Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 26
26 | 28.11.2004 Mac hefur sett á markað fjandsamlega rauða snyrti- vörulínu fyrir varir, augu og kinnar. Litadýrðinni er ætl- að að stemma við há- stemmdan spariblæ vetrar- kventískunnar. Blæbrigði hins rauða eru í heitum og köldum tónum og með sat- ínáferð, gljáandi eða mött, eftir smekk. Ábending: Þykkmáluð augnhár, svart- ar kisulínur og rauðmáluð augnlok, kinnar og varir. Rautt skal það vera AÐ LOKUM... Tískustraumar hafa ekki bara áhrif á útlit okkar og umgjörð heldur tungu- tak og nýjasta innleggið í tískuorða- púkkið er hugtakið kontrasexúal. Metrósexúal karlinn var allt í öllu á síðustu tískuvertíð og nú er sem sagt komið að kontrasexúal konunni. Kontrasexúal konan er steinhætt að telja hitaeiningar og bíða eftir hinni sönnu ást, eins og til dæmis Bridget Jones. Hún þráir nefnilega allt nema að festa ráð sitt, eins og til dæmis frök- en Samantha Jones. Kontrasexúal kon- an gengur þvert á viðteknar hugmyndir um kvenlega hegðun, hún er kyn- þokkafull án þess að vera klúr og gengur ófeimin og hreint til verks í kynlífinu. Fjallað er um kontrasexúal kventýp- una í Style og leikkonan Nicole Kid- man nefnd til sögunnar sem fyrirmynd konu, auk persónunnar Samönthu í Sex and the City, sem er fjárhagslega sjálfstæð, ævintýragjörn, sterk og hispurslaus og hefur mun meiri áhuga á sinni eigin lífsfyllingu en hjónabands- sælu. „Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un eru tvær milljónir [breskra] kvenna þessarar gerðar nú þegar og búist er við því að þær verði helmingi fleiri eftir tíu ár. Skilaboðin eru skýr; taktu pokann þinn, Bridget Jones!“ …kontrasexúal kona Bridget Jones þráir að finna hinn eina rétta, öfugt við Samantha Jones í Beð- málum í borginni, sem ́kýs kynlíf án skuld- bindinga – og mikið af því! Óslóarbúum sem kjósa að fara heim til sín til þess að borða kvöldmat hefur fjölgað um 50.000 á síðastliðnum tveimur árum að sögn Aftenposten. Sækist fólk nú í mun meira mæli eftir því að borða á heim- ilinu með vinum og fjölskyldu en áður svo aðsókn að veit- ingastöðum hefur minnkað um þriðjung. Fram kemur að þótt Óslóarbúar sæki kaffihús miklu oftar en fyrri kynslóðir og kaupi sér stundum sushi á veitingastað áður en þeir fari í bíó sé engin tilhneiging sterkari í augnablikinu en sú að neyta góðrar, hefðbundinnar kvöldmáltíðar við eldhúsborðið heima. Aukning á fjölda þeirra sem vilja frekar borða heima er 12 prósentustig frá því í síðustu könnun á matarvenjum Óslóarbúa, sem þýðir að 50.000 fleiri íbúar borgarinnar kjósa að hafa þennan hátt á. „Það eru einkum þeir sem búa einir sem kjósa að borða kvöldmat heima hjá sér. Aukningin er mest í aldurshópnum 25–39 ára. Það er sem sagt unga, nýtískulega efnishyggjufólkið sem er að snúa aftur að kvöldmatarborðinu heima,“ segir Aftenposten. Ennfremur er vitnað í Stofnun í neytendarannsóknum í Noregi sem segir þessar niðurstöður engan veginn koma á óvart. „Matur er mjög í brenni- depli í norsku samfélagi og það hvað maður lætur ofan í sig er veigamik- ill þáttur í sjálfsmynd margra. Matur er í tísku og gefur til kynna hver maðurinn er. Auk þess gegna máltíðirnar á heimilinu mjög stóru hlut- verki í því að skapa fjölskyldulíf.“ Fram kemur að ástæðan fyrir því að þeir sem búa einir vilji nú heldur borða heima sé vaxandi vitund um heilsusamlegt og gott mataræði. „Samviskan er betri hjá þeim sem elda sér sjálfir.“ Þá leggur fólk meiri áherslu á það en áður að bjóða öðrum heim til sín á matartímum. „Það er mikilvægt að bjóða öðrum í mat og vera boðið í mat sjálfum,“ segir Aftenposten. Vilja frekar borða kvöldmatinn heima „Ævilöng ástríða mín til tónlistar varð mér innblástur til að hanna ilm fyrir konur, sem fangar orku, hæfileika og fegurð eins þekktasta andlits nútímans, Beyoncé. Nýi ilmurinn, True Star, varpar fágætu og per- sónulegu ljósi á rómaða ofurstjörnu.“ Svo mælti bandaríski tískuhönnuðurinn Tommy Hilfiger, þegar hann fylgdi nefndum ilmi úr hlaði. Þægindi og munúð eru kjarninn í ilminum, sem samanstendur af ilmvatni, líkams- kremi, sturtugeli, statíngljáa og svitalyktareyði. Ilmurinn er unnin úr ólíkum blómum í bland við frækorn og áhrifin eru sögð skapa blíðlega mýkt sem sé í senn hlý og kunnungleg. Í vinnsluferli ilmsins vildi Beyoncé tryggja að persónulegur kraftur sinn, fágun og stíll skini í gegn. „Mér er mikið í mun að fólk viti hvað ég stend fyrir. Ég reyni alltaf að skapa minn eigin stíl í textunum mínum og mynd- böndum og er stolt af að setja mark mitt með sama hætti á ilm. Vonandi verður True Star öllum konum hvatning,“ sagði söng- konan, Beyoncé Knowles, sem fékk fimm Grammy-verðlaun fyrr á árinu. Sönn stjarna Þessi loðni og mjúki hita- poki ætti að geta hitað upp frosnar tær og malla sem þurfa að komast í ró uppi í rúmi á kvöldin. Það er líka alveg óhætt að sofna út frá ylnum því gúmmíbelgurinn, sem er inni í rauðum feldinum, er einfaldlega fylltur með heitu vatni upp á gamla móðinn og þéttur tappi sér svo um að engin væta laumist út. Hitagjafinn at- arna fæst í Lyfjum og heilsu í Kringlunni og kostar 1.564 krónur. Hárprúður hitapoki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.