Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 18
18 | 28.11.2004 K lukkan er rétt skriðin yfir tíu og Haussmann-breiðgatan í París er lokuð fyrir allri bílaumferð, úrillir og andfúlir Frakkar hamast á flautunni. Mannfjöldinn fyrir utan H&M-verslunina lokar breið- strætinu og hamlar umferðinni. Þetta er fátíð sjón og mætti einna helst líkja henni við vöruhömstrunarástandið í Rússlandi. Sölu- maður í versluninni segir fyrstu kúnnana hafa verið mætta fyrir utan klukkan sex í morgun. Loftið er lævi blandið þegar tískudrósum þessa heims og annarra er loksins hleypt inn í dísæta huliðsheima H&M og þær brotlenda í mjúkum faðmi herra Lagerfeld. Kóngurinn sjálfur blasir við á veggspjöldum sem hanga uppi um alla versl- unina. Í gegnum „tákn“ sitt, kolsvörtu sólgleraugun, horfir hann, fullkomlega stóísk- ur og óhagganlegur, á okkur brjálæðingana sem hrifsum til okkar allt sem við náum taki á. Ljóska á óræðum aldri með Louis Vuitton-tösku og mjög fína andlitslyftingu öskrar á manninn sinn: „Taktu allt ástin mín, við sjáum svo til.“ Sölufólkið reynir af veikum mætti að róa æstan mannfjöldann sem rífur allt sem hönd á festir. Ung stúlka í snjáðum Diesel-gallabuxum og Chanel-jakka með Gucci-hliðartösku er með fangið fullt af flíkum, kápur, jakka og gallabuxur í öllum stærðum. Hún beitir sömu tækni og allar aðrar; rakar að sér fyrst og sorterar síðan. Þetta er fátíð sjón sem er þó ekki aðeins bundin við París. Á föstudaginn settu Svíarnir vörulínuna, sem Karl Lagerfeld hannaði fyrir þá, í sölu í tuttugu Evrópulöndum og í Norður-Ameríku. Auglýsingar hafa leikið lausum hala í dagblöðum, tímaritum og í sjónvarpi í nokkurn tíma, ljóst er að H&M hefur borgað skildinginn fyrir hinn þýskættaða Lagerfeld. Leikurinn er gerður til að plægja nýjan markaðskima; lúxusvara á spottprís! Er ekki Þjóðverjinn viðkunnanlegi yfirhönnuður Chanel? Jú, og það eitt nægði til að lokka hálfa París inn í verslanir H&M föstudaginn 12. nóvember. „Karl Lagerfeld for H&M“-vörulínan samanstóð af þrjátíu sniðum fyrir konur og karla. Til að mynda klassísk, svört kápa (149,9 evrur), samkvæmisjakki úr svörtum pallíettum (69,9 evrur), hvít smókings- kyrta (39,9 evrur), sexí undirföt (14,9 evrur), svartur kúluhattur (24,9 evrur) og skartgripir að ógleymdum ilminum fyrir bæði kynin! Allt var þetta í takmörkuðu upplagi en það kom ekki í veg fyrir að fólk tapaði peningunum úr buddunni og glór- unni líka hjá H&M. Bleikar nærbuxur | Eitt stærsta flaggskip H&M við rue de Rivoli er tæmt á 13 mín- útum. Allt er í hers höndum eins og von er þegar saman koma allar skvísur borgarinnar á ekki stærri gólffleti en þessum. Þær allra ríkustu og þær fátækustu, allar með þann eina draum í maganum að kaupa há- tísku á spottprís. Slík er firringin að siðprúðar, franskar dömur fleygja sér örvinglaðar á vöruslárnar og grípa í allt sem á þeim hangir, bara til að ná í eitthvað. Einar nærbuxur, eitt belti, einn hring eða eitt hár – hvað sem er svo lengi sem það er frá Karli Lagerfeld. Þrettán mínútum eftir opnun er lagerinn uppseldur. Það er meira að segja bú- ið að berhátta gínurnar, ekki tuska eftir í búðinni. Ég sem átti mér þá ósk heitasta að kaupa svartan Lagerfeld-jakka á 69,9 evrur (raunvirðið er um 1–2.000), gríp í tómt við kom- una. Hvergi er stingandi strá, fyrir utan einmana, bleikar nærbuxur sem blasa við mér eins og nakin kona í Bankastrætinu. Hámark hégómleikans er að ég leggst svo lágt að læsa í þær klónum eins og hungr- að ljón. Nærbuxur frá Lagerfeld á skitnar 14,9 – kostakaup, non? Ég stend eins og strandaglópur í mann- þrönginni en samt með nærbuxurnar. Versl- unin hefur breyst í kvennabúr Karls Lag- erfelds, gargandi kvensur eru alls staðar. Ein finnur kjól undir fataslá og hrósar happi þótt hann sé alltof stór. Það skiptir engu máli þótt fötin passi ekki, þau ganga kaupum og sölum á eftir, eins og ein frá Túnis segir: „Nærbuxurnar þínar í stærð 38 fyrir toppinn minn.“ Það er tilgangslaust að máta fötin, biðin í mátunarklef- ana er hátt í klukkutími. Skyndilega stökkva tveir sölumenn upp á borð og kasta til fjöldans örfáum stykkjum úr draumalínunni sem fæstir hafa séð. Búðin tryllist og konurnar æpa að afgreiðslumönnunum með hendurnar á lofti, öskrandi eftir sölu- vörunni sem flýgur út í loftið og hafnar tilviljanakennt í höndum vitstola kaupenda. „Yella, yella,“ veina þær að arabískum sið. Ein fellur í yfirlið og steinliggur í gólfinu. Franska sjónvarpið er ekki langt undan og festir fallið á filmu. Því næst er byrjað að kasta sérhönnuðum Karls Lagerfelds-hringum á 7,9 evrur yfir okkur. Ein fær hring í augað og þakkar sínum sæla fyrir þetta glópalán. Glænýr ilmur frá Karli Lagerfeld streymir inn í kössum, innsiglaðar ilm- vatnsflöskur með alls óþekktum ilmi á 19,9. Fyrir þetta kjaraverð ilmar loftið af ljúfri peningalykt, enda rennur ilmurinn út eins og heitar lummur. Við kassana tek- ur við endalaus bið, þyturinn í kreditkort- unum slær tóninn og Lagerfeld-vörunum er pakkað af kostgæfni inn í silkipappír. Örlítill lúxus og enn meiri aukavinna fyrir örþreytt afgreiðslufólkið. Það er heldur ekki eftirsóknarvert að tilkynna kúnnunum að lagerinn sé uppseldur. Einhver rödd segir að nýjar vörur komi inn næsta morgun og kon- urnar grenja af vonbrigðum. Fyrir utan versl- unina lónar brjóstumkennanlegur flækingur. Glamúrlegur sýningargluggi H&M vekur hjá hon- um kátínu og hann andvarpar: „Hvað er verið að fárast yfir þessu?“ Hliðarspor úr skíragulli | Dýrkeypt hliðarspor sænska fatarisans H&M með Karli Lagerfeld er athyglisvert fyrir önnur tískufyrirtæki og stór dreifingarfyrirtæki í fataiðnaði. Verður í framtíðinni hægt að kaupa annars mjög dýra lúxusvöru á „Bónusverði“ út úr búð? Að sögn yfirstjórnenda H&M sló söluvaran hvarvetna í gegn, í öllum Karl Lagerfeld bjó ekki bara til sniðin og valdi efnin heldur sat hann líka fyrir í aug- lýsingaherferðum. MUNAÐUR Á GJAFVERÐI Hliðarspor sænska fatarisans með Karli Lagerfeld er athyglisvert fyrir önnur tískufyrirtæki og stór dreifingarfyrirtæki í fataiðnaði Eftir Guðrún Gunnarsdóttir í París Vörurnar voru í tak- mörkuðu upplagi en það kom ekki í veg fyrir að fólk tapaði peningunum úr buddunni og glórunni líka hjá H&M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.