24 stundir - 26.02.2008, Side 18

24 stundir - 26.02.2008, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is „Það eru örugglega tíu ár eða meira síðan ég sýndi jafn margar stórar myndir. Inn í þessar stóru myndir rata oft áleitnar hug- myndir sem ekki er mögulegt að útfæra í litlar myndir,“ segir Daði Guðbjörnsson sem sýnir þrettán myndir sínar í Listasafni Reykjanesbæjar. „Ég tek mér góðan tíma til að mála þessar stóru myndir, hef þær á vinnu- stofunni og tek þær fram aftur og aftur. Ég legg mikið í að út- færa hugmyndirnar og eyði mikl- um tíma í að ná fram ákveðnum litum og stemningu. Í þessum myndum geri ég ýmislegt sem ekki er hægt að gera í litlum myndum. Ég er ánægður með myndirnar á sýningunni og hef fengið góða gagnrýni fyrir þær.“ Tískan er harður húsbóndi Ertu ánægður með þá gagnrýni sem þú hefur fengið á ferlinum? „Ég hef fengið góða gagnrýni síðustu árin. Síðasti áratugur síð- ustu aldar var hins vegar ekki mjög lífvænlegur fyrir mig í því tilliti en það er hægt að komast mjög langt á þrjóskunni. Tískan í myndlistarheiminum er harður húsbóndi og ef maður velur þá leið að fylgja henni ekki út í ystu æsar getur maður lent í and- streymi. Mér hefur samt í heild- ina gengið ágætlega, venjulegt fólk hefur gaman af myndunum mínum og kaupir þær og ég kvarta ekki.“ Andlegt tímabil Hvað einkennir myndirnar á þessari sýningu? „Síðustu árin hef ég verið að fara í gegnum andlegt tímabil. Ég hef alltaf haft áhuga á and- legum málefnum en fann ekki rétta staðinn fyrr en ég fór að stunda Sahaja-jóga og það hefur gjörbreytt lífi mínu, bæði innra og ytra lífi. Þessi andlega leit kemur fram í þessum myndum. Þarna er til dæmis mynd þar sem ég set gralinn upp í Snæfells- jökul. Í myndum mínum hef ég alltaf verið að vinna með ljós. Það er þetta ljós sem er eins og rammi utan um sýninguna.“ Daði „Ég er ánægður með myndirnar á sýn- ingunni og hef fengið góða gagnrýni fyrir þær.“ Daði Guðbjörnsson sýnir í Reykjanesbæ Andleg leit listamanns ➤ Daði er fæddur árið 1954.Hann var við nám í Myndlist- arskóla Reykjavíkur á ár- unum 1969-1976 og í Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1976-1980. ➤ Veturinn 1983-1984 var hannvið Rijksakademi van Beel- dende Kunsten í Amsterdam. MAÐURINN„Síðustu árin hef ég verið að fara í gegnum andlegt tímabil,“ segir Daði Guð- björnsson sem sýnir myndir sínar í Reykja- nesbæ. Hann segir mynd- irnar bera vitni um and- lega leit. Árvakur/Sverrir Skáldskapur á ís Þessi mynd Daða á sýningunni sýnir gralinn á Snæfellsjökli. Á þessum degi árið 1942 fékk leikkonan Joan Fon- taine Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Hitchcock- myndinni Suspicion. Hún lék þar eiginkonu sem grunar mann sinn um að ætla að myrða sig. Joan fékk einnig verðlaun gagnrýnenda í New York fyrir leik sinn í myndinni. Joan er systir Oliviu de Havilland sem einnig er óskarsverðlaunahafi. Systurnar voru gríðarlega vinsælar leikkonur á fjórða og fimmta ára- tugnum en samkomulagið á milli þeirra var allt frá barnæsku mjög stirt og þær hættu algjörlega að talast við árið 1975. Fontaine á Alfred Hitchcock mikið að þakka en hann valdi hana til að fara með aðal- hlutverkið í fyrstu myndinni sem hann leikstýrði í Bandaríkjunum, Rebekku, árið 1940. Myndin hreppti Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins. Joan giftist fjórum sinnum og skildi jafnoft. Hún býr í Carmel í Kaliforníu. Joan fær Óskarinn MENNINGARMOLINN Tveir af tónlistarjöfrum nítjándu aldarinnar leggja til verkin á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands næsta fimmtudag, Franz Liszt og Anton Bruckner. Ungur Pólverji, Ewa Kupiec, glímir við píanókonsert Liszts númer 2, en hún þykir einn fremsti píanóleikari Póllands þótt ung sé að árum. Verkið sem flutt er eftir Bruckner er sinfónía nr. 3 Stjórnandi á tónleikunum er eistneski hljómsveitarstjórinn Arvo Volmer. Píanósnillingur og róman- tískar öfgar Egill Sæbjörnsson opnar sýn- ingu í i8 fimmtudaginn 28. febrúar. Egill fæddist árið 1973 og hef- ur síðastliðin ár verið búsettur í Berlín. Hann stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og síðar við Parísarháskóla 8 St. Denis. Eg- ill blandar saman á óvenju- legan hátt hljóði, mynd- böndum, innsetningum og myndböndum. Á sýningunni í i8 verður Egill með þrjár slík- ar innsetningar í myrkvuðu rými. Egill í i8 AFMÆLI Í DAG Christopher Marlowe leikritahöfundur, 1564 Victor Hugo rithöfundur, 1802 Jackie Gleason leikari, 1916 Buffalo Bill veiðimaður, 1846 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Ég hef komist að því að besta aðferðin til að gefa börnum sínum ráð er að komast að því hvað þau vilja og ráðleggja þeim síðan að gera það. Harry S. Truman • Íslensk myndlist 1-2 • Svarfdælingar 1-2 • Breiðfirðingur 1-29 ib • Deildartunguætt 1-2 • Fremrahálsætt 1-2 • Ættir húnvetninga 1-4 • Vestfirskar ættir 1-4 • Bergsætt 1-3 • Ættir síðupresta • Bækur Þorvaldar Thoroddsen • Ferðabók 1-4 • Landfræðisaga 1-4 • Lýsing Íslands 1-4 • Árferði á Íslandi • Freyr 1-73 árg. ib • Fritzner ordbog 1-4 • Textabók Megasar Bækur til sölu Upplýsingar í síma 898-9475 Seljast saman}

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.