24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki VÍÐA UM HEIM Algarve 15 Amsterdam 7 Ankara 2 Barcelona 14 Berlín 7 Chicago -1 Dublin 11 Frankfurt 10 Glasgow 9 Halifax 8 Hamborg 6 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 6 London 9 Madrid 12 Mílanó 11 Montreal -5 München 6 New York 4 Nuuk -6 Orlando 16 Osló 5 Palma 19 París 11 Prag 3 Stokkhólmur 3 Þórshöfn 2 Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvest- anlands og víða él. Suðaustan 5-10 m/sog fer að snjóa sunnanlands seinni partinn. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG -1 -6 -1 -3 -1 Víða él Vestan 8-13 m/s sunnanlands, en norðaustan 5-10 fyrir norðan. Víða éljagangur og frost 0 til 6 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN -1 -3 -3 -5 -2 Éljagangur Fyrir kemur að einstaklingar séu skornir á púls eftir að þeir eru úr- skurðaðir látnir. Er það gert að þeirra eigin beiðni, til að tryggja að þeir verði ekki jarðsettir lifandi. „Þetta er frekar sjaldgæft en þó alltaf annað slagið að koma upp,“ segir Sigurbjörn Björnsson, yfir- læknir á hjúkrunarheimilinu Eir. „Ég hef ekki getað merkt á þeim 20 árum sem ég hef starfað sem læknir að dregið hafi úr þessu. Þetta kom mér á óvart í fyrstu en flestir vilja fara að hinstu óskum sjúklings,“ segir Sigurbjörn. Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu, segir engin lög eða reglur banna eða leyfa það að látið fólk sé skorið á púls, þótt lög um meðferð líka og sóttvarn- arlög banni ákveðna meðferð lát- inna einstaklinga. Gætu lent í kviksetningu „Sá möguleika er vissulega fyrir hendi að fólk sé kviksett fyrir mis- tök,“ segir Kristján, og nefnir sem dæmi að einstaklingur hafi fundist lifandi í líkhúsi í Stavangri í Noregi fyrir nokkrum árum. Fyrirmæli séu um að hlusta eftir hjartslætti með hlustunarpípu, finna púls einstaklings og fylgjast með brjóstkassa hans í mínútu, áð- ur en hann er úrskurðaður látinn. Því séu líkur á að kviksetning eigi sér stað hverfandi, sér í lagi með nútímatækni og tækjum sem læknar búi yfir. hlynur@24stundir.is Skorið á púls til að koma í veg fyrir kviksetningu Látið fólk skorið á púls Lokaður inni Fæstir vilja vera í þeim sporum lifandi. Milli 50 og 60 manns mættu á fund Einars Kr. Guðfinnssonar sjáv- arútvegsráðherra í Vestmannaeyj- um í dag. Þarna voru útgerðar- menn, skipstjórar og sjómenn og var skotið föstum skotum. Einn skipstjórinn sagði að verið væri að jarða loðnuveiðar og presturinn væri sjávarútvegsráðherra. Sú ákvörðun Hafró að senda skip sín til hafnar um miðja síðustu viku, var harðlega gagnrýnd því hver dagur er dýr. Kom fram að í Vestmannaeyj- um einum er framleitt fyrir 60 til 100 milljónir króna á dag á meðan á loðnuvertíð stendur. Verðmæti loðnuafurða var 3,3 milljarðar í Eyj- um í síðasta ári en heildarvelta í sjávarútvegi í Eyjum var 13 til 14 milljarðar á árinu 2007. mbl.is Vona að loðnuveiðibanni verði aflétt Segja ráðherra jarða loðnuveiðar Hæstiréttur úrskurðaði í gær að héraðsdómari yrði að taka til efnis- meðferðar hvort að lögreglunni sé skylt að afhenda lögmanni manns sem fann staðsetningarbúnað á bif- reið sinni ljósrit af öllum gögnum þess máls sem lögreglan var að fylgjast með honum vegna. Lögmaður mannsins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hafði einnig ósk- að eftir því að fá ljósrit af gögnum allra lögreglumála sem til rann- sóknar væru á hendur skjólstæðingi hans en frávísun á þeirri beiðni var staðfest í Hæstarétti. Maðurinn fann eftirlitsbúnað undir bifreið sinni í nóvember á síðasta ári og leitaði úrlausna dómstóla um lögmæti slíkra rannsóknar- athafna. Með dómi Hæstaréttar frá því 8. febrúar sl. var lögreglunni gert að láta af umræddri rannsóknaraðgerð. þsj Tekið til efnismeðferðar Grímseyjarferjan Sæfari var sett á flot á ný í dag, en skipið hefur verið í slipp á Akureyri síðustu fimm vikur. Gert er ráð fyrir því að Sæfari fari í reynslusiglingu eftir viku. Viðgerðir og end- urbætur sem gera þurfti á ferj- unni fyrir norðan voru viðameiri en áætlað var. mbl Grímseyjarferj- an komin á flot Fjármögnun jafnréttisbarátt- unnar er aðalþema árlegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóð- anna sem hefst í New York í dag. Fjörutíu og fimm ríki eiga sæti í nefndinni hverju sinni og lýkur kjörtímabili Íslands, sem átt hef- ur sæti í henni sl. fjögur ár, með þessum fundi. Af því tilefni verður framlag Ís- lands til fundarins með veglegra sniði en undanfarin ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, sem er óvenju stór, en um 30 fulltrúar, konur og karlar, sitja fundinn. mbl Óvenju stór hópur kvenna til SÞ Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Verkefni hafa frestast og fjárfram- lög til ákveðinna fagsviða verið skorin niður vegna meirihluta- skipta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þegar 24 stundir leituðu til allra fagsviða Reykjavíkurborgar í síð- ustu viku og óskuðu eftir upplýs- ingum um áhrif meirihlutaskipta á störf þeirra voru hins vegar ekki tilgreind nein verkefni sem hefðu tafist eða verið ýtt til hliðar vegna valdaskiptanna í borginni, og virt- ist sem lítil röskun hefði orðið. Verkefni frestuðust Í kjölfarið bárust blaðinu fjöl- margar ábendingar um verkefni sem hefðu orðið fyrir verulegum áhrifum vegna meirihlutaskipta. Samkvæmt heimildum 24 stunda voru fjárframlög til menntasviðs til dæmis skorin niður um að minnsta kosti tvo milljarða króna í nýrri þriggja ára áætlun með afar skömmum fyrirvara. Þá var stór- felldur niðurskurður á framlögum til stofnframkvæmda íþrótta- mannvirkja, nánast fullunnum til- lögum um að setja Geirsgötu í stokk var frestað og fullunnar til- lögur um úthlutun 600 stúdenta- íbúða og um 300 íbúða fyrir aldr- aða var vísað aftur til fagsviða til umfjöllunar. Ekkert þessara verk- efna var tilgreint í svörum við fyr- irspurn blaðsins. Var ekki skylt að svara Að sögn Kristbjargar Stephen- sen borgarlögmanns bárust henni erindi frá sviðunum um hvort þeim væri skylt að svara fyrir- spurn 24 stunda. „Ég svaraði því til að okkur væri ekki skylt að svara henni, en taldi hins vegar ekki tilefni til þess að gera það ekki. Ég benti þá á að fyrir lægju drög að svörum sem menn gætu stuðst við. Þetta voru viðbrögð við mjög víðfeðmri fyrirspurn sem hefði kallað á mikla vinnu einstakra sviðstjóra við að svara. Í því fólst þó engin ritstýring eða neitt í þeirri líkingu heldur fyrst og fremst hvort við ættum að svara þessu og þá sammælast um svar sem allir gátu verið sammála um.“ Í svörum fagsviðanna var ekki tekið fram að fyrirspurnin þætti of víðfeðm. Valdaskipti hafa víðtæk áhrif  Verkefni hafa frestast og störf fagsviða riðlast vegna valdaskipta í borginni  Samráð haft um svar vegna fyrirspurnar um áhrifin Ráðhús Sviðstjórar studdust við fyrirliggjandi drög þegar þeir svöruðu fyrirspurn 24 stunda. ➤ Í fyrirspurn 24 stunda varspurt um áhrif valdaskipta á daglegt starf embættis- manna borgarinnar og verk- efni sem þeir vinna að. ➤ Í svörum þeirra, sem vorusamræmd, voru ekki tilgreind nein bein áhrif. ➤ Í ljós hefur komið að áhrifinvoru töluverð. FYRISPURN 24 STUNDA Árvakur/Sverrir STUTT ● Síbrotamaður Héraðsdómur Reykjaness hefur fundið karl- mann á þrítugsaldri sekan um ýmis brot en hann fékk m.a. bíl í reynsluakstur á bílasölu og skilaði honum ekki. Maðurinn fékk ekki sérstaka refsingu nú en var áður dæmdur í 7 og 5 mánaða fangelsi fyrir aðild að Pólstjörnumálinu. ● Í Orkuskólann Rektorar Há- skóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur hafa undirritað hluthafa- samning um REYST orkuskól- ann. Skráning er hafin fyrir næsta haust og berast fyr- irspurnir víða að. mbl Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.