Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 46
BÚIÐ er að taka niður vaxmyndirnar af frægu fólki í hlutverkum Jósefs,
Maríu, vitringanna og hirðingjanna, í Madame Tussaud-vaxmyndasafninu í
Lundúnum.
Þar var ekki verið að bregðast við harðri gagnrýni kirkjunnar manna
við uppátækinu heldur neyddust sýningarhaldarar til að loka sýningunni
eftir að unnin voru skemmdarverk á Victoriu og David Beckham klæddum
sem Maríu og Jósef. Sást til manns á þrítugsaldri ganga ítrekað í „skrokk“
á þeim Beckham-hjónum, eða réttara sagt vaxmyndum þeirra, og hverfa
svo út á stræti Lundúna án þess að menn hefðu hendur í hári hans.
Reuters
David og Victoria Beckham sem Jósef og María og engillinn
Kylie Minogue vakir yfir. Umdeild Biblíutúlkun.
Beckham skemmdur
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NOKKUÐ hefur borið á vakningu
undanfarið hvað varðar svonefnt „lif-
andi hljóð“ í tónlist, nokkurs konar
þjóðlagavakningu. Kontrabassar,
kassagítarar, píanó og orgel hafa
gengið í endurnýjun lífdaga og þykir
jafnvel orðið nokkuð flott að láta
harmónikku, fiðlu eða mandólín
fylgja með í flutningnum. Ekkert er
nema gott um það að segja, enda hef-
ur hið hlýja og lifandi hljóð „alvöru“
hljóðfæra óneitanlegan sjarma.
Helgi Pétursson fær á þessari
plötu til liðs við sig sannkallað lands-
lið tónlistarmanna til að taka upp
sína uppáhalds „standarda“, sem er
annað nafn yfir sígild dægurlög,
nokkurs konar dægurperlur. Þá fær
hann Jónas Friðrik Guðnason ljóð-
skáld til að þýða erlenda texta og
hnýtir lokahnútinn á góða formúlu
með því að fá til liðs við sig Jón Ólafs-
son, sem er án efa
einn fjölhæfasti
upptökustjóri
landsins.
Útkoman er
eftir því, dæg-
urperlurnar eru
listivel spilaðar og ljúfur söngur
Helga nýtur sín ágætlega, þó stöku
áherslur og hendingar séu dálítið
„köflóttar“. En það er bara eitthvað
sem vantar. Þetta verður eiginlega
fullmikil formúla fyrir minn smekk.
Platan er örugg og ljúf, en um leið
áhættulaus, bragðdauf, fyrir utan
sætuna. Dálítið eins og tónlistarlegur
Volvo, örugg en skortir ögrun eða
hrjúfleika. Það er þó alls ekki hægt
að kvarta yfir hljóðfæraleiknum eða
útsetningunum, hljómurinn er góður,
en það vantar bara eitthvað.
Umgjörð plötunnar er mjög vönd-
uð og persónulegar athugasemdir
Helga við hvert lag eru af hinu góða.
Það er gaman að fá smá innsýn inn í
það sem listamaðurinn er að hugsa.
Helgi er líka hinn ágætasti gleðigjafi
og þjónar sínum hlustendum með
prýði. Þessi plata gengur áreiðanlega
vel í þá sem leita í hlýjan og notaleg-
an faðm dægurperlnanna.
Við fjórðu hlustun vaknaði hjá mér
gömul fagurfræðileg vangavelta um
muninn á handverki og list. Þessi
plata myndi líklega seint flokkast
sem list, en hún er án nokkurs vafa
hið prýðilegasta handverk og þjónar
vel sínum tilgangi.
Prýðilegt handverk
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Helgi Pétursson syngur erlend lög í ís-
lenskum þýðingum Jónasar Friðriks
Guðnasonar og leikur á kontrabassa.
Guðmundur Pétursson: gítar, Jón Ólafs-
son: píanó, Hammond orgel og bakraddir,
Róbert Þórhallsson: rafbassi, Dan Cass-
idy: fiðla, Sigfús Óttarsson: trommur,
Haukur Gröndal: klarinett, Snorri Sigurð-
arson: trompet, Ásgeir Óskarsson: slag-
verk, Þuríður Sigurðardóttir: söngur í
Alltaf hjá mér, Regína Ósk Óskarsdóttir:
Bakraddir og söngur, Í Borgarfirði.
Jón Ólafsson stýrði upptökustjórn og út-
setningum.
Helgi P. – Allt það góða
Svavar Knútur Kristinsson
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
*
www.borgarbio.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
VINCE VAUGHN
BEN STILLER
Sýnd kl. 6 og 8..
Ó.Ö.H / DV
Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15
PoppTíví
PoppTíví
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
Miðasala opnar kl. 15.30
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
Óttist endurkomuna því hann er mættur
aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!!
i í
í l i i i
❄❄
❄
❄
❄❄
❄
❄ ❄
❄
❄ ❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Sjáumst
í bíó
Sjáumst
í bíó
Sýnd kl. 4.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
kl. 4, 6, 8 og 10.
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
.
DodgeBall
DV ÓÖH...
..stórskemmtileg
og hin hressasta...
DV ÓÖH...
ekki
ekki
Ó.Ö.H. DV
EIN
ÓHUGNALEGASTA
MYND SEINNI
ÁRA
Alls ekki fyrir
viðkvæma
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.
BRUCE-LEE
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
TVEIR ókunnugir menn, (Gordon
læknir Elwes) og ljósmyndarinn
(Adam Whannell), ranka við sér í
sóðalegri kjallaraboru, hlekkjaðir
við pípulögnina. Á miðju gólfi ligg-
ur lík í blóðpolli. Smám saman átta
þeir sig á því að þeir eru nýjustu
fórnarlömb raðmorðingja sem kall-
aður er Jigsaw og leikur lausum
hala í borginni. Hann hefur þann
háttinn á að etja fórnarlömbum sín-
um saman eða leggja fyrir þau
þrautir sem leysa þau úr prísund-
inni ef þeim tekst að leysa þær inn-
an ákveðinna tímamarka.
Sumar myndir eru ætlaðar á
fastandi maga. Saw er ein þeirra,
yfirmáta subbuleg og full af óhugn-
anlegum smáatriðum, en lengst af
heldur hún áhorfandanum yst á
stólbrúninni, spennandi og hug-
vitssöm í miskunnarlausum kvala-
losta.
Atburðarásin er mikið til njörvuð
við rýmið í kjallaranum og persón-
urnar tvær. Wan, sem er að fást
við sitt fyrsta leikstjórnarverkefni,
heldur manni við leiksviðslegt efnið
en hann er einnig handritshöfundur
ásamt Whannell, sem leikur sann-
færandi annað fórnarlambanna.
Elwes gerir einnig það sem af hon-
um er krafist allt að lokakaflanum,
þá verður hann ámóta trúverðugur
og á sokkabuxunum í Skírisskógi.
Lokakaflinn er öllum erfiður, fram-
vindan fer gjörsamlega úr bönd-
unum í slöppum aukafléttum þar
sem Glover fær svo vondar línur
sem lögreglumaður á spori rað-
morðingjans, að honum er hrein-
lega vorkunn. Um svipað leyti fara
síendurtekin afturhvörf að gerast
þreytandi og ruglandi en engu að
síður búa bestu kaflar Saw yfir
óvenjulegum mögnuðum frum-
krafti, ferskleika og svo sjúklega
spilltu andrúmslofti að myndin er
sannarlega ekki fyrir viðkvæmar
sálir.
Kvalalosti í kjallaranum
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri.
Leikstjóri: James Wan. Aðalleikendur:
Cary Elwes (Dr. Lawrence Gordon),
Danny Glover (David Tapp), Monica Pott-
er (Alison Gordon), Leigh Whannell
(Adam). 100 mín. Bandaríkin. 2004.
Sög (Saw)
Sæbjörn Valdimarsson
GEORGE Clooney, Brad Pitt og allir hinir krimmarnir
skutust á toppinn í Bandaríkjunum með framhaldið af
Ocean’s Eleven, sem heitir Ocean’s Twelve.
Í myndinni leika, auk þeirra Clooneys og Pitts, Matt
Damon og Julia Roberts, líkt og í fyrri myndinni, sem
og heill her af margfrægum Hollywood-stjörnum. Við-
tökurnar voru líka eftir því. Myndin tók tæplega 41
milljón dala í kassann (2,5 milljarða króna), sem eru að-
eins betri viðtökur en forverinn frá 2001 fékk sína
fyrstu helgi þegar hún halaði inn rúmlega 38 milljónir
dala. Hér er auk þess á ferð fjórða stærsta frumsýning í
desembermánuði frá upphafi og hefur einungis
Hringadróttins-þríleikurinn gert betur.
Í framhaldinu, sem fengið hefur ansi hreint misjafna
dóma, fylgjumst við með genginu svala fremja þrjú
meiriháttar rán í Evrópu. Myndin felldi toppmynd síð-
ustu vikna, hasarmyndina National Treasure, úr sessi
og niður í þriðja sætið.
Þriðja Blade-myndin, Blade: Trinity, með Wesley
Snipes komst upp á milli þeirra.
Þá njóta þær enn vinsælda jólamyndirnar The Polar
Express og Christmas with the Kranks.
Allar verða þessar fimm toppmyndir meðal jóla-
mynda hér á landi í ár. Sýningar eru þegar hafnar á
síðastnefndu myndunum tveimur, Ocean’s Twelve og
Blade: Trinity verða frumsýndar um næstu helgi og
National Treasure verður nýársmynd.
Bíóaðsókn | Ocean’s Twelve á toppinn vestra
Clooney og krimmarnir
Svalur og gengið. Damon, Pitt og Clooney
leggja á ráðin í Ocean’s Twelve.
STÓRI salurinn í Laugarásbíói var
tekinn formlega í notkun á laug-
ardaginn eftir að hafa fengið lag-
lega andlitslyftingu, hallinn verið
aukinn og búið að skipta um sæti og
hljóðkerfi.
Eigendur Myndforms, sem rekur
Laugarásbíó, Magnús og Gunnar
Gunnarssynir og Snorri Hall-
grímsson, tóku á móti góðum gest-
um af þessu góða tilefni, starfsfólki
sínu og velunnurum, auk aðstand-
enda Sjómannadagsráðs sem er
eigandi húsnæðisins sem Laug-
arásbíó starfar í.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eigendur Myndforms sem rekur Laugarásbíó: Snorri Hallgrímsson og
Gunnar og Magnús Gunnarssynir fögnuðu nýja salnum á laugardag ásamt
Guðmundi Hallvarðssyni, formanni Sjómannadagsráðs.
Nýtt og
betra
Laugarásbíó