Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 6
6 | 28.11.2004
P
ortami via,“ segir Kristján Jóhannsson á nýjum geisla-
diski sem kemur út í byrjun desember. „Taktu mig með
þér frá hversdagsleikanum. Taktu mig með þér í hjarta
þínu. Við skulum fljóta saman eins og árstraumur í til-
verunni.“
Að sögn söngvarans endurspegla þessi orð vel anda
plötunnar en með henni sýnir hann á sér aðra hlið en
venjulega. „Það er nú alltaf dálítill hávaði í kringum mig af því að ég er svona
dramatískur tenór,“ segir Kristján þar sem við hittumst í bítið yfir kaffibolla á Hót-
el Borg. „Þess vegna langaði mig að gera plötu sem væri þægileg að hlusta á. Ég
þurfti að rembast mikið til að ná röddinni niður og fá mýkt í hana og ég held að
mér hafi tekist það. Það eru a.m.k. engin læti á þessari plötu, hún er rómantísk og
hugguleg. Fólk ætti að geta setið í rólegheitum við arineldinn á meðan það hlustar
á hana og fengið sér rauðvínsglas. Svo er hægt að vanga við þessi lög,“ bætir hann
við um leið og hann upplýsir að sjálfur sé hann liðtækur í vangadansinum. „Það
var eiginlega eini dansinn sem ég dansaði í gamla daga!“
Tónlistin á plötunni minnir lítið á þær hetjulegu aríur sem fólk er vant að heyra
hljóma úr barka Kristjáns heldur er hún meira í ætt við létt popp. Það er því óhjá-
kvæmilegt að velta fyrir sér hvað veldur þessari óvæntu útgáfu. „Ég hef lengi þekkt
íslenska poppara eins og Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson. Ég hef
m.a.s. sungið með Rod Stewart á galakvöldi hér á Íslandi og fannst það rosalega
gaman. Þetta var alveg nýr áheyrendahópur og ný stemning þar sem fólk tók sjálft
sig kannski ekki eins hátíðlega. Fyrir svona fjórum árum var ég svo í þættinum
hennar Steinunnar Ólínu,“ segir hann. „Gunnar Þórðar var þar með band svo ég
rúllaði í gegnum eitt lagið hans, Bláu augun þín, og það bara rigndi hrósi yfir
mann. Þetta var mjög gaman og þá fæddist sú hugmynd að ég gæti hugsanlega að-
eins stigið út úr óperustílnum og spreytt mig á léttari tónlist.“
Pabbi talaðu við mig | Kristján segir reyna á talsvert ólíka hluti þegar kemur að því
að syngja klassíska tónlist annars vegar og dægurtónlist hins vegar. „Í poppinu eða
rokkinu er túlkunin aðalmálið því fæstir þeirra sem syngja hafa einhverja rödd að
ráði,“ segir hann kíminn í bragði. „Þá þurfa menn að vera svolítið frumlegir og ná
til fólksins í gegnum túlkunina. Í óperunni treystirðu hins vegar fyrst og fremst á
röddina. Poppsöngvarar láta það ekkert trufla sig þó að það komi brotinn tónn
eða svolítil ræma og finnst það bara gefa röddinni karakter og jafnvel vera svolítið
flott en við óperusöngvararnir erum alveg alræmdir fyrir að hengja okkur í
minnstu mistök. Ég man að einhvern tímann, þegar Björgvin var að taka upp klass-
„Það er nú alltaf dálítill
hávaði í kring um mig af
því að ég er svona
dramatískur tenór,“ segir
Kristján Jóhannsson.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Á
rn
i S
æ
be
rg
ÞARF AÐ VERA
HAMINGJUSAMUR
TIL AÐ SYNGJA
Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson sýnir á sér óvænta hlið á nýrri geislaplötu
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur