Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 3
28.11.2004 | 3 4 Flugan lét hvorki tónleika hljómsveitanna The Fall né The Beach Boys fram hjá sér fara, var boðið í svakalega veislu Skífunnar og kom við á nokkrum börum borgarinnar. 6 Þarf að vera hamingjusamur til að syngja Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson sýnir á sér óvænta hlið á nýrri geislaplötu. Hann segir hana rómantíska og huggulega og hægt sé að vanga við lögin. 10 Gersemar á gömlum merg Kolfinna Sigurvinsdóttir veit allt um koffur, stokka og baldýringar og aðra óaðskiljanlega fylgifiska íslenska þjóðbúningsins. Hún á tugi slíkra og lánar þá stundum þegar mikið liggur við. 12 Góð mynd lifir af Ragnar Axelsson ljósmyndari, Rax, eins og hann merkir myndirnar sínar, eða Raxi, eins og hann er kallaður, er stöðugt á ferð og flugi með ljósmyndavélina á lofti. 18 Munaður á gjafverði Eitt stærsta flaggskip verslunarkeðjunnar H&M við rue de Rivoli var tæmt þrettán mínútum eftir að sala hófst á vörum hönn- uðum af Karli Lagerfeld. 20 Matur Mathias Dahlgren ræður ríkjum á Bon Lloc, einum besta veitingastaða Norðurlanda, í miðborg Stokkhólms. 20 Vín Frönsk vín hafa átt undir högg að sækja í samkeppni við vín frá öðrum löndum og ýmsar hugmyndir eru uppi til að bæta stöð- una. 22 Stjörnuspá Tjáskiptaplánetan Merkúr gengur aftur á bak í merki bogmannsins á næstunni og því vissara að taka eitt skref í einu. 24 Krossgáta Hvaða erlent orð Hálandabúans er blóts- yrði? Skilafrestur úrlausna rennur út næsta föstudag. 27 Maður eins og ég Arnar Tómasson hárgreiðslumeistari, pistla- höfundur og tískuráðgjafi á Rás 2 dæmir fólk ekki eftir útlitinu, en segir að fólk mætti hafa í huga að ekki sé hægt að skapa fyrstu áhrifin tvisvar. 27 Pistill Auður Jónsdóttir hlustaði á vangaveltur Dana um umsvif Íslendinga þar ytra. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Guðmundur Ingólfsson í Ímynd. Svart hvítu myndinda tók Árni Sæberg í nóvember 2004. 18 Tíðindum þótti sæta þegar Karl Lagerfeld tók að sér að hanna fatnað fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M. Mikil auglýsinga- herferð fór í gang þar sem tískukóngurinn var í aðalhlutverki. 26 2010 Það eru forréttindi að fá tækifæri til að gera áhugamálið að lífsstarfi sínu. Tveir slíkir lukkunnar pamfílar eru í viðtölum í Tímaritinu í dag; báðir vel þekktir innanlands og utan, hvor á sínu sviði. Annars vegar Ragnar Axelsson ljósmynd- ari, sem lesendur Morgunblaðsins þekkja undir nafninu Rax – því þannig merkir hann myndirnar sínar, en kollegarnir kalla Raxa, og hins vegar Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Í viðtali við Freystein Jó- hannsson rifjar Raxi upp þegar hann, sextán ára, labbaði inn á Mogga að leita sér að ljósmyndavinnu. Hann var svo heppinn að rekast á Ólaf K. Magnússon ljósmyndara sem kom á fleygiferð og nánast hljóp hann niður. Þeir tóku tal saman og Ólafur réð strákinn til prufu. „Síðan hef ég verið Moggamað- ur,“ segir Rax. Og síðan hefur hann líka verið á ferð og flugi og lent í ýmsum ævintýrum. Þau ævintýri hafa lesendur Morgunblaðsins séð á síðum blaðsins í þrjátíu ár. Kristján var hins vegar eldri þegar hann hóf að læra það sem honum lét best; að syngja. Og fleiri en bara landinn vita framhaldið. Í viðtali við Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur lýsir Kristján sjálfum sér í gamla daga sem lifandi strák, sem mikið hafi þurft að hafa fyrir í skólanum. Hann komst í gegnum skólann, þótt lítið segist hann hafa lært. „Mig vantaði einhverja fyllingu í gamla daga og var ofsalega eirðarlaus. Svo fann ég það sem mig vantaði í tónlistinni og í því að fara út í hinn stóra heim og syngja í óperuhúsum.“ Þetta kallast að vera á réttri hillu í lífinu. Ekki þarf þó alltaf vegtyllur á heimsvísu til þess að svo megi vera. Af svörum við nokkrum spurningum sem lagðar eru fyrir Arnar Tómasson hárgreiðslumeistara, tískuráðgjafa og pistlahöfund í Tímaritinu má einnig ráða að hann sé ekki síður sáttur við starfsvettvang sinn en þeir Raxi og Kristján. Kúnstin er bara að hver og einn finni sér sína réttu hillu og öðlist þar með forréttindi. | vjon@mbl.is 28.11.04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.