Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 10
10 | 28.11.2004 K offur, stokkar, baldýringar og millur – þrátt fyrir framandleik- ann í þessum orðum er líklega fátt eitt íslenskara en hlutirnir sem þau standa fyrir. Þarna eru á ferðinni óaðskiljanlegir fylgi- fiskar íslenska þjóðbúningsins, eða -búninganna öllu heldur, því búningarnir eru fleiri en einn og fleiri en tveir enda ætlaðir fyrir mismunandi tækifæri auk þess sem þeir eru hannaðir á mismunandi tímabil- um. Kolfinna Sigurvinsdóttir veit allt um þetta og meira til. Í áratugi hefur hún og maður hennar, Sverrir M. Sverrisson, haft ólæknandi áhuga á íslenskum þjóðbún- ingum og því sem þeim tilheyrir. Þessu ber glæsilegt þjóðbúningasafnið vitni sem inniheldur fjölmarga 19. aldar búninga, barnabúninga, faldbúninga, kyrtla, skaut- búning, 20. aldar búning, peysuföt og tvo herrabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan er allt búningasilfrið: millur, hólkar, stokkabelti, doppur, spangir, nælur, ermahnappar, koffur og fleira skart sem tilheyrir en gripirnir skipta hundruðum og eru verðmætir eftir því. „Ég útskrifaðist úr Íþróttakennaraskólanum árið 1963 en þar kynntist ég ís- lenskum þjóðdönsum,“ segir Kolfinna þegar hún er spurð að því hvaðan þessi mikli þjóðbúningaáhugi komi. „Kennarinn minn í skólanum, Mínerva Jónsdóttir, kenndi svolítið hjá Þjóðdansafélaginu og benti mér á að fara þangað. Mig langaði að læra meira um þjóðdansa og er búin að vera danskennari síðan. Um það leyti sem ég útskrifaðist gáfu foreldrar mínir mér fyrsta þjóðbúninginn en það var nú- tímaupphlutur sem móðursystir mín saumaði. Svo saumaði ég mér minn fyrsta 19. aldar búning eftir að ég byrjaði í Þjóðdansafélaginu.“ Hún segist svo sem ekki hafa haft neina kunnáttu til verksins. „Alls ekki, það voru bara þessar góðu konur þarna í félaginu sem höfðu séð um alla búninga og kunnu mikið fyrir sér sem hjálpuðu mér og leiðbeindu við saumaskapinn. Svo vatt þetta einfaldlega upp á sig. Ég kynntist manninum mínum í félaginu og áhuginn jókst. Þegar ég gekk með elstu dóttur okkar, árið 1967, saumaði ég mér fyrsta fald- búninginn og rétt kom honum að mér þegar ég dansaði á sýningu í Þjóðleikhúsinu. Svo notaði ég hann ekkert í eitt ár eftir það.“ Á skautbúninginn sem Dorrit klæddist Dætrunum fjölgaði og urðu þrjár talsins sem kallaði á frekari saumaskap hjá húsmóðurinni. „Eftir að þær fæddust saumaði ég búninga á þær, fyrst á elstu dótt- ur mína þegar hún var þriggja, fjögurra ára, svo á þá næstu þegar hún var tveggja ára. Sú yngsta er fædd 1974 og ég bætti alltaf við með því að sauma minni og minni L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on GERSEMAR Á GÖMLUM MERG Þjóðbúningar Kolfinnu Sigurvinsdóttur skipta tugum og eru eftirsóttir til láns þegar mikið liggur við Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.