Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 27
28.11.2004 | 27 tillaga um útlit, og því getur hver og einn valið fatnað eða fylgihlut samkvæmt sínu útliti. Svo er nauðsynlegt að fylgjast með tískutímaritum og hlusta á þáttinn Einn og hálfur kl. 8.30 til 9 á föstudagsmorgnum á Rás 2 með Gesti Einari og mér! Hver er eftirlætisstórborgin þín? Ég get ekki gert upp á milli fimm borga. Mér finnst gaman að hugsa um þær eins og konur sem lykta vel og gaman er að kynnast. París er leyndardómsfull og kvenleg, Kaupmannahöfn eins og gömul frænka, hlý og góð og gott að hitta, Mílanó kvenleg og flókin, New York töff og opin og Tókýó yndisleg, hljóðlát, kurteis og stríðin. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í starfi? Móðir mín, Erla Sandholt, líka Elsa Haraldsdóttir, sem ég lærði hjá, og innlendir og erlendir félagar mínir í Intercoiffure. En helstu tískufyrirmyndir heimsins? Fatahönn- uðir, förðunarmeistarar og hárgreiðslufólk sem skapar útlit stjarna á borð við Madonnu, Nicole Kidman, Johnny Depp, Jude Law, Al Pacino, Sophiu Loren og Elizabeth Taylor á sínum yngri árum. Þetta fólk nýtir sér þekkingu fagmanna til að ná settum markmiðum á framabraut. Af hverju hárgreiðslumeistari? Ég hélt að það væri svo auðvelt, nóg væri að kunna að drekka kaffi, reykja og tala, en komst fljótt að raun um að ég hafði mjög rangt fyrir mér. Dæmir þú fólk eftir útlitinu? Nei, en ég hef samt í huga enska máltækið sem segir: You can nev- er make the first impression twice (þú getur aldrei skapað fyrstu áhrifin tvisvar). Hvað finnst þér um fegrunaraðgerðir? Ef þær bæta sjálfsálitið eiga þær rétt á sér og einnig ef þær laga lýti sem valda óþæg- indum, t.d. poka á augnlokum. Hins vegar er nauðsynlegt að kunna sér hóf í þessum efnum sem öðrum. Fegrunar- aðgerðir eru stórlega of- metnar og geta endað með ósköpum eins og margar Hollywood-stjörnur eru til marks um. Sú hætta er fyrir hendi að allir verði steyptir í sama mótið. Það er ekkert að því að eldast, reynsla og þroski eru ekki lýti. Fegurð snýst frekar um efni en umbúðir. Eru fordómar í samfélaginu? Já. Til dæmis gagnvart fötl- uðum, samkynhneigðum, of feitu fólki og reykingafólki. Fólk lítur ekki í eigin barm heldur dæmir án þess að kynna sér aðstæður og ber ekki virðingu fyrir skoðunum annarra falli þær ekki að þeirra eigin, auk þess sem margir eru sífellt að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera og hvað sé best fyrir þá. | vjon@mbl.is Hvaða kvikmynd/bók hefur haft mest áhrif á þig? Sound of Music og My Fair Lady. Af bókum eru Djöflaeyjan eftir Einar Kárason, Heimsljós og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness ásamt Paulu og Húsi andanna eftir Isabellu Allende í uppá- haldi. Þær eiga sameiginlegt að fjalla af virðingu um óvenjulegt fólk. Undirtónninn er að það þýðir ekki að steypa alla í sama mótið, fólk sem er öðru- vísi en gengur og gerist verður að fá að njóta sín og lífið er ekki bein braut. Svoleiðis er það ekki – og á ekki að vera því annars þroskast fólk ekki neitt. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni, virðingu fyrir öðrum og umhverfinu. Tilheyrir þú þeim hópi ungra karla, sem kallaðir eru snyrtipinnar eða metrosexual? Nei, a.m.k. ekki samkvæmt íslenskri þýðingu á fyrirbærinu sem snyrtipinni eða sjálfkynhneigður. Bæði orðin hafa neikvæða merkingu. Eins og allir ættu að gera hugsa ég um útlit mitt og vellíðan, nota krem og snyrtivörur og klæðist ekki bara því sem hendi er næst. Hvað viltu helst gera þegar þú átt frí? Mér finnst gott að fara til útlanda og liggja í sólinni og lesa. Í eðli mínu er ég óskaplega latur, en mér finnst gaman að elda og borða góðan mat með fjöl- skyldu og vinum eða slappa af heima og fá mér rauðvínsglas. Hvað er mesta tabú tískunnar fyrr og síðar? Legghlífar fyrir karla, svitabönd, nælonskyrtur og illa sniðinn flísfatnaður. Spice Girls-skór með klumbuhæl og þykkum botnum eru alveg hryllingur, en sjást því miður ennþá, einkum á litlum konum, sem vilja vera stærri. Annars er helst tabú ef fólk klæðir sig í flíkur sem fara því illa. Eru Íslendingar almennt vel til hafðir og tískulegir? Já, en þó mættu fleiri vera svolítið opnari. Margir sem láta sér annt um útlitið og vilja vera spes fara í sömu hjólförin og hinir og úr verð- ur heldur einsleitur hópur. Við erum svo hrædd um hvað náunganum finnst eins og sést þegar fólk í sama starfi eða í ákveðnum fé- lagsskap er allt svipað klætt. Mér finnst áhyggjuefni hve unglingar pæla mikið í merkjum en gefa lítið fyrir vel sniðin föt sem passa. Hvað gefur lífinu mest gildi? Að kunna að gefa og þiggja, fjölbreytileikinn, þægilegt umhverfi og náunga- kærleikur. Ertu trúaður? Já. Hver er regla númer eitt fyrir þá sem vilja fylgjast með tískunni? Að sjá það jákvæða við sjálfan sig. Enginn er svo ófríður að ekki sé eitthvað fallegt við hann. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að tískan er ekki lög, heldur Tískan er tillaga um útlit MAÐUR EINS OG ÉG | ARNAR TÓMASSON HÁRGREIÐSLUMEISTARI Mikilvægur tími milli kl. 8.30 og 9 á föstudagsmorgnum Hvað er málið með þessa Íslendinga?“ spyr Stig Ørskov,pistlahöfundur á danska blaðinu Politiken. ,,Skyndilega eru þeir úti um allt. Ekki nóg með að maður þurfi að fylgjast með íslenskum rannsóknarlögregluforingja í sunnudagsseríu DR, Örninn. Nú fylla þeir líka viðskiptasíður dagblaðanna. Síðast vegna söl- unnar á Magasín. Eftir að hafa verið í eigu Dana í 125 ár verður nú rekstur stærstu verslunarkeðju Danmerkur í höndum Ís- lendinga. Og það aðeins hálfu ári eftir að stærsti íslenski bankinn, Kaupþing Banki, yfirtók danska viðskiptabankann FIH.“ Stig láðist þó að minnast á að Íslendingar eiga líka pylsuvagn með íslenska fánanum á Strikinu, þeir hafa gefið út þjóðarstoltið H.C. Andersen á dönsku og reka fyrsta þvottavélakaffihúsið í Danmörku sem er á besta stað í trend-hverfinu Nørrebro, svo fátt eitt sé upptalið. Danskur sölumaður sem leigir skrifstofu í sama húsnæði og maðurinn minn er einnig með- vitaður um íslensku athafnaskáldin. Um daginn leit hann upp úr tölvuskjánum og bar fram nákvæmlega sömu spurningu og Stig: ,,Hvad er det med de islændinge?“ ,,Hvað meinarðu?“ spurði maðurinn minn og hreiðraði um sig í skrifborðsstólnum. ,,Þið eruð úti um allt!“ sagði sölumaðurinn með góðlátlegt bros á vör. ,,Nah! Ertu viss?“ tautaði ég sem sat þarna í ráðaleysi að glugga í Hafnarpóstinn. ,,Held það séu bara sex þúsund Íslend- ingar í Danmörku.“ Maðurinn minn glotti. ,,Og það er ekkert miðað við tvö hundruð þúsund araba.“ ,,Þið eruð fyrirferðarmeiri en tvö hundruð þúsund arabar,“ muldraði sölumaðurinn. ,,Búin að kaupa Magasín.“ Kannski hafði sölumaðurinn lesið grein sem birtist nokkrum dögum áður í Berlingske Tidende þar sem Johannesson var líkt við sjálfan Silvio Berlusconi. Greinin var heil opna og fjallaði um meinta tilraun hans til að múta hinum íhaldssama forsætis- ráðherra Oddssyni, fjölmiðlamálið, veisluglaðar stúlkur sem sagan segir að hafi verið fluttar frá Afríku í partí á einkasnekkj- unni og sett skekkju í bókhaldið, lögreglurannsókn á skrif- stofum Baugs, fyrrum viðskiptafélagann Jon Sullenberger, sam- band Jónínu Ben við pabbann (sem á að hafa verið drykkfelldur og átt sinn þátt í að hún varð gjaldþrota, varnarlaus konan – en nýr og betri maður í dag, byrjaður að fjárfesta í norrænum með- ferðarstofnunum fyrir alkóhólista). Loks er ýjað að því að veisluglöðu stúlkurnar á snekkjunni hafi vakið athygli alls staðar að fjölmiðlum Johannesson undanskildum. Engin furða að þessi lestur skyldi hrella sölumanninn, þann grandvara öðling- smann sem hefur ábyggilega horft á Dallas í æsku. Ég var hálf- vönkuð eftir lesturinn. Reyndar var greinin frekar einsleit og ekki ólíklegt að blaðamaður á Berlingske hafi fundið heim- ildamenn meðal hægrimanna á Íslandi. Strax í upphafi grein- arinnar var bent á að Mary Donaldsson og Frederik krónprins gætu kennt Johannesson um að íslenski forsetinn hefði afboðað komu sína í brúðkaupið þeirra – og síðar kemur fram að dóttir forsetans hafi starfað hjá Baugi. Aftur á móti virðist blaðamaður hafa dálæti á Oddssyni og bendir á að jafnlitrík deila og fjöl- miðlamálið eigi sér yfirleitt stað meðal óreyndra þingmanna, en það eigi tæpast við Oddsson sem hafi setið manna lengst á for- sætisráðherrastóli á Íslandi. Annars hafa flestir fjölmiðlamenn tekið Johannesson vel og vona að þetta undrabarn í viðskiptum, sem virðist neita öllum viðtölum nema í Japan, eigi eftir að hressa upp á verslunarkeðj- una. Pistlahöfundur hjá Politiken býður hann hjartanlega vel- kominn, en spyr hvort enginn geti bent Milljóna-Jóni á að nýj- asta djásnið hans heiti ekki Magasín heldur Maggaseng – með frönskum framburði. | audur@jonsdottir.com Magasín með franskri áherslu eða Maggaseng duj Núo Auður Jónsdóttir Pistill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.