24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 1

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 1
Veggjakrot er vaxandi vandamál í Reykjavík. Lögreglan greip í gær ung- lingspilt sem var að krota á innréttingu strætisvagns. Hann var með mynda- vél sem var full af myndum af veggjakroti. „Það er nokkuð um að menn myndi verk sín og birti þau á netinu, en þeir gera það sjaldnast undir nafni, ef nokkurn tímann,“ segir Páll Hilmarsson, sem hefur rannsakað veggjakrot í borginni. Maðurinn á myndinni tengist ekki veggjakroti. Með sannanirnar á sér 24 stundir/Frikki „Mynda verk sín og birta þau á netinu“ 24stundirfimmtudagur29. nóvember 2007229. tölublað 95. árgangur „Það sem stendur upp úr er hvað Guðni er feikilega skemmtilegur, einlægur og sannur. Það er ekki til í honum pólitísk illska,“ segir Sig- mundur Ernir, ritari ævisögu Guðna Ágústssonar. Einlægur og sannur KOLLA»22 „Hláturjóga felst í því að fólk nýtir sér jákvæð áhrif hlátursins á líkama og sál með því að hlæja saman í hóp,“ segir Ásta Valdimarsdóttir hlát- urleiðbeinandi sem stendur fyrir opnum hláturjógatímum. Hláturjógatímar HEILSA»33 Framkvæmdastjóri SFR segir það alvarlegt ef fyrirtækið InPro eigi að safna gögnum um veikindi starfs- manna og hefur sent málið til Persónuverndar. Ráðfærir sig við Persónuvernd »4 Norðmenn óttast að ný tilskipun ESB geti leitt af sér undirboð á vinnumarkaði. Beiti þeir neit- unarvaldi gæti það leitt til loka EES-samnings. Norðmenn gætu beitt neitunarvaldi »10 Verð fyrir farsímaþjónustu hækk- aði á sama tíma og meðalnotkun farsíma stóð í stað hérlendis á tímabilinu 2002 til 2006. Öfugt við Norðurlönd. Verðið heldur símanotkun niðri »6 000 2001 2002 2003 2004 200 NOREGUR ÍSLAND DANMÖRK SVÍÞJÓÐ Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, fór í gær á fund Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra og bað um skýringar á bréfi sem sent var skólum og ýmsum hagsmunaaðilum vegna ferða í tengslum við fermingar- fræðslu barna í 8. bekk. Kirkjan fékk ekkert bréf Biskup gerði athugasemdir við að bréfið var ekki sent neinum í þjóðkirkjunni, enda þótt um 90 prósent barna fermist þar. Biskup fann einnig að því að í bréfi ráð- herra til skólanna segir að óheimilt sé að veita nemendum í áttunda bekk leyfi til að fara í fermingar- ferðalag á skólatíma. Biskup bendir á að börn fái iðulega leyfi í einn eða tvo daga til að fara í ferðir af ýmsu tagi. Ennfremur áréttaði Karl Sig- urbjörnsson á fundinum að ekkert barn er í fermingarfræðslu gegn vilja foreldra sinna. Skóli og kirkja komi sér saman Biskup telur að kirkja og skóli eigi að koma sér saman um með hvaða hætti foreldrar fá leyfi fyrir börn sín til að sinna fermingar- fræðslu. „Þjóðkirkjan vill vera banda- maður heimilanna í landinu, for- eldranna,“ segir biskup í bréfi sem hann skildi eftir hjá menntamála- ráðherra í gær. Eftir fundinn telur biskup að fengist hafi úr því skorið að bréf ráðuneytisins beri ekki að skilja svo að tekið verði fyrir ferm- ingarferðir á skólatíma. Það verði leiðrétt og ferðirnar farnar áfram, en „ef menntamálaráðuneytið telur að þar þurfi ákveðnari vinnureglur þá er þjóðkirkjan fús til samstarfs.“ Samkvæmt upplýsingum frá bisk- upsstofu var góður andi á fund- inum og menntamálaráðherra fús til samstarfs við kirkjuna. Biskup til ráðherra vegna bréfs  Karl Sigurbjörnsson biskup fór á fund menntamálaráðherra í gær til að fá staðfest að fermingarfræðsla megi vera á skólatíma ➤ Bréf menntamálaráðuneyt-isins frá því fyrr í þessum mánuði vakti upp spurningar skólastjóra um hvenær mætti gefa leyfi. ➤ Siðmennt, félag siðrænnahúmanista á Íslandi, telur skýrt að ekki megi blanda saman kirkju- og skólastarfi. BRÉF TÚLKAÐ Á TVO VEGU LITLU JÓLIN BURT»6 5 4 2 4 5 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 120,38 ÚRVALSVÍSITALA 6.811 SALA % USD 61,79 -1,60 GBP 128,00 -1,49 DKK 12,23 -2,28 JPY 0,56 -2,94 EUR 91,23 -2,28 -2,05 2,05 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 14 Konfektið ódýrast í Vínberinu NEYTENDAVAKTIN Vildi aftur í steininn Karlmaður stal nýverið köku úr höndum konu úti á götu í rússneska bænum Krasnoy- arsk og bað hana svo að til- kynna glæpinn til lögreglu. Talsmaður lögreglu sagði manninn hafa sagt lög- reglumönnum að hann vildi komast aftur í fangelsi, en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði nýlega lokið afplánun á tólf ára dómi. Hann hefur nú verið ákærður og gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist. aí AUKABLAÐ 4bls OPIÐ TIL KL. 22:00 Nú á tveimur stöðum! Holtagörðum Reykjavík Kauptúni Garðabæ Bæjarlind 1 - Sími 544 4510 Opið alla daga frá kl. 10.-20. E F L IR Helgar tilboð 998 kr Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Barnahúsgögn Allt í barnaherbergið - sjón er sögu ríkari

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.