24 stundir - 26.02.2008, Síða 12

24 stundir - 26.02.2008, Síða 12
Þúsundir Palestínumanna mót- mæltu í gær því að Ísrael hefur lokað landamærum Gasasvæð- isins. Ísraelsher jók liðsöfnuð sinn við svæðið í aðdraganda mótmælanna og hét því að draga Hamas-samtökin til ábyrgðar ef til átaka kæmi. „Ísrael mun ekki hafa afskipti af mótmælum innan Gasa en mun tryggja varnir yfirráðasvæðis síns og koma í veg fyrir öll brot gegn landamærum ríkisins,“ segir í yf- irlýsingu Tzipi Livni utanríkis- ráðherra og Ehud Barak varn- armálaráðherra. Skólum var lokað á Gasaströnd- inni í gær svo nemendur gætu tekið þátt í mótmælunum. Upp- haflega var vonast til að 50.000 manns myndu láta sjá sig, til að hægt væri að mynda keðju fólks eftir aðalsamgönguæð svæðisins. Þátttaka var þó nokkuð minni. Segir fréttaritari BBC að svo virð- ist sem Palestínumenn á Gasa- svæðinu hafi áttað sig á því að fjöldamótmæli séu vænlegust til að ná athygli heimsins og fá Ísr- aela til að slaka á landamæra- vörslu sinni. andresingi@24stundir.is Ísraelum mótmælt á Gasa Nordic-Photo/AFP Bjargvættirnir í grasinu Ísraelskir fótgönguliðar ganga yfir akur nærri landamærum Ísraels og Gasasvæðisins. Hvít tígrisdýr Hvílast í Nehru-dýragarðinum í Hyderabad á Indlandi. Þessi tígrisdýr eru sömu tegundar og þau appelsínugulu, en skortir appelsínugula litinn vegna víkjandi gena sem þau erfa frá báðum foreldrum. Verkfall Starfsmenn járnbrauta í Ungverjalandi fóru í verkfall í gær. Þessi ræstitæknir var þar engin undantekning. Jólin skipulögð Meðlimir í alþjóðasamtökum jólasveina hittust um síðustu helgi í bænum Karakol í Kirgistan. Umhverfisverndarsinnar Mótmæltu áformum um nýja flugbraut á Heathrow í gær. 12 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Ísrael mun reyna að koma í veg fyrir að aðstæð- urnar versni, en lýsir því einum rómi að Hamas verði að bera fulla ábyrgð ef það gerist. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Ísraels

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.