24 stundir - 29.11.2007, Side 15

24 stundir - 29.11.2007, Side 15
24stundir FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 15 Borgar Þór Einarsson lögmaður skrifar í Deiglunaum viðbrögð Guðna Ágústs- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins, við fregnum um að Ísland væri kom- ið í efsta sæti lífs- kjaralista Sameinuðu þjóðanna. Guðni steig í pontu í umræðum á Alþingi, þakkaði framsóknar- mönnum árangurinn og óskaði Samfylkingunni til hamingju með að taka við góðu búi. Borgar Þór rifjar upp ýmis ummæli Guðna frá því að hann komst í stjórn- arandstöðu, um að efnahagslífið sé í kalda koli. „Svona maður á auðvitað að gefa ævisögu sína út á fimm ára fresti að lágmarki, hann er frábær,“ skrifar Borgar. Valgerður Sverrisdóttir,þingmaður Framsókn-arflokksins, var heima í kjördæmi um síðustu helgi. Hún skrifar um ljósleið- arann sem kominn er í Grýtubakka- hrepp, en segir það galla á gjöf Njarðar að heimamenn verði sjálfir að borga hann „þrátt fyrir Fjarskiptasjóð sem við framsókn- armenn gerðum kröfu um við sölu Símans. Málið er það að Grýtubakkahreppur telst til svæða þar sem fjarskiptafyr- irtækin eiga að sjá sér hag í að byggja upp nauðsynlega þjón- ustu.“ Valgerður ályktar að í Grýtubakkahreppi vanti „mark- aðsbrest“ til að Fjarskiptasjóður megi veita liðsinni til mannsæm- andi háhraðatenginga. Einu sinni hélt hópur hægri-sinnaðra hugsjónakvennaúti vefriti sem kallað var Tíkin og barðist fyrir einstaklings- frelsi, einkaframtaki og jafnrétti. Á með- al nafntogaðra greinarhöfunda voru Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Vilborg G. Hansen, Ásthildur Sturlu- dóttir og margar fleiri. Í nýjustu færslunni í vefritinu kemur fram að Tíkin fari í sumarfrí 15. júní. „Tíkarpennar hafa um tíma hug- að að endurnýjun síðunnar og sumarfríinu verður varið í hug- myndavinnu. Ritstjórn mun taka sér góðan tíma í þá vinnu í sumar og gerir því hlé á ritstjórn- arstörfum þar til í lok ágúst,“ segir þar. Þetta er að verða dálítið langt sumarfrí. KLIPPT OG SKORIÐ Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi en heimilisof- beldi og kynferðislegt ofbeldi eru án efa algengustu mannréttindabrotin á Íslandi í dag. Í því sambandi er fróð- legt að rifja upp nýlegan dóm í Kompásmálinu en þar voru þrír menn sýknaðir af ákæru um tilraun til kynferðisafbrots eftir að þeir höfðu nálgast einstakling sem þeir töldu vera 13 ára stúlku á netinu í kynferðislegum tilgangi. Dómurinn taldi að netsamskiptin gætu ekki tal- ist vera sönnun um ásetning þeirra þótt þeir hefðu mætt á umræddan fundarstað. Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Hér var til umræðu hvort til- raunaákvæði hegningarlaga hefði dugað til að ná yfir svokallaða net- tælingu gagnvart börnum í kynferð- islegum tilgangi. Samkvæmt héraðs- dómnum virðist svo ekki vera. Sé vafi þá… Fyrir stuttu tók ég þetta mál upp á Alþingi og var dómsmálaráðherra frekar jákvæður í garð hugsanlegra lagabreytinga en hann vildi þó bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Ég tel hins vegar að alveg burtséð frá hugs- anlegri niðurstöðu Hæstaréttar þurfum við að breyta lögunum þar sem niðurstaða dómstóls liggur fyrir sem staðfestir að hægt sé að túlka núgildandi lög á þann veg sem hér- aðsdómstóllinn gerir. Það býður síð- an hættunni á fleiri sýknudómum fyrir svipaða verknaði heim. Við ætt- um því að fara þá leið sem aðrar þjóðir hafa farið að gera nettælingu gagnvart börnum í kynferðislegum tilgangi refsiverða í sjálfu sér. Þá þurfum við ekki að vera háð mati dómstólanna á tilraunaákvæði, sem getur að sjálfsögðu alltaf verið mats- kennt. Sé einhver vafi á að núverandi lagaákvæði nái utan um slíkt athæfi ber okkur að bregðast við því. Vantar tálbeitur í lögin Í Kompásmálinu reyndi einnig á notkun tálbeitna. Talið var að ekki hefði verið heimilt að nota tálbeitu til að kalla fram refsiverða háttsemi eins og var gert í þessu máli enda samræmdist það ekki þeim reglum sem gilda um notkun lögreglu á tál- beitum við rannsókn mála. Jafn- framt var talið að vafi léki á því hvort heimilt hafi verið að byggja rann- sóknina á gögnum Kompáss. Þessi niðurstaða dómstólsins um þessa tilteknu notkun fjölmiðils á tálbeitum er hugsanlega rökrétt í ljósi núverandi laga. Málið vekur þó upp spurningar hvort við ættum ekki að huga að lagabreytingum um heimildir lögreglu til að beita tálbeit- um. Mér finnst rökrétt að íslenska lögreglan fái svipaðar lagaheimildir í baráttu sinni gegn barnaníðingum og aðrar þjóðir hafa. Ég er einnig sannfærður um að lagaheimildir lögreglu til að beita tálbeitum gegn barnaníðingum myndu fæla hugs- anlega gerendur frá þessu athæfi. Með því einu væri mikið unnið. Alvarlegustu brotin Undanfarin ár höfum við tekið mörg jákvæð skref í þessum mála- flokki. Ég vil sérstaklega taka fram að nú eru alvarleg kynferðisafbrot gegn börnum ófyrnanleg en Ísland er lík- lega eina landið í heiminum sem hefur þessi brot ófyrnanleg. Á hverju ári síðasta kjörtímabils lagði ég fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Og loks á síðasta degi þingsins á síðasta kjörtímabili voru þessi brot gerð ófyrnanleg. Aðrar jákvæðar breytingar hafa einnig náðst undanfarin misseri og má þar nefna að nú höfum við sett eins árs lágmarksrefsingu fyrir alvar- legustu kynferðisafbrotin gegn börnum og hækkað kynferðislegan lágmarksaldur. Þá er búið setja í lög- in refsiþyngingarástæðu fyrir heim- ilisofbeldi og breyta nauðgunar- ákvæðinu þannig að nú tekur það t.d. til rænulausra einstaklinga. En baráttan gegn kynbundnu of- beldi heldur áfram og margt er enn ógert. Að mínu mati er þessi mála- flokkur miklu mikilvægari en margt annað sem fyrirfinnst í íslenskri pólitík. Hagsmunirnir gerast ekki meiri. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar Baráttan gegn barnaníðingum VIÐHORF aÁgúst Ólafur Ágústsson Við ættum því að fara þá leið sem aðr- ar þjóðir hafa farið að gera nettælingu gagnvart börnum í kynferðislegum tilgangi refsiverða í sjálfu sér WWW.N1.IS Í verslunum N1 færðu úrval af bílavörum, allt frá perum og kösturum til barnabílstóla og slökkvitækja. Öryggi er lykilorð þegar kemur að rekstri bílsins, og því mikilvægt að velja ávallt vandaðar og traustar vörur. N1 - Meira í leiðinni. U Ung og falleg kona finnst látin, allsnakin, bundin á höndum og fótum og ber merki um ofbeldi. Lögreglan á í dauðans kapphlaupi við morðingjann sem stiklar á mörkunum milli heima skynsemi og brjálæðis. Fritz Már Jörgensson hefur gefið út tvær spennusögur sem hafa slegið nýjan tón í íslenskri glæpasagnahefð. www.skjaldborg.is Nýr tónn í íslenskri glæpasagnahefð Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík Gullfalleg sængurverasett aldrei meira úrval GEORGE FOREMAN Heilsu- og sælkeragrill Jólagjöfin í ár www.marco.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.