24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir
Á undanförnum einum og hálfum ára-
tug eða svo hefur tekist að búa þann
ramma utan um efnahagslífið að við höf-
um náð miklum árangri, en um leið hef-
ur grunngerð samfélagsins verið styrkt.
Það er áhugavert að Noregur og Ís-
land eru efst á listanum og ætti að vera
til umhugsunar fyrir þá sem segja að það sé engin
framtíð önnur möguleg en að ganga í ESB.
Sú stefna hefur orðið ofan á að hafa lága skatta, aga í
ríkisfjármálum og skilvirkt og einfalt regluverk fyrir
atvinnulíf. Þetta skilar miklum efnahagslegum árangri
um leið og öflug lýðræðishefð og rík samhjálparkennd
tryggir félagslegan jöfnuð.
Uppsafnaður auður nágrannaþjóða okkar sem
gengið hefur í arf á milli kynslóða er miklu meiri en
okkar. Það er mikið verk óunnið þar til við stönd-
um þeim jafnfætis.
Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
MEÐ
Er Ísland best í heimi?
Illuga og Ögmundi líst misvel á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna
4
3
2
1
Okkur er sagt í fréttum að Ísland
tróni efst á blaði hvað varðar lífskjör.
Ég hygg að láglaunafjölskyldan spyrji
hvort það geti ekki verið að gleymst
hafi að spyrja hana.
Þessi almenna kúrva segir okkur lítið
um lífsgæði þeirra sem höllum standa
fæti og orðið hafa eftir í samfélaginu. Hún segir
okkur heldur ekkert um niðurbrot á félagslegum
innviðum samfélagsins eða almenna líðan fólks.
Það sem stingur mann líka í fréttaflutningi af þess-
ari skýrslu er að í íslenskum fjölmiðlum er ekki
minnst einu orði á aðaláherslur skýrslunnar og
starfs Sameinuðu þjóðanna, sem er baráttan gegn
loftslagsbreytingum.
Hvenær ætlum við Íslendingar að taka forystu í
loftslagsmálum í stað þess að sætta okkur við
skammarverðlaunin?
Ögmundur Jónasson er formaður þingflokks Vinstri grænna.
MÓTI
Vestur-Afríku, var í Síerra Leóne
fyrr á þessu ári. „Ég hef farið víða
og töluvert um löndin í kring og ég
held að Síerra-Leóne sé það alfá-
tækasta land sem ég hef nokkurn
tímann komið til.“
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Á Íslandi eru heimsins mestu lífs-
gæði, samkvæmt nýútkominni
skýrslu Þróunarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Í sömu úttekt kem-
ur Síerra Leóne landa verst út. Á
vegum Íslands eru nokkur verkefni
í gangi sem berjast fyrir bættum
kjörum Síerra Leóne-manna.
Augljós munur á löndunum
Anna B. Hendriksdóttir, verk-
efnisstjóri Rauða kross Íslands fyrir
Afleiðingar borgarastríðs
Rauði krossinn sinnir ýmsum
verkefnum í Síerra Leóne, til dæm-
is í baráttunni gegn malaríu og fyr-
ir heilsugæslu. Íslandsdeildin ein-
beitir sér að stuðningi við börn.
Vegna borgarastríðsins sem geisaði
í landinu misstu flest börn 5-6 ár
úr skóla og þurfa að auki sálræna
aðstoð.
„Hluti framlagsins fer í að styðja
athvörf og endurhæfingarverkefni
fyrir börn sem jafnvel voru tekin
sem hermenn,“ segir Anna.
LÍFSGÆÐI Á ÍSLANDI OG Í SÍERRA LEÓNE
300
þús.
5,6
mill.
Sæti á lífsgæðalista
Lífsgæðastuðull (af 1)
1
177
0,968 0,336
Ís
la
nd
Sí
er
ra
L
eó
ne
Íbúar undir
15 ára aldri
Íbúar yfir
65 ára aldri
42,8%
3,3%
22,1%
11,7%
Íbúar Verg lands-
framleiðsla
Rafmagns-
framleiðsla
2.
26
7.
00
0
kr
.
50
.0
00
k
r.
29
.4
30
k
W
st
.
24
k
W
st
.
krónur á íbúa kWst. á íbúa
Læknar á
100.000 íbúa
Útgjöld til
heilbr.mála
krónur á íbúa
20
5.
00
0
kr
2.
10
0
kr
.
362
3
6,5
2
Frjósemi
fæðingar á konu
Ungbarnadauði
af 1.000 lifandi fæddum
Mæðradauði
af 100.000 lifandi fæddum
165
2
2.100
4
He
im
ild
: H
um
an
D
ev
el
op
m
en
t R
ep
or
t
Toppsætið
hjálpar neðsta
Síerra Leóne í botnsæti lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna
Íslendingar byggja skóla og endurhæfingarstaði fyrir börn
➤ Utanríkisráðuneytið hefurveitt fé til verkefna Rauða
krossins í Síerra Leóne.
➤ UNICEF á Íslandi hefur staðiðað byggingu skóla í landinu.
LÍFSGÆÐI
Dúndur tilboð á daglinsum!
Hagkaupshúsinu, Skeifunni • 2. hæð Kringlunnar • Spönginni, Grafarvogi
(algengt verð 15.000,-)