24 stundir - 26.02.2008, Side 14

24 stundir - 26.02.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Þjóðin hefur ekki þörf fyrir stjórnmálamenn sem ýta vandanum á und- an sér. Það er einmitt það sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er sekur um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson situr áfram sem oddviti flokksins og þeim möguleika er haldið opnum að hann taki við borgarstjóra- stólnum á næsta ári. Fæstir eiga þó von á því að svo verði. Í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna berst oddvitinn Vilhjálmur fyr- ir pólitísku lífi sínu. Aðrir þrír borgarfulltrúar, Hanna Birna, Gísli Mar- teinn og Júlíus Vífill, berjast fyrir pólitískum frama sínum. Varla verður þetta kallaður samhentur hópur. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafði möguleika á að leysa vandann. Álitlegasti kosturinn að margra mati var að útnefna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem foringjaefni hópsins, enda stendur hún for- ystuhlutverkinu næst. Því miður bar þessi hópur ekki gæfu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokk- urinn ber mikla ábyrgð og á að sinna velferð borgarbúa. Í innanbúðarslag, þar sem hver reynir að ota sínum tota, er varla mikil orka eftir til að sinna því sem sinna ber. Getur verið að borgin sé stjórnlaus? Í starfi sínu standa stjórnmálamenn iðulega frammi fyrir vandamálum. Þeir eru dæmdir af verkum sínum og því hvernig þeir bregðast við vanda- málum. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn neita að horfast í augu við vand- ann. Þeim þykir hann óþægilegur og svo eru þeir of uppteknir í græðg- isfullri valdabaráttu til að leggja það á sig að bregðast við. Þeir ættu að hugsa lengra fram í tímann. Borgarstjórnarflokkur í upplausn vinnur varla sigra í næstu kosningum. Staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er afleit. Eflaust finnst honum að hann hafi orðið fyrir ósanngjarnri og alltof harðri gagnrýni. Vafalaust er nokkuð til í því að of hart hafi verið gengið fram gegn honum. Það breytir þó ekki því að staða hans er orðin vonlaus. Vilhjálmur hefur langa reynslu í pólitík og ætti að skynja viðhorf um- hverfisins. En þar sem það hentar ekki hagsmunum hans virðist það vera honum um megn. Hann kýs að sitja áfram og félagar hans í borgarstjórn, sem allir vita að styðja hann ekki, munu nota næstu mánuði til að vinna að eigin hag. Það virðist ekki lengur tími til að hugsa um hag borgarbúa. Hið ágæta fólk í borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins er á alvarlegum villigötum og er hvorki að vinna flokki sínum né þjóðinni gagn. Stjórnlaus borg? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Þegar Davíð Oddsson samdi við Halldór Ásgrímsson um, að Halldór tæki við embætti for- sætisráðherra af sér, var sam- komulagið bund- ið við Halldór - Geir H. Haarde varð forsætisráð- herra en ekki framsókn- armaður, þegar Halldór hætti. Nú verður sjálfstæðismaður borgarstjóri, þegar Ólafur F. hættir, þótt það verði annar en Vilhjálmur Þ. Á ruv.is mátti einnig lesa, að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins sæktist eftir því að verða borgarstjóri á næsta ári. Björn Bjarnason bjorn.is BLOGGARINN Hver tekur við? „Ég er ekki skúrkur,“ segir Vil- hjálmur Þ. í viðtali við DV í dag. Þessu er slegið upp á forsíðu blaðsins. Menn átta sig kannski ekki á því en þessi ummæli enduróma fræg orð úr stjórn- málasögunni. Það var þegar Richard Nixon sagði á blaða- mannafundi 17. nóvember 1973: „I am not a crook.“ Nixon ætlaði að reyna að snúa taflinu sér í hag með þessari ræðu en hann átti þá mjög í vök að verjast vegna Wa- tergate málsins. Það fór á annan veg – orð hans höfðu þveröfug áhrif – Nixon lét af embætti í ágúst 1974. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils Ekki skúrkur Sjómenn, skipstjórar og útvegs- menn heimta að fá að veiða loðnu. Hún er æti þorskins. Því meira, sem veitt er af loðnu, þeim mun minna veiðist af mun verðmætari afla. Þetta neita sjó- menn, skipstjórar og útvegsmenn að sjá. Eins og venjulega vilja þeir bara moka upp hverju því kvikindi, sem sést hverju sinni. Þeir hafa spillt fiskimiðum með botnvörpu. Þeir hafa ofveitt hvern stofninn á fætur öðrum. Þeir rífast linnulaust við Hafró og rægja hana fyrir pólitíkusum. Sjómenn, skipstjórar og útvegs- menn eru alveg ófærir um ... Jónas Kristjánsson jonas.is Vilja bara moka Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@24stundir.is Hvort sem kvikasilfursmengunin í urr- iðanum í Þingvallavatni verður rakin til náttúrulegra ferla eða jarðvarmavinnslu Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum þá vekur ugg að hún skuli hafa mælst um og yfir heilsuverndarmörkum. Niðurstöður efnagreininga munu hafa legið fyrir síðan síðla árs 2003 en einhverra hluta vegna hafa þær ekki ratað úr höndum Umhverfisstofnunar til almennings fyrr en nú nýlega. Hér þarf að huga að nýju verklagi. Undanfarin ár hefur OR lagt ríka áherslu á að afla eins mikillar orku og hægt er á eins skömmum tíma og hægt er til þess að anna eftirspurn álvera. Það var því áægjulegt þegar forstjóri OR sagði að Orkuveitan hefði nú hug á að skoða aðra kosti en álver enda væri ekki heppilegt að hafa öll eggin í einni körfu. Flest orkufrek starfsemi sem hefur ver- ið í umræðunni notar einungis lítinn hluta af þeirri orku sem eitt álver þarf. Því felur stefnu- breyting OR í sér tækifæri til þess að ganga hægar fram, þyrma óröskuðum svæðum og leggja aukna áherslu á að leysa mengunarmál sem upp hafa komið, s.s. brennisteinsvetnismengun og nú e.t.v. kvikasilfursmengun. Kvikasilfur er rokgjarnt efni af málmi að vera. Sé það svo að mengunina megi rekja til affalls Nesja- vallavirkjunar er ástæða til að ætla að í útblæstri hennar sé einnig að finna kvikasilfur. Æskilegt er að fram fari mælingar á kvikasilfri bæði frárennsli og útblæstri virkjana á Hengilssvæðinu og í fram- haldi af því verði starfsleyfi þeirra endurskoðuð eftir því sem niðurstöður mælinga gefa tilefni til. Í gildandi starfsleyfi fyrir Nesjavalla- virkjun er ekki að finna nein ákvæði um efnamælingar, hvorki í útblæstri né heldur í frárennsli. Losun kvikasilfurs er alvarlegt mál, ekki síst hér á norðurslóðum þar sem þetta rokgjarna eiturefni hefur tilhneigingu til þess að ferðast frá heitum svæðum miðbaugs í átt að kaldari svæðum pólanna þar sem það safnast upp í lífríkinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Urriðinn og umhverfið ÁLIT Bergur Sigurðsson bergur@landvernd.is VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna heldur kynningarfund á kjarasamningi við SA á morgun, miðvikudag kl. 20:00 í Stássinu, Greifanum á Akureyri. Kynning á kjarasamningi VM á Akureyri

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.