM GEFUR MJÖG FALLEGAN BLÆ. Verð 14,9 millj.
VESTURGATA - 5 HERBERGJA
FOSS FASTEIGNASALA KYNNIR GLÆSILEGA 111 FM - 5 HERBERGA ÍBÚÐ MEÐ SVÖLUM Á
GÓÐUM STAÐ Í GAMLA VESTURBÆNU. LOFTHÆÐ Í ÍBÚÐ ER UM 3 METRAR. Komið inná
hol/forstofu, lakkað, bæsað steingólf. Rúmgott sérþvottahús. Fjögur rúmgóð svefnherbergi
með stórum gluggum. Bogadregin gluggi í einu þeirra. Rúmgott hol sem notað er undir rými
fyrir tölvu. Stofa og borðstofa í alrými, stórir gluggar, gerir rýmið bjart, steyptar fallegar
róssettur í lofti. Tvær snyrtingar eru í íbúðinni. Stórt eldhús, með hvítri innréttingu, ný elda-
vél og ofn. Sérlega skemmtileg og sjarmerandi íbúð í gamla vesturbænum. Verð 19,8 millj.
AÐVENTUTÓNLEIKAR voru
haldnir í Grensáskirkju á sunnu-
daginn. Auglýst hafði verið að
Oddur Björns-
son básúnuleik-
ari kæmi þar
fram en það
breyttist; í stað-
inn flutti Árni
Arinbjarnarson,
organisti með
meiru, prelúdíu
og fúgu eftir
Buxtehude og
gerði það ágæt-
lega; túlkunin
var fjörleg og tæknileg atriði voru
yfirleitt eins og þau áttu að vera.
Ekki eins góður var Kirkjukór
Grensáskirkju, sem samanstóð af
sautján manns. Söngurinn var
ekki alltaf hreinn og á tímabili
voru kórinn og kammersveitin
sem lék með honum hvort í sinni
tóntegundinni. Hljómburðurinn í
kirkjunni er reyndar ekkert sér-
staklega kóravænn; endurómunin
er tiltölulega lítil og er það
kannski ástæðan fyrir því hve
sópranraddir kórsins virkuðu
hvassar, en það var óþægilegt á að
hlýða. Einstakar karlaraddir voru
líka of sterkar miðað við hina og
skemmdi það töluvert heildar-
hljóminn.
Eins og áður sagði kom kamm-
ersveit fram á tónleikunum og
samanstóð hún af Pálínu Árna-
dóttur, Dóru Björgvinsdóttur, Ás-
dísi Þorsteinsdóttur, Þórhildi
Jónsdóttur, Kristjönu Helgadóttur
og Örnu Kristínu Einarsdóttur, en
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
spilaði á orgelið. Hljómsveitin stóð
sig prýðilega; samhljómurinn var
tær og allar hendingar fagurlega
mótaðar.
Óþarfi er að telja upp einstök
atriði efnisskrárinnar, en í það
heila var túlkunin sem slík sann-
færandi burtséð frá fyrrgreindum
tæknilegum vanköntum söngsins.
Helst mátti finna að þættinum úr
kantötu nr. 208 eftir Bach, Hjörð í
sumarsælum dölum, en hann virk-
aði órólegur og var því sennilega
of hraður fyrir þá sæluvímu sem
tónlistin fjallar um.
Að lokum verður að nefna lýs-
inguna í kirkjunni, sem var full-
mikil fyrir aðventutónleika. Mun
huggulegra hefði verið að hafa
hálfrökkur í kirkjunni og fleiri
logandi kerti.
TÓNLIST
Grensáskirkja
Kirkjukór Grensáskirkju söng ásamt
kammersveit undir stjórn Árna Arinbjarn-
arsonar tónlist eftir Buxtehude, Bach og
fleiri. Sunnudagur 12. desember.
Aðventutónleikar
Jónas Sen
Árni
Arinbjarnarson
FJÖLMIÐLAMAÐURINN Eggert
Skúlason og Tindra ehf hafa sent frá
sér DVD-diskinn Veiðiperlur. Á hon-
um eru tvær hliðar, önnur á íslensku
og hin á ensku. Á 72 mínútum er efn-
inu skipt upp í nokkra flokka,
Straumfjarðará á Snæfellsnesi er
heimsótt ásamt Rögnvaldi Guð-
mundssyni, „Í skugga laxins“ kynnir
Theodór leiðsögumaður við Víðidalsá
sjóbleikjustofn sem byggir ána en er
í skugganum af frænda sínum lax-
inum hvað varðar hylli veiðimanna,
„Eyðifjörður“ fjallar um heimsókn
Einars Guðmanns og Ólafs Henrik-
sens í Héðinsfjörð þar sem sjóbleikja
er viðfangsefni veiðimanna, „Þessi
fallegi dagur“ er óður Bubba Mort-
hens til stangaveiða og uppgjör hans
við tvær heimsþekktar laxveiðiár,
Hofsá í Vopnafirði og Laxá á Ásum,
og loks er „Ósaveiði“ þar sem Ásgeir
Halldórsson og frú í Sportvörugerð-
inni halda í sjóbirting vestur í Stað-
arsveit.
Eins og fyrir liggur er hér róið á
mið stangaveiðimanna og er Eggert
Skúlason öllum hnútum kunnugur á
þeim vettvangi eftir að hafa stýrt
gerð fjölda svokallaðra Sporðakasta-
þátta sem Stöð 2 sýndi á árum áður.
Eggert hefur einnig framleitt önnur
myndbönd og DVD um stangaveiði.
Með honum ævinlega er Friðrik
Guðmundsson kvikmyndagerð-
armaður og eftir að hafa skoðað
Veiðiperlur verður ekki annað sagt
en að þeir Eggert og Friðrik séu
bara nokkuð góðir saman.
Undirrituðum finnst nánast óþarfi
að geta frábærrar myndatöku Frið-
riks, sem skilar náttúru landsins svo
hundrað prósent heim í stofu að
menn eru farnir að róta í flugubox-
unum og rifja upp liðnar vertíðir óðar
og sýningunni er lokið, þó að úti sé
nú svartasta skammdegið. Sér-
staklega er undirritaður hrifinn af
myndskeiðinu frá eyðifirðinum. Frá-
bærar einnig tökur þar sem sjó-
bleikjur eru að svífa á fluguna og
taka hana.
Inn í þennan óð til landsins fléttar
Eggert fræðslu, m.a. er varðar and-
streymisveiði, þurrfluguveiði, gáru-
fluguveiði, mismunandi viðhorf
manna til þess hvernig bregðast eigi
við fiski og þannig mætti áfram telja.
Skemmtilegt er einnig að sjá öll, eða
að minnsta kosti flest, viðhorf í há-
vegum höfð. Menn bæði sleppa fiski
og hirða í soðið, menn nota bæði
flugu og spón. Hér eru engir for-
dómar, aðeins að menn fari út í ís-
lenska náttúru, skemmti sér og veiði
eftir sínu nefi.
Þó að myndskeiðið um eyðifjörð-
inn sé að mati undirritaðs hápunktur
Veiðiperla, þá er ekki hægt annað en
að nefna myndskeiðið um Bubba.
Bubbi er í besta falli bráðskemmti-
legur náungi og hress með eindæm-
um og það veður á honum í Veiðiperl-
um. Margt skemmtilegt hrekkur
uppúr honum á milli þess sem hann
dregur laxa á færibandi. Merkileg þó
og eftirminnileg er afgreiðsla hans á
Laxá á Ásum, sem fyrir fáum árum
þótti hugsanlega besta laxveiðiá í
heimi og þrátt fyrir að hafa dalað
verulega, er samt ein besta laxveiðiá
landsins sé miðað við veidda laxa á
hverja dagstöng. Samkvæmt Bubba
þá er áin bara „spræna“ sem hann
ætlar aldrei aftur að veiða í!
Draumadagar við Veiðiperlur
DVD DISKUR
Veiði
Eggert Skúlason og Tindra ehf. 72 mín.
Veiðiperlur
Guðmundur Guðjónsson