24 stundir - 26.02.2008, Page 21

24 stundir - 26.02.2008, Page 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 21 Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar- og sykurþörfina, hvernig þú ferð að því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fræðsla og eftirfylgni Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Strangt aðhald – mikill árangur Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Vikuleg markmið/áhersla/fróðleikur Tímar: 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni er verið að byggja upp orku og koma líkamanum í jafnvægi sem er upphafið að breyttum lífsstíl. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna og auka fitubrennslu eiginleika líkamans. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan kemur jafnvægi á hormónaflæði líkamans sem hefur áhrif á skap, lífsorku og kraft. Farið er í úrgangs- og eiturefnahreinsun og létt á meltingunni. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur er ónæmiskerfið byggt upp og líkamananum hjálpað að verja sig á náttúrulegan hátt. Veitt er ráðgjöf með mataræði og hreyfingu sem veitir andlegt og líkamlegt jafnvægi. Ný námskeið hefjast 3. mars Skráning er hafin í síma 4445090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla Eineggja tvíburar eru sennilega ekki eins líkir og lengi hefur verið álitið, þrátt fyrir að líta alveg eins út. Vísindamenn hafa komist að því að annar tvíburinn getur að einhverju leyti haft öðruvísi gena- mengi en hinn. Þrátt fyrir að ein- eggja tvíburar virðast stundum ná- kvæmlega eins hafa vísindamenn alltaf vitað að þeir væru ólíkir á einhvern hátt og til dæmis eru þeir ekki með eins fingraför. Eins hefur það sýnt sig að þeir geta fengið ólíka sjúkdóma auk þess sem ann- ar þeirra getur fengið sjúkdóm á meðan hinn er heilbrigður. Í nýlegri rannsókn í Bandaríkj- unum greindu rannsakendur 19 eineggja tvíburara og í ljós kom að það getur verið smávægilegur munur á genamengi tvíbura og í raun er það frekar algengt. Þessi munur útskýrir tvímælalaust af hverju annar tvíburinn getur þjáðst af sjúkdómi á meðan hinn gerir það ekki. Tengsl við sjúkdóma Rannsakandinn Carl Bruder segist telja að breytingarnar þurfi ekki endilega að myndast við getn- að heldur geti það líka gerst á lífs- ferli tvíburanna. Það er því hægt að skilja eineggja tvíbura og aðra fjölbura betur með því að fletta of- an af þessum mun þegar einn fjöl- buranna er veikur, þar sem hægt er að tengja genabreytingar við þekkta sjúkdóma. Í viðtali við LiveScience sagði Carl að fram- haldið væri að rannsaka eineggja tvíbura til að skoða öldrun, offitu og ónæmissjúkdóma. Jan Dumanski, erfðafræðingur við Alabama háskólann, segir að erfðafræðirannsóknir á tvíburum geti fyrr varpað ljósi á það hvaða gen eru tengd ákveðnum sjúkdóm- um, vegna þess að allt annað hjá tvíburum er eins. Eineggja tvíburar eru ekki eins Ólíkir en samt nákvæmlega eins Eineggja tvíburar Nýleg rannsókn sýnir að genamengi tvíbura geta verið ólík. Svefn er okkur jafn mikilvægur og matur. Það vita þeir best sem eiga við svefnvanda að stríða. Vægar svefntruflanir eru ekki óalgengar en margir stríða við mjög alvar- legar truflanir. Þetta fólk þarf að gæta sín sérstaklega vel ef það vill forðast vítahring sem erfitt getur verið að losa sig úr. Þau þurfa að passa að fara í rúmið á sama tíma á hverju kvöldi, líka um helgar. Ekki borða fyrir svefninn og drekka nóg af vatni fyrri part dags. Passað upp á svefninn Tannþráðurinn er mikið þarfaþing en allt of margir láta hann alveg eiga sig. Slíkt hlýtur að teljast und- arlegt þegar flestallir bursta tenn- urnar tvisvar á dag og virðast því vera nokkuð meðvitaðir um mik- ilvægi góðrar tannheilsu. Stað- reyndin er sú að heilbrigðar tennur þurfa heilbrigða góma líkt og hús þarf vel byggðan grunn. Vendu þig og börnin þín því á að nota tann- þráð á hverjum degi. Tannþráðurinn er lykilatriði Heyrnin er eitt af því sem við vilj- um hvað síst missa en þó leggjum við hana í stöðuga hættu. Það ger- um við meðal annars með því að hlusta ótæpilega mikið á tónlist í heyrnartólum og með því að fara reglulega á hávaðasama tónleika. Heyrnin er líka í hættu þegar við förum út í hörkufrostið án þess að hylja eyrun. Hversu miklu máli skiptir heyrnin þig? Er heyrn þín í stöðugri hættu?

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.