Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 15
„Ég hef oft þurft að sækja fréttamyndirnar í misjöfnum veðrum. En það er bara gaman, þegar maður veit, hvað maður er að gera. Mestu erfiðleikarnir, sem ég hef lent í, eru ekki veðrinu að kenna, heldur alls kyns stofnanakörlum, sem vilja hugsa fyrir mig og aðra, án þess að vita eitt eða neitt um það, sem hlutirnir snúast í raun og veru um, sem er að við er- um að skrá söguna í máli og myndum. Auðvitað hef ég upplifað eitt og annað í ferðum mínum fyrir Morgunblaðið. Fyrir mér eru það bara ævintýri. Svo gleymast þau, en dorma í mér og verða alltaf svakalegri og svakalegri í hvert sinn sem ég rifja þau upp!“ Nú skellihlær Raxi sínum hressa hlátri. Þá fer hann bara í trans En hvernig ljósmyndar Ragnar Axelsson? „Fréttaljósmyndirnar eru svolítið sér á parti. Þar gildir að fanga það augnablik, sem er, því það kemur ekki aftur. Ég las margar frásagnir af stríðsflugmönnum, þegar ég var strák- ur, þar á meðal bók Þorsteins Jónssonar, sem ég reyndar les reglulega. Og ég hugsa mig oft í þeirra spor, þegar ég fer að taka fréttamyndir. Það er stríð og það eina sem gildir er að komast á staðinn og sleppa sprengjunni. Mínar sprengjur eru ljósmyndir af atburðum. Og þegar myndinni er náð, þá fyrst flýgur maður heim aftur. En þegar ég er að fást við annars konar myndir, þá er eins og ég fari í einhvern sérstakan gír, ég fer bara í trans og er í mínum eigin hugarheimi að reyna að ná einhverju flottu augnabliki. Ég fylgist með viðfangsefninu og allt í einu gerist það, sem gerir myndina ein- staka. Þá er eins gott að vera snöggur að smella af! Ég hugsa líka mikið um birtuna, og ljósið. Og ég hugsa í svarthvítu.“ – Sem er varla vinsælt! „Það dugar mér,“ segir Raxi og glottir. „En það hefur svo sem oft gerzt, að einhver hef- ur hringt og spurt, hvort ég eigi myndir frá Grænlandi. Já segi ég, en þær eru svarthvítar. Þá er ekki einu sinni haft fyrir því að segja bless áður en lagt er á!“ Betri útkoma en margfaldur lottóvinningur En lífið er ekki alltaf dans á rósum, jafnvel þótt maður sé ljósmyndari og myndi bezt í svarthvítu. Fjörutíu og fimm ára, í ágúst í fyrra, fékk Raxi heilablóðfall. „Ég var búinn að vera ofboðslega þreyttur og þungur í einhverja daga og þegar ég var að fara að sofa eitt kvöldið fékk ég alveg óbærilegan höfuðverk. Ég var fluttur í sjúkrahús og þá kom í ljós, að það hafði blætt inn á heilann. En svo jafnaði það sig svo það þurfti ekki að skera. Ég fór heim af sjúkrahúsinu eftir 14 daga. L jósmynd Raxa af Guðjóni Þorsteinssyni með Dyrhólaey í baksýn hefur orðið ein hans þekkt-asta og víðförlasta ljósmynd. Nú prýðir hún forsíðu bókar hans; Andlit norðursins. Húnhangir líka upp á vegg í Litlu-Hólum; hjá Guðjóni sjálfum. „Þú hefur haldið að ég væri að drepast,“ segir Guðjón þegar Raxi bankar upp á hjá honum. „Varstu sofandi, þegar ég hringdi í morgun?“ spyr ljósmyndarinn á leið inn í bæinn. „Ég er ekkert betur vakandi nú en ég var þá. Þið verðið að afsaka þetta drengir. Hérna er ekkert eins og hjá fólki.“ Þetta er rangt og ég fæ á tilfinninguna, að Guðjón eigi það til að tala upp í móti, þegar honum hentar. Innanhúss er allt í lagi og Guðjón sjálfur bara eins og vera ber. Það er skeggið sem sker hann úr. Hann býður okkur til eldhúss. Raxi hefur tekið með sér snúða og vínarbrauð, en sjálfur ber Guðjón fram glæru. Það segir hann vera lélegt kaffi. Ég segist frekar vilja soðið vatn og hann lætur slíkar sérþarfir ekkert slá sig út af laginu. Hann á þessa forláta hitakönnu til að grípa í, þegar menn eins og mig ber að garði. „Hefurðu gaman af vísum?“ spyr ég. Hann er alltaf að fara með vísuna hans Egils; Allt er í lagi okkur hjá, eignast börnin hver sem getur. Loksins bregður ljósi á landskjálftana í fyrra vetur. „Nei. Ég hef ekki gaman af neinu,“ svarar hann. Þeir Raxi fara að rifja upp eitt og annað. Guðjón þykist fyrst ekkert muna, en það eru bara ólík- indalæti í honum. Hann er með þetta allt á tæru. Og þeir tala um Dyrhólaey, brimið og klettana. Það færist blik í augu. „Þú varðst heimsfrægur eftir ljósmyndina,“ segir Raxi, en Guðjón segir heimsfrægð ekki gjaldgenga hér í Litlu-Hólum. Hann segist líka löngu búinn að gleyma sjónvarpsauglýsingunum, sem hann kom fram í fyrst á eftir. „En þú varst svo flottur í þeim, “ segir Raxi. Þá kemur í ljós, að Guðjón hefur engu gleymt, heldur er með spólurnar við höndina. Það er satt hjá Raxa. Hann er flott andlit á skjánum. Svo er þarna sjónvarpssamtal, þar sem Guðjón gerir í því að svara út og suður. „Kanntu betur við málleysingja en menn?“ spyr ég, þegar við erum komnir út í fjárhús að skoða kind- urnar. Hann er ekkert að leyna sjálfum sér, þegar hann talar við ærnar. „Ég kann ekki að tala við fólk,“ svarar hann mér. Við förum niður í fjöru. Það er veltubrim við sandinn og strekkingurinn af hafinu er kaldur. Guðjón er órjúfanlegur í þessu landi. Þegar þeir kveðjast gefur Raxi Guðjóni kíki og hann leysir ljósmyndarann út með mjólkurbrúsa. Þar kveðjast höfðingjar sem búa að traustum vinskap. Raxi segist koma aftur, þegar bókin er komin út. „Þú færð fyrsta eintakið,“ segir hann. Mjólkurbrúsinn er númer 20. L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg ANDLIT NORÐURSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.