24 stundir - 26.02.2008, Page 20

24 stundir - 26.02.2008, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Unglingar stunda kynlíf, við stöðvum þá ekki í því og hvetjum þá heldur ekki til þess með því að tala um kynlíf, gefa smokka og veita fræðslu,“ segir Ómar. „Aldurshópurinn sem við ræð- um við, ungt fólk á aldrinum 15- 26 ára er sá hópur þar sem flest kynsjúkdómasmit greinast þann- ig að það er nauðsynlegt að veita honum fræðslu. Tilgangurinn með verkefninu er að benda fólki á að nota smokkinn og draga úr þeim misskilningi að það séu að- eins vissar týpur sem smitist af kynsjúkdómum. En af hverju ætli ungt fólk noti ekki smokkinn? „Þetta þarf að athuga,“ segir Ómar. „Smokkurinn er ef til vill of dýr, þá segja sumir hann óþægilegan eða að þeir hreinlega gleymi honum. Í átakinu erum við einnig að benda á nauðsyn þess að nota smokkinn við aðrar smitleiðir, þ.e munnmök og endaþarmsmök sem verða sífellt algengari.“ Ísland best í heimi Ómar segir að því miður sé Ís- land að verða framarlega á sviði kynsjúkdómasmita. „Auðvitað er það ekki eitthvað sem við viljum vera þekkt fyrir, þetta er ansi slæm landkynning. Klamyd- íusmit hafa aukist gríðarlega síð- ustu ár og á síðasta ári greindust 1.386 tilfelli af klamydíusmitum sem er töluvert mikið eða um fjórir einstaklingar á dag.“ Ómar segir enda kveikjuna að þessu átaki vera þessar himinháu tölur auk þess sem samtökin hafa fundið fyrir því bæði í gegnum fræðsluna og í gegnum ráðgjaf- arvefi eins og Tótalráðgjöf og ráðgjafarvef Ástráðs að nú er þörf á að minna ungt fólk á notkun getnaðarvarna, ekki bara til að koma í veg fyrir óléttu heldur einnig minna á það að smokkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum. Virðisaukaskatt af smokkum „Ég held að verð á smokkum hafi letjandi áhrif á notkun. Nú- verandi verð er frekar hátt og hópurinn vill einnig þrýsta á stjórnvöld að niðugreiða eða gefa getnaðarvarnir til ungs fólks. Það mætti gera með því að fella niður virðisaukaskatt af smokkum eða hreinlega gefa þá. Einnig viljum við þrýsta á um að kynfræðsla verði skilgreind í aðalnámskrá.“ Árvakur/Þorkell Vitundarvakning um notkun smokksins! 1.386 tilfelli greind- ust af klamydíu 2007 ➤ Árið 2007 greindust 13manns með HIV, 1.863 með klamydíu, 21 með lekanda og 45 með lifrarbólgu B. ➤ Þá eru ótaldir sjúkdómar einsog kynfæraáblástur og kyn- færavörtur. ➤ Lifrarbólgutilfelli voru 350%fleiri en árið 2006. ➤ Klamydíusmit getur einnigorðið við endaþarmsmök. KYNSJÚKDÓMASMITÁstráður, Jafningja- fræðsla Hins Hússins og Félag um kynlíf og barn- eignir hafa ákveðið að blása til vitundarvakn- ingar um notkun smokks- ins. Ómar Sigurvin, læknanemi í félaginu Ást- ráði, segir það útbreidd- an misskilning að umtal og fræðsla hvetji ung- linga til að stunda kynlíf. Smokkurinn er eina vörnin! Aukin tíðni er á klamydíusmitum vegna óvarinna endaþarmsmaka. „Löngu tímabært er að skil- greina kynfræðslu í aðalnámskrá, hún var til staðar í gömlu nám- skránni en hún var í gildi til 2005,“ segir Þórhalla Arnardóttir, einn höfundur íslenskrar kennslubókar í kynfræðslu. „Kynfræðslan gleymdist í námskránni held ég,“ bætir Þórhalla við og hlær. „Kynfræðsla hefur ekki verið mjög markviss í skólum og ef að gerð yrði könnun og kennslan mæld í hverjum skóla fyrir sig yrðu niðurstöðurnar afar mismunandi. Sumir skólar verja góðum tíma í kynfræðslu meðan aðrir sinna henni lítið sem ekkert.“ Hún nefnir dæmi úr þeim skóla sem hún kennir við. „Í Rimaskóla er kynfræðsla kennd í heila önn í 10.bekk, tvær kennslustundir á viku. Námsefnið er breitt, heil kennslustund fer þar til dæmis í hvernig nota skal smokkinn. Við látum krakkana fara og kaupa smokk. Fáum alltaf ákúrur frá for- eldrum vegna þessa. Þeim finnst við vera að hvetja til kynlífs.“ Þórhalla segist þurfa að útskýra fyrir foreldrum markmið kennsl- unnar. „Hægt er að rekja kynsjúk- dómasmit og þungun til þess að þau þorðu ekki að kaupa smokk. Það þarf að gera þau meðvituð um hætturnar í kynlífi.“ dista@24stundir.is Löngu tímabært að kynfræðsla sé skilgreind í aðalnámskrá Fáum ákúrur frá foreldrum Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Rope Yoga Rope Yoga Rope Yoga Rope Yoga ROPE YOGA 8 vikna námskeið hefjast 10. mars Skráning í síma 891-7190 eða á www.sigga.is Kennari: Sigríður Guðjohnsen www.sigga.is Fagralund við Furugrund í Kópavogi

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.