24 stundir - 29.11.2007, Page 46
Glitnir gladdi starfsmenn sína í
síðustu viku með þeim fréttum að
bankinn ætlaði að bjóða þeim út
að borða í Súlnasal Hótels Sögu.
Fyrir mistök gleymdist að láta þá
starfsmenn, sem sóttust eftir að
komast að, vita að þeim stæði til
boða glæsilegur kvöldverður í ein-
um af glæsilegustu veislusölum
landsins.
Samkvæmt heimildum 24
stunda var fjöldapóstur sendur til
starfsmanna og þeim tjáð að rúm-
lega 500 manns kæmust að í
kvöldverðinum og að þeir fyrstu
sem svöruðu póstinum kæmust að.
Þeir sem svöruðu fengu hins vegar
aldrei að vita að þeir kæmust og
töldu því flestir að kvöldverðurinn
stæði þeim ekki til boða.
Matur og drykkur fyrir 500
Heimildir 24 stunda herma að
um 100 manns hafi tekið sénsinn
og mætt í Súlnasal, en Glitnir hafði
pantað mat og drykk fyrir rúmlega
500 manns.
Ekki náðist í Völu Pálsdóttur,
upplýsingafulltrúa Glitnis, við
vinnslu fréttarinnar, en ljóst er að
hundruð þúsunda króna hafi farið
til spillis vegna mistakanna. Sam-
kvæmt heimildum var búið að
opna töluvert meira magn af víni
en þarf í glös fyrir hundrað manns.
Þá hafði matur verið pantaður og
eldaður fyrir rúmlega 500 manns,
en hann hefur væntanlega endað á
diski starfsmanna hótelsins, sem
gætu ennþá verið að kjamsa á góð-
gætinu miðað við magnið sem var
framreitt.
atli@24stundir.is
Glitnir bauð starfsfólki í mat en fáir mættu
Gleymdist að svara
svöngu starfsfólki
24 stundir/ÞÖK
Vúps Lárus og félagar í Glitni vildu
vel, en gleymdu formsatriði.
46 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir
MIKIÐ ÚRVAL AF
BLÚSSUM OG
SKYRTUM FRÁ
Sigurboginn - Laugaveg 80 - Sími 561 1330 - www.sigurboginn.is
„Nú ætlar oháeffarinn á flotta
bílnum að fá 3 millur að lágmarki
fyrir mínútu hlé sem á að gera á
Áramótaskaupinu. Ég sé ekkert
því til fyrirstöðu að Páll selji líka
auglýsingar í aftansönginn á að-
fangadagskvöld. Dómkirkju-
prestur getur þá fengið sér kaffi
eða skroppið á klósett á meðan.“
Jenný Anna Baldursdóttir
jenfo.blog.is
„…það er nokkuð augljóst, hvers
vegna Næturvaktin er svona vin-
sæl og ekki er það góðum brönd-
urum að þakka, því þátturinn er
afskaplega dapur. Ástæðan er fita.
Íslendingar eru svo feitir, að þeir
geta ekki stigið upp úr sófanum
hjálparlaust.“
Garðar Örn Hinriksson
blogg.visir.is/gardarorn
„Af hverju mega ekki vera bleikir
og bláir litir til að aðgreina þessi
litlu sætu nýfæddu börn? Það er
ekki eins og það sé verið að mis-
muna þeim á neinn hátt og hvað
þá að þetta eigi eftir að skemma
þau! Af hverju þarf að kynleysa
allt? Má ekki halda í einhverjar
hefðir?“
Helga Sveinsdóttir
lost.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Google er að mínu mati drauma-
fyrirtæki að mörgu leyti,“ segir
Finnur Breki Þórarinsson, en hann
starfar við hugbúnaðargerð hjá
tænirisanum Google í Bandaríkj-
unum.
Í nýlegri úttekt Fortune-
tímaritsins var Google valið það
fyrirtæki í Bandaríkjunum sem
best er að vinna fyrir. Ýmis fríðindi
eru í boði fyrir starfsmenn á
vinnustaðnum, til dæmis lækna-
þjónusta, líkamsrækt og þvottahús,
en öll þjónustan er gjaldfrjáls.
Víðfrægt mötuneyti
Finnur Breki hefur búið í
Bandaríkjunum í sjö ár ásamt eig-
inkonu sinni og eiga þau saman
tvö börn. Fjölskyldan býr í Norð-
ur-Kaliforníu í miðjum Sílíkon-
dalnum, sem er hjarta hátækniiðn-
aðarins í Bandaríkjunum.
„Google leggur sig mikið fram
við að gera vel við starfsmenn sína.
Mötuneytin eru víðfræg fyrir úrval
og gæði og orðið mötuneyti er í
raun rangnefni þar sem þau eru
líkari veitingastöðum að gæðum
en hefðbundnum mötuneytum
fyrirtækja,“ segir Finnur Breki um
mötuneytin hjá Google sem hafa
vakið heimsathygli. „Eitt mötu-
neytið sérhæfir sig í spænskum
smáréttum, annað býr til aust-
urlenska rétti og matreiðir sushi á
staðnum og svona mætti lengi
telja,“ segir Finnur Breki. „Veð-
urfarið gerir það að verkum að
maður getur setið að snæðingi úti
undir sólhlíf og notið Kaliforníu-
blíðunnar stóran hluta ársins.“
Mikil fríðindi
Sólin er ekki það eina sem
starfsmenn Google fá að njóta á
hverjum degi. Ýmis fyrirtæki bjóða
upp á þjónustu innan höfuðstöðva
Google, svo sem nudd, klippingu,
þvott á bílum og olíuskipti.
„Tvær líkamsræktarstöðvar eru
á svæðinu - gjaldfrjálsar - og sér
Google um að útvega hrein hand-
klæði fyrir starfsmenn,“ segir
Finnur Breki. „Tvö þvottahús eru
einnig til staðar þar sem Google
útvegar þvottaefni og rukkar
hvorki fyrir notkun á þvottavélum
né þurrkurum. Heilsugæsla er á
staðnum sem og tannlæknir. Þá
kemur starfsmaður efnalaugar
reglulega og sækir þvott starfs-
manna til að setja í hreinsun.
Þvottinum er svo skilað hreinum
og straujuðum beint að skrifborði
viðkomandi starfsmanns.“
Finnur Breki Þórarinsson vinnur hjá Google í Bandaríkjunum
Klipptur og nudd-
aður í vinnunni
Finnur Breki Þórarinsson
á kost á nuddi, bílaþvotti
og sushi í vinnunni. Hann
getur líka farið til tann-
læknis, í líkamsrækt og
klippingu áður en vinnu-
deginum lýkur.
Sáttur Finnur Breki vinnur á
besta vinnustað Bandaríkjanna.
➤ Google var stofnað sem leit-arvél á netinu árið 1998.
➤ Tæplega 16.000 manns starfahjá Google í dag.
➤ Ásamt því að bjóða upp áeina öflugustu netleit í heimi
býður Google upp á tölvu-
póst, Youtube, jarðskoð-
unarforritið Google Earth og
fjölmörg önnur forrit.
GOOGLE
HEYRST HEFUR …
Jolene, bar þeirra Dóru Takefusa og Dóru Dúnu í
Kaupmannahöfn, hefur heldur betur slegið í gegn.
Barinn flytur sig um set á næstunni, en nýja stað-
setningin ku vera mjög spennandi. Vinsælustu
plötusnúðar borgarinnar sækja í að fá að spila á Jo-
lene, en hinn gríðarlega vinsæli Trentemöller, sem
fyllir heilu íþróttahallirnar í Danmörku, kemur þar
gjarnan fram sér til yndisauka á miðvikudögum. afb
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Mannlífs, fer ný-
stárlega leið í bókagagnrýni í nýjasta hefti Mannlífs.
Undir fyrirsögninni „Bækur sem ég má ekki dæma“
skrifar Þórarinn um fjórar bækur eftir fjóra vini
sína og hrósar þeim öllum í hástert. Hreinskilni
Þórarins er aðdáunarverð þar sem íslenskir gagn-
rýnendur hafa hingað til ekki látið lesendur vita
hvort sá gagnrýndi er vinur eða óvinur. afb
Formleg gangsetning Kárahnjúkavirkjunar verður á
föstudag. Ástæða þótti þó til að endurmála veggi
vélasals Fljótsdalsstöðvar sem málaðir voru grænir
af Valgerði Sverrisdóttur, fyrrv. iðnaðarráðherra,
og forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, en
veggirnir nú eru bláir. Hvort um pólitíska ákvörðun
er að ræða eða hvort verkið hefur ekki verið nógu
vel leyst af hendi í byrjun er ekki vitað. tsk
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
4 5 7 6 3 8 9 2 1
6 9 2 1 4 5 8 3 7
3 8 1 7 2 9 4 5 6
9 7 3 5 8 1 6 4 2
5 2 4 9 6 3 7 1 8
8 1 6 2 7 4 3 9 5
7 4 8 3 1 2 5 6 9
1 3 9 8 5 6 2 7 4
2 6 5 4 9 7 1 8 3
Réttur dagsins er hakk og spagettí.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Ho ho ho ho ho ...
Ætti að senda þjófana á Hraunið?
Svavar Knútur Kristinsson er söngvari hljómsveit-
arinnar Hraun. Gítarleikari sveitarinnar lenti í því á
Airwaves-hátíðinni í október að rándýrum Gibson-
gítar hans var stolið.