Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 19
stærstu borgum Evrópu og í New York. Það magn sem seldist upp á 13 mínútum föstudaginn 12. nóvember jafnast á við fatnaðinn sem allar verslanirnar selja til sam- ans á 6 vikna tímabili. Þrátt fyrir þetta er söluherferðin engu minna fíaskó en sölu- smellur, því framboðið af Lagerfeld-vörunum annaði alls ekki gífurlegri eftirspurn æstra viðskiptavina. Þessi fjöldi fór sársvekktur frá verslununum. Lagerfeld lét hafa eftir sér í frönskum fjölmiðlum að hann væri bæði ánægður og móðgaður vegna þessa. Enginn veit hvort fötin verða endurframleidd í meira magni og sett aftur í sölu. Karl Lagerfeld hefur snúið sér að öðrum verkefnum og sett kross yfir Svíana. Það er ekkert nýtt að fræg nöfn vinni með ódýrari verslunarkeðjum. Margir þekkt- ir hönnuðir hafa farið út í samstarf með framleiðendum ódýrari tískuvarnings. Til dæmis hafa bæði Stella McCartney og Issey Miyake hannað vörulínur fyrir íþrótta- merkið Adidas. Þá er Frakkinn Jean-Paul Gaultier hönnuður sumarlínunnar 2005 fyrir frönsku verslunarkeðjuna La Redoute, en henni svipar mikið til Hagkaupa hvað snertir verð og gæði. Markaðssmellur í XXL | Samstarf Lagerfelds og H&M er þó af allt annarri stærðar- gráðu, einna helst vegna þess að sænski fataframleiðandinn rekur 980 verslanir í 14 löndum víðsvegar um heiminn. 140 nýjar verslanir voru opnaðar á árinu 2004. Þessi sænska fataverslun sem var stofnuð árið 1947 er í dag orðin að fatarisa hins vestræna heims. Hjá keðjunni starfa yfir 40.000 manns þar af 100 hönnuðir og 50 klæðskerar. Árlega eru seld 500 milljón stykki af ýmiss konar fatnaði en framleiðslan fer fram bæði í Evrópu og í Asíu. Árið 2003 var heildarvelta fyrirtækisins 5,18 milljarðar evra. Ef litið er inn í lúxusheim tískunnar trónar Lagerfeld á toppnum – öfgakenndur og frumlegur. Lagerfeld hefur verið heilinn á bak við Chanel-tískumerkið síðastliðin 20 ár. Hann klæðir leikkonuna Nicole Kidman, endurholdgaða gyðju ilmvatnsins númer 5 frá Chanel. Hönnuðurinn hefur einnig unnið hjá Fendi frá því á sjötta ára- tugnum, hann hannaði um tíma fyrir Chloé og er nú líka með eigið merki; Lagerfeld Gallery. Talið er að samningur hönnuðarins við Chanel gefi árlega af sér meira en 6 milljónir evra í aðra hönd en auk þess fær hann um 2 milljónir evra hjá Fendi. Auður hans kristallast ef til vill best í skattgreiðslum hans, 45 milljónum evra árið 1999! Yfirstærð hönnuðarins hefur rokkað töluvert á síðastliðnum árum, en árið 2000 fór hann í fræga megrun og grenntist um 42 kíló. Karl kemst nú í aðsniðnu jakkafötin en hefur lagt blátt bann við áfengi, tóbaki og öðrum ávanabindandi efnum sem jafnan tengjast tískuheiminum. Þótt Lagerfeld sé nú grindhoraður er hann óneitanlega í hópi þungavigtarmanna tískuheimsins – í extra XXL! Það var mikið gleðiefni er samningar náðust milli Svíanna og hins þýska Lagerfeld sem á einmitt ættir sínar að rekja til Svíþjóðar. Enginn veit hve mikið hönnuðurinn fékk fyrir sinn snúð en hann lét ekki sitt eftir liggja og hafði puttana í öllu. Hann bjó ekki bara til sniðin og valdi efnin heldur sat hann líka fyrir í auglýsingaherferðum H&M. Hingað til hefur sænska keðjan verið einna þekktust fyrir að fjöldaframleiða eftirlíkingar af hátískuvörum og selja þær eins og heitar lummur á hlægilegu verði. Hámarkinu hlýtur að vera náð þegar eilífðarprinsinn með púðurlitaða hárið og kol- svörtu sólgleraugun er genginn til liðs með H&M. Okkur dreymir öll um það sem við getum ekki fengið. Sænski fatarisinn hefur uppfyllt óskir okkar: Lúxus handa öllum á viðráðanlegu verði – markaðssmellur í XXL! Eitt stærsta flaggskip H&M við rue de Rivoli er tæmt á 13 mínútum. Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Silfurbúnaður Landsins mesta úrval Gull- og Silfursmiðjan Erna RALPH LAUREN SMÁRALIND SÍMI 561 1690 Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Innri fegurð um jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.