24 stundir


24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 34

24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ein par 5 braut kemst inn á listann sem ótrúlegt má telja. Ekki þarf hins vegar að koma á óvart að sú braut er ein af þessum sjö illræmdu á Oakmont. Menn eru misjafnlegamiklir töffarar ogJose Mourinho er nálægt toppn- um í þeirri ágætu grein. Hefur karl nú boðið for- ráðamönnum enska knatt- spyrnusambandsins heim í kaffi og kleinur til að ræða hugsanlega ráðningu sína sem landsliðsþjálfari Englands. Ekk- ert verið að bíða eftir kalli sem kannski kemur aldrei en þar greinir á milli þeirra sem ná ár- angri í lífinu og hinna sem gera það ekki. Um hádegisbilið í fyrra-dag stóð Alex McLeishharður á því að hafa ekki snefil af áhuga fyrir Birmingham en fjórum tím- um síðar veif- aði karlinn kampakátur bláum trefli félagsins og lýsti yf- ir ævarandi hollustu. Segir sitt um skapgerð Skotans sem þó fær fín meðmæli frá Alex Ferguson sem trúir að McLeish eigi eftir að láta að sér kveða. Rómverskur riddari reiðinn í Rómaborg fyrirallnokkrum árum og nú snúa leikmenn Roma sömu leið heim eftir að hafa steikt Dynamo Kiev 1-4 á útivelli í Meistaradeild- inni. Athygl- isverðast við frábær úrslitin var að fjóra af lykilmönnum liðs- ins, þá Totti, Mexes, Perrotta og Aquilani, vantaði en margir spekingar hafa jafnan litið á lið- ið sem tóma uppfyllingu fyrir hinn frækna Totti. Alveg er með ólíkindumhversu illa Javier Sav-iola gengur að festa sig í sessi og virðist einu gilda hvernig hann spilar eða hvað hann skorar. Rassafar hans er farið að myndast á bekk Real Madrid þrátt fyrir þá stað- reynd að hann er með 50% markaárangur, tvö mörk í fjór- um leikjum, og nú þykjast ítölsk blöð hafa vissu fyrir að Juventus vilji fá strákinn til sín um jólin. Þrátt fyrir milljarða krónaherferðir ManchesterUnited um gervalla Asíu til að kynna liðið og merki þess virðist litli erkifjandinn City hafa betri spil á hendi hvað Kína varðar. Vinsældir félagsins þar eru með ólíkindum og helgast ekki af krónu í kynningar held- ur þeirri staðreynd að einn af bestu leikmönnum kínverskum í bransanum, Sun Jihai, leikur með liðinu. Sex leikmenn Real Madridfara á sölulista um ára-mótin. Þar á meðal Du- dek og Drenthe sem keyptir voru í haust. Ekkert bólar á nýjum samn- ingi Fernando Alonso. Eigandi Red Bull-liðsins sem um tíma átti í viðræðum við hann hef- ur nú afskrifað hann end- anlega og pirringur er kominn í Renault-menn en tilboð frá þeim hefur verið á borðinu um tíma. Það tilboð er ekki umsemjanlegt en Alonso virð- ist hafa nóg annað að gera en gera áætlanir um framtíð sína. Hefur hann engin viðtöl veitt vegna málsins um skeið. Tímaeyðsla Veigar Páll Gunnarsson knatt- spyrnumaður fær frábæra dóma fyrir handbolta í norsk- um miðlum. Tilefnið var góð- gerðaleikur stúlknaliðs Sta- bæk í handbolta gegn strákunum í fótboltaliðinu en stúlkurnar reyndust sterkari þegar upp var staðið og sigr- uðu 30-26. Bleikt og blátt Scottie Pippen körfubolta- stjarna komin til Svíþjóðar og spilar fyrir Sundsvall Dragons og danska íshokkídeildin er farin að heilla leikmenn úr NHL-deildinni en AaB- hokkíliðið hefur ráðið til sín Chris Dingman sem lék lengi með Tampa Bay. Jákvætt fyrir norðurhjarann en grafarbakki fyrir hnígandi stjörnur Norrænn grafarbakki Þrír íslenskir keppendur taka þátt í Evrópumótinu í taek- wondo sem fram fer í janúar í Tyrklandi. Þau Björn Þorleifs- son, Haukur Guðmundsson og Auður Jónsdóttir borga ferðir og uppihald úr eigin vasa. Borga eigin brúsa Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það fer ekkert á milli mála. Töl- fræðileg úttekt sýnir svo ekki verð- ur um villst að Oakmont-golfvöll- urinn er sá erfiðasti sem bestu kylfingar heims reyna sig við en af 20 brautum sem erfiðastar reynd- ust atvinnumönnunum þetta árið voru sjö þeirra á Oakmont. Tölfræðingar AP-fréttastofunnar tóku saman meðalskor kylfinga á PGA-mótaröðinni þetta árið og reiknuðu þannig út hvaða brautir reyndust þeim flóknastar. Miðað við að þarna eiga óumdeilanlega í hlut bestu kylfingar heims er ljóst að umræddar brautir eru þá einnig formlega þær erfiðustu í heiminum þó sitt sýnist eflaust hverjum um það. Stórmót voru haldin á þeim öllum en aðeins ein þeirra er utan Bandaríkjanna, 18. brautin á Carnoustie í Skotlandi. Fjórar til- heyra Augusta í Georgíu þar sem Masters-mótið fer fram. Á Doral eru tvær brautir hvað grimmileg- astar og sama gildir um suðurvöll Firestone-klúbbsins. Átján þær erfiðustu eru par 4, ein er par 3 og ein par 5 braut kemst inn á listann sem ótrúlegt má telja. Ekki kemur á óvart að sú braut er ein af þessum illræmdu sjö brautum á Oakmont. Virðist svo auðvelt… Bestu kylfingar heims telja sig afar góða að ná parinu á 18. brautinni á Doral-vellinum í Flórída. Erfiðustu brautir heims!  Atvinnukylfingar eiga í megnum erfiðleikum með margar braut- ir á Oakmont  Carnoustie veldur líka vonskuköstum ➤ 10. braut á Oakmont. Par 4. Meðalskor 4,529 ➤ 1. braut á Oakmont. Par 4. Meðalskor 4,515 ➤ 11. braut á Augusta. Par 4. Meðalskor 4,510 ➤ 9. braut á Oakmont. Par 4. Meðalskor 4,494 ➤ 1. braut á Augusta. Par 4. Meðalskor 4,474 ➤ 8. braut á Oakmont. Par 3. Meðalskor 3,455 ➤ 18.braut á Quail Hollow. Par 4. Meðalskor 4,474 ➤ 9. braut á Firestone. Par 4. Meðalskor 4,447 ➤ 9. braut á Pebble Beach. Par 4. Meðalskor 4,439 ➤ 4. braut á Firestone. Par 4. Meðalskor 4,432 ➤ 7. braut á Oakmont. Par 4. Meðalskor 4,430 ➤ 18. braut á Southern Hills. Par 4. Meðalskor 4,429 ➤ 18.braut á Augusta. Par 4. Meðalskor 4,423 ➤ 4. braut á Augusta. Par 3. Meðalskor 3,417 ➤ 12. braut á Oakmont. Par 5. Meðalskor 5,412 BRAUTIR 5 - 20 SKEYTIN INN Ekki fyrir viðkvæma Stál- taugar þarf á þá 18. á Carnous- tie og jafnvel það dugir ekki til. Doral Þar eru tvær af fimm erfiðustu brautum á PGA mótaröðinni. Oakmont Sú átjanda á Oakmont er ekki ýkja mikið auðveldari. Spygrass Hill Sú sjötta þar þykir flóknari en andskotinn.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.