24 stundir


24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 4

24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnvöld til þess að endurskoða samkomulag sitt við Seðlabankann um verðbólguviðmið þannig að verðbreytingar á eigin hús- næði falli brott. Þá hvetja samtökin stjórnvöld til þess að endurskoða lögin um Seðlabankann þannig að horf- ið verði frá ósveigjanlegu verðbólgumarkmiði og unnt verði að taka tillit til annarra aðstæðna í þjóðarbú- skapnum en verðbólgu við ákvörðun stýrivaxta. Þetta kemur fram í ályktun fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífs- ins sem var samþykkt á fundi fulltrúaráðsins í gær. Segir í ályktuninni að óvissa og óróleiki á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum muni marka efna- hagsframvinduna á næstu mánuðum og jafnvel miss- erum. „Fjármálageirinn sem verið hefur ein helsta upp- spretta vaxtar í íslenskum þjóðarbúskap undanfarin ár mætir nú hækkandi fjármögnunarkostnaði sem leiðir til aukinnar varfærni og minni umsvifa.“ mbl.is Samtök atvinnulífsins vilja sjá breytingar Nýtt verðbólgumarkmið Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Starfsmönnum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er nú gert að tilkynna veikindi til heil- brigðisþjónustufyrirtækisins InPro. Þórarinn Eyfjörð, fram- kvæmdastjóri SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, segir starfs- menn ekki skylduga til að tilkynna veikindi til þriðja aðila, heldur beri þeim samkvæmt kjarasamningi að tilkynna þau til vinnuveitenda. ,,Þessu verður ekki breytt nema með kjarasamningum. Öllum stofnunum ríkisins ber að virða það,“ leggur Þórarinn áherslu á. Hann kveðst hafa heimildir fyrir því að í upphafi hafi starfsmönn- um verið tilkynnt að samþykktu þeir ekki að tilkynna InPro um fjarvistir yrðu þeir að skila lækn- isvottorði daglega og greiða allan kostnað sjálfir. ,,Þeim var einnig tilkynnt að greiðsla veikindalauna félli niður. En nú er verið að draga þetta til baka og reyna að klóra yfir alla vitleysuna.“ Guðný Anna Arnþórsdóttir, starfsmannastjóri svæðiskrifstof- unnar, segir það ekki rétt að starfs- menn eigi að greiða fyrir læknis- vottorð sjálfir. Hún vill ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi, eins og hún orðar það. Þórarinn segir það einnig alvar- legt ef InPro eigi að safna gögnum um veikindi starfsmanna og hefur sent málið til Persónuverndar til umsagnar. Á heimasíðu InPro segir að fyr- irtækið sé í samstarfi við Persónu- vernd varðandi innra öryggi per- sónuupplýsinga og prófun staðla þeim tengdra. Bragi Axelsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir stofnunina ekki í samstarfi við InPro, heldur veiti Persónuvernd leiðbeiningar varðandi vinnslu persónuupplýs- inga. ,,Það hefur engin úttekt farið fram af hálfu Persónuverndar á vinnslu persónuupplýsinga hjá InPro og Persónuvernd mun óska þess að umræddur texti á heima- síðu fyrirtækisins verði leiðréttur.“ Reynt að klóra yfir vitleysuna  Framkvæmdastjóri SFR segir félagsmenn ekki skylduga til að til- kynna veikindi sín til InPro  Málið sent til Persónuverndar Fatlaðir Starfsmenn Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík undrast það fyrirkomulag að þurfa að tilkynna veik- indi til InPro. ➤ Heilbrigðisþjónustufyr-irtækið InPro býður upp á fjarvistaskráningu og ráðgjöf fyrir alla fjölskylduna. ➤ Svæðisskrifstofa málefna fatl-aðra í Reykjavík hefur gert samning við InPro fyrir fjórar starfsstöðvar til reynslu í einn mánuð. FJARVISTASKRÁNINGAR Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Víða er hægt að kaupa íslenskt konfekt í kílóa pakkn- ingum, eru þá molarnir ekki í sérstökum hólfum eða í fallegum umbúðum og sjálfsagt eru það hagstæðustu kaupin. Neytendasamtökin könnuðu verð á slíkum kössum af blönduðum molum frá Nóa Síríus. Vínber- ið við Laugaveg er með langlægsta verðið. Þó verður að taka fram að magnið er takmarkað í Vínberinu enda er verslunin ekki mjög stór. Lang ódýrast hjá Vínberinu Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Konfekt frá Nóa Sírús 1 Kg. Verslun Verð Verðmunur Vínberið 1.499 Bónus 1.875 25,0 % Krónan 1.876 25,0 % Melabúðin 1.898 27,0 % Fjarðarkaup 2.190 46,0 % Nóatún 2.199 47,0 % „Það verður að taka tillit til þess að það eru mjög sérstakar aðstæður á danska markaðum og verðið þar mun lægra en í löndunum í kring,“ segir Hjördís Árnadóttir, fjölmiðla- fulltrúi Actavis, spurð um þann tífalda verðmun sem er á lyfjum Actavis á Íslandi og í Danmörku. 24 stundir sögðu frá því í gær. Hjördís segir þetta ekkert nýtt og fyrirtækið hafi svarað þessum at- hugasemdum áður. ejg Actavis um verðmun Aðstæður aðrar Frá og með 1. des. er opið til 22:00 fram að jólum Bjartara skammdegi GLÄNSA aðventuljós 7 armar L59xB94, H45 cm 3.990,- GLÄNSA aðventuljós 7 armar L33xH14 cm 695,-            ! " #$%&%'(     ) * +, -. , -. +    +    ) * #/  !)* )-- 0 *0  . 1 - - /- /  -.  2* */ 2  */  //  3 4 5 / / 6! /

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.