24 stundir - 29.11.2007, Page 27

24 stundir - 29.11.2007, Page 27
24stundir FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 27 Í tilefni af fimm ára afmæli Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála verður hald- in ráðstefna um ný form lýðræðis í Odda í Háskóla Íslands á morgun, föstudaginn 30. nóvember klukkan 15.05. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Ný form lýðræðis - íbúalýðræði, lýðræðiskerfi sveitarfélaga og félagsauður“ og aðalfyrirlesarinn á henni verður Gerry Stoker, sem er þekktasti stjórnmálafræðingur á sviði sveitarfélaga og nýrra lýðræðisforma við háskólann í Southampton. Auk hans flytja ávörp Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og fyrrum prófessor í stjórnmálafræði, Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmála- fræðingur og borgarfulltrúi, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og stjórnarformaður stofnunarinnar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann situr í lýðræðishópi SÍS. Prófessor Gerry Stoker nefnir fyrirlestur sinn „Civic engagement and new forms of democracy in local politics. Are they a threat to representative democracy or a necessary support in times of declining participation in traditional politics?“ en bók hans Why Politics Matter - Make Democracy Work er lykilverk um þróun lýðræðis á okkar tímum. Hún var valin besta bók ársins í stjórnmála- fræðum 2006 af samtökum stjórnmálafræð- inga í Bretlandi. Í tilefni afmælisins hefur verður sett af stað stórt þriggja ára rannsóknar- og þróun- arverkefni um íbúalýðræði og félagsauð: „Hvernig má þróa og ná sátt um aðferða- fræði íbúaþátttöku sem stuðlar að samstöðu og við lausn deilumála og um leið styrkir fé- lagsauð sveitarfélaga?“ Stjórnandi rannsókn- arinnar er Gunnar Helgi Kristinsson prófess- or, en Samband íslenskra sveitarfélaga, er samstarfsaðili um verkefnið. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fimm ára Ráðstefna um ný form lýðræðis Frá Háskóla Íslands Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála á starfsafmæli. Latínkvintett Tómasar R. Ein- arssonar leikur á tónleikum á Litla ljóta andarunganum í kvöld klukkan 22. Kvintettinn skipa auk hljómsveitarstjórans saxó- fónleikarinn Óskar Guðjónsson, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og slagverksleikararnir Sig- tryggur Baldursson og Matthías M.D. Hemstock. Kvintettinn ætlar að spila lög af latínplötum Tómasar auk sinnar útgáfu af tónlistinni á nýja disk- inum ROMMTOMMTECHNO þar sem alþjóðlegur hópur skífu- þeytara endurhljóðblandar lög hans. Latíndjass í skammdeginu Ráðstefna með yfirskriftinni Fullveldi andans -Barnabóka- höfundurinn Nonni, verður haldin í Ketilhúsinu á Akureyri á laugardaginn, en 150 ára fæð- ingarafmæli Nonna er fagnað í ár. Ráðstefnan hefst klukkan 11 og á henni verða fjórir fyr- irlestrar. Jón Hjaltason ætlar að fjalla um börn á Akureyri á 19. öld, Gunnar F. Guðmundsson flytur fyrirlesturinn Um „sann- indi“ í Nonnabókunum, Dagný Kristjánsdóttir fjallar um barnabókahöfundinn Nonna og loks flytur Einar Kárason fyr- irlesturinn Nonni í augum les- enda. Fullveldi andans í Ketilhúsinu Samsýning listamannanna Steph- ans Stephensen, Rakelar Gunn- arsdóttur, Lóu Hjálmtýsdóttur, Guðmundar Thoroddsen, Helga Þórssonar og Söru Riel verður opnuð í 101 Gallery í dag. Á sýn- ingunni verða verk þeirra lista- mannanna sem allir hafa haldið einkasýningar í galleríinu á árinu og er þetta hugsað sem nokkurs konar lokapunktur fyrir þetta vel heppnaða sýningarár. Sýningunni lýkur 3. janúar. Jólasamsýning Við ökum inn í vistvænni framtíð Enn eitt skrefið í átt að vistvænni framtíð hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eitt af markmiðum Orkuveitunnar er að taka tillit til umhverfismála í allri starfsemi sinni og stuðla þannig að betra umhverfi. Til marks um það þá mun Orkuveita Reykjavíkur stuðla að aukinni notkun vistvænna ökutækja og vinnuvéla í daglegu starfi sínu. Á þessu ári eru 15% bílaflota OR vistvæn og árið 2013 verður hlutfallið komið upp í 55%. • Í allri starfsemi OR er gengið út frá umhverfismálum — Orkuvinnsla í sátt við umhverfið ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 01 39 1 1/ 07 or.is 2007 10 0 20 30 40 50 60 70 80 90 % 2008 2009 2010 2011 2012 2013 ár Vist væn ir bí lar O R Hefðbundnir bílar OR Í lok árs 2007 mun Orkuveitan eiga: • 21 metanbíl • 1 rafmagnsbíl • 4 tvinn-vetnis bíla • 1 vetnisbíl – F-cell

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.