Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 4
4 | 28.11.2004 F lugan lét seinni tónleika ensku hljómsveitarinnar The Fall ekki úr höndum sér renna og skundaði á fimmtudagskvöld á Grand Rokk. Söngvara hljómsveitarinnar, Mark E. Smith, tókst með naumindum að skjögra upp á svið, enda ljóst að hann hefur í áranna rás neytt örlítið meiri óhollustu en einstaka sælgætisbrjóstsykurs. Lífernið hefur farið illa með þennan frábæra listamann. Flugan hafði helst þá löngun að smeygja undir mann- inn hjólastól og þurfti Kalli á Grand Rokk reyndar að styðja hann upp á svið! Oft á tíðum flæktist Mark í snúrum sem lágu um gólf- ið, auk þess sem hann var næstum dottinn af sviðinu eitt sinn. Eig- inkona Marks pikkaði vel og af rósemd á hljómborðið ... reyndar þótti Flugunni hún vera nær því að teljast afabarn söngvarans – en hverjum þykir jú sinn fugl fagur og allt það. Dr. Gunni var á svæðinu þar sem sveitin hans hitaði upp og ólíklegt var að hann tæki bingó fram yfir gott pönk. Á laugardagskvöldið var uppáhaldstjúttskvísu borgarbúa að sjálfsögðu boðið í svakalega veislu á vegum Skífunnar undir yfirskriftinni „Fagnaðu skemmti- legum jólum með okkur“. Aðdáendur íslenskrar tónlistar (og tónlistartöffara) létu viðburðinn ekki framhjá sér fara en vörður gætti dyra svo óboðnir gestir drykkju ekki veigar mikilvæga fólksins. Jón Gestur markaðs- stjóri Skífunnar og Róbert Melax eigandi fyrirtækisins klikkuðu auð- vitað ekki á smáatriðunum. Drykkir, nart og flunkuný íslensk tónlist gerðu giggið að góðum inngangi að jólastressinu sem framundan er. Þórunn Lárusdóttir leik- og söngspíra, Markus Klinger í Sjón og Harry vínsmakkari voru á svæðinu og á vappi mátti sjá óendanlega mikið af myndarlegum hljómsveitargúrúum. Hljómsveitirnar Í svört- um fötum, Quarashi, Maus, Nylon og söngtríóið Þrjár systur héldu stemningunni gangandi fram yfir miðnætti ... en þá var auðvitað kom- inn tími til að kíkja á Rex, Thorvaldsen, Kaffibarinn og eeehm, já ein- hverja fleiri staði sem önnum kafnar kellingar mega ekki vera að því að muna í hita leiksins. Tónleikarnir með The Beach Boys runnu loks upp á sunnudag og brunaði Flugan í gegnum skafla og skafrenning í Laugardalshöllina. Niðurgrafinn strandarfílinginn var nærri ógerlegt að finna í nístings- kulda og nöturlegu nóvemberveðri. Flugan mætti heldur seint, sem kom ekki að sök því hún getur enn ekki talist til aðdáenda Hljóma, sem hituðu upp fyrir Kanana. Siggi Hall var á sömu buxunum enda er hann allt of ungur til að muna gullaldartímabil Keflavíkurbandsins og sá Flugan hann vaða skaflana nálægt bílastæðum Húsdýragarðsins um það leyti sem hún var að renna í hlað. Nokkrar ungmeyjar voru bjartsýnni en ykkar einlæg og mættu með blómakransa um háls í stíl við sumardressið – sem tískudrósinni þótti nú fremur pínlega hall- ærislegt. Ellismellirnir í The Beach Boys voru í rokna fíling (miðað við aldur) og gestir virtust vel með á nótunum. Flugan mun seint teljast rótari rótaranna en viðurkenna verður að hljóðmaðurinn var ekki að koma sterkur inn og í upphafi héldu áheyrendur nánast um eyru sér sökum óhljóða. Egill Helgason sat álengdar með spúsu sinni en lét vera að skreyta sig blómum, þó slíkt hefði sannan- lega farið vel við gyllta hárlokka stjórnmála- spekingsins. Undarlegast þótti Flugunni að kornungar stúlkur voru nánast að missa vit og rænu yfir tilburðum strandardrengjanna, sem flestir hafa tapað hári og heyrn sökum elli, og sungu þær ungu með af mikilli inn- lifun. Afar athyglivert ... en æskan er svosum algerlega óútreiknanleg. | flugan@mbl.is Hjörtur Marteinsson og Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Þorvaldur Björns- son og Agnes Löve. Guðjón Rúnarsson, Finnur Svein- björnsson og Dagný Halldórsdóttir. Sævar Karl og Erla Þórarinsdóttir. Svanhildur Vilbergsdóttir og Sara Vilbergsdóttir. Anna Katrín Ólafsdóttir og Gunnar Rúnar Gunnarsson. … nær því að teljast afabarn söngvarans – en hverjum þykir jú sinn fugl fagur og allt það FLUGAN Lilja Fossdal og Guðmunda Sigurðardóttir. Torfhildur Samúelsdóttir, Rann- veig Rist, Jón Heiðar Ríkarðs- son og Lind Einarsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Jorn Ophee og Ásta Ögmundsdóttir. „Idol“ Hildur Magnúsdóttir og Rakel Magnúsdóttir. Birgir Örn Thorodd- sen Curver og Daníel Þorsteinsson í Maus. HLJÓMSVEITIN The Beach Boys hélt tónleika í Laugar- dalshöllinni. L jó sm yn di r: Á rn i T or fa so n Jólafýsnar stresstaugar sefaðar í tónleikatvisti ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í Háskólabíói. Ásgeir Ásgeirsson, Hallur Ásgeirsson, Jón Pétursson og Jón Sigurðsson. Arvid Kro og Valgerður Sverrisdóttir. L jó sm yn di r: Á rn i t or fa so n ÓKYRRAR KYRRALÍFS- MYNDIR, sýning Hjartar Mar- teinssonar, var opnuð í Galleríi Sævars Karls í Bankastrætinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.